Stefna í öldrunarþjónustu – hugleiðingar við stjórnarskipti 2017 Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar 7. desember 2017 14:05 Fyrir réttu ári skrifaði ég langa og mikla grein með þessum titli, því þykir mér vissara að setja ártalið í þetta skipti svo hægt verði að aðgreina þær í skjölum mínum og ef einhverjir aðrir vilja finna þær og jafnvel geyma hjá sér. Ég ætla mér að hafa þessa mun styttri, en samt um sama efni. Á tíma síðustu og þarsíðustu stjórnar urðu til tvö skjöl um stefnu í öldrunarþjónustu – tvö vegna þess að við höfum það undarlega verkalag hér á landinu grábrúna að skipta öldrunarþjónustu milli tveggja ráðuneyta. Það er bæði kostnaðarsamt og óskilvirkt, en ég ætla ekki að skrifa um það nema að litlu leyti. Þegar Jóhanna Sigurðardóttir var félags- og tryggingamálaráðherra rétt fyrir Hrunið setti hún af stað ýmis gagnmerk stefnumál á þessu sviði í ráðuneyti sínu. Öllum má ljóst vera hvers vegna hún kom þeim ekki í framkvæmd, en mér finnst ágætt við stjórnarskipti að minna á þessi mál, skoða hvar þau eru stödd núna og þá meðal annars út frá stefnuplöggunum fyrrnefndu. Helstu nýmælin í ráðherratíð Jóhönnu voru:Þjónusta við aldraða á að vera nærþjónusta, ólíkir þjónustuþættir eiga að vera á einni hendi og að því er eðlilegast að sveitarfélög landsins annist hana. Í samræmi við þetta var á einnig öll heimaþjónusta að vera á einni hendi. Aldraðir hafa rétt á að búa á eigin heimili. Til þess að svo megi verða þarf að tryggja fjölbreytt búsetuúrræði með víðtækri heimaþjónustu sem taki mið af mismunandi þörfum.Uppbygging nýrra hjúkrunarrýma á að taka mið af þörfum notendanna, svo að þau líkist venjulegu heimili fremur en stofnun. Jóhanna ætlaði að láta byggja 400 ný rými (tala sem hefur síðan oft heyrst þegar rætt er um hjúkrunarrými) og þessi rými áttu að vera með litlum, heimilislegum einingum með áherslu á einkarými íbúa.Greiðslur aldraðra fyrir hvers kyns þjónustu skulu breytast þannig að þeir greiði sjálfir almennan rekstrarkostnað við heimilishald, en hið opinbera greiði heilbrigðisþjónustu, þ.m.t. hjúkrun og aðhlynningu. Jóhanna talaði sjálf um í þessu sambandi að afnema „hið auðmýkjandi vasapeningafyrirkomulag“.Starfsfólk. Í skjalinu er fjallað um nauðsyn þess að laða hæft starfsfólk að öldrunarþjónustu og halda þeim þar svo ekki séu stöðug umskipti (starfsmannavelta). Í því samhengi er talað um að fjölga hlutfallslega fagmenntuðu fólki og að auka námsframboð til hinna sem enga fagmenntun hafa.Til framtíðar á að veita þjónustu á grundvelli þarfar en ekki aldurs. Jóhanna og hennar fólk lýsti því yfir að ekki ætti að lappa frekar upp á löngu úrelt lög um málefni aldraðra, heldur að veita öllum þjónustu sem hennar þörfnuðust, alveg burtséð frá því á hvaða aldri þeir væru. Setja skyldi löggjöf um félagsþjónustu sveitarfélaga og löggjöf um heilbrigðisþjónustu – og leggja síðan lög um málefni aldraðra niður. Skoðum nú hvernig þessi sex atriði líta út í dag, einu ári og einni ríkisstjórn síðar.Á stjórnsýslustigi hefur ekkert gerst. Mér er hins vegar ánægja að skýra frá því að á málstofu sem Þekkingarmiðstöð í öldrunarmálum gekkst fyrir á Fundi fólksins í september s.l. kom fram skýr vilji þátttakenda í pallborði til að öldrunarmál ættu að flytjast yfir til sveitarfélaga og verða nærþjónusta. Í þessu pallborði sátu m.a. fulltrúar stjórnmálaflokka, þ.á.m. Framsóknar sem nú er komin í stjórn og það engin önnur en Eygló Harðardóttir fyrrverandi félagsmálaráðherra. Eygló dró þessa umræðu snöfurmannlega saman og sagði: fyrst mönnum sýnist þetta almennt hér er þá ekki rétt að fara bara að vinna að því? Jú, Eygló, það finnst mér. Nú skulum við sjá hvort samflokksmanni þínum Ásmundi Daða Einarssyni finnst það líka – og hvernig samstarf hans við fyrrum flokkssystur sína Svandísi Svavarsdóttur verður, en þau tvö ráða nú ríkjum í velferðarráðuneytinu. Ég er bara bærilega vongóð, en hef þó grun um að málið strandi ekki á þeim heldur sveitarfélögunum. Íslensk sveitarfélög virðast einhvern veginn hafa að sínu mottói orðtækið gamla: það er ekki búmaður sem ekki kann að barma sér. Þau vilja nær aldrei taka að sér að gegna skyldum, en kvarta sárlega og árlega yfir fjárskorti. En einhvers staðar undir öllu þessu kerfi eru notendur. Margir þeirra hafa alla ævi verið að borga peninga í þetta kerfi. Eru hvergi skyldur við þá? Til dæmis í formi þess að sveitarfélögin hérlendis (eins og erlendis) reki nærþjónustu á borð við heilsugæslu, heimahjúkrun, heimaþjónustu hvers kyns og búsetuúrræði, þ.m.t. hjúkrunarheimili? Að nú ekki sé talað um vinnusparnaðinn þegar menn frá þjónustuplaninu og upp í gegnum valdapýramídann geta hætt að „samræma“ „gráu svæðin“ sem nú er fjallað um í textum ráðuneytanna og vísa til þessa fáránlega ástands: að tvö ráðuneyti og tvö stjórnsýslustig þarf til að aðstoða eitt færniskert gamalmenni, hvort heldur er í Reykjavík eða Árneshreppi á Ströndum.Nú um stundir er (loksins) að komast í sviðsljósið að það er ekki alltaf bara hægt að taka skóflustungur og útvega byggingariðnaðinum vinnu í formi þess að byggja ný hjúkrunarheimili. Reyndar ætlaði Jóhanna að byggja slík, líklega fleiri en þá þegar hefði þurft hefðu önnur úrræði verið eðlilega á sig komin, en nú er ljósið runnið upp: Það vantar fólk til að vinna á þeim heimilum sem við rekum nú þegar – það þarf ódýrari úrræði og sem ekki eru eins mannfrek – og þegar þau eru nú í ofanálag það sem flestir vilja, en vist á hjúkrunarheimili er eitthvað sem allir vilja fyrir gamla, en gamla fólkið vill yfirleitt bara þegar hremmingar þeirra í gegnum kerfið eru orðnar slíkar að allt virðist betra. Nú er heimaþjónustan það sem koma skal, en minna heyrist um „fjölbreyttu úrræðin“ hennar Jóhönnu. En það þarf sko fjölbreytt úrræði. Ég ætla aftur að nefna þjónustuíbúðir – og NB – ég er að tala um íbúðir með starfsfólki sem veitir þjónustu, líka á nóttunni. Samt miklu minni en á hjúkrunarheimili, þar með bæði miklu ódýrari og miklu minna skerðandi fyrir sjálfstæði og sjálfræði íbúa á staðnum. Dæmi eru íbúðir sem Reykjavík rekur í Furugerði, Dalbraut og víðar. Aldeilis stórgott úrræði og mikilvægt millistig fyrir fólk í brothættri búsetu á gamla heimilinu.... en ég verð soltið kvíðin þegar ég heyri engan nefna þetta úrræði sem eitthvað sem ætti að styrkja betur. Svo eru sambýlin. Þau voru vinsæl í Svíþjóð og Hollandi á síðustu árum síðustu aldar og gætu verrið eitthvað sem við hippaliðið vildum vera með í, en nú erum við öll að verða gömul. Lítil hjúkrunarheimili í anda Green House – Sóltún gæti t.d. fest kaup á nokkrum af litlu húsunum í Túnunum og starfrækt þar smáheimili og verið sjálft móðurheimili. Og svona... þið skiljið. Fjölbreytt búsetuúrræði.Heimilisleg hjúkrunarheimili. Já, sú krafa er á stöðugri uppleið. Fleiri og fleiri ný heimili eru með það sem sitt helsta markmið að heimilið sé líkara heimili en stofnun. Litlar einingar, opin eldhús, sameiginlegt rými fyrir íbúa og starfsfólk, Eden heimili, Leve bo heimili að ógleymdu Sóltúni sem reið á vaðið um aldamótin með yfirlýsingu um að þar væri heimili íbúa en ekki vinnustaður starfsfólks.Frá því í fyrra er komið af stað tilraunaverkefni um greiðslufyrirkomulag hliðstætt því sem Danir tóku upp 1991. Eitt hjúkrunarheimili er með tilraun á þessu sviði. Kannske get ég sagt frá árangri og lærdómum af því við næstu stjórnarskipti.... En þetta er klárlega framför á þessu ári síðan nýja stjórnin sem nú er fyrrverandi tók við.Starfsfólkið. Ja, nú er ég að vinna með félagsliða sem er í framhaldsnámi fyrir félagsliða. Mér finnst það flott. Varðandi fræðslu, þjálfun og menntun „óbreytts“ starfsfólks eru öllum útbær góð orð. Ég hef líka heyrt utan að mér að peningar séu til hér og hvar, stundum fæ ég svolítið af þeim í eigin vasa þegar ég vinn að fræðslu fyrir vinnustaði eða símenntunarmiðstöðvar. En aðallega virðist þetta umhverfi fullkomlega stjórnlaust og engin miðlæg plön. Sum hjúkrunarheimili gera t.d. vel í þessum efnum. Þá finnst þeim stjórnendum gjarnan að engin þörf sé á miðlægri þjónustu. Svo segja aðrir að fólk sé bara ó- eða illfáanlegt til að sækja sér fræðslu. Já, vá! Illa launaðar konur með börn og heimili nenna ekki að fara í strætó að nota 3-4 klst. af frítíma sínum í að fara á námskeið. Samt búið að borga fyrir þær! Alltaf er þessi vinnulýður eins, frekur og vanþakklátur. Við höfum nokkrar fagkonur reynt að tala fyrir því að koma á fót Þekkingarmiðstöð í öldrunarmálum. Fyrirmyndin er skandinavísk, aðallega norsk. Slík miðstöð gæti meðal annars tekið að sér forgöngu um þjálfun og fræðslu fyrir „starfsmenn á plani“. Efnið er til, þarf bara að þýða og staðfæra. Það eru jafnvel til aurar aðrir en úr hinum þjáða ríkissjóði, en auðvitað viljum við líka að ríkið styðji þessa starfsemi. Það væri meiri mannsbragur að því en að skrifa almenn orð í eitt stefnuplaggið eftir annað en rimpa svo peningapokann aftur eins og rass á kú. (Sérstaklega skal tekið fram að Þekkingarmiðstöðin var líka til fyrir ári síðan, en ég var hálf feimin við að skrifa um hana verandi einn af stofnendunum. En við erum að tala um non-profit starfsemi, ekki bitling handa okkur félögunum, svo ég leyfi mér þetta núna. Menn hafa þá allténd kommentakerfið til að skammast í mér fyrir þetta sérhagsmunapot).Nei, því miður. Á árinu hefur ekkert gerst sem bendir til að menn ætli að leggja niður lög um sérstaka hópa s.s. aldraða, fatlaða og taka upp lög um þjónustu við þegna. Annaðhvort finnst fólki þetta einskisvert mál, eða bara nennir þessu ekki, eða vill mögulega fá áfram að deila og drottna, víla og díla. Ég veit það ekki, en við erum allavega með Lög um málefni aldraðra, Lög um málefni fatlaðra, Lög um réttindi fatlaðra (en engin sérstök um réttindi aldraðra) – og stöglum svo eitthvað í þetta á Alþingi af og til. Eins og góðvinur minn var vanur að segja: Hefur þá hver nokkuð að iðja. Svo verð ég, alveg eins og í fyrra að tala um atriði sem vantaði í skjölin 2008 og líka í skjölin 2016: Vöntun á þjónustuáætlun fyrir fólk með heilabilun. En nú get ég hrópað húrra, því seinasta Alþingi samþykkti með atkvæði allra þingmanna að búa til stefnu í málum þessa sístækkandi hóps. Vonandi heldur það starf áfram hjá Svandísi, Ásmundi (eða kannske báðum?, hvað veit ég...). Framhald við næstu stjórnarskipti, þó er mögulegt að ég muni eitthvað smá skrifa um þetta mál ef stjórnin lifir lengi lengi. T.d. ef ekkert stendur í stefnunni um læstu deildirnar. Hins vegar hefur enginn úr löggjafar- né framkvæmdavaldi sagt orð um notkun geðrofslyfja við aldraða sem ekki eru með neina geðsjúkdóma. Ég ætla því að minna aftur á að þeir í Bandaríkjunum hafa haft lög sem mæla fyrir að draga úr slíkri notkun frá árinu 1987. Ég skoraði á lesendur í fyrra að reikna hve langt væri síðan, en nú er það svo auðvelt: Þrjátíu ár. Bara að það þurfi ekki að verða önnur þrjátíu þar til við tökum við okkur. Þá verð ég reyndar líklega dauð, mögulega stútfull af nýjustu og bestu atypisku lyfjunum, því ég sé svosem engar líkur til að verða sérlega þægt gamalmenni.... Eins og fyrir ári er ég enn að reyna að skrifa bókina mína, takk Hagvangur fyrir að styrkja mig. Og eins og fyrir ári get ég glaðst yfir margháttaðri jákvæðri þróun í öldrunarþjónustu, en líka séð svo margt óunnið. Svo ég ætla að enda nærri alveg eins og þá: Ef ég fengi að ráða í einn dag myndi ég gera þetta:Leggja niður lög um málefni aldraðra og setja í stað þeirra lög um félags- og heilbrigðisþjónustu.Flytja alla öldrunarþjónustu til sveitarfélaganna. Ef ég fengi svo að ráða einn dag í viðbót myndi ég skipa starfshóp til að undibúa þjónustuáætlun fyrir fólk með heilabilun (held ekki að það sé búið) og annan til að hrinda af stað átaki til að draga úr notkun geð- og róandi lyfja fyrir aldraða einstaklinga. Svo myndi ég opna allar læstu dyrnar.Höfundur er sérfræðingur í öldrunarhjúkrun Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Fyrir réttu ári skrifaði ég langa og mikla grein með þessum titli, því þykir mér vissara að setja ártalið í þetta skipti svo hægt verði að aðgreina þær í skjölum mínum og ef einhverjir aðrir vilja finna þær og jafnvel geyma hjá sér. Ég ætla mér að hafa þessa mun styttri, en samt um sama efni. Á tíma síðustu og þarsíðustu stjórnar urðu til tvö skjöl um stefnu í öldrunarþjónustu – tvö vegna þess að við höfum það undarlega verkalag hér á landinu grábrúna að skipta öldrunarþjónustu milli tveggja ráðuneyta. Það er bæði kostnaðarsamt og óskilvirkt, en ég ætla ekki að skrifa um það nema að litlu leyti. Þegar Jóhanna Sigurðardóttir var félags- og tryggingamálaráðherra rétt fyrir Hrunið setti hún af stað ýmis gagnmerk stefnumál á þessu sviði í ráðuneyti sínu. Öllum má ljóst vera hvers vegna hún kom þeim ekki í framkvæmd, en mér finnst ágætt við stjórnarskipti að minna á þessi mál, skoða hvar þau eru stödd núna og þá meðal annars út frá stefnuplöggunum fyrrnefndu. Helstu nýmælin í ráðherratíð Jóhönnu voru:Þjónusta við aldraða á að vera nærþjónusta, ólíkir þjónustuþættir eiga að vera á einni hendi og að því er eðlilegast að sveitarfélög landsins annist hana. Í samræmi við þetta var á einnig öll heimaþjónusta að vera á einni hendi. Aldraðir hafa rétt á að búa á eigin heimili. Til þess að svo megi verða þarf að tryggja fjölbreytt búsetuúrræði með víðtækri heimaþjónustu sem taki mið af mismunandi þörfum.Uppbygging nýrra hjúkrunarrýma á að taka mið af þörfum notendanna, svo að þau líkist venjulegu heimili fremur en stofnun. Jóhanna ætlaði að láta byggja 400 ný rými (tala sem hefur síðan oft heyrst þegar rætt er um hjúkrunarrými) og þessi rými áttu að vera með litlum, heimilislegum einingum með áherslu á einkarými íbúa.Greiðslur aldraðra fyrir hvers kyns þjónustu skulu breytast þannig að þeir greiði sjálfir almennan rekstrarkostnað við heimilishald, en hið opinbera greiði heilbrigðisþjónustu, þ.m.t. hjúkrun og aðhlynningu. Jóhanna talaði sjálf um í þessu sambandi að afnema „hið auðmýkjandi vasapeningafyrirkomulag“.Starfsfólk. Í skjalinu er fjallað um nauðsyn þess að laða hæft starfsfólk að öldrunarþjónustu og halda þeim þar svo ekki séu stöðug umskipti (starfsmannavelta). Í því samhengi er talað um að fjölga hlutfallslega fagmenntuðu fólki og að auka námsframboð til hinna sem enga fagmenntun hafa.Til framtíðar á að veita þjónustu á grundvelli þarfar en ekki aldurs. Jóhanna og hennar fólk lýsti því yfir að ekki ætti að lappa frekar upp á löngu úrelt lög um málefni aldraðra, heldur að veita öllum þjónustu sem hennar þörfnuðust, alveg burtséð frá því á hvaða aldri þeir væru. Setja skyldi löggjöf um félagsþjónustu sveitarfélaga og löggjöf um heilbrigðisþjónustu – og leggja síðan lög um málefni aldraðra niður. Skoðum nú hvernig þessi sex atriði líta út í dag, einu ári og einni ríkisstjórn síðar.Á stjórnsýslustigi hefur ekkert gerst. Mér er hins vegar ánægja að skýra frá því að á málstofu sem Þekkingarmiðstöð í öldrunarmálum gekkst fyrir á Fundi fólksins í september s.l. kom fram skýr vilji þátttakenda í pallborði til að öldrunarmál ættu að flytjast yfir til sveitarfélaga og verða nærþjónusta. Í þessu pallborði sátu m.a. fulltrúar stjórnmálaflokka, þ.á.m. Framsóknar sem nú er komin í stjórn og það engin önnur en Eygló Harðardóttir fyrrverandi félagsmálaráðherra. Eygló dró þessa umræðu snöfurmannlega saman og sagði: fyrst mönnum sýnist þetta almennt hér er þá ekki rétt að fara bara að vinna að því? Jú, Eygló, það finnst mér. Nú skulum við sjá hvort samflokksmanni þínum Ásmundi Daða Einarssyni finnst það líka – og hvernig samstarf hans við fyrrum flokkssystur sína Svandísi Svavarsdóttur verður, en þau tvö ráða nú ríkjum í velferðarráðuneytinu. Ég er bara bærilega vongóð, en hef þó grun um að málið strandi ekki á þeim heldur sveitarfélögunum. Íslensk sveitarfélög virðast einhvern veginn hafa að sínu mottói orðtækið gamla: það er ekki búmaður sem ekki kann að barma sér. Þau vilja nær aldrei taka að sér að gegna skyldum, en kvarta sárlega og árlega yfir fjárskorti. En einhvers staðar undir öllu þessu kerfi eru notendur. Margir þeirra hafa alla ævi verið að borga peninga í þetta kerfi. Eru hvergi skyldur við þá? Til dæmis í formi þess að sveitarfélögin hérlendis (eins og erlendis) reki nærþjónustu á borð við heilsugæslu, heimahjúkrun, heimaþjónustu hvers kyns og búsetuúrræði, þ.m.t. hjúkrunarheimili? Að nú ekki sé talað um vinnusparnaðinn þegar menn frá þjónustuplaninu og upp í gegnum valdapýramídann geta hætt að „samræma“ „gráu svæðin“ sem nú er fjallað um í textum ráðuneytanna og vísa til þessa fáránlega ástands: að tvö ráðuneyti og tvö stjórnsýslustig þarf til að aðstoða eitt færniskert gamalmenni, hvort heldur er í Reykjavík eða Árneshreppi á Ströndum.Nú um stundir er (loksins) að komast í sviðsljósið að það er ekki alltaf bara hægt að taka skóflustungur og útvega byggingariðnaðinum vinnu í formi þess að byggja ný hjúkrunarheimili. Reyndar ætlaði Jóhanna að byggja slík, líklega fleiri en þá þegar hefði þurft hefðu önnur úrræði verið eðlilega á sig komin, en nú er ljósið runnið upp: Það vantar fólk til að vinna á þeim heimilum sem við rekum nú þegar – það þarf ódýrari úrræði og sem ekki eru eins mannfrek – og þegar þau eru nú í ofanálag það sem flestir vilja, en vist á hjúkrunarheimili er eitthvað sem allir vilja fyrir gamla, en gamla fólkið vill yfirleitt bara þegar hremmingar þeirra í gegnum kerfið eru orðnar slíkar að allt virðist betra. Nú er heimaþjónustan það sem koma skal, en minna heyrist um „fjölbreyttu úrræðin“ hennar Jóhönnu. En það þarf sko fjölbreytt úrræði. Ég ætla aftur að nefna þjónustuíbúðir – og NB – ég er að tala um íbúðir með starfsfólki sem veitir þjónustu, líka á nóttunni. Samt miklu minni en á hjúkrunarheimili, þar með bæði miklu ódýrari og miklu minna skerðandi fyrir sjálfstæði og sjálfræði íbúa á staðnum. Dæmi eru íbúðir sem Reykjavík rekur í Furugerði, Dalbraut og víðar. Aldeilis stórgott úrræði og mikilvægt millistig fyrir fólk í brothættri búsetu á gamla heimilinu.... en ég verð soltið kvíðin þegar ég heyri engan nefna þetta úrræði sem eitthvað sem ætti að styrkja betur. Svo eru sambýlin. Þau voru vinsæl í Svíþjóð og Hollandi á síðustu árum síðustu aldar og gætu verrið eitthvað sem við hippaliðið vildum vera með í, en nú erum við öll að verða gömul. Lítil hjúkrunarheimili í anda Green House – Sóltún gæti t.d. fest kaup á nokkrum af litlu húsunum í Túnunum og starfrækt þar smáheimili og verið sjálft móðurheimili. Og svona... þið skiljið. Fjölbreytt búsetuúrræði.Heimilisleg hjúkrunarheimili. Já, sú krafa er á stöðugri uppleið. Fleiri og fleiri ný heimili eru með það sem sitt helsta markmið að heimilið sé líkara heimili en stofnun. Litlar einingar, opin eldhús, sameiginlegt rými fyrir íbúa og starfsfólk, Eden heimili, Leve bo heimili að ógleymdu Sóltúni sem reið á vaðið um aldamótin með yfirlýsingu um að þar væri heimili íbúa en ekki vinnustaður starfsfólks.Frá því í fyrra er komið af stað tilraunaverkefni um greiðslufyrirkomulag hliðstætt því sem Danir tóku upp 1991. Eitt hjúkrunarheimili er með tilraun á þessu sviði. Kannske get ég sagt frá árangri og lærdómum af því við næstu stjórnarskipti.... En þetta er klárlega framför á þessu ári síðan nýja stjórnin sem nú er fyrrverandi tók við.Starfsfólkið. Ja, nú er ég að vinna með félagsliða sem er í framhaldsnámi fyrir félagsliða. Mér finnst það flott. Varðandi fræðslu, þjálfun og menntun „óbreytts“ starfsfólks eru öllum útbær góð orð. Ég hef líka heyrt utan að mér að peningar séu til hér og hvar, stundum fæ ég svolítið af þeim í eigin vasa þegar ég vinn að fræðslu fyrir vinnustaði eða símenntunarmiðstöðvar. En aðallega virðist þetta umhverfi fullkomlega stjórnlaust og engin miðlæg plön. Sum hjúkrunarheimili gera t.d. vel í þessum efnum. Þá finnst þeim stjórnendum gjarnan að engin þörf sé á miðlægri þjónustu. Svo segja aðrir að fólk sé bara ó- eða illfáanlegt til að sækja sér fræðslu. Já, vá! Illa launaðar konur með börn og heimili nenna ekki að fara í strætó að nota 3-4 klst. af frítíma sínum í að fara á námskeið. Samt búið að borga fyrir þær! Alltaf er þessi vinnulýður eins, frekur og vanþakklátur. Við höfum nokkrar fagkonur reynt að tala fyrir því að koma á fót Þekkingarmiðstöð í öldrunarmálum. Fyrirmyndin er skandinavísk, aðallega norsk. Slík miðstöð gæti meðal annars tekið að sér forgöngu um þjálfun og fræðslu fyrir „starfsmenn á plani“. Efnið er til, þarf bara að þýða og staðfæra. Það eru jafnvel til aurar aðrir en úr hinum þjáða ríkissjóði, en auðvitað viljum við líka að ríkið styðji þessa starfsemi. Það væri meiri mannsbragur að því en að skrifa almenn orð í eitt stefnuplaggið eftir annað en rimpa svo peningapokann aftur eins og rass á kú. (Sérstaklega skal tekið fram að Þekkingarmiðstöðin var líka til fyrir ári síðan, en ég var hálf feimin við að skrifa um hana verandi einn af stofnendunum. En við erum að tala um non-profit starfsemi, ekki bitling handa okkur félögunum, svo ég leyfi mér þetta núna. Menn hafa þá allténd kommentakerfið til að skammast í mér fyrir þetta sérhagsmunapot).Nei, því miður. Á árinu hefur ekkert gerst sem bendir til að menn ætli að leggja niður lög um sérstaka hópa s.s. aldraða, fatlaða og taka upp lög um þjónustu við þegna. Annaðhvort finnst fólki þetta einskisvert mál, eða bara nennir þessu ekki, eða vill mögulega fá áfram að deila og drottna, víla og díla. Ég veit það ekki, en við erum allavega með Lög um málefni aldraðra, Lög um málefni fatlaðra, Lög um réttindi fatlaðra (en engin sérstök um réttindi aldraðra) – og stöglum svo eitthvað í þetta á Alþingi af og til. Eins og góðvinur minn var vanur að segja: Hefur þá hver nokkuð að iðja. Svo verð ég, alveg eins og í fyrra að tala um atriði sem vantaði í skjölin 2008 og líka í skjölin 2016: Vöntun á þjónustuáætlun fyrir fólk með heilabilun. En nú get ég hrópað húrra, því seinasta Alþingi samþykkti með atkvæði allra þingmanna að búa til stefnu í málum þessa sístækkandi hóps. Vonandi heldur það starf áfram hjá Svandísi, Ásmundi (eða kannske báðum?, hvað veit ég...). Framhald við næstu stjórnarskipti, þó er mögulegt að ég muni eitthvað smá skrifa um þetta mál ef stjórnin lifir lengi lengi. T.d. ef ekkert stendur í stefnunni um læstu deildirnar. Hins vegar hefur enginn úr löggjafar- né framkvæmdavaldi sagt orð um notkun geðrofslyfja við aldraða sem ekki eru með neina geðsjúkdóma. Ég ætla því að minna aftur á að þeir í Bandaríkjunum hafa haft lög sem mæla fyrir að draga úr slíkri notkun frá árinu 1987. Ég skoraði á lesendur í fyrra að reikna hve langt væri síðan, en nú er það svo auðvelt: Þrjátíu ár. Bara að það þurfi ekki að verða önnur þrjátíu þar til við tökum við okkur. Þá verð ég reyndar líklega dauð, mögulega stútfull af nýjustu og bestu atypisku lyfjunum, því ég sé svosem engar líkur til að verða sérlega þægt gamalmenni.... Eins og fyrir ári er ég enn að reyna að skrifa bókina mína, takk Hagvangur fyrir að styrkja mig. Og eins og fyrir ári get ég glaðst yfir margháttaðri jákvæðri þróun í öldrunarþjónustu, en líka séð svo margt óunnið. Svo ég ætla að enda nærri alveg eins og þá: Ef ég fengi að ráða í einn dag myndi ég gera þetta:Leggja niður lög um málefni aldraðra og setja í stað þeirra lög um félags- og heilbrigðisþjónustu.Flytja alla öldrunarþjónustu til sveitarfélaganna. Ef ég fengi svo að ráða einn dag í viðbót myndi ég skipa starfshóp til að undibúa þjónustuáætlun fyrir fólk með heilabilun (held ekki að það sé búið) og annan til að hrinda af stað átaki til að draga úr notkun geð- og róandi lyfja fyrir aldraða einstaklinga. Svo myndi ég opna allar læstu dyrnar.Höfundur er sérfræðingur í öldrunarhjúkrun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun