Svefnvana og gefa falleinkunn í krísustjórnun Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. desember 2017 19:00 Örtröð myndaðist við söluskrifstofu Icelandair á flugvellinum í Keflavík í dag en verkfall flugvirkja félagsins skall á klukkan sex í morgun. Fundur deiluaðila hófst klukkan fimm í dag en samningur var ekki í sjónmáli þegar síðasta fundi var slitið í nótt. Fundur Flugvirkjafélags Íslands og Icelandair fyrir hönd Samtaka atvinnulífsins hófst í húsi ríkissáttasemjara klukkan fimm í dag. Að sögn deiluaðila verður reynt til þrautar að ná samningum í kvöld. Verkfallið hófst klukkan sex í morgun eftir að síðustu viðræður sigldu í strand í nótt. Tuttugu og fjórum flugferðum í dag og á morgun hefur verið aflýst og öðrum hefur verið seinkað. Einhverjum flugum hefur þó verið bætt við í kvöld og eru farþegar beðnir um að fylgjast með flugáætlun. Eftir síðasta fund var ennþá langt á milli deiluaðila en hvorki er sátt um lengd samningsins né hækkanir. Samtök atvinnulífsins hafa boðið samning sem felur í sér hækkanir yfir lengra tímabil en flugvirkjar geta samþykkt. Sigurður Ingi Jóhansson, samgönguráðherra, segir að á þessari stundu sé ekki til skoðunar að setja lög á verkfallið og treystir því að deiluaðilar komist að samkomulagi.Farþegar þurftu að bíða tímunum saman í röð og kvörtuðu undan lélegu upplýsingaflæði.Þjóðverji sem býr í Bandaríkjunum og var á leið heim yfir hátíðirnar frétti af verkfallinu þegar hann lenti í Keflavík í morgun. Síðar var fluginu aflýst og hafði hann beðið í röð við söluskrifstofu Icelandair í fimm tíma þegar við náðum af honum tali. „Icelandair virðist standa á sama eða skorta tilskilda hæfni. Þar sem ég kem frá hefðu æðstu stjórnendur komið, beðist afsökunar og skýrt út hvað væri að gerast. Hér er ekkir. Þetta er vanhæfni í krísstjórnun. Því miður," sagði Klaus Flock á flugvellinum í dag.Hvenær heyrðir þú um verkfallið? „Um tíuleytið held ég. Þegar flugi okkar var aflýst og einhver sagði: „Meðan ég man, það er verkfall."," segja Karen og Matthew Whittaker. „Sjáið röðina. Hvað eru margir að störfum þarna? Þrír?" spurði Karen. „Það er eins og enginn sé að sjá um málin. Þetta fólk gerir sitt besta en við þyrftum nokkra fleiri sölufulltrúa. Fólk er svefnvana hér," saði Klaus. Kvörtunum hefur rignt yfir Icelandair á samfélagsmiðlum en einungis fimm þjónustufulltrúar voru á skrifstofu félagsins í Keflavík í dag þegar fréttastofu bar að garði. Verkfallið getur haft áhrif á allt að tíu þúsund flugfarþega á dag en þeir sem eiga bókun með aflýstu flugi eiga rétt á endurgreiðslu eða breytingu á flugleið. Ef meira en þriggja tíma töf er á flugi eiga farþegar rétt á máltíðum og eftir atvikum hótelgistingu. Verkfall flugvirkja Icelandair Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent Fleiri fréttir „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Pallborðið: Er harka að færast í leikinn? Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Sjá meira
Örtröð myndaðist við söluskrifstofu Icelandair á flugvellinum í Keflavík í dag en verkfall flugvirkja félagsins skall á klukkan sex í morgun. Fundur deiluaðila hófst klukkan fimm í dag en samningur var ekki í sjónmáli þegar síðasta fundi var slitið í nótt. Fundur Flugvirkjafélags Íslands og Icelandair fyrir hönd Samtaka atvinnulífsins hófst í húsi ríkissáttasemjara klukkan fimm í dag. Að sögn deiluaðila verður reynt til þrautar að ná samningum í kvöld. Verkfallið hófst klukkan sex í morgun eftir að síðustu viðræður sigldu í strand í nótt. Tuttugu og fjórum flugferðum í dag og á morgun hefur verið aflýst og öðrum hefur verið seinkað. Einhverjum flugum hefur þó verið bætt við í kvöld og eru farþegar beðnir um að fylgjast með flugáætlun. Eftir síðasta fund var ennþá langt á milli deiluaðila en hvorki er sátt um lengd samningsins né hækkanir. Samtök atvinnulífsins hafa boðið samning sem felur í sér hækkanir yfir lengra tímabil en flugvirkjar geta samþykkt. Sigurður Ingi Jóhansson, samgönguráðherra, segir að á þessari stundu sé ekki til skoðunar að setja lög á verkfallið og treystir því að deiluaðilar komist að samkomulagi.Farþegar þurftu að bíða tímunum saman í röð og kvörtuðu undan lélegu upplýsingaflæði.Þjóðverji sem býr í Bandaríkjunum og var á leið heim yfir hátíðirnar frétti af verkfallinu þegar hann lenti í Keflavík í morgun. Síðar var fluginu aflýst og hafði hann beðið í röð við söluskrifstofu Icelandair í fimm tíma þegar við náðum af honum tali. „Icelandair virðist standa á sama eða skorta tilskilda hæfni. Þar sem ég kem frá hefðu æðstu stjórnendur komið, beðist afsökunar og skýrt út hvað væri að gerast. Hér er ekkir. Þetta er vanhæfni í krísstjórnun. Því miður," sagði Klaus Flock á flugvellinum í dag.Hvenær heyrðir þú um verkfallið? „Um tíuleytið held ég. Þegar flugi okkar var aflýst og einhver sagði: „Meðan ég man, það er verkfall."," segja Karen og Matthew Whittaker. „Sjáið röðina. Hvað eru margir að störfum þarna? Þrír?" spurði Karen. „Það er eins og enginn sé að sjá um málin. Þetta fólk gerir sitt besta en við þyrftum nokkra fleiri sölufulltrúa. Fólk er svefnvana hér," saði Klaus. Kvörtunum hefur rignt yfir Icelandair á samfélagsmiðlum en einungis fimm þjónustufulltrúar voru á skrifstofu félagsins í Keflavík í dag þegar fréttastofu bar að garði. Verkfallið getur haft áhrif á allt að tíu þúsund flugfarþega á dag en þeir sem eiga bókun með aflýstu flugi eiga rétt á endurgreiðslu eða breytingu á flugleið. Ef meira en þriggja tíma töf er á flugi eiga farþegar rétt á máltíðum og eftir atvikum hótelgistingu.
Verkfall flugvirkja Icelandair Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent Fleiri fréttir „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Pallborðið: Er harka að færast í leikinn? Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Sjá meira