Fyrrverandi forstjóri Fáfnis: „Þetta hefur snert æru mína og haft áhrif“ Daníel Freyr Birkisson skrifar 5. desember 2017 09:15 Steingrími Erlingssyni var vikið úr starfi sem framkvæmdastjóri Fáfnis Offshore árið 2015. Biokraft Aðalmeðferð í máli Steingríms Erlingssonar gegn Fáfni Offshore fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir helgi. Honum var vikið úr starfi undir lok árs 2015 sem framkvæmdastjóri félagsins, en það stofnaði hann árið 2012. Hann krefur fyrrverandi vinnuveitanda sinn um ógreidd laun og orlof. Fáfnir stefnir Steingrími með gagnkröfu fyrir trúnaðarbrot og að hafa tekið með sér lausa muni í eigu félagsins.Skoðanaágreiningur sem leiddi til uppsagnarFréttablaðið greindi frá því í júní á þessu ári að Steingrímur hefði stefnt Fáfni Offshore og krefðist þess að fá greiddan sex mánaða uppsagnarfrest og orlof en honum var sagt upp í desember árið 2015. Samningi hans var síðan rift í lok febrúar og hlaut hann því einungis launagreiðslur fyrir desember- og janúarmánuð. Ástæða uppsagnarinnar er sögð vera skoðanaágreiningur stjórnar félagsins og Steingríms sem hafði gengið á um nokkurt skeið. Gagnstefna forsvarsmanna Fáfnis Offshore byggir á því að Steingrímur hafi í kjölfar uppsagnar tekið með sér lausa muni sem skráðir voru í eigu félagsins. Um er að ræða Hewlett Packard borðtölvu, farsíma og sófa. Í öðru lagi er honum gert að hafa eytt tölvupóstum sem vörðuðu hagsmuni félagsins og ekki afhent öll þau rafrænu gögn sem auðveldað hefðu yfirstandandi samningaviðræður við sýslumanninn á Svalbarða um framlengingu á útgerð olíuleitarskipsins Polarsyssel úr sex í níu mánuði á ári. Að lokum hafi hann brotið ákvæði ráðningarsamnings um trúnaðarskyldu með því að greina frá stöðu félagsins í Kastljósviðtali en á þeim tíma vann hann af sér uppsagnarfrestSjá einnig: Kröfur ganga á víxl í kjölfar brottreksturs stofnanda Fáfnis OffshoreHvað varð um borðtölvuna?Steingrímur segist ekki kannast við það að hafa í leyfisleysi tekið tölvuna sem um er rætt. Gagnstefnendur Fáfnis leiddu tvö vitni fyrir dóm, en báðir aðilar störfuðu fyrir Steingrím þegar tekinn var í gegn kjallari á Bárugötu 4, húsnæði í eigu Fáfnis Holdings – félags Steingríms. Vitnin segja Steingrím hafa nálgast þá að fyrra bragði með borðtölvu af gerðinni Hewlett Packard og beðið þá að afrita gögnin af henni á yfir á lausan harðan disk. Í kjölfarið á hann að hafa sagt þeim að farga henni eða setja í geymslu. Tölvuna settu þeir í geymslu en afhentu hana forsvarsmönnum Fáfnis síðar meir þegar í ljós var komið að málið færi fyrir dóm.Polarsyssel er eina olíuleitarskip Fáfnis Offshore. Smíð þess kostaði um fimm milljarða króna.Mynd/FáfnirDularfulla pósthólfið og örlagaríkt KastljóssviðtalÍ febrúar 2016 fékk Steingrímur fundarboð frá fjármálastjóra Fáfnis Offshore um að vera viðstaddur þegar tölvupósthólfið hans var skoðað. Steingrímur mætti ekki og bar fyrir sig að fundarboðunin hefði verið misvísandi. Dagsetning og vikudagur hefðu ekki passað saman. Hann hafi verið boðaður á föstudegi en mætt samkvæmt