Gunnar: Til í að mæta Colby en hef ekki gaman af því að rífast á netinu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. desember 2017 19:15 Gunnar Nelson er í leit að nýjum andstæðingi og vill komast aftur í búrið hjá UFC snemma á næsta ári. Hann hefur ekki barist síðan í júlí er hann tapaði gegn Santiago Ponzinibbio í umdeildum bardaga. Það vakti mikla athygli fyrir um mánuði síðan er Gunnar kallaði eftir bardaga í fyrsta sinn á ferlinum. Þá var Englendingurinn Darren Till að kvarta yfir því að allir væru hræddir við sig en Gunnar hélt nú ekki. Hann bauðst til þess að mæta Till í heimaborg hans, Liverpool. „Við vorum að reyna að negla þennan bardaga í febrúar en mér sýnist verða af því og þetta bardagakvöld verður væntanlega ekki í Liverpool. Þá kemur London til greina í mars en það er ekkert komið í ljós. Við fengum engin svör frá mönnum Till né UFC. Ég berst í febrúar eða mars en á móti hverjum verður að koma í ljós,“ segir Gunnar sem hefur ekki útilokað að berjast við Till þrátt fyrir fá svör. Sá enski var að rífa mikinn kjaft en virðist ekki getað staðið við stóru orðin þegar honum býðst bardagi gegn reyndum kappa. „Hann er eitthvað að skrifa á netið að það séu allir hlaupandi skíthræddir undan honum og það vilji enginn berjast við hann. Það var bara einfaldlega ekki rétt og ég svaraði því. Ég lít ekki beint á þetta sem eitthvað „trash talk“. Æi, það eru alltaf einhverjir að væla á netinu og ég ákvað að svara þessu.“ Þó svo Gunnar fái ekki bardaga gegn Till vonast hann eftir sterkum andstæðingi í febrúar eða mars. „Vonandi eins og alltaf fæ ég einhvern á topp tíu. Það væri líka gaman að fá Colby,“ segir Gunnar en hann er að tala þar um Colby Covington sem er fljótt orðinn hataðasti maðurinn í UFC enda með ólíkindum dónalegur. Gunnar er samt ekki viss um að hann óski eftir þeim bardaga á netinu. „Það hafði ekki mikið upp á sig síðast og ekki hef ég neitt svakalega gaman af því.“ Sjá má viðtalið við Gunnar hér að ofan. MMA Tengdar fréttir Covington flýgur upp styrkleikalista UFC Ruslakjafturinn umdeildi, Colby Covington, getur farið fram á titilbardaga í veltivigt UFC fljótlega ef hann heldur áfram á sömu braut. 31. október 2017 10:30 UFC ekki ánægt með Covington sem móðgaði heila þjóð Colby Covington er orðinn maðurinn sem fólk elskar að hata hjá UFC enda gengur hann lengra en flestir í móðgunum sínum. 30. október 2017 23:00 Gunnar Nelson kallar eftir bardaga í fyrsta sinn: „Ég er klár stóri strákur“ Íslenski bardagamaðurinn Gunnar Nelson gæti á verið á leiðinni í bardaga á móti Darren Till frá Liverpool ef marka má skrif hans inn á Instagram-síðu Darren Till í kvöld. 10. nóvember 2017 20:12 Kavanagh gefur í skyn að Gunnar eigi að mæta Till í stað undradrengsins Darren Till er orðinn einn áhugaverðasti bardagamaðurinn í veltivigt í UFC á skömmum tíma. 9. nóvember 2017 13:00 Werdum kastaði bjúgverpli í Covington fyrir brasilísku þjóðina | Myndband Veltivigtarkappinn Colby Covington er hataður í Brasilíu eftir að hann barðist þar á dögunum og kallaði íbúa landsins skítug dýr. 16. nóvember 2017 22:15 Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Sjá meira
Gunnar Nelson er í leit að nýjum andstæðingi og vill komast aftur í búrið hjá UFC snemma á næsta ári. Hann hefur ekki barist síðan í júlí er hann tapaði gegn Santiago Ponzinibbio í umdeildum bardaga. Það vakti mikla athygli fyrir um mánuði síðan er Gunnar kallaði eftir bardaga í fyrsta sinn á ferlinum. Þá var Englendingurinn Darren Till að kvarta yfir því að allir væru hræddir við sig en Gunnar hélt nú ekki. Hann bauðst til þess að mæta Till í heimaborg hans, Liverpool. „Við vorum að reyna að negla þennan bardaga í febrúar en mér sýnist verða af því og þetta bardagakvöld verður væntanlega ekki í Liverpool. Þá kemur London til greina í mars en það er ekkert komið í ljós. Við fengum engin svör frá mönnum Till né UFC. Ég berst í febrúar eða mars en á móti hverjum verður að koma í ljós,“ segir Gunnar sem hefur ekki útilokað að berjast við Till þrátt fyrir fá svör. Sá enski var að rífa mikinn kjaft en virðist ekki getað staðið við stóru orðin þegar honum býðst bardagi gegn reyndum kappa. „Hann er eitthvað að skrifa á netið að það séu allir hlaupandi skíthræddir undan honum og það vilji enginn berjast við hann. Það var bara einfaldlega ekki rétt og ég svaraði því. Ég lít ekki beint á þetta sem eitthvað „trash talk“. Æi, það eru alltaf einhverjir að væla á netinu og ég ákvað að svara þessu.“ Þó svo Gunnar fái ekki bardaga gegn Till vonast hann eftir sterkum andstæðingi í febrúar eða mars. „Vonandi eins og alltaf fæ ég einhvern á topp tíu. Það væri líka gaman að fá Colby,“ segir Gunnar en hann er að tala þar um Colby Covington sem er fljótt orðinn hataðasti maðurinn í UFC enda með ólíkindum dónalegur. Gunnar er samt ekki viss um að hann óski eftir þeim bardaga á netinu. „Það hafði ekki mikið upp á sig síðast og ekki hef ég neitt svakalega gaman af því.“ Sjá má viðtalið við Gunnar hér að ofan.
MMA Tengdar fréttir Covington flýgur upp styrkleikalista UFC Ruslakjafturinn umdeildi, Colby Covington, getur farið fram á titilbardaga í veltivigt UFC fljótlega ef hann heldur áfram á sömu braut. 31. október 2017 10:30 UFC ekki ánægt með Covington sem móðgaði heila þjóð Colby Covington er orðinn maðurinn sem fólk elskar að hata hjá UFC enda gengur hann lengra en flestir í móðgunum sínum. 30. október 2017 23:00 Gunnar Nelson kallar eftir bardaga í fyrsta sinn: „Ég er klár stóri strákur“ Íslenski bardagamaðurinn Gunnar Nelson gæti á verið á leiðinni í bardaga á móti Darren Till frá Liverpool ef marka má skrif hans inn á Instagram-síðu Darren Till í kvöld. 10. nóvember 2017 20:12 Kavanagh gefur í skyn að Gunnar eigi að mæta Till í stað undradrengsins Darren Till er orðinn einn áhugaverðasti bardagamaðurinn í veltivigt í UFC á skömmum tíma. 9. nóvember 2017 13:00 Werdum kastaði bjúgverpli í Covington fyrir brasilísku þjóðina | Myndband Veltivigtarkappinn Colby Covington er hataður í Brasilíu eftir að hann barðist þar á dögunum og kallaði íbúa landsins skítug dýr. 16. nóvember 2017 22:15 Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Sjá meira
Covington flýgur upp styrkleikalista UFC Ruslakjafturinn umdeildi, Colby Covington, getur farið fram á titilbardaga í veltivigt UFC fljótlega ef hann heldur áfram á sömu braut. 31. október 2017 10:30
UFC ekki ánægt með Covington sem móðgaði heila þjóð Colby Covington er orðinn maðurinn sem fólk elskar að hata hjá UFC enda gengur hann lengra en flestir í móðgunum sínum. 30. október 2017 23:00
Gunnar Nelson kallar eftir bardaga í fyrsta sinn: „Ég er klár stóri strákur“ Íslenski bardagamaðurinn Gunnar Nelson gæti á verið á leiðinni í bardaga á móti Darren Till frá Liverpool ef marka má skrif hans inn á Instagram-síðu Darren Till í kvöld. 10. nóvember 2017 20:12
Kavanagh gefur í skyn að Gunnar eigi að mæta Till í stað undradrengsins Darren Till er orðinn einn áhugaverðasti bardagamaðurinn í veltivigt í UFC á skömmum tíma. 9. nóvember 2017 13:00
Werdum kastaði bjúgverpli í Covington fyrir brasilísku þjóðina | Myndband Veltivigtarkappinn Colby Covington er hataður í Brasilíu eftir að hann barðist þar á dögunum og kallaði íbúa landsins skítug dýr. 16. nóvember 2017 22:15