Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Skera þarf nýframkvæmdir í vegagerð niður um sjö milljarða króna á næsta ári, miðað við samgönguáætlun, til að mæta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Undir hnífnum lenda framkvæmdir í öllum landshlutum. Fjallað verður um þetta í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Þar kynnum við okkur líka launahækkun Agnesar M. Sigurðardóttur biskups en kjararáð hefur ákveðið að hækka laun hennar um 386 þúsund krónur og er hækkunin afturvirk frá síðustu áramótum.

Loks hlýðum við á ljúfa tóna Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem kom við á Hrafnistu í árlegum jólarúnti sínum um höfuðborgarsvæðið. Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö í opinni dagskrá klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×