Einungis þrír íbúar á tjaldsvæðinu kváðust þiggja tilboð um leiguherbergi Ingvar Þór Björnsson skrifar 9. desember 2017 09:55 Þegar fólk úr öðrum sveitarfélögum en Reykjavík var spurt hvers vegna það dvelur á tjaldsvæðinu í Laugardal en ekki í sinni heimabyggð var ástæðan fyrst og fremst sú að tjaldsvæði þar eru almennt lokuð á þessum árstíma. Reykjavíkurborg Gert hefur verið við rafmagnstruflanir á tjaldsvæðinu í Laugardal en íbúar á svæðinu kvörtuðu yfir endurteknum rafmagnstruflunum þegar vettvangs- og ráðgjafateymi á vegum velferðarsviðs borgarinnar fór og kannaði aðstæður hjá íbúum á tjaldsvæðinu í Laugardal. Eins og Vísir greindi frá í gær fór rafmagn af á tjaldsvæðinu um miðnætti þar síðustu nótt og var svæðið án rafmagns í gær. Það kólnaði hratt í hjólhýsum og húsbílum en frostið fór niður í um átta gráður svo mjög kalt var á tjaldsvæðinu. Í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að bakvakt verði sett upp til að hægt verði að bregðast við frekari rafmagnstruflunum. Þá hefur verið sótt um stærri heimtaug til Veitna.Flestir dvelja á tjaldsvæðinu vegna erfiðra aðstæðna á leigumarkaðiVettvangs- og ráðgjafateymi velferðarsviðs kannaði aðstæður hjá fimmtán af þeim sautján íbúum sem dvelja á tjaldsvæðinu. Spurt var meðal annars hversu lengi viðkomandi hafði búið í þessum aðstæðum, hvert lögheimili væri og hvort viðkomandi myndi þiggja tilboð um leiguherbergi. Segir í tilkynningunni að flestir dvelja á tjaldsvæðinu vegna erfiðra aðstæðna á leigumarkaði en að aðrar ástæður hafi einnig verið nefndar. Fjórir af þessum einstaklingum eiga lögheimili í Reykjavík, tíu eru úr öðrum sveitarfélögum og hjá þremur er lögheimili óþekkt.Einungis þrír myndu þiggja tilboð um leiguherbergiFram kemur að einungis þrír kváðust þiggja tilboð um leiguherbergi. Tveir þeirra sem höfnuðu tilboði um leiguherbergi myndu hugsanlega þiggja tilboð þar sem hægt væri að vera með hund. Þegar fólk úr öðrum sveitarfélögum en Reykjavík var spurt hvers vegna það dvelur á tjaldsvæðinu í Laugardal en ekki í sinni heimabyggð var ástæðan fyrst og fremst sú að tjaldsvæði þar eru almennt lokuð á þessum árstíma. Allir íbúar á tjaldsvæðinu höfðu rafmagn til að kynda upp hjá sér en eins og fyrr segir þá kvörtuðu þeir yfir stöðugum rafmagnstruflunum. Einnig var kvartað undan slæmu aðgengi að salerni á næturnar. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Gert hefur verið við rafmagnstruflanir á tjaldsvæðinu í Laugardal en íbúar á svæðinu kvörtuðu yfir endurteknum rafmagnstruflunum þegar vettvangs- og ráðgjafateymi á vegum velferðarsviðs borgarinnar fór og kannaði aðstæður hjá íbúum á tjaldsvæðinu í Laugardal. Eins og Vísir greindi frá í gær fór rafmagn af á tjaldsvæðinu um miðnætti þar síðustu nótt og var svæðið án rafmagns í gær. Það kólnaði hratt í hjólhýsum og húsbílum en frostið fór niður í um átta gráður svo mjög kalt var á tjaldsvæðinu. Í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að bakvakt verði sett upp til að hægt verði að bregðast við frekari rafmagnstruflunum. Þá hefur verið sótt um stærri heimtaug til Veitna.Flestir dvelja á tjaldsvæðinu vegna erfiðra aðstæðna á leigumarkaðiVettvangs- og ráðgjafateymi velferðarsviðs kannaði aðstæður hjá fimmtán af þeim sautján íbúum sem dvelja á tjaldsvæðinu. Spurt var meðal annars hversu lengi viðkomandi hafði búið í þessum aðstæðum, hvert lögheimili væri og hvort viðkomandi myndi þiggja tilboð um leiguherbergi. Segir í tilkynningunni að flestir dvelja á tjaldsvæðinu vegna erfiðra aðstæðna á leigumarkaði en að aðrar ástæður hafi einnig verið nefndar. Fjórir af þessum einstaklingum eiga lögheimili í Reykjavík, tíu eru úr öðrum sveitarfélögum og hjá þremur er lögheimili óþekkt.Einungis þrír myndu þiggja tilboð um leiguherbergiFram kemur að einungis þrír kváðust þiggja tilboð um leiguherbergi. Tveir þeirra sem höfnuðu tilboði um leiguherbergi myndu hugsanlega þiggja tilboð þar sem hægt væri að vera með hund. Þegar fólk úr öðrum sveitarfélögum en Reykjavík var spurt hvers vegna það dvelur á tjaldsvæðinu í Laugardal en ekki í sinni heimabyggð var ástæðan fyrst og fremst sú að tjaldsvæði þar eru almennt lokuð á þessum árstíma. Allir íbúar á tjaldsvæðinu höfðu rafmagn til að kynda upp hjá sér en eins og fyrr segir þá kvörtuðu þeir yfir stöðugum rafmagnstruflunum. Einnig var kvartað undan slæmu aðgengi að salerni á næturnar.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira