Fótbolti

Alfreð skoraði þrennu í ótrúlegri endurkomu Augsburg

Dagur Lárusson skrifar
Alfreð fagnar í dag.
Alfreð fagnar í dag. vísir/getty
Alfreð Finnbogason og félagar í Augsburg mættu Freiburg í þýska boltanum í dag en leikurinn hófst klukkan 14:30

Fyrir leikinn var Augsburg í 9.sæti deildarinnar með 23 stig.

Alfreð og Augsburg byrjuðu leikinn virkilega vel og skoraði Alfreð strax á 2.mínútu leiksins.

Eftir það sótti Freiburg mikið og jafnaði Christian Guenter metin á 20. mínútu og var staðan 1-1 í leikhlé.

Nú var það komið að Freiburg að byrja betur því strax á 48. mínútu skoraði Nils Petersen og kom sínum mönnum yfir. Nils var síðan aftur á ferðinni á 66. mínútu og kom Freiburg í 3-1 forystu.

Alfreð og félagar neituðu hinsvegar að gefast upp og skoraði Alfreð sitt annað mark í uppbótartíma. Alfreð var alls ekki saddur og skoraði strax í næstu sókn og tryggði sínum mönnum 1 stig eftir frábæra endurkomu.

Eftir leikinn er Augsburg með 24 stig í 9.sæti deildarinnar.

Bayern Munchen fóru í heimsókn til Stuttgart þar sem sem jafnræði var með liðunum framan af leik. Allt virtist stefna í 0-0 jafntefli en þá steig Thomas Muller fram og skoraði sigurmarkið fyrir Bayern. Eftir leikinn er Bayern með 41 stig í 1.sæti.

Úrslit dagsins:

