Landgræðslustjóri fer fram á hamfarastyrki Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. desember 2017 22:40 Landgræðslustjóri fer fram á það við ríkisvaldið að það greiði kornbændum hamfarastyrki vegna uppskerubrests síðustu ár. Formaður kornbænda stappar stálið í sína menn og hvetur bændur til að efla kornrækt í landinu. Boðað var til fundar með kornbændum í höfuðstöðvum Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti þar sem sérfræðingar á sviði kornræktar fóru upp í pontu og héldu fyrirlestra um stöðu kornræktar í landinu. Fram kom að kornrækt hefur dregist mikið saman síðustu ár vegna óhagstæðs veðurs. Þegar mest var 2009 var korn ræktað á fimm þúsund hekturum en á síðasta ári var ræktunin innan við þrjú þúsund hektara. Árni Bragason landgræðslustjóri skorar því á stjórnvöld að taka upp hamfarastyrki. „Það brást uppskera og þá fara menn að hugsa, það er viss áhætta og kostnaður við að koma þessu af stað, og þess vegna hugsa menn sig um tvisvar. Við ætlum að ræða meðal annarsþá möguleika hvort hægt væri að hafa einhvers konar hamfarastyrki eða eitthvað slíkt og skora á stjórnvöld að hugleiða það að taka upp eitthvað slíkt frekar heldur en að vera með einhverja fasta styrki.“ Árni segir að hamfarastyrkir myndu létta mikið undir hjá kornbændum. „Þá geta menn gert áætlanir til lengri tíma, þá geta menn fjárfest í tækjum og ef að það bregst þá uppskeran þá fara menn ekki á hausinn.“ Ólafur Eggertsson, kornbóndi á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, er einn öflugasti ræktandi á korni og formaður Félags kornbænda. „Nú það er bara bjartsýni í mönnum að halda kornræktinni áfram og hún á eftir að sýna mikla möguleika. Við höfum hérna öll skilyrði til þess og batnandi jafnvel. Menn eru bara bjartsýnir á að það verði aukið við á næstu árum og ekki síst að menn þurfi að hugsa núna sem aldrei fyrr um meiri innlenda verðmætasköpun, að rækta kornið hér heima á Íslandi frekar en að flytja það erlendis frá með tilheyrandi kolefnisspori,“ segir Ólafur. Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Landgræðslustjóri fer fram á það við ríkisvaldið að það greiði kornbændum hamfarastyrki vegna uppskerubrests síðustu ár. Formaður kornbænda stappar stálið í sína menn og hvetur bændur til að efla kornrækt í landinu. Boðað var til fundar með kornbændum í höfuðstöðvum Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti þar sem sérfræðingar á sviði kornræktar fóru upp í pontu og héldu fyrirlestra um stöðu kornræktar í landinu. Fram kom að kornrækt hefur dregist mikið saman síðustu ár vegna óhagstæðs veðurs. Þegar mest var 2009 var korn ræktað á fimm þúsund hekturum en á síðasta ári var ræktunin innan við þrjú þúsund hektara. Árni Bragason landgræðslustjóri skorar því á stjórnvöld að taka upp hamfarastyrki. „Það brást uppskera og þá fara menn að hugsa, það er viss áhætta og kostnaður við að koma þessu af stað, og þess vegna hugsa menn sig um tvisvar. Við ætlum að ræða meðal annarsþá möguleika hvort hægt væri að hafa einhvers konar hamfarastyrki eða eitthvað slíkt og skora á stjórnvöld að hugleiða það að taka upp eitthvað slíkt frekar heldur en að vera með einhverja fasta styrki.“ Árni segir að hamfarastyrkir myndu létta mikið undir hjá kornbændum. „Þá geta menn gert áætlanir til lengri tíma, þá geta menn fjárfest í tækjum og ef að það bregst þá uppskeran þá fara menn ekki á hausinn.“ Ólafur Eggertsson, kornbóndi á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, er einn öflugasti ræktandi á korni og formaður Félags kornbænda. „Nú það er bara bjartsýni í mönnum að halda kornræktinni áfram og hún á eftir að sýna mikla möguleika. Við höfum hérna öll skilyrði til þess og batnandi jafnvel. Menn eru bara bjartsýnir á að það verði aukið við á næstu árum og ekki síst að menn þurfi að hugsa núna sem aldrei fyrr um meiri innlenda verðmætasköpun, að rækta kornið hér heima á Íslandi frekar en að flytja það erlendis frá með tilheyrandi kolefnisspori,“ segir Ólafur.
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira