Svefnvana og gefa falleinkunn í krísustjórnun Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. desember 2017 19:00 Örtröð myndaðist við söluskrifstofu Icelandair á flugvellinum í Keflavík í dag en verkfall flugvirkja félagsins skall á klukkan sex í morgun. Fundur deiluaðila hófst klukkan fimm í dag en samningur var ekki í sjónmáli þegar síðasta fundi var slitið í nótt. Fundur Flugvirkjafélags Íslands og Icelandair fyrir hönd Samtaka atvinnulífsins hófst í húsi ríkissáttasemjara klukkan fimm í dag. Að sögn deiluaðila verður reynt til þrautar að ná samningum í kvöld. Verkfallið hófst klukkan sex í morgun eftir að síðustu viðræður sigldu í strand í nótt. Tuttugu og fjórum flugferðum í dag og á morgun hefur verið aflýst og öðrum hefur verið seinkað. Einhverjum flugum hefur þó verið bætt við í kvöld og eru farþegar beðnir um að fylgjast með flugáætlun. Eftir síðasta fund var ennþá langt á milli deiluaðila en hvorki er sátt um lengd samningsins né hækkanir. Samtök atvinnulífsins hafa boðið samning sem felur í sér hækkanir yfir lengra tímabil en flugvirkjar geta samþykkt. Sigurður Ingi Jóhansson, samgönguráðherra, segir að á þessari stundu sé ekki til skoðunar að setja lög á verkfallið og treystir því að deiluaðilar komist að samkomulagi.Farþegar þurftu að bíða tímunum saman í röð og kvörtuðu undan lélegu upplýsingaflæði.Þjóðverji sem býr í Bandaríkjunum og var á leið heim yfir hátíðirnar frétti af verkfallinu þegar hann lenti í Keflavík í morgun. Síðar var fluginu aflýst og hafði hann beðið í röð við söluskrifstofu Icelandair í fimm tíma þegar við náðum af honum tali. „Icelandair virðist standa á sama eða skorta tilskilda hæfni. Þar sem ég kem frá hefðu æðstu stjórnendur komið, beðist afsökunar og skýrt út hvað væri að gerast. Hér er ekkir. Þetta er vanhæfni í krísstjórnun. Því miður," sagði Klaus Flock á flugvellinum í dag.Hvenær heyrðir þú um verkfallið? „Um tíuleytið held ég. Þegar flugi okkar var aflýst og einhver sagði: „Meðan ég man, það er verkfall."," segja Karen og Matthew Whittaker. „Sjáið röðina. Hvað eru margir að störfum þarna? Þrír?" spurði Karen. „Það er eins og enginn sé að sjá um málin. Þetta fólk gerir sitt besta en við þyrftum nokkra fleiri sölufulltrúa. Fólk er svefnvana hér," saði Klaus. Kvörtunum hefur rignt yfir Icelandair á samfélagsmiðlum en einungis fimm þjónustufulltrúar voru á skrifstofu félagsins í Keflavík í dag þegar fréttastofu bar að garði. Verkfallið getur haft áhrif á allt að tíu þúsund flugfarþega á dag en þeir sem eiga bókun með aflýstu flugi eiga rétt á endurgreiðslu eða breytingu á flugleið. Ef meira en þriggja tíma töf er á flugi eiga farþegar rétt á máltíðum og eftir atvikum hótelgistingu. Verkfall flugvirkja Icelandair Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Sjá meira
Örtröð myndaðist við söluskrifstofu Icelandair á flugvellinum í Keflavík í dag en verkfall flugvirkja félagsins skall á klukkan sex í morgun. Fundur deiluaðila hófst klukkan fimm í dag en samningur var ekki í sjónmáli þegar síðasta fundi var slitið í nótt. Fundur Flugvirkjafélags Íslands og Icelandair fyrir hönd Samtaka atvinnulífsins hófst í húsi ríkissáttasemjara klukkan fimm í dag. Að sögn deiluaðila verður reynt til þrautar að ná samningum í kvöld. Verkfallið hófst klukkan sex í morgun eftir að síðustu viðræður sigldu í strand í nótt. Tuttugu og fjórum flugferðum í dag og á morgun hefur verið aflýst og öðrum hefur verið seinkað. Einhverjum flugum hefur þó verið bætt við í kvöld og eru farþegar beðnir um að fylgjast með flugáætlun. Eftir síðasta fund var ennþá langt á milli deiluaðila en hvorki er sátt um lengd samningsins né hækkanir. Samtök atvinnulífsins hafa boðið samning sem felur í sér hækkanir yfir lengra tímabil en flugvirkjar geta samþykkt. Sigurður Ingi Jóhansson, samgönguráðherra, segir að á þessari stundu sé ekki til skoðunar að setja lög á verkfallið og treystir því að deiluaðilar komist að samkomulagi.Farþegar þurftu að bíða tímunum saman í röð og kvörtuðu undan lélegu upplýsingaflæði.Þjóðverji sem býr í Bandaríkjunum og var á leið heim yfir hátíðirnar frétti af verkfallinu þegar hann lenti í Keflavík í morgun. Síðar var fluginu aflýst og hafði hann beðið í röð við söluskrifstofu Icelandair í fimm tíma þegar við náðum af honum tali. „Icelandair virðist standa á sama eða skorta tilskilda hæfni. Þar sem ég kem frá hefðu æðstu stjórnendur komið, beðist afsökunar og skýrt út hvað væri að gerast. Hér er ekkir. Þetta er vanhæfni í krísstjórnun. Því miður," sagði Klaus Flock á flugvellinum í dag.Hvenær heyrðir þú um verkfallið? „Um tíuleytið held ég. Þegar flugi okkar var aflýst og einhver sagði: „Meðan ég man, það er verkfall."," segja Karen og Matthew Whittaker. „Sjáið röðina. Hvað eru margir að störfum þarna? Þrír?" spurði Karen. „Það er eins og enginn sé að sjá um málin. Þetta fólk gerir sitt besta en við þyrftum nokkra fleiri sölufulltrúa. Fólk er svefnvana hér," saði Klaus. Kvörtunum hefur rignt yfir Icelandair á samfélagsmiðlum en einungis fimm þjónustufulltrúar voru á skrifstofu félagsins í Keflavík í dag þegar fréttastofu bar að garði. Verkfallið getur haft áhrif á allt að tíu þúsund flugfarþega á dag en þeir sem eiga bókun með aflýstu flugi eiga rétt á endurgreiðslu eða breytingu á flugleið. Ef meira en þriggja tíma töf er á flugi eiga farþegar rétt á máltíðum og eftir atvikum hótelgistingu.
Verkfall flugvirkja Icelandair Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Sjá meira