Kenna þolandanum um endalok House of Cards Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. desember 2017 15:54 Anthony Rapp steig fram í lok október og sakaði Kevin Spacey um kynferðisofbeldi. Vísir/Getty Anthony Rapp, leikarinn sem steig fram og sakaði Kevin Spacey um kynferðislega áreitni í lok október síðastliðnum, hefur fengið yfir sig holskeflu af illskeyttum skilaboðum frá aðdáendum Spacey eftir að ásakanirnar litu dagsins ljós. Aðdáendurnir kenna Rapp m.a. um að hafa, upp á sitt einsdæmi, bundið enda á framleiðslu þáttanna House of Cards. Anthony Rapp, sem þá var fjórtán ára gamall, steig fram í lok október og greindi frá því að Spacey hafi boðið sér í teiti og að hann hafi virst vera drukkinn þegar áreitið átti sér stað. „Hann tók mig upp eins og brúðgumi tekur upp brúði sína og heldur á henni yfir þröskuldinn. Ég reyndi ekki að streitast á móti í upphafi því ég hugsaði: „Hvað er í gangi?“ Síðan leggst hann ofan á mig,“ sagði Rapp um kynferðisofbeldið. Að minnsta kosti 24 karlmenn hafa nú stigið fram og sakað Kevin Spacey um kynferðislega áreitni eða kynferðisofbeldi. Framleiðslu Netflix-seríunnar vinsælu House of Cards, þar sem Spacey fór með aðalhlutverkið, var hætt tímabundið í kjölfar ásakananna. Nú er leitað leiða til að halda framleiðslu áfram án Spacey. Kevin Spacey fór með aðalhlutverkið í House of Cards.Vísir/Getty Ekki fórnarlamb heldur tækifærissinni Rapp segist að mestu hafa fengið jákvæð viðbrögð við frásögn sinni en í vikunni birti hann þó skjáskot af illskeyttum athugasemdum sem honum hafa borist í gegnum Instagram-reikning sinn. Með birtingunni vill Rapp varpa ljósi á áreitnina sem þolendur kynferðisofbeldis verða fyrir. „Hey, helvítis asninn þinn! Takk fyrir að binda enda á framleiðslu uppáhalds þáttarins míns,“ ritar einn Instagram-notandi. Annar segir Rapp ekki hafa verið fórnarlamb í samskiptum sínum við Spacey. „Þannig að þú varst 14 ára og í fullorðinspartýi? Svo þú varst hangandi inni á herbergi í sakleysi þínu að horfa á sjónvarpið þegar partýið var í gangi? Í alvörunni? Þú ert tækifærissinni. Þú ert ekki fórnarlamb.“ Spacey hefur ekki tjáð sig opinberlega um ásakanirnar, fyrir utan þá sem fyrst leit dagsins ljós. Í nóvember hóf hann meðferð við kynlífsfíkn. Mál Kevin Spacey Netflix Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Anthony Rapp, leikarinn sem steig fram og sakaði Kevin Spacey um kynferðislega áreitni í lok október síðastliðnum, hefur fengið yfir sig holskeflu af illskeyttum skilaboðum frá aðdáendum Spacey eftir að ásakanirnar litu dagsins ljós. Aðdáendurnir kenna Rapp m.a. um að hafa, upp á sitt einsdæmi, bundið enda á framleiðslu þáttanna House of Cards. Anthony Rapp, sem þá var fjórtán ára gamall, steig fram í lok október og greindi frá því að Spacey hafi boðið sér í teiti og að hann hafi virst vera drukkinn þegar áreitið átti sér stað. „Hann tók mig upp eins og brúðgumi tekur upp brúði sína og heldur á henni yfir þröskuldinn. Ég reyndi ekki að streitast á móti í upphafi því ég hugsaði: „Hvað er í gangi?“ Síðan leggst hann ofan á mig,“ sagði Rapp um kynferðisofbeldið. Að minnsta kosti 24 karlmenn hafa nú stigið fram og sakað Kevin Spacey um kynferðislega áreitni eða kynferðisofbeldi. Framleiðslu Netflix-seríunnar vinsælu House of Cards, þar sem Spacey fór með aðalhlutverkið, var hætt tímabundið í kjölfar ásakananna. Nú er leitað leiða til að halda framleiðslu áfram án Spacey. Kevin Spacey fór með aðalhlutverkið í House of Cards.Vísir/Getty Ekki fórnarlamb heldur tækifærissinni Rapp segist að mestu hafa fengið jákvæð viðbrögð við frásögn sinni en í vikunni birti hann þó skjáskot af illskeyttum athugasemdum sem honum hafa borist í gegnum Instagram-reikning sinn. Með birtingunni vill Rapp varpa ljósi á áreitnina sem þolendur kynferðisofbeldis verða fyrir. „Hey, helvítis asninn þinn! Takk fyrir að binda enda á framleiðslu uppáhalds þáttarins míns,“ ritar einn Instagram-notandi. Annar segir Rapp ekki hafa verið fórnarlamb í samskiptum sínum við Spacey. „Þannig að þú varst 14 ára og í fullorðinspartýi? Svo þú varst hangandi inni á herbergi í sakleysi þínu að horfa á sjónvarpið þegar partýið var í gangi? Í alvörunni? Þú ert tækifærissinni. Þú ert ekki fórnarlamb.“ Spacey hefur ekki tjáð sig opinberlega um ásakanirnar, fyrir utan þá sem fyrst leit dagsins ljós. Í nóvember hóf hann meðferð við kynlífsfíkn.
Mál Kevin Spacey Netflix Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira