Þau kveðja ráðherrastólana Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. nóvember 2017 14:03 Þorgerður Katrín kvaddi bílstjóra sinn með virktum áður en hún hélt á síðasta ríkisráðsfund sinn sem ráðherra. Vísir/Ernir Ráðherrar Bjartrar framtíðar, Viðreisnar auk Jóns Gunnarssonar úr röðum Sjálfstæðisflokksins mættu á sinn síðasta ríkisráðsfund á Bessastöðum klukkan 13:30 í dag. Eftir tæplega ár í embætti sem ráðherrar í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar verða þau almennir þingmenn eða hverfa af þingi.Björt Ólafsdóttir er nýkjörin formaður Bjartrar framtíðar. Hún hverfur af þingi.Vísir/ErnirBjört Ólafsdóttir, fráfarandi umhverfisráðherra, hafði á orði þegar hún mætti á Bessastaði að ýmislegt í stjórnarsáttmálanum væri komið úr sáttmála fyrri ríkisstjórnar. Benedikt Jóhannesson, fráfarandi fjármálaráðherra, sagði að margt úr fyrri sáttmála væri „stolið“.Þorsteinn Víglundsson verður áfram þingmaður Viðreisnar en nú í stjórnarandstöðu.Vísir/ErnirÞorsteinn Víglundsson, fráfarandi félags- og jafnréttismálaráðherra, sagðist sjá á eftir ríkisstjórninni en vona að þeirri nýju myndi farnast vel. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fráfarandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, var nýkomin úr líkamsrækt og því með tvær töskur með sér. Hún sagðist voan að Kristján Þór Júlíusson myndi fylgja eftir góðum verkum í ráðuneytinu.Jón Gunnarsson verður óbreyttur þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/ErnirJón Gunnarsson, fráfarandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, missti ráðherraembætti sitt hjá Sjálfstæðisflokknum en ráðherrum flokksins fækkar um einn í nýju samstarfi. Hann vildi bíða með að tjá sig við fjölmiðla þar til eftir fundinn með forseta.Benedikt Jóhannesson náði ekki sæti á Alþingi í kosningunum á dögunum.Vísir/ErnirÞá er Óttar Proppé staddur erlendis og því ekki viðstaddur fundinn. Hann er í Bangladess ásamt fullrúm Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna.Ráðherrar í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar að Óttari Proppé frátöldum á ríkisráðsfundinum á Bessastöðum í dag.Vísir/Ernir
Ráðherrar Bjartrar framtíðar, Viðreisnar auk Jóns Gunnarssonar úr röðum Sjálfstæðisflokksins mættu á sinn síðasta ríkisráðsfund á Bessastöðum klukkan 13:30 í dag. Eftir tæplega ár í embætti sem ráðherrar í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar verða þau almennir þingmenn eða hverfa af þingi.Björt Ólafsdóttir er nýkjörin formaður Bjartrar framtíðar. Hún hverfur af þingi.Vísir/ErnirBjört Ólafsdóttir, fráfarandi umhverfisráðherra, hafði á orði þegar hún mætti á Bessastaði að ýmislegt í stjórnarsáttmálanum væri komið úr sáttmála fyrri ríkisstjórnar. Benedikt Jóhannesson, fráfarandi fjármálaráðherra, sagði að margt úr fyrri sáttmála væri „stolið“.Þorsteinn Víglundsson verður áfram þingmaður Viðreisnar en nú í stjórnarandstöðu.Vísir/ErnirÞorsteinn Víglundsson, fráfarandi félags- og jafnréttismálaráðherra, sagðist sjá á eftir ríkisstjórninni en vona að þeirri nýju myndi farnast vel. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fráfarandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, var nýkomin úr líkamsrækt og því með tvær töskur með sér. Hún sagðist voan að Kristján Þór Júlíusson myndi fylgja eftir góðum verkum í ráðuneytinu.Jón Gunnarsson verður óbreyttur þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/ErnirJón Gunnarsson, fráfarandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, missti ráðherraembætti sitt hjá Sjálfstæðisflokknum en ráðherrum flokksins fækkar um einn í nýju samstarfi. Hann vildi bíða með að tjá sig við fjölmiðla þar til eftir fundinn með forseta.Benedikt Jóhannesson náði ekki sæti á Alþingi í kosningunum á dögunum.Vísir/ErnirÞá er Óttar Proppé staddur erlendis og því ekki viðstaddur fundinn. Hann er í Bangladess ásamt fullrúm Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna.Ráðherrar í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar að Óttari Proppé frátöldum á ríkisráðsfundinum á Bessastöðum í dag.Vísir/Ernir
Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Eldur á Álfhólsvegi Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Áslaug hafi þennan „x-factor“ Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent