Sjá einnig: Fleiri íbúum gert að yfirgefa heimili sín
Tugir þúsunda manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Santa Barbara vegna eldsins. Verslunum, skólum og opinberum byggingum hefur verið lokað og eru hlutar borgarinnar mannlausar. Átta þúsund slökkviliðsmenn hafa barist við eldinn, einn hefur nú þegar látist í baráttu við eldana og hafa margir þeirra slasast.
„Við erum staðráðin í að slökkva þennan eld. Fyrr í vikunni kallaði ég eldinn skepnu en þetta er í raun skrímsli. Við skiljum það öll og við munum drepa skrímslið. Ég efast það ekki með liðið mitt, mennina og konurnar á vettvangi,“ sagði Martin Johnson slökkviliðsstjóri í Santa Barbara á blaðamannafundi í dag.
Eigna- og umhverfistjón vegna Tómasar er gríðarlegt og hefur hann kostað að minnsta kosti tvö mannslíf. Alls hafa 43 látist í skógareldum í Kaliforníu það sem af er ári. Kjöraðstæður hafa verið fyrir skógarelda í Kaliforníu. Þurrt hefur verið í veðri og vindasamt. Við þessar aðstæður getur eldurinn breitt hratt úr sér og Tómas er engin undantekning.
„Við urðum vör við breytingar á hegðun eldsins. Við höfðum vitneskju um breytingar á vindi. Eldurinn brenndi um það bil 5,5 kílómetra breytt svæði á hæð einni og eldurinn seildist niður eftir brekkunni 700 til 1500 metra. Um það bil 1600 hektarar brunnu við útjaðar Santa Barbara,“ sagði Mark Brown yfirmaður skóga- og brunavarnarstofnunar Kaliforníu á fundinum.