Philippe Coutinho með þrennu í stórsigri Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2017 21:30 Philippe Coutinho fagnar marki með Salah og Firmino. vísir/getty Liverpool tryggði sér sigur í sínum riðli í Meistaradeildinni og sæti í sextán liða úrslitum keppninnar með sannfærandi 7-0 stórsigri á rússneska liðinu Spartak Moskvu. Liverpool komst í 3-0 í fyrri hálfleik í öðrum Meistaradeildarleiknum í röð en nú héldu þeir út og gott betur en það. Philippe Coutinho fékk fyrirliðabandið í leiknum og hélt upp á það með því að skora þrennu í kvöld þar af tvö markanna á fyrstu tólf mínútunum. Hann er fyrsti leikmaður Liverpool til að skora þrennu í Meistaradeildinni síðan 2002 en þetta var fyrsta þrenna Coutinho fyrir Liverpool Liverpool liðið fór illa með Rússana í kvöld og endar með 12 stig og 23 mörk á toppi síns riðils. Mohamed Salah fékk víti strax á 4. mínútu og Philippe Coutinho skoraði af miklu öryggi. Philippe Coutinho bætti síðan við sínu öðru marki átta mínútum síðar eftir frábæra sókn þar sem Mohamed Salah og Roberto Firmino spiluðu hann frían. Roberto Firmino skoraði síðan þriðja markið á 19. mínútu eftir að boltinn datt fyrir hann í teignum eftir enn eina hraða sókn Liverpool-manna. Seinni hálfleikurinn byrjaði líka með látum. Sadio Mané skoraði fjórða markið eftir sendingu James Milner á 47. mínútu og Philippe Coutinho innsiglaði þrennuna með skoti sem hafði viðkomu í varnarmanni á 50. mínútu. Daniel Sturridge kom inná sem varamaður og lagði upp sjötta markið fyrir Sadio Mané á 76. mínútu eða aðeins fjórum mínútum síðar. Mohamed Salah átti líka eftir að skora og markið hans kom á 86. mínútu eftir að hafa lagt boltann skemmtilega fyrir sig í teignum eftir sendingu frá James Milner. Meistaradeild Evrópu
Liverpool tryggði sér sigur í sínum riðli í Meistaradeildinni og sæti í sextán liða úrslitum keppninnar með sannfærandi 7-0 stórsigri á rússneska liðinu Spartak Moskvu. Liverpool komst í 3-0 í fyrri hálfleik í öðrum Meistaradeildarleiknum í röð en nú héldu þeir út og gott betur en það. Philippe Coutinho fékk fyrirliðabandið í leiknum og hélt upp á það með því að skora þrennu í kvöld þar af tvö markanna á fyrstu tólf mínútunum. Hann er fyrsti leikmaður Liverpool til að skora þrennu í Meistaradeildinni síðan 2002 en þetta var fyrsta þrenna Coutinho fyrir Liverpool Liverpool liðið fór illa með Rússana í kvöld og endar með 12 stig og 23 mörk á toppi síns riðils. Mohamed Salah fékk víti strax á 4. mínútu og Philippe Coutinho skoraði af miklu öryggi. Philippe Coutinho bætti síðan við sínu öðru marki átta mínútum síðar eftir frábæra sókn þar sem Mohamed Salah og Roberto Firmino spiluðu hann frían. Roberto Firmino skoraði síðan þriðja markið á 19. mínútu eftir að boltinn datt fyrir hann í teignum eftir enn eina hraða sókn Liverpool-manna. Seinni hálfleikurinn byrjaði líka með látum. Sadio Mané skoraði fjórða markið eftir sendingu James Milner á 47. mínútu og Philippe Coutinho innsiglaði þrennuna með skoti sem hafði viðkomu í varnarmanni á 50. mínútu. Daniel Sturridge kom inná sem varamaður og lagði upp sjötta markið fyrir Sadio Mané á 76. mínútu eða aðeins fjórum mínútum síðar. Mohamed Salah átti líka eftir að skora og markið hans kom á 86. mínútu eftir að hafa lagt boltann skemmtilega fyrir sig í teignum eftir sendingu frá James Milner.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti