Vatni og samlokum dreift til langþreyttra farþega Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. desember 2017 16:29 Frá örtröðinni á Keflavíkurflugvelli í dag. Vatni og samlokum hefur verið dreift til farþega auk þess sem bráðaliðar standa vaktina ef eitthvað skyldi koma upp á. Vísir/Eyþór Mikill mannfjöldi bíður nú eftir afgreiðslu við söluskrifstofu Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Samkvæmt upplýsingum frá ljósmyndara Vísis á svæðinu hafa einhverjir beðið í röðum á flugvellinum frá því klukkan 7:30 í morgun og sjá ekki enn fyrir endann á þessu. Upplýsingafulltrúi Isavia segir starfsmenn fyrirtækisins keppast við að gera bið farþeganna bærilegri. Mikil örtröð hefur myndast á Keflavíkurflugvelli þar sem nokkur hundruð manns bíða eftir afgreiðslu við söluskrifstofu Icelandair. Tuttugu flugferðum félagsins hefur verið aflýst í dag og öðrum seinkað vegna verkfalls flugvirkja sem hófst klukkan 6 í morgun. Ljósmyndari fréttastofu, sem verið hefur á Keflavíkurflugvelli frá því klukkan 15 í dag, segir þungt loft vera á flugvellinum og farþegar séu margir orðnir „kófsveittir“ eftir langa bið. Þá ræddi hann við konu sem kom með flugi frá Bandaríkjunum í morgun. Hún hafði verið í röðum á flugvellinum síðan klukkan 7:30 og sá ekki enn fyrir endann á biðinni. Þá vissu konan og samferðamenn hennar ekki af verkfalli flugvirkja fyrr en flugvélin var lent í Keflavík.Bráðaliðar til staðar ef þess þarf Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir í samtali við Vísi að starfsfólk fyrirtækisins vinni nú hörðum höndum að því að gera biðina bærilegri fyrir farþegana. „Þetta er mjög löng röð,“ segir Guðjón en eins og fram hefur komið bíður fólkið eftir afgreiðslu hjá söluskrifstofu Icelandair. „Þar er fólk að fá gistingu og svo er verið að finna leið fyrir það til að komast til síns heima.“Biðin eftir afgreiðslu hefur verið löng.VísirÞá segir Guðjón að mannskapur á vegum fyrirtækisins hafi verið kallaður út aukalega vegna ástandsins á vellinum. Vatni og samlokum hefur verið dreift til farþega í röðinni og þá eru bráðaliðar einnig á svæðinu ef eitthvað skyldi koma upp á. Guðjón hafði ekki upplýsingar um hvenær áætlað væri að leyst yrði úr málinu. Ekki náðist í Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúa Icelandair, við vinnslu þessarar fréttar.Boðað til fundar klukkan 17 Alls hefur um tuttugu flugferðum til og frá Íslandi verið aflýst vegna verkfalls flugvirkja Icelandair auk þess sem að seinkun varð á öllum flugferðum félagsins frá Íslandi í morgun. Maraþonfundi samninganefndanna var slitið klukkan 2:30 í nótt án árangurs. Á þeim fundi lagði samninganefnd Samtaka atvinnulífsins fram tilboð sem flugvirkjar svöruðu. Því var svo hafnað af SA. Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu Flugvirkjafélag Íslands, Icelandair og Samtaka atvinnulífsins nú síðdegis. Fundurinn hefst klukkan 17 í húsnæði Ríkissáttasemjara. Fréttir af flugi Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Verkfallið hefur áhrif á þessar flugferðir Icelandair Verkfall flugvirkja Icelandair hófst klukkan sex í morgun og búist er við röskunum á flugáætlun Icelandair vegna þess. 17. desember 2017 07:38 Símkerfi Icelandair lá niðri vegna álags Fjölmargir óánægðir farþegar hafa einnig látið í sér heyra í gegnum samfélagsmiðla félagsins en flugferðum hefur verið aflýst vegna verkfalls flugvirkja. 17. desember 2017 13:50 Verkfall flugvirkja Icelandair hafið Verkfall flugvirkja hjá Icelandair hófst klukkan sex í morgun. Fundi samninganefnda flugvirkja og Samtaka atvinnulífsins lauk í nótt án árangurs. 17. desember 2017 07:11 Boðað til fundar í kjaradeilu flugvirkja og Icelandair Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu Flugvirkjafélag Íslands, Icelandair og Samtaka atvinnulífsins nú síðdegis. Fundurinn hefst klukkan fimm í húsnæði Ríkissáttasemjara. 17. desember 2017 15:04 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Mikill mannfjöldi bíður nú eftir afgreiðslu við söluskrifstofu Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Samkvæmt upplýsingum frá ljósmyndara Vísis á svæðinu hafa einhverjir beðið í röðum á flugvellinum frá því klukkan 7:30 í morgun og sjá ekki enn fyrir endann á þessu. Upplýsingafulltrúi Isavia segir starfsmenn fyrirtækisins keppast við að gera bið farþeganna bærilegri. Mikil örtröð hefur myndast á Keflavíkurflugvelli þar sem nokkur hundruð manns bíða eftir afgreiðslu við söluskrifstofu Icelandair. Tuttugu flugferðum félagsins hefur verið aflýst í dag og öðrum seinkað vegna verkfalls flugvirkja sem hófst klukkan 6 í morgun. Ljósmyndari fréttastofu, sem verið hefur á Keflavíkurflugvelli frá því klukkan 15 í dag, segir þungt loft vera á flugvellinum og farþegar séu margir orðnir „kófsveittir“ eftir langa bið. Þá ræddi hann við konu sem kom með flugi frá Bandaríkjunum í morgun. Hún hafði verið í röðum á flugvellinum síðan klukkan 7:30 og sá ekki enn fyrir endann á biðinni. Þá vissu konan og samferðamenn hennar ekki af verkfalli flugvirkja fyrr en flugvélin var lent í Keflavík.Bráðaliðar til staðar ef þess þarf Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir í samtali við Vísi að starfsfólk fyrirtækisins vinni nú hörðum höndum að því að gera biðina bærilegri fyrir farþegana. „Þetta er mjög löng röð,“ segir Guðjón en eins og fram hefur komið bíður fólkið eftir afgreiðslu hjá söluskrifstofu Icelandair. „Þar er fólk að fá gistingu og svo er verið að finna leið fyrir það til að komast til síns heima.“Biðin eftir afgreiðslu hefur verið löng.VísirÞá segir Guðjón að mannskapur á vegum fyrirtækisins hafi verið kallaður út aukalega vegna ástandsins á vellinum. Vatni og samlokum hefur verið dreift til farþega í röðinni og þá eru bráðaliðar einnig á svæðinu ef eitthvað skyldi koma upp á. Guðjón hafði ekki upplýsingar um hvenær áætlað væri að leyst yrði úr málinu. Ekki náðist í Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúa Icelandair, við vinnslu þessarar fréttar.Boðað til fundar klukkan 17 Alls hefur um tuttugu flugferðum til og frá Íslandi verið aflýst vegna verkfalls flugvirkja Icelandair auk þess sem að seinkun varð á öllum flugferðum félagsins frá Íslandi í morgun. Maraþonfundi samninganefndanna var slitið klukkan 2:30 í nótt án árangurs. Á þeim fundi lagði samninganefnd Samtaka atvinnulífsins fram tilboð sem flugvirkjar svöruðu. Því var svo hafnað af SA. Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu Flugvirkjafélag Íslands, Icelandair og Samtaka atvinnulífsins nú síðdegis. Fundurinn hefst klukkan 17 í húsnæði Ríkissáttasemjara.
Fréttir af flugi Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Tengdar fréttir Verkfallið hefur áhrif á þessar flugferðir Icelandair Verkfall flugvirkja Icelandair hófst klukkan sex í morgun og búist er við röskunum á flugáætlun Icelandair vegna þess. 17. desember 2017 07:38 Símkerfi Icelandair lá niðri vegna álags Fjölmargir óánægðir farþegar hafa einnig látið í sér heyra í gegnum samfélagsmiðla félagsins en flugferðum hefur verið aflýst vegna verkfalls flugvirkja. 17. desember 2017 13:50 Verkfall flugvirkja Icelandair hafið Verkfall flugvirkja hjá Icelandair hófst klukkan sex í morgun. Fundi samninganefnda flugvirkja og Samtaka atvinnulífsins lauk í nótt án árangurs. 17. desember 2017 07:11 Boðað til fundar í kjaradeilu flugvirkja og Icelandair Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu Flugvirkjafélag Íslands, Icelandair og Samtaka atvinnulífsins nú síðdegis. Fundurinn hefst klukkan fimm í húsnæði Ríkissáttasemjara. 17. desember 2017 15:04 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Verkfallið hefur áhrif á þessar flugferðir Icelandair Verkfall flugvirkja Icelandair hófst klukkan sex í morgun og búist er við röskunum á flugáætlun Icelandair vegna þess. 17. desember 2017 07:38
Símkerfi Icelandair lá niðri vegna álags Fjölmargir óánægðir farþegar hafa einnig látið í sér heyra í gegnum samfélagsmiðla félagsins en flugferðum hefur verið aflýst vegna verkfalls flugvirkja. 17. desember 2017 13:50
Verkfall flugvirkja Icelandair hafið Verkfall flugvirkja hjá Icelandair hófst klukkan sex í morgun. Fundi samninganefnda flugvirkja og Samtaka atvinnulífsins lauk í nótt án árangurs. 17. desember 2017 07:11
Boðað til fundar í kjaradeilu flugvirkja og Icelandair Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu Flugvirkjafélag Íslands, Icelandair og Samtaka atvinnulífsins nú síðdegis. Fundurinn hefst klukkan fimm í húsnæði Ríkissáttasemjara. 17. desember 2017 15:04