Minningarathöfn var haldin í minningu Klevis Sula, tvítugs manns frá Albaníu, sem lést áttunda desember síðastliðinn. Lést hann af sárum sínum eftir að hafa verið stunginn með hnífi á Austurvelli aðfaranótt sunnudagsins þriðja desember. Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið manninum að bana.
Klevis var fæddur þann 31. mars árið 1997 og var því aðeins tvítugur að aldri þegar hann lést. Vinur Klevis var einnig stunginn í sömu árás en hann hefur jafnað sig að mestu. Fólk kom saman við Reykjavíkurtjörn í dag og kveikti á kertum í minningu Klevis og sýndi fjölskyldu hans samúðarvott.
Innlent