Ramaphosa nýr leiðtogi ANC Atli Ísleifsson skrifar 18. desember 2017 17:06 Cyril Ramaphosa, varaforseti Suður-Afríku. Vísir/AFP Cyril Ramaphosa, varaforseti Suður-Afríku, hafði betur gegn Nkosazana Dlamini-Zuma í baráttunni um hver verði næsti leiðtogi stjórnarflokksins ANC. Líklegt þykir að Ramaphosa verði næsti forseti Suður-Afríku og taki við embættinu af Jacob Zuma að loknum kosningum 2019. Flokksþing ANC stendur nú yfir og var greint frá niðurstöðu leiðtogakjörsins nú síðdegis. Dlamini-Zuma er fyrrverandi utanríkisráðherra Suður-Afríku og framkvæmdastjóri Afríkusambandsins, auk þess að vera fyrrverandi eiginkona Zuma forseta. Zuma hafði lýst yfir stuðningi við fyrrverandi eiginkonu sína. Zuma mun árið 2019 hafa setið tvö kjörtímabil og getur samkvæmt stjórnarskrá ekki sóst eftir endurkjöri. Stuðningsmenn Ramaphosa höfðu lýst yfir áhyggjum af því að stuðningsmenn Dlamini-Zuma myndu stunda atkvæðakaup á flokksþinginu til að tryggja henni sigurinn. ANC hefur verið allsráðandi í suðurafrískum stjórnmálum um árabil. Hinn 65 ára Ramaphosa er einn auðugasti kaupsýslumaður Suður-Afríku, en hann var virkur í baráttunni gegn aðskilnaðarstefnu suðurafrískra stjórnvalda á sínum tíma. Hann hefur áður verið leiðtogi verkalýðshreyfingar í landinu og á tímabili var litið á hann sem mögulegan arftaka Nelson Mandela í embætti forseta. Hann beið þó lægri hlut fyrir samflokksmanni sínum, Thabo Mbeki, og yfirgaf þá pólitíkina og hellti sér þá út í fjárfestingar. Hann auðgaðist mikið og sneri svo aftur í stjórnmálin árið 2012. Tveimur árum síðar var hann gerður að varaforseta landsins. Suður-Afríka Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Fleiri fréttir Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Sjá meira
Cyril Ramaphosa, varaforseti Suður-Afríku, hafði betur gegn Nkosazana Dlamini-Zuma í baráttunni um hver verði næsti leiðtogi stjórnarflokksins ANC. Líklegt þykir að Ramaphosa verði næsti forseti Suður-Afríku og taki við embættinu af Jacob Zuma að loknum kosningum 2019. Flokksþing ANC stendur nú yfir og var greint frá niðurstöðu leiðtogakjörsins nú síðdegis. Dlamini-Zuma er fyrrverandi utanríkisráðherra Suður-Afríku og framkvæmdastjóri Afríkusambandsins, auk þess að vera fyrrverandi eiginkona Zuma forseta. Zuma hafði lýst yfir stuðningi við fyrrverandi eiginkonu sína. Zuma mun árið 2019 hafa setið tvö kjörtímabil og getur samkvæmt stjórnarskrá ekki sóst eftir endurkjöri. Stuðningsmenn Ramaphosa höfðu lýst yfir áhyggjum af því að stuðningsmenn Dlamini-Zuma myndu stunda atkvæðakaup á flokksþinginu til að tryggja henni sigurinn. ANC hefur verið allsráðandi í suðurafrískum stjórnmálum um árabil. Hinn 65 ára Ramaphosa er einn auðugasti kaupsýslumaður Suður-Afríku, en hann var virkur í baráttunni gegn aðskilnaðarstefnu suðurafrískra stjórnvalda á sínum tíma. Hann hefur áður verið leiðtogi verkalýðshreyfingar í landinu og á tímabili var litið á hann sem mögulegan arftaka Nelson Mandela í embætti forseta. Hann beið þó lægri hlut fyrir samflokksmanni sínum, Thabo Mbeki, og yfirgaf þá pólitíkina og hellti sér þá út í fjárfestingar. Hann auðgaðist mikið og sneri svo aftur í stjórnmálin árið 2012. Tveimur árum síðar var hann gerður að varaforseta landsins.
Suður-Afríka Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Fleiri fréttir Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Sjá meira