Einungis þrír íbúar á tjaldsvæðinu kváðust þiggja tilboð um leiguherbergi Ingvar Þór Björnsson skrifar 9. desember 2017 09:55 Þegar fólk úr öðrum sveitarfélögum en Reykjavík var spurt hvers vegna það dvelur á tjaldsvæðinu í Laugardal en ekki í sinni heimabyggð var ástæðan fyrst og fremst sú að tjaldsvæði þar eru almennt lokuð á þessum árstíma. Reykjavíkurborg Gert hefur verið við rafmagnstruflanir á tjaldsvæðinu í Laugardal en íbúar á svæðinu kvörtuðu yfir endurteknum rafmagnstruflunum þegar vettvangs- og ráðgjafateymi á vegum velferðarsviðs borgarinnar fór og kannaði aðstæður hjá íbúum á tjaldsvæðinu í Laugardal. Eins og Vísir greindi frá í gær fór rafmagn af á tjaldsvæðinu um miðnætti þar síðustu nótt og var svæðið án rafmagns í gær. Það kólnaði hratt í hjólhýsum og húsbílum en frostið fór niður í um átta gráður svo mjög kalt var á tjaldsvæðinu. Í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að bakvakt verði sett upp til að hægt verði að bregðast við frekari rafmagnstruflunum. Þá hefur verið sótt um stærri heimtaug til Veitna.Flestir dvelja á tjaldsvæðinu vegna erfiðra aðstæðna á leigumarkaðiVettvangs- og ráðgjafateymi velferðarsviðs kannaði aðstæður hjá fimmtán af þeim sautján íbúum sem dvelja á tjaldsvæðinu. Spurt var meðal annars hversu lengi viðkomandi hafði búið í þessum aðstæðum, hvert lögheimili væri og hvort viðkomandi myndi þiggja tilboð um leiguherbergi. Segir í tilkynningunni að flestir dvelja á tjaldsvæðinu vegna erfiðra aðstæðna á leigumarkaði en að aðrar ástæður hafi einnig verið nefndar. Fjórir af þessum einstaklingum eiga lögheimili í Reykjavík, tíu eru úr öðrum sveitarfélögum og hjá þremur er lögheimili óþekkt.Einungis þrír myndu þiggja tilboð um leiguherbergiFram kemur að einungis þrír kváðust þiggja tilboð um leiguherbergi. Tveir þeirra sem höfnuðu tilboði um leiguherbergi myndu hugsanlega þiggja tilboð þar sem hægt væri að vera með hund. Þegar fólk úr öðrum sveitarfélögum en Reykjavík var spurt hvers vegna það dvelur á tjaldsvæðinu í Laugardal en ekki í sinni heimabyggð var ástæðan fyrst og fremst sú að tjaldsvæði þar eru almennt lokuð á þessum árstíma. Allir íbúar á tjaldsvæðinu höfðu rafmagn til að kynda upp hjá sér en eins og fyrr segir þá kvörtuðu þeir yfir stöðugum rafmagnstruflunum. Einnig var kvartað undan slæmu aðgengi að salerni á næturnar. Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Sjá meira
Gert hefur verið við rafmagnstruflanir á tjaldsvæðinu í Laugardal en íbúar á svæðinu kvörtuðu yfir endurteknum rafmagnstruflunum þegar vettvangs- og ráðgjafateymi á vegum velferðarsviðs borgarinnar fór og kannaði aðstæður hjá íbúum á tjaldsvæðinu í Laugardal. Eins og Vísir greindi frá í gær fór rafmagn af á tjaldsvæðinu um miðnætti þar síðustu nótt og var svæðið án rafmagns í gær. Það kólnaði hratt í hjólhýsum og húsbílum en frostið fór niður í um átta gráður svo mjög kalt var á tjaldsvæðinu. Í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að bakvakt verði sett upp til að hægt verði að bregðast við frekari rafmagnstruflunum. Þá hefur verið sótt um stærri heimtaug til Veitna.Flestir dvelja á tjaldsvæðinu vegna erfiðra aðstæðna á leigumarkaðiVettvangs- og ráðgjafateymi velferðarsviðs kannaði aðstæður hjá fimmtán af þeim sautján íbúum sem dvelja á tjaldsvæðinu. Spurt var meðal annars hversu lengi viðkomandi hafði búið í þessum aðstæðum, hvert lögheimili væri og hvort viðkomandi myndi þiggja tilboð um leiguherbergi. Segir í tilkynningunni að flestir dvelja á tjaldsvæðinu vegna erfiðra aðstæðna á leigumarkaði en að aðrar ástæður hafi einnig verið nefndar. Fjórir af þessum einstaklingum eiga lögheimili í Reykjavík, tíu eru úr öðrum sveitarfélögum og hjá þremur er lögheimili óþekkt.Einungis þrír myndu þiggja tilboð um leiguherbergiFram kemur að einungis þrír kváðust þiggja tilboð um leiguherbergi. Tveir þeirra sem höfnuðu tilboði um leiguherbergi myndu hugsanlega þiggja tilboð þar sem hægt væri að vera með hund. Þegar fólk úr öðrum sveitarfélögum en Reykjavík var spurt hvers vegna það dvelur á tjaldsvæðinu í Laugardal en ekki í sinni heimabyggð var ástæðan fyrst og fremst sú að tjaldsvæði þar eru almennt lokuð á þessum árstíma. Allir íbúar á tjaldsvæðinu höfðu rafmagn til að kynda upp hjá sér en eins og fyrr segir þá kvörtuðu þeir yfir stöðugum rafmagnstruflunum. Einnig var kvartað undan slæmu aðgengi að salerni á næturnar.
Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Sjá meira