mánaðardegi sem var fimmtudagur. Í kjölfarið tók Fáfnir Offshore yfir netfang Steingríms í samráði við tölvuþjónustufyrirtæki, eftir að rétthafabreyting var gerð. Lögmaður Steingríms segir þó að pósthólfið hafi verið skoðað áður en fundurinn var boðaður. Restin hafi verið leiksýning og ekki skipt máli. Þann 14. febrúar mætti lögmaður Steingríms á endurboðaðan fund forsvarsmanna Fáfnis þar sem hann afhenti flakkara með gögnum félagsins. Það er mat gagnstefnenda að innihald hans hafi verið lítið sem ekkert og það ekki skipt neinu máli. Steingrímur hélt áfram sem eini hluthafi Fáfnis Holding eftir uppsögnina og átti hann í gegnum það félag 21 prósent hlut í Fáfni Offshore. Hann segir Kastljósviðtalið ekki hafa ógnað hagsmunum Fáfnis Offshore og að hann hafi einungis stigið fram sem hluthafi en ekki framkvæmdastjóri til þess að greina frá stöðunni, sem þá hafði verið skrifað um í fjölmiðlum. Í viðtalinu sagði hann hættu á að félagið stefndi í þrot. Forsvarsmenn Fáfnis segja þessi orð hans þvert gegn hagsmunum félagsins og að þau hafi stofnað samningaviðræðum við norska ríkið um framlengingu á leigu Polarsyssel á Svalbarða í hættu. Hann segir mikla sorg ríkja í hjarta sínu yfir þessu máli. „Þetta hefur snert æru mína og haft áhrif – það vita allir sem mig þekkja.“ Að lokinni skýrslutöku yfirgaf hann salinn. Steingrímur er í dag eigandi BioKrafts ehf. sem selur raforku til Orku náttúrunnar, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur. Fyrirtækið gangsetti tvær vindmyllur í Þykkvabæ árið 2014 og hefur það hug á að reisa fleiri. Greint var frá því í haust skipulagsnefnd Rangárþings ytra hefði ekki gefið leyfi fyrir uppsetningu nýrra og stærri mylla. Fáfnir Offshore var stofnað af Steingrími árið 2012. Hugmyndin var að láta smíða og reka skip sem nýtast áttu við olíuleit- og vinnslu. Fyrirtækið á skipið Polarsyssel sem kostaði yfir fimm milljarða króna og var þegar það kom hingað til lands dýrasta skip Íslandssögunnar. Stefnan var jafnframt sett á að gera út olíuþjónustuskipið Fáfni Viking en eins og Fréttablaðið greindi frá í október var fjárfesting í því afskrifuð upp á rúman milljarð króna. Tengdar fréttir Félag Steingríms úrskurðað gjaldþrota Félagið Haldleysi, áður Fáfnir Holding, sem er einkahlutafélag í eigu Steingríms Erlingssonar, fyrrverandi forstjóra Fáfnis Offshore, var í síðasta mánuði tekið til gjaldþrotaskipta. 16. ágúst 2017 10:00 Telur Fáfni geta misst eina verkefni sitt eftir uppsögn Steingríms Bjarni Ármansson er ekki lengur stjórnarformaður Fáfnis en hann tók við starfinu síðasta sumar. 5. janúar 2016 08:00 Finnst furðulegt að hindra eigi stjórnarsetu hans í Fáfni Ketill Sigurjónsson, lögfræðingur og umsjónamaður Orkubloggsins, og Davíð Stefánsson, starfsmaður Íslandssjóða, dótturfélags Íslandsbanka, sækjast báðir eftir einu lausu sæti í stjórn Fáfnis Offshore á hluthafafundi í dag. 24. febrúar 2016 09:45 Kröfur ganga á víxl í kjölfar brottreksturs stofnanda Fáfnis Offshore Steingrímur Erlingsson, fyrrverandi forstjóri Fáfnis Offshore, hefur stefnt fyrirtækinu og krefst þess að fá greiddan sex mánaða uppsagnarfrest og orlof. 16. júní 2017 07:00 Vildu lækka hlutafé Fáfnis um 85% á hluthafafundi í desember Til stóð að lækka hlutafé í Fáfni Offshore um allt að 85 prósent á hluthafafundi sem halda átti 7. desember síðastliðinn. 29. febrúar 2016 07:00 Forstjóra Fáfnis sagt upp Steingrími Erlingssyni, forstjóra og stofnanda Fáfnis Offshore, var sagt upp störfum í vikunni. 18. desember 2015 07:00 Höfnuðu tilboði í hluti í Fáfni Heimildir fréttastofu herma að fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins hafi boðið í hlutina. 4. febrúar 2016 09:15 Afskrifuðu Fáfni Viking sem kostaði rúman milljarð króna Fáfnir Offshore hefur fært niður fjárfestingu í olíuþjónustuskipinu Fáfni Viking. 12. október 2017 06:00 Segir riftunina ekki hafa áhrif á starfsemi Fáfnis Norskt skipasmíðafyrirtæki hefur rift samningi sínum við íslenska fyrirtækið Polar Maritime sem er dótturfélag Fáfnis Offshore. Samningurinn var upphaflega gerður við Fáfni. Riftunin hefur ekki áhrif að sögn stjórnarformanns. 4. janúar 2017 06:45 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Aðalmeðferð í máli Steingríms Erlingssonar gegn Fáfni Offshore fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir helgi. Honum var vikið úr starfi undir lok árs 2015 sem framkvæmdastjóri félagsins, en það stofnaði hann árið 2012. Hann krefur fyrrverandi vinnuveitanda sinn um ógreidd laun og orlof. Fáfnir stefnir Steingrími með gagnkröfu fyrir trúnaðarbrot og að hafa tekið með sér lausa muni í eigu félagsins.Skoðanaágreiningur sem leiddi til uppsagnarFréttablaðið greindi frá því í júní á þessu ári að Steingrímur hefði stefnt Fáfni Offshore og krefðist þess að fá greiddan sex mánaða uppsagnarfrest og orlof en honum var sagt upp í desember árið 2015. Samningi hans var síðan rift í lok febrúar og hlaut hann því einungis launagreiðslur fyrir desember- og janúarmánuð. Ástæða uppsagnarinnar er sögð vera skoðanaágreiningur stjórnar félagsins og Steingríms sem hafði gengið á um nokkurt skeið. Gagnstefna forsvarsmanna Fáfnis Offshore byggir á því að Steingrímur hafi í kjölfar uppsagnar tekið með sér lausa muni sem skráðir voru í eigu félagsins. Um er að ræða Hewlett Packard borðtölvu, farsíma og sófa. Í öðru lagi er honum gert að hafa eytt tölvupóstum sem vörðuðu hagsmuni félagsins og ekki afhent öll þau rafrænu gögn sem auðveldað hefðu yfirstandandi samningaviðræður við sýslumanninn á Svalbarða um framlengingu á útgerð olíuleitarskipsins Polarsyssel úr sex í níu mánuði á ári. Að lokum hafi hann brotið ákvæði ráðningarsamnings um trúnaðarskyldu með því að greina frá stöðu félagsins í Kastljósviðtali en á þeim tíma vann hann af sér uppsagnarfrestSjá einnig: Kröfur ganga á víxl í kjölfar brottreksturs stofnanda Fáfnis OffshoreHvað varð um borðtölvuna?Steingrímur segist ekki kannast við það að hafa í leyfisleysi tekið tölvuna sem um er rætt. Gagnstefnendur Fáfnis leiddu tvö vitni fyrir dóm, en báðir aðilar störfuðu fyrir Steingrím þegar tekinn var í gegn kjallari á Bárugötu 4, húsnæði í eigu Fáfnis Holdings – félags Steingríms. Vitnin segja Steingrím hafa nálgast þá að fyrra bragði með borðtölvu af gerðinni Hewlett Packard og beðið þá að afrita gögnin af henni á yfir á lausan harðan disk. Í kjölfarið á hann að hafa sagt þeim að farga henni eða setja í geymslu. Tölvuna settu þeir í geymslu en afhentu hana forsvarsmönnum Fáfnis síðar meir þegar í ljós var komið að málið færi fyrir dóm.Polarsyssel er eina olíuleitarskip Fáfnis Offshore. Smíð þess kostaði um fimm milljarða króna.Mynd/FáfnirDularfulla pósthólfið og örlagaríkt KastljóssviðtalÍ febrúar 2016 fékk Steingrímur fundarboð frá fjármálastjóra Fáfnis Offshore um að vera viðstaddur þegar tölvupósthólfið hans var skoðað. Steingrímur mætti ekki og bar fyrir sig að fundarboðunin hefði verið misvísandi. Dagsetning og vikudagur hefðu ekki passað saman. Hann hafi verið boðaður á föstudegi en mætt samkvæmt mánaðardegi sem var fimmtudagur. Í kjölfarið tók Fáfnir Offshore yfir netfang Steingríms í samráði við tölvuþjónustufyrirtæki, eftir að rétthafabreyting var gerð. Lögmaður Steingríms segir þó að pósthólfið hafi verið skoðað áður en fundurinn var boðaður. Restin hafi verið leiksýning og ekki skipt máli. Þann 14. febrúar mætti lögmaður Steingríms á endurboðaðan fund forsvarsmanna Fáfnis þar sem hann afhenti flakkara með gögnum félagsins. Það er mat gagnstefnenda að innihald hans hafi verið lítið sem ekkert og það ekki skipt neinu máli. Steingrímur hélt áfram sem eini hluthafi Fáfnis Holding eftir uppsögnina og átti hann í gegnum það félag 21 prósent hlut í Fáfni Offshore. Hann segir Kastljósviðtalið ekki hafa ógnað hagsmunum Fáfnis Offshore og að hann hafi einungis stigið fram sem hluthafi en ekki framkvæmdastjóri til þess að greina frá stöðunni, sem þá hafði verið skrifað um í fjölmiðlum. Í viðtalinu sagði hann hættu á að félagið stefndi í þrot. Forsvarsmenn Fáfnis segja þessi orð hans þvert gegn hagsmunum félagsins og að þau hafi stofnað samningaviðræðum við norska ríkið um framlengingu á leigu Polarsyssel á Svalbarða í hættu. Hann segir mikla sorg ríkja í hjarta sínu yfir þessu máli. „Þetta hefur snert æru mína og haft áhrif – það vita allir sem mig þekkja.“ Að lokinni skýrslutöku yfirgaf hann salinn. Steingrímur er í dag eigandi BioKrafts ehf. sem selur raforku til Orku náttúrunnar, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur. Fyrirtækið gangsetti tvær vindmyllur í Þykkvabæ árið 2014 og hefur það hug á að reisa fleiri. Greint var frá því í haust skipulagsnefnd Rangárþings ytra hefði ekki gefið leyfi fyrir uppsetningu nýrra og stærri mylla. Fáfnir Offshore var stofnað af Steingrími árið 2012. Hugmyndin var að láta smíða og reka skip sem nýtast áttu við olíuleit- og vinnslu. Fyrirtækið á skipið Polarsyssel sem kostaði yfir fimm milljarða króna og var þegar það kom hingað til lands dýrasta skip Íslandssögunnar. Stefnan var jafnframt sett á að gera út olíuþjónustuskipið Fáfni Viking en eins og Fréttablaðið greindi frá í október var fjárfesting í því afskrifuð upp á rúman milljarð króna.
Tengdar fréttir Félag Steingríms úrskurðað gjaldþrota Félagið Haldleysi, áður Fáfnir Holding, sem er einkahlutafélag í eigu Steingríms Erlingssonar, fyrrverandi forstjóra Fáfnis Offshore, var í síðasta mánuði tekið til gjaldþrotaskipta. 16. ágúst 2017 10:00 Telur Fáfni geta misst eina verkefni sitt eftir uppsögn Steingríms Bjarni Ármansson er ekki lengur stjórnarformaður Fáfnis en hann tók við starfinu síðasta sumar. 5. janúar 2016 08:00 Finnst furðulegt að hindra eigi stjórnarsetu hans í Fáfni Ketill Sigurjónsson, lögfræðingur og umsjónamaður Orkubloggsins, og Davíð Stefánsson, starfsmaður Íslandssjóða, dótturfélags Íslandsbanka, sækjast báðir eftir einu lausu sæti í stjórn Fáfnis Offshore á hluthafafundi í dag. 24. febrúar 2016 09:45 Kröfur ganga á víxl í kjölfar brottreksturs stofnanda Fáfnis Offshore Steingrímur Erlingsson, fyrrverandi forstjóri Fáfnis Offshore, hefur stefnt fyrirtækinu og krefst þess að fá greiddan sex mánaða uppsagnarfrest og orlof. 16. júní 2017 07:00 Vildu lækka hlutafé Fáfnis um 85% á hluthafafundi í desember Til stóð að lækka hlutafé í Fáfni Offshore um allt að 85 prósent á hluthafafundi sem halda átti 7. desember síðastliðinn. 29. febrúar 2016 07:00 Forstjóra Fáfnis sagt upp Steingrími Erlingssyni, forstjóra og stofnanda Fáfnis Offshore, var sagt upp störfum í vikunni. 18. desember 2015 07:00 Höfnuðu tilboði í hluti í Fáfni Heimildir fréttastofu herma að fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins hafi boðið í hlutina. 4. febrúar 2016 09:15 Afskrifuðu Fáfni Viking sem kostaði rúman milljarð króna Fáfnir Offshore hefur fært niður fjárfestingu í olíuþjónustuskipinu Fáfni Viking. 12. október 2017 06:00 Segir riftunina ekki hafa áhrif á starfsemi Fáfnis Norskt skipasmíðafyrirtæki hefur rift samningi sínum við íslenska fyrirtækið Polar Maritime sem er dótturfélag Fáfnis Offshore. Samningurinn var upphaflega gerður við Fáfni. Riftunin hefur ekki áhrif að sögn stjórnarformanns. 4. janúar 2017 06:45 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Félag Steingríms úrskurðað gjaldþrota Félagið Haldleysi, áður Fáfnir Holding, sem er einkahlutafélag í eigu Steingríms Erlingssonar, fyrrverandi forstjóra Fáfnis Offshore, var í síðasta mánuði tekið til gjaldþrotaskipta. 16. ágúst 2017 10:00
Telur Fáfni geta misst eina verkefni sitt eftir uppsögn Steingríms Bjarni Ármansson er ekki lengur stjórnarformaður Fáfnis en hann tók við starfinu síðasta sumar. 5. janúar 2016 08:00
Finnst furðulegt að hindra eigi stjórnarsetu hans í Fáfni Ketill Sigurjónsson, lögfræðingur og umsjónamaður Orkubloggsins, og Davíð Stefánsson, starfsmaður Íslandssjóða, dótturfélags Íslandsbanka, sækjast báðir eftir einu lausu sæti í stjórn Fáfnis Offshore á hluthafafundi í dag. 24. febrúar 2016 09:45
Kröfur ganga á víxl í kjölfar brottreksturs stofnanda Fáfnis Offshore Steingrímur Erlingsson, fyrrverandi forstjóri Fáfnis Offshore, hefur stefnt fyrirtækinu og krefst þess að fá greiddan sex mánaða uppsagnarfrest og orlof. 16. júní 2017 07:00
Vildu lækka hlutafé Fáfnis um 85% á hluthafafundi í desember Til stóð að lækka hlutafé í Fáfni Offshore um allt að 85 prósent á hluthafafundi sem halda átti 7. desember síðastliðinn. 29. febrúar 2016 07:00
Forstjóra Fáfnis sagt upp Steingrími Erlingssyni, forstjóra og stofnanda Fáfnis Offshore, var sagt upp störfum í vikunni. 18. desember 2015 07:00
Höfnuðu tilboði í hluti í Fáfni Heimildir fréttastofu herma að fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins hafi boðið í hlutina. 4. febrúar 2016 09:15
Afskrifuðu Fáfni Viking sem kostaði rúman milljarð króna Fáfnir Offshore hefur fært niður fjárfestingu í olíuþjónustuskipinu Fáfni Viking. 12. október 2017 06:00
Segir riftunina ekki hafa áhrif á starfsemi Fáfnis Norskt skipasmíðafyrirtæki hefur rift samningi sínum við íslenska fyrirtækið Polar Maritime sem er dótturfélag Fáfnis Offshore. Samningurinn var upphaflega gerður við Fáfni. Riftunin hefur ekki áhrif að sögn stjórnarformanns. 4. janúar 2017 06:45