Landgræðslustjóri fer fram á hamfarastyrki Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. desember 2017 22:40 Landgræðslustjóri fer fram á það við ríkisvaldið að það greiði kornbændum hamfarastyrki vegna uppskerubrests síðustu ár. Formaður kornbænda stappar stálið í sína menn og hvetur bændur til að efla kornrækt í landinu. Boðað var til fundar með kornbændum í höfuðstöðvum Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti þar sem sérfræðingar á sviði kornræktar fóru upp í pontu og héldu fyrirlestra um stöðu kornræktar í landinu. Fram kom að kornrækt hefur dregist mikið saman síðustu ár vegna óhagstæðs veðurs. Þegar mest var 2009 var korn ræktað á fimm þúsund hekturum en á síðasta ári var ræktunin innan við þrjú þúsund hektara. Árni Bragason landgræðslustjóri skorar því á stjórnvöld að taka upp hamfarastyrki. „Það brást uppskera og þá fara menn að hugsa, það er viss áhætta og kostnaður við að koma þessu af stað, og þess vegna hugsa menn sig um tvisvar. Við ætlum að ræða meðal annarsþá möguleika hvort hægt væri að hafa einhvers konar hamfarastyrki eða eitthvað slíkt og skora á stjórnvöld að hugleiða það að taka upp eitthvað slíkt frekar heldur en að vera með einhverja fasta styrki.“ Árni segir að hamfarastyrkir myndu létta mikið undir hjá kornbændum. „Þá geta menn gert áætlanir til lengri tíma, þá geta menn fjárfest í tækjum og ef að það bregst þá uppskeran þá fara menn ekki á hausinn.“ Ólafur Eggertsson, kornbóndi á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, er einn öflugasti ræktandi á korni og formaður Félags kornbænda. „Nú það er bara bjartsýni í mönnum að halda kornræktinni áfram og hún á eftir að sýna mikla möguleika. Við höfum hérna öll skilyrði til þess og batnandi jafnvel. Menn eru bara bjartsýnir á að það verði aukið við á næstu árum og ekki síst að menn þurfi að hugsa núna sem aldrei fyrr um meiri innlenda verðmætasköpun, að rækta kornið hér heima á Íslandi frekar en að flytja það erlendis frá með tilheyrandi kolefnisspori,“ segir Ólafur. Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Fleiri fréttir Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Sjá meira
Landgræðslustjóri fer fram á það við ríkisvaldið að það greiði kornbændum hamfarastyrki vegna uppskerubrests síðustu ár. Formaður kornbænda stappar stálið í sína menn og hvetur bændur til að efla kornrækt í landinu. Boðað var til fundar með kornbændum í höfuðstöðvum Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti þar sem sérfræðingar á sviði kornræktar fóru upp í pontu og héldu fyrirlestra um stöðu kornræktar í landinu. Fram kom að kornrækt hefur dregist mikið saman síðustu ár vegna óhagstæðs veðurs. Þegar mest var 2009 var korn ræktað á fimm þúsund hekturum en á síðasta ári var ræktunin innan við þrjú þúsund hektara. Árni Bragason landgræðslustjóri skorar því á stjórnvöld að taka upp hamfarastyrki. „Það brást uppskera og þá fara menn að hugsa, það er viss áhætta og kostnaður við að koma þessu af stað, og þess vegna hugsa menn sig um tvisvar. Við ætlum að ræða meðal annarsþá möguleika hvort hægt væri að hafa einhvers konar hamfarastyrki eða eitthvað slíkt og skora á stjórnvöld að hugleiða það að taka upp eitthvað slíkt frekar heldur en að vera með einhverja fasta styrki.“ Árni segir að hamfarastyrkir myndu létta mikið undir hjá kornbændum. „Þá geta menn gert áætlanir til lengri tíma, þá geta menn fjárfest í tækjum og ef að það bregst þá uppskeran þá fara menn ekki á hausinn.“ Ólafur Eggertsson, kornbóndi á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, er einn öflugasti ræktandi á korni og formaður Félags kornbænda. „Nú það er bara bjartsýni í mönnum að halda kornræktinni áfram og hún á eftir að sýna mikla möguleika. Við höfum hérna öll skilyrði til þess og batnandi jafnvel. Menn eru bara bjartsýnir á að það verði aukið við á næstu árum og ekki síst að menn þurfi að hugsa núna sem aldrei fyrr um meiri innlenda verðmætasköpun, að rækta kornið hér heima á Íslandi frekar en að flytja það erlendis frá með tilheyrandi kolefnisspori,“ segir Ólafur.
Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Fleiri fréttir Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Sjá meira