Chelsea náði ekki að landa efsta sætinu þrátt fyrir fjölda dauðafæra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2017 21:30 Saul Niguez fagnar marki sínu. vísir/getty Chelsea gerði 1-1 jafntefli á heimavelli á móti Atletico Madrid í Meistaradeildinni í kvöld en þetta eina stig dugði ekki til að vinna riðilinn. Chelsea var ótrúlega nálægt því að ná inn sigurmarki í seinni hálfleikum en það datt ekki inn þrátt fyrir fjölmörg dauðafæri. Chelsea náði að jafna með sjálfsmarki en leikmenn liðsins náðu ekki að skora sjálfir. Roma vann 1-0 sigur á Qarabag sama tíma og tryggði sér með því sigur í riðlinum. Chelsea gæti hinsvegar lent á móti liðum eins og Barcelona, PSG, Porto eða RB Leipzig í sextán liða úrslitunum. Saul Niguez kom Atletico Madrid í 1-0 eftir ellefu mínútna leik í seinni hálfleik þegar hann skallaði boltann í markið eftir að Fernando Torres hafði skallað hornspyrnu áfram. Chelsea náði að jafna fimmtán mínútum fyrir leikslok en fékk góða aðstoð við það. Stefan Savic setti þá boltann í eigið markið eftir sendingu frá Eden Hazard. Alvaro Morata fékk síðan algjört dauðafæri skömmu eftir jöfnunarmarkið en Jan Oblak varði frábærlega frá honum. Antonio Conte var ekki skemmt og tók Morata af velli í kjölfarið. Willian fékk líka frábært færi eftir stórglæsilegan undirbúning Eden Hazard en hitti boltann illa og þrumaði honum yfir. Chelsea fékk fullt af færum en sigurmarkið kom ekki og annað sætið í riðlinum því niðurstaðan. Meistaradeild Evrópu
Chelsea gerði 1-1 jafntefli á heimavelli á móti Atletico Madrid í Meistaradeildinni í kvöld en þetta eina stig dugði ekki til að vinna riðilinn. Chelsea var ótrúlega nálægt því að ná inn sigurmarki í seinni hálfleikum en það datt ekki inn þrátt fyrir fjölmörg dauðafæri. Chelsea náði að jafna með sjálfsmarki en leikmenn liðsins náðu ekki að skora sjálfir. Roma vann 1-0 sigur á Qarabag sama tíma og tryggði sér með því sigur í riðlinum. Chelsea gæti hinsvegar lent á móti liðum eins og Barcelona, PSG, Porto eða RB Leipzig í sextán liða úrslitunum. Saul Niguez kom Atletico Madrid í 1-0 eftir ellefu mínútna leik í seinni hálfleik þegar hann skallaði boltann í markið eftir að Fernando Torres hafði skallað hornspyrnu áfram. Chelsea náði að jafna fimmtán mínútum fyrir leikslok en fékk góða aðstoð við það. Stefan Savic setti þá boltann í eigið markið eftir sendingu frá Eden Hazard. Alvaro Morata fékk síðan algjört dauðafæri skömmu eftir jöfnunarmarkið en Jan Oblak varði frábærlega frá honum. Antonio Conte var ekki skemmt og tók Morata af velli í kjölfarið. Willian fékk líka frábært færi eftir stórglæsilegan undirbúning Eden Hazard en hitti boltann illa og þrumaði honum yfir. Chelsea fékk fullt af færum en sigurmarkið kom ekki og annað sætið í riðlinum því niðurstaðan.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti