Bryggjan á Árskógssandi stóðst ekki núgildandi reglugerð Sveinn Arnarsson skrifar 7. desember 2017 06:00 Bifreið fór í höfnina á Árskógssandi á þeim stað þar sem dráttarvélin mokar snjónum út í sjóinn. Þar hefur verið komið fyrir fjórum stöplum til að hindra fleiri slík slys. vísir/auðunn Bryggjuendinn á Árskógssandi, þar sem þrír létust í slysi er bíll þeirra rann fram af og í sjóinn var ekki í samræmi við reglugerð. Kantur á bryggjunni var of lágur. Þetta kemur fram í bréfi frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa sem sent var Dalvíkurbyggð um miðjan nóvember. Samkvæmt reglugerð frá 2004 á bryggjuendi að hafa kantbita sem er að lágmarki 20 sentímetrar á hæð. Kantbitinn á Árskógssandi er hins vegar aðeins 15 sentímetrar. Í bréfinu er óskað eftir því að gerðar verði úrbætur til að tryggja öryggi þeirra sem um bryggjuna fara. Um leið og bréfið barst bænum var brugðist við því og komið fyrir umferðarstöplum við enda bryggjunnar til að tryggja betur öryggi. Slysið varð 3. nóvember síðastliðinn. Þrennt var í bílnum; par sem búsett var í Hrísey og barnung dóttir þeirra. Fjölskyldan var að koma úr kaupstað á Akureyri. Bíll þeirra endaði í sjónum á hvolfi þetta kvöld með þeim afleiðingum að öll þrjú létust. Talið er að stúlkan og annar þeirra fullorðnu hafi drukknað en að ökumaður bifreiðarinnar hafi verið látinn áður en bílinn fór út af bryggjunni.Glerhálka var á bryggjunni þegar slysið átti sér stað í byrjun nóvember. Þrennt lést á bryggjunni þennan örlagaríka dag. Par og barnung stúlka. Parið lætur eftir sig barn á þriðja aldursári. Bryggjan hafði ekki verið öryggisskoðuð í þrjú ár.vísir/auðunnÞorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu og hafna Dalvíkurbyggðar, segir bryggjuna byggða árið 1987. „Umrædd reglugerð sem vitnað er til er frá árinu 2004. Við höfum hins vegar brugðist við þessum ábendingum, sett upp stöpla við slysstaðinn og munum fara í framkvæmdir á næstunni til að uppfylla núgildandi reglugerð,“ segir Þorsteinn. „Framkvæma á öryggisúttekt einu sinni á ári á höfnunum en yfirhafnarvörður kannast ekki við að slík úttekt hafi farið fram í nokkur ár.“ Samgöngustofa hefur eftirlit með öryggi í höfnum. Síðasta skoðun á Árskógssandi var 14. október árið 2014. Hún var hluti af skoðun sem fyrst og fremst beindist að björgunartækjum auk varúðarmerkinga á stigum og bryggjuköntum. Samkvæmt reglugerð eiga hafnaryfirvöld að skipuleggja öryggiseftirlit en Samgöngustofa á að sannreyna eftirlitið og öryggisþætti einu sinni á ári eða oftar. „Endurtekin slys segja okkur að skoða þarf áfram með hvaða hætti öryggi verður best tryggt í höfnum landsins," segir Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Að sögn Þórhildar gerir ný reglugerð um öryggi í höfnum ráð fyrir því að innra eftirlit hverrar hafnar sé sannreynt með reglubundnum hætti. „Eftir banaslysið á Árskógssandi var haldinn fundur með Hafnasambandi Íslands og í framhaldinu var höfnum landsins sent dreifibréf er varðar öryggismál. Hafnaryfirvöld hafa unnið ötullega að því að draga úr áhættu en slysavarnir þurfa að vera og eru í stöðugri endurskoðun,“ segir Þórhildur. Birtist í Fréttablaðinu Dalvíkurbyggð Hrísey Samgöngur Tengdar fréttir Bílnum ekið á eðlilegum hraða eftir bryggjunni Bíllinn stoppaði aldrei áður en hann fór fram af bryggjunni. 6. nóvember 2017 11:08 Fjölskyldan sem fórst í banaslysinu við Árskógssand var frá Póllandi Foreldrarnir voru 36 og 32 ára og dóttir þeirra fimm ára gömul. 6. nóvember 2017 15:13 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varið í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Sjá meira
Bryggjuendinn á Árskógssandi, þar sem þrír létust í slysi er bíll þeirra rann fram af og í sjóinn var ekki í samræmi við reglugerð. Kantur á bryggjunni var of lágur. Þetta kemur fram í bréfi frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa sem sent var Dalvíkurbyggð um miðjan nóvember. Samkvæmt reglugerð frá 2004 á bryggjuendi að hafa kantbita sem er að lágmarki 20 sentímetrar á hæð. Kantbitinn á Árskógssandi er hins vegar aðeins 15 sentímetrar. Í bréfinu er óskað eftir því að gerðar verði úrbætur til að tryggja öryggi þeirra sem um bryggjuna fara. Um leið og bréfið barst bænum var brugðist við því og komið fyrir umferðarstöplum við enda bryggjunnar til að tryggja betur öryggi. Slysið varð 3. nóvember síðastliðinn. Þrennt var í bílnum; par sem búsett var í Hrísey og barnung dóttir þeirra. Fjölskyldan var að koma úr kaupstað á Akureyri. Bíll þeirra endaði í sjónum á hvolfi þetta kvöld með þeim afleiðingum að öll þrjú létust. Talið er að stúlkan og annar þeirra fullorðnu hafi drukknað en að ökumaður bifreiðarinnar hafi verið látinn áður en bílinn fór út af bryggjunni.Glerhálka var á bryggjunni þegar slysið átti sér stað í byrjun nóvember. Þrennt lést á bryggjunni þennan örlagaríka dag. Par og barnung stúlka. Parið lætur eftir sig barn á þriðja aldursári. Bryggjan hafði ekki verið öryggisskoðuð í þrjú ár.vísir/auðunnÞorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu og hafna Dalvíkurbyggðar, segir bryggjuna byggða árið 1987. „Umrædd reglugerð sem vitnað er til er frá árinu 2004. Við höfum hins vegar brugðist við þessum ábendingum, sett upp stöpla við slysstaðinn og munum fara í framkvæmdir á næstunni til að uppfylla núgildandi reglugerð,“ segir Þorsteinn. „Framkvæma á öryggisúttekt einu sinni á ári á höfnunum en yfirhafnarvörður kannast ekki við að slík úttekt hafi farið fram í nokkur ár.“ Samgöngustofa hefur eftirlit með öryggi í höfnum. Síðasta skoðun á Árskógssandi var 14. október árið 2014. Hún var hluti af skoðun sem fyrst og fremst beindist að björgunartækjum auk varúðarmerkinga á stigum og bryggjuköntum. Samkvæmt reglugerð eiga hafnaryfirvöld að skipuleggja öryggiseftirlit en Samgöngustofa á að sannreyna eftirlitið og öryggisþætti einu sinni á ári eða oftar. „Endurtekin slys segja okkur að skoða þarf áfram með hvaða hætti öryggi verður best tryggt í höfnum landsins," segir Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Að sögn Þórhildar gerir ný reglugerð um öryggi í höfnum ráð fyrir því að innra eftirlit hverrar hafnar sé sannreynt með reglubundnum hætti. „Eftir banaslysið á Árskógssandi var haldinn fundur með Hafnasambandi Íslands og í framhaldinu var höfnum landsins sent dreifibréf er varðar öryggismál. Hafnaryfirvöld hafa unnið ötullega að því að draga úr áhættu en slysavarnir þurfa að vera og eru í stöðugri endurskoðun,“ segir Þórhildur.
Birtist í Fréttablaðinu Dalvíkurbyggð Hrísey Samgöngur Tengdar fréttir Bílnum ekið á eðlilegum hraða eftir bryggjunni Bíllinn stoppaði aldrei áður en hann fór fram af bryggjunni. 6. nóvember 2017 11:08 Fjölskyldan sem fórst í banaslysinu við Árskógssand var frá Póllandi Foreldrarnir voru 36 og 32 ára og dóttir þeirra fimm ára gömul. 6. nóvember 2017 15:13 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varið í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Sjá meira
Bílnum ekið á eðlilegum hraða eftir bryggjunni Bíllinn stoppaði aldrei áður en hann fór fram af bryggjunni. 6. nóvember 2017 11:08
Fjölskyldan sem fórst í banaslysinu við Árskógssand var frá Póllandi Foreldrarnir voru 36 og 32 ára og dóttir þeirra fimm ára gömul. 6. nóvember 2017 15:13