Í skugga valdsins: Vísindakonur deila 106 sögum af áreitni og ofbeldi Birgir Olgeirsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 30. nóvember 2017 21:43 330 konur í vísindasamfélaginu hafa undirritað áskorun þar sem skorað er á vísindasamfélagið að uppræta kynbundna og kynferðislega áreitni og ofbeldi sem þrífist þar, líkt og annars staðar. Konur úr öllum geirum vísindasamfélagsins hafa í vikunni deilt reynslusögum sínum í lokuðum Facebook-hóp. Hafa þær nú birt 106 sögur kvenna af áreitni og ofbeldi innan vísindasamfélagsins og feta þær þar með í fótspor stjórnmálakvenna og kvenna innan sviðslista og kvikmyndageirans sem gert hafa slíkt hið sama.Hægt er að lesa allar sögurnar hér. „Í sögunum sést skýrt hversu mikil áhrif þessi vandi hefur á starfsumhverfi kvenna í vísindum, bæði innan háskólasamfélagsins og í stofnunum og fyrirtækjum,“ segir í tilkynningu frá konunum sem notast við myllumerkið #ískuggavaldsins Beina þær eftirfarandi áskorun til háskóla, þekkingarstofnana og fyrirtækja: 1. Kynferðisofbeldi og áreitni á sér stað innan vísindasamfélagsins rétt eins og annars staðar í samfélaginu. 2. Meðfylgjandi eru frásagnir kvenna sem lýsa reynslu sinni (nafnlaust) 3. Það verður að verða breyting á. Við krefjumst þess að allir karlar taki ábyrgð, að allir vinnustaðir taki af festu á málinu, setji sér forvarnaráætlanir og viðbragðsreglur og lofi konum að þær þurfi ekki að þegja meir því þær muni fá stuðning.Hér að neðan má sjá 13 sögur sem konurnar telja að henti vel til þess að draga fram vandann:1. Ungur rannsakandi á leið með eldri akademískum starfsmanni út á land að safna gögnum. Í símtali segir akademíski eldri karlinn konunni að hann hafi verið velta því fyrir sér hvernig væri að ríða henni. Hún víkur samtalinu að öðru eins og konum er kennt að gera. Hún fer síðan til yfirmannsins og kvartar enda séu þau á leið út á land. Niðurstaðan var að taka verkefnið af ungu konunni og fá eldri konu til að fara með karlinum í verkefnið. Lærdómur ungu konunnar var að halda kjafti þegar samstarfsmenn áreita hana. Töpuð tækifæri. Konur þurfa bara að vera duglegri og það allt.2. Flutti fyrirlestur um BS verkefni mitt við lok BS-námsins fyrir ansi mörgum árum þar sem viðstaddir voru m.a. kennarar við og framhaldsnemendur við deildina. Fékk að heyra það frá karlkyns MS-nemum að ég hefði vísvitandi klætt mig ögrandi við fyrirlesturinn svo þeir gætu ekki einbeitt sér að því sem ég var að segja og myndu þar af leiðandi ekki spyrja mig erfiðra spurninga3. Ég var einu sinni beðin að koma því á framfæri við sviðsforseta að kollegi (við aðra deild) hefði verið að senda klámfengið efni á sitt deildarfólk, þar á meðal doktorsnema sem upplifðu það sem áreitni en treystu sér ekki til að kvarta. Nokkrum vikum seinna hitti ég sviðsforseta og spurði hvers vegna engin svör hefðu borist. Kom þá í ljós að honum fannstþetta bara dæmi um “vondan húmor”. 4. Karlkyns nemandi með ríflega uppblásna sjálfsmynd og sauðölvaður þetta kvöld kleip mig skyndilega þéttingsfast í rassinn á árshátíð nemendafélagsins þar sem við kennarar skiptumst á að mæta. Ég sagði honum rækilega til syndanna þegar þetta gerðist en aðhafðist ekki frekar.5. Ég var hluta úr náminu mínu við erlendan háskóla og hann var leiðbeinandinn minn. Hann tók vel á móti mér og var með eindæmum gestrisinn, en smám saman fór ég að fá skrítna tilfinningu fyrir honum. Hann var ítrekað að reyna að fá mig eitthvað með sér ein, og þegar ég vildi það ekki reiddist hann. Steininn tók úr þegar ég áttaði mig á því, sem betur fer fyrir brottför, að ferð sem ég hélt að hópur tengdur skólanum væri að fara í væri í raun bara ég og hann. Ég sagði frá öllu um leið og ég kom heim, en stöðu hans (og minnar) vegna þótti ekki ráðlegt að aðhafast neitt. Hann hélt áfram að senda mér tölvupósta og myndir af sér löngu eftir að ég kom heim. Seinna gerði ég upp mín mál, en hann er enn prófessor við virtan háskóla og heldur áfram að taka að sér nemendur.6. Ég fékk einu sinni (fyrir mörgum árum síðan líklega u.þ.b 20 árum) þá athugasemd að ég væri í svo stuttum pilsum að ekki væri unnt að einbeita sér að kennslunni hjá mér. Ég kenni aðallega konum og veit ekki hvort athugasemdin kom frá konu eða karli enda fá nemendur að koma með nafnlausar athugasemdir í kennslukönnunum. Ég ræddi þetta við brautarformann (konu) sem taldi að ég ætti bara að hafa húmor fyrir þessu. Á þessum árum gekk ég oft í leggings eða þykkum sokkabuxum og pilsum niður á mið læri eða svo. En það sem gerðist þrátt fyrir að ég reyndi að nota húmorinn var að ég steinhætti að ganga í stuttumpilsum, af því ég vildi ekki fá fleiri svona athugasemdir, og var þó alveg þokkalega upplýst um kynjamisrétti.7. Ég var stödd í vinnupartýi þar sem einn gesta var gamall prófessor. Ég var spariklædd í pilsi sem náði niður fyrir hné! Svo vildi til að þar sem ég sat hafði pilsið runnið einhvern veginn þegar ég krosslagði fætur þannig að sást í annað hnéð. Prófessorinn hellti sig yfir mig og skammaði mig fyrir að vera svona afhjúpandi og ,,kveikja“ í honum. Hann var í alvöru reiður, þetta var ekkert grín. Ég varð auðvitað miður mín. Þetta var maður sem þekkti mig ekki neitt en leyfði sér að hafa særandi athugasemdir um klæðaburð minn. Ég hef ekki getað litið manninn sömu augum síðan. Eins er með manninn sem þarf alltaf að heilsa öllum konum með kossi um leið og hann gantast með að hann „verði“ bara að nota tækifærið.8. Ég var einu sinni að halda erindi á innlendri ráðstefnu og með mér voru þrír karlkyns fyrirlesarar og ein önnur kona. Sá sem steig síðastur í pontu var einnig fundarstjóri og í sínu erindi vísaði hann margoft í erindi hinna karlanna en sagðist því miður ekki muna neitt af því sem ég og kynsystir mín hefðum sagt í okkar erindum því við værum svo sætar og hann hefði því bara gleymt sér í því að stara á okkur og því ekki heyrt orð af því sem við sögðum......9. Fyrir mörgum árum var ég að stjórna rannsóknarverkefni úti á landi. Við vorum með nokkur verkefni í gangi á svæðinu, og bjuggum öll saman í heimavistarskóla. Í einu þessa verkefna var útlenskur fræðimaður. Hann var mjög óviðeigandi í tali og hegðun. T.d. gerði hann brjóstin á mér að umtalsefni eitt sinn þegar nokkur okkar voru að tala saman, og var gjarn á að nuddast ”óvart“ upp við konurnar sem voru að vinna þarna. Á meðan verkefninu stóð veiktist ég, lá í bælinu með hita í nokkra daga. Á 3ja degi vaknaði ég rétt fyrir hádegi, fann að mér leið betur og ákvað að fá mér að borða og fara í sturtu. Þegar ég kom í matsalinn þá áttaði ég mig á því að ég og þessi maður vorum ein í skólanum. Eina sturtan var sturtuklefinn við sundlaug skólans, og þar var ekki hægt að læsa að sér. Nærvera þessa manns var þá orðin svo óþægileg að ég gat ekki hugsan mér að vera ein í bygginguni með honum, nakin þar sem ég gat ekki læst að mér, og beið því til kvölds þegar aðrir komu í hús með að fara í sturtu. Það sem situr í mér eftir þetta er að engin okkar gerði neitt í því að benda á þessa ósæmilegu hegðun, vissara að rugga ekki bátnum, ekki vera með vesen. Í staðinn létum við, eða allavega ég, hann breyta minni hegðun, hvernig ég klæddi mig, hvernig ég nýtti sameiginlegt rými, jafnvel hvenær ég baðaði mig.10. Í fyrsta starfinu mínu eftir háskóla: Valdamikill maður á vinnustaðnum skildi því miður aldrei mörk þess að vera vinalegur og vera óviðeigandi. Hann settist iðulega aðeins of nálægt. Snerti man einhvern veginn röngum megin við mörkin. Hóf umræður á einhverju sem var aðeins of persónulegt. Stóð fyrir aftan mig á meðan ég vann, beygði sig aðeins of nálægt og andaði á hálsinn á mér.Hann var tvöfalt eldri en ég. Þó ungur í stóra samhenginu. Um fertugt. Hávaxinn og þrekinn. Hélt sér við. Flokkast líklega víðast sem myndarlegur maður. Rólegur og ljúfur. Brosmildur. Giftur með börn. Góður við allar manneskjur, svo ég best sæi til. Fyrir utan þetta með mörkin. Sem hann virtist bara ekki skilja. Ég kunni ekki að díla við þetta - þrátt fyrir að hafa á þeim tíma viðamikla (klassíska) reynslu af áreiti úr fyrri táningsstúlkustörfum. Því það er einhvern veginn ekki það sama og að díla við fólk með völd. Ég hristi hann alltaf einhvern veginn af mér. ”Ég ætla að stökkva og grípa mér kaffibolla. Læt þig vita þegar ég er búin að kíkja á þetta. Hehe “Og að sjálfsögðu hélt ég öllu alltaf kammó, eins og allar konur sem vilja ekki rugga bátnum. Ég forðaðist dulið að vinna verkefni sem hann tók þátt í. Reyndi að standa alltaf upp þegar hann kom til mín, svo hann gæti ekki andað á hálsinn á mér. Reyndi að enda aldrei í lokuðu herbergi með honum. Ég stóð mig oft að því að hugsa: ”Oh. Er heimurinn eftir háskóla svona?“Samtímis og ég vonaði að þessi maður væri bara einn af fáu svörtu sauðunum. En svo gekk hann loks yfir einhver mörk sem gerðu mér ókleift að vinna með honum. Ég þurfti að ræða við hann vegna sameiginlegs verkefnis. Á leið minni til hans mætti ég honum á risastórum opnum gangvegi – þar sem þó engin var. Ég sagði við hann ”Ah, [nafn]! Einmitt sá sem ég var að leita að! Ég ætlaði að ræða við þig um...“ Þá greip hann ákveðið utan um mjóbakið mitt, hrifsaði mig til sín, og hélt mér í þéttingsföstu taki upp við líkamann sinn, svo að klofið hans lá uppvið mitt og ég var pikkföst. Ég fraus, sagði ekkert, og fann hjartsláttinn aukast.Hann beið um stund, og sagði svo rólega, og brosandi, horfandi djúpt í augun mín, eins og staðan sem við vorum í gæti ekki verið sjálfsagðari: ”Hvað segirðu, [nafn] mín?“ Ég stamaði einhverju út úr mér. Einhverjum hálfparti af því sem ég vildi sagt hafa – á meðan ég gat lítið hugsað annað en: ”Ég er föst. Hann er stærri og sterkari en ég. Ég skil ekki hvað hann er að gera? Ok ég þarf að koma honum í skilning um að ég vilji ekki vera hér. Hvað á ég að gera? Ef ég segi “Viltu sleppa mér?” þá móðgast hann ábyggilega. Ég get ekki móðgað hann. Hann hefur völd hér. Af hverju er hann að gera þetta? Sér þetta ekki einhver? Ég vona að einhver hafi séð þetta! Eða er þetta kannski bara eðlilegt? Finnst öllum hér þetta vera eðlilegt? Er égað túlka þetta of mikið?“ Eftir nokkrar mínútur af stami og gólfstörum af minni hálfu, pikkföst upp við hann, klof í klof, brjóst við brjóst, farin að svitna úr óþægindum, náði ég loksins að gera honum skýrt með mjaki og hreyfingum að ég vildi losna. Hann sleppti mér. Ég sagðist skyldu láta hann vita um næstu skref í verkefninu. Svo gekk ég beinustu leið inn á kvennaklósett og dvaldi þar um stund að hugsa hvað ég ætti að gera. Ég vildi að ég gæti sagt ungu-mér að það skipti eeeengu friggin máli þótt ég móðgi mann sem heldur mér gegn vilja mínum, með því að segja honum að sleppa mér. Sama hvaða völd sá maður hefur. Ég vildi að ég gæti leiðrétt eftirfarandi þankagang hjá ungu-mér: ”Ef ég segi frá þessu þá missi ég starfið mitt.“”Ef ég segi frá þessu þá vill engin manneskja hér vinna með mér.“”Ef ég segi frá þessu þá verður það ég sem verð dæmd, ekki hann.“”Ef ég segi frá þessu þá mun þetta atvik og frásögn mín af því fylgja mér allan ferilinn minn.“Það versta er líklega að ég er ekkert sannfærð um að unga-ég hefði haft fyllilega rangt fyrir sér. Ég sagði aldrei frá þessu. Ég passaði mig bara að fara aldrei aftur ein að hitta hann. Fann alltaf upp á einhverju til að aðrar manneskjur kæmu með mér.11. Öll skiptin sem allnokkrir samstarfsmenn hafa drafað ofan í brjóstaskoruna á mér eftir að hafa fengið sér aðeins of mikið neðan í því og sagt við mig: ‘Þú ert alltaf svo sæt’ og klappað mér a) á bakið, b) á rassinn, eða c) á lærin eða d) strokið á mér kinnina. 12. Þegar ég fæ í kennslumati að ég eigi að vera oftar í bleiku peysunni eða mæta í þrengri fötum næst.13. Þegar ég var í doktorsnámi settist einn prófessorinn í deildinni við hliðina á mér á föstudagshittingi deildarinnar á lokal pöbbinum og byrjaði ad strjúka læri. Úff, átti svo ekki von á þessu. Fékk svo að vita hjá samnemendum að þetta væri algengt og maðurinn væri creep. Ég fór aldrei aftur á föstudags hitting og hef forðast slíkar samkundur síðan. Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
330 konur í vísindasamfélaginu hafa undirritað áskorun þar sem skorað er á vísindasamfélagið að uppræta kynbundna og kynferðislega áreitni og ofbeldi sem þrífist þar, líkt og annars staðar. Konur úr öllum geirum vísindasamfélagsins hafa í vikunni deilt reynslusögum sínum í lokuðum Facebook-hóp. Hafa þær nú birt 106 sögur kvenna af áreitni og ofbeldi innan vísindasamfélagsins og feta þær þar með í fótspor stjórnmálakvenna og kvenna innan sviðslista og kvikmyndageirans sem gert hafa slíkt hið sama.Hægt er að lesa allar sögurnar hér. „Í sögunum sést skýrt hversu mikil áhrif þessi vandi hefur á starfsumhverfi kvenna í vísindum, bæði innan háskólasamfélagsins og í stofnunum og fyrirtækjum,“ segir í tilkynningu frá konunum sem notast við myllumerkið #ískuggavaldsins Beina þær eftirfarandi áskorun til háskóla, þekkingarstofnana og fyrirtækja: 1. Kynferðisofbeldi og áreitni á sér stað innan vísindasamfélagsins rétt eins og annars staðar í samfélaginu. 2. Meðfylgjandi eru frásagnir kvenna sem lýsa reynslu sinni (nafnlaust) 3. Það verður að verða breyting á. Við krefjumst þess að allir karlar taki ábyrgð, að allir vinnustaðir taki af festu á málinu, setji sér forvarnaráætlanir og viðbragðsreglur og lofi konum að þær þurfi ekki að þegja meir því þær muni fá stuðning.Hér að neðan má sjá 13 sögur sem konurnar telja að henti vel til þess að draga fram vandann:1. Ungur rannsakandi á leið með eldri akademískum starfsmanni út á land að safna gögnum. Í símtali segir akademíski eldri karlinn konunni að hann hafi verið velta því fyrir sér hvernig væri að ríða henni. Hún víkur samtalinu að öðru eins og konum er kennt að gera. Hún fer síðan til yfirmannsins og kvartar enda séu þau á leið út á land. Niðurstaðan var að taka verkefnið af ungu konunni og fá eldri konu til að fara með karlinum í verkefnið. Lærdómur ungu konunnar var að halda kjafti þegar samstarfsmenn áreita hana. Töpuð tækifæri. Konur þurfa bara að vera duglegri og það allt.2. Flutti fyrirlestur um BS verkefni mitt við lok BS-námsins fyrir ansi mörgum árum þar sem viðstaddir voru m.a. kennarar við og framhaldsnemendur við deildina. Fékk að heyra það frá karlkyns MS-nemum að ég hefði vísvitandi klætt mig ögrandi við fyrirlesturinn svo þeir gætu ekki einbeitt sér að því sem ég var að segja og myndu þar af leiðandi ekki spyrja mig erfiðra spurninga3. Ég var einu sinni beðin að koma því á framfæri við sviðsforseta að kollegi (við aðra deild) hefði verið að senda klámfengið efni á sitt deildarfólk, þar á meðal doktorsnema sem upplifðu það sem áreitni en treystu sér ekki til að kvarta. Nokkrum vikum seinna hitti ég sviðsforseta og spurði hvers vegna engin svör hefðu borist. Kom þá í ljós að honum fannstþetta bara dæmi um “vondan húmor”. 4. Karlkyns nemandi með ríflega uppblásna sjálfsmynd og sauðölvaður þetta kvöld kleip mig skyndilega þéttingsfast í rassinn á árshátíð nemendafélagsins þar sem við kennarar skiptumst á að mæta. Ég sagði honum rækilega til syndanna þegar þetta gerðist en aðhafðist ekki frekar.5. Ég var hluta úr náminu mínu við erlendan háskóla og hann var leiðbeinandinn minn. Hann tók vel á móti mér og var með eindæmum gestrisinn, en smám saman fór ég að fá skrítna tilfinningu fyrir honum. Hann var ítrekað að reyna að fá mig eitthvað með sér ein, og þegar ég vildi það ekki reiddist hann. Steininn tók úr þegar ég áttaði mig á því, sem betur fer fyrir brottför, að ferð sem ég hélt að hópur tengdur skólanum væri að fara í væri í raun bara ég og hann. Ég sagði frá öllu um leið og ég kom heim, en stöðu hans (og minnar) vegna þótti ekki ráðlegt að aðhafast neitt. Hann hélt áfram að senda mér tölvupósta og myndir af sér löngu eftir að ég kom heim. Seinna gerði ég upp mín mál, en hann er enn prófessor við virtan háskóla og heldur áfram að taka að sér nemendur.6. Ég fékk einu sinni (fyrir mörgum árum síðan líklega u.þ.b 20 árum) þá athugasemd að ég væri í svo stuttum pilsum að ekki væri unnt að einbeita sér að kennslunni hjá mér. Ég kenni aðallega konum og veit ekki hvort athugasemdin kom frá konu eða karli enda fá nemendur að koma með nafnlausar athugasemdir í kennslukönnunum. Ég ræddi þetta við brautarformann (konu) sem taldi að ég ætti bara að hafa húmor fyrir þessu. Á þessum árum gekk ég oft í leggings eða þykkum sokkabuxum og pilsum niður á mið læri eða svo. En það sem gerðist þrátt fyrir að ég reyndi að nota húmorinn var að ég steinhætti að ganga í stuttumpilsum, af því ég vildi ekki fá fleiri svona athugasemdir, og var þó alveg þokkalega upplýst um kynjamisrétti.7. Ég var stödd í vinnupartýi þar sem einn gesta var gamall prófessor. Ég var spariklædd í pilsi sem náði niður fyrir hné! Svo vildi til að þar sem ég sat hafði pilsið runnið einhvern veginn þegar ég krosslagði fætur þannig að sást í annað hnéð. Prófessorinn hellti sig yfir mig og skammaði mig fyrir að vera svona afhjúpandi og ,,kveikja“ í honum. Hann var í alvöru reiður, þetta var ekkert grín. Ég varð auðvitað miður mín. Þetta var maður sem þekkti mig ekki neitt en leyfði sér að hafa særandi athugasemdir um klæðaburð minn. Ég hef ekki getað litið manninn sömu augum síðan. Eins er með manninn sem þarf alltaf að heilsa öllum konum með kossi um leið og hann gantast með að hann „verði“ bara að nota tækifærið.8. Ég var einu sinni að halda erindi á innlendri ráðstefnu og með mér voru þrír karlkyns fyrirlesarar og ein önnur kona. Sá sem steig síðastur í pontu var einnig fundarstjóri og í sínu erindi vísaði hann margoft í erindi hinna karlanna en sagðist því miður ekki muna neitt af því sem ég og kynsystir mín hefðum sagt í okkar erindum því við værum svo sætar og hann hefði því bara gleymt sér í því að stara á okkur og því ekki heyrt orð af því sem við sögðum......9. Fyrir mörgum árum var ég að stjórna rannsóknarverkefni úti á landi. Við vorum með nokkur verkefni í gangi á svæðinu, og bjuggum öll saman í heimavistarskóla. Í einu þessa verkefna var útlenskur fræðimaður. Hann var mjög óviðeigandi í tali og hegðun. T.d. gerði hann brjóstin á mér að umtalsefni eitt sinn þegar nokkur okkar voru að tala saman, og var gjarn á að nuddast ”óvart“ upp við konurnar sem voru að vinna þarna. Á meðan verkefninu stóð veiktist ég, lá í bælinu með hita í nokkra daga. Á 3ja degi vaknaði ég rétt fyrir hádegi, fann að mér leið betur og ákvað að fá mér að borða og fara í sturtu. Þegar ég kom í matsalinn þá áttaði ég mig á því að ég og þessi maður vorum ein í skólanum. Eina sturtan var sturtuklefinn við sundlaug skólans, og þar var ekki hægt að læsa að sér. Nærvera þessa manns var þá orðin svo óþægileg að ég gat ekki hugsan mér að vera ein í bygginguni með honum, nakin þar sem ég gat ekki læst að mér, og beið því til kvölds þegar aðrir komu í hús með að fara í sturtu. Það sem situr í mér eftir þetta er að engin okkar gerði neitt í því að benda á þessa ósæmilegu hegðun, vissara að rugga ekki bátnum, ekki vera með vesen. Í staðinn létum við, eða allavega ég, hann breyta minni hegðun, hvernig ég klæddi mig, hvernig ég nýtti sameiginlegt rými, jafnvel hvenær ég baðaði mig.10. Í fyrsta starfinu mínu eftir háskóla: Valdamikill maður á vinnustaðnum skildi því miður aldrei mörk þess að vera vinalegur og vera óviðeigandi. Hann settist iðulega aðeins of nálægt. Snerti man einhvern veginn röngum megin við mörkin. Hóf umræður á einhverju sem var aðeins of persónulegt. Stóð fyrir aftan mig á meðan ég vann, beygði sig aðeins of nálægt og andaði á hálsinn á mér.Hann var tvöfalt eldri en ég. Þó ungur í stóra samhenginu. Um fertugt. Hávaxinn og þrekinn. Hélt sér við. Flokkast líklega víðast sem myndarlegur maður. Rólegur og ljúfur. Brosmildur. Giftur með börn. Góður við allar manneskjur, svo ég best sæi til. Fyrir utan þetta með mörkin. Sem hann virtist bara ekki skilja. Ég kunni ekki að díla við þetta - þrátt fyrir að hafa á þeim tíma viðamikla (klassíska) reynslu af áreiti úr fyrri táningsstúlkustörfum. Því það er einhvern veginn ekki það sama og að díla við fólk með völd. Ég hristi hann alltaf einhvern veginn af mér. ”Ég ætla að stökkva og grípa mér kaffibolla. Læt þig vita þegar ég er búin að kíkja á þetta. Hehe “Og að sjálfsögðu hélt ég öllu alltaf kammó, eins og allar konur sem vilja ekki rugga bátnum. Ég forðaðist dulið að vinna verkefni sem hann tók þátt í. Reyndi að standa alltaf upp þegar hann kom til mín, svo hann gæti ekki andað á hálsinn á mér. Reyndi að enda aldrei í lokuðu herbergi með honum. Ég stóð mig oft að því að hugsa: ”Oh. Er heimurinn eftir háskóla svona?“Samtímis og ég vonaði að þessi maður væri bara einn af fáu svörtu sauðunum. En svo gekk hann loks yfir einhver mörk sem gerðu mér ókleift að vinna með honum. Ég þurfti að ræða við hann vegna sameiginlegs verkefnis. Á leið minni til hans mætti ég honum á risastórum opnum gangvegi – þar sem þó engin var. Ég sagði við hann ”Ah, [nafn]! Einmitt sá sem ég var að leita að! Ég ætlaði að ræða við þig um...“ Þá greip hann ákveðið utan um mjóbakið mitt, hrifsaði mig til sín, og hélt mér í þéttingsföstu taki upp við líkamann sinn, svo að klofið hans lá uppvið mitt og ég var pikkföst. Ég fraus, sagði ekkert, og fann hjartsláttinn aukast.Hann beið um stund, og sagði svo rólega, og brosandi, horfandi djúpt í augun mín, eins og staðan sem við vorum í gæti ekki verið sjálfsagðari: ”Hvað segirðu, [nafn] mín?“ Ég stamaði einhverju út úr mér. Einhverjum hálfparti af því sem ég vildi sagt hafa – á meðan ég gat lítið hugsað annað en: ”Ég er föst. Hann er stærri og sterkari en ég. Ég skil ekki hvað hann er að gera? Ok ég þarf að koma honum í skilning um að ég vilji ekki vera hér. Hvað á ég að gera? Ef ég segi “Viltu sleppa mér?” þá móðgast hann ábyggilega. Ég get ekki móðgað hann. Hann hefur völd hér. Af hverju er hann að gera þetta? Sér þetta ekki einhver? Ég vona að einhver hafi séð þetta! Eða er þetta kannski bara eðlilegt? Finnst öllum hér þetta vera eðlilegt? Er égað túlka þetta of mikið?“ Eftir nokkrar mínútur af stami og gólfstörum af minni hálfu, pikkföst upp við hann, klof í klof, brjóst við brjóst, farin að svitna úr óþægindum, náði ég loksins að gera honum skýrt með mjaki og hreyfingum að ég vildi losna. Hann sleppti mér. Ég sagðist skyldu láta hann vita um næstu skref í verkefninu. Svo gekk ég beinustu leið inn á kvennaklósett og dvaldi þar um stund að hugsa hvað ég ætti að gera. Ég vildi að ég gæti sagt ungu-mér að það skipti eeeengu friggin máli þótt ég móðgi mann sem heldur mér gegn vilja mínum, með því að segja honum að sleppa mér. Sama hvaða völd sá maður hefur. Ég vildi að ég gæti leiðrétt eftirfarandi þankagang hjá ungu-mér: ”Ef ég segi frá þessu þá missi ég starfið mitt.“”Ef ég segi frá þessu þá vill engin manneskja hér vinna með mér.“”Ef ég segi frá þessu þá verður það ég sem verð dæmd, ekki hann.“”Ef ég segi frá þessu þá mun þetta atvik og frásögn mín af því fylgja mér allan ferilinn minn.“Það versta er líklega að ég er ekkert sannfærð um að unga-ég hefði haft fyllilega rangt fyrir sér. Ég sagði aldrei frá þessu. Ég passaði mig bara að fara aldrei aftur ein að hitta hann. Fann alltaf upp á einhverju til að aðrar manneskjur kæmu með mér.11. Öll skiptin sem allnokkrir samstarfsmenn hafa drafað ofan í brjóstaskoruna á mér eftir að hafa fengið sér aðeins of mikið neðan í því og sagt við mig: ‘Þú ert alltaf svo sæt’ og klappað mér a) á bakið, b) á rassinn, eða c) á lærin eða d) strokið á mér kinnina. 12. Þegar ég fæ í kennslumati að ég eigi að vera oftar í bleiku peysunni eða mæta í þrengri fötum næst.13. Þegar ég var í doktorsnámi settist einn prófessorinn í deildinni við hliðina á mér á föstudagshittingi deildarinnar á lokal pöbbinum og byrjaði ad strjúka læri. Úff, átti svo ekki von á þessu. Fékk svo að vita hjá samnemendum að þetta væri algengt og maðurinn væri creep. Ég fór aldrei aftur á föstudags hitting og hef forðast slíkar samkundur síðan.
Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent