Sanngjarnt jafntefli í Brighton Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 20. nóvember 2017 22:00 Stuðningsmenn Brighton & Hove Albion. Vísir/Getty Brighton og Stoke gerðu 2-2 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Eric Maxim Choupo-Moting kom gestunum yfir eftir hálftíma leik eftir frábæra sendingu Xherdan Shaqiri. Pascal Gross jafnaði á 44. mínútu með skoti sem á einhvern ótrúlegan hátt endaði í markinu eftir að hafa farið á milli fóta tveggja leikmanna Stoke, varnarmannsins Erik Pieters og markmannsins Lee Grant. Gestirnir komust aftur yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks eftir hræðilegan varnarleik Brighton í hornspyrnu. Jose Izquierdo jafnaði svo leikinn fyrir heimamenn á 60. mínútu og bjargaði stigi fyrir Brighton. Jafnteflið var nokkuð sanngjarnt, bæði lið áttu tækifæri til þess að stela sigrinum, en virtu stigið að leik loknum. Enski boltinn
Brighton og Stoke gerðu 2-2 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Eric Maxim Choupo-Moting kom gestunum yfir eftir hálftíma leik eftir frábæra sendingu Xherdan Shaqiri. Pascal Gross jafnaði á 44. mínútu með skoti sem á einhvern ótrúlegan hátt endaði í markinu eftir að hafa farið á milli fóta tveggja leikmanna Stoke, varnarmannsins Erik Pieters og markmannsins Lee Grant. Gestirnir komust aftur yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks eftir hræðilegan varnarleik Brighton í hornspyrnu. Jose Izquierdo jafnaði svo leikinn fyrir heimamenn á 60. mínútu og bjargaði stigi fyrir Brighton. Jafnteflið var nokkuð sanngjarnt, bæði lið áttu tækifæri til þess að stela sigrinum, en virtu stigið að leik loknum.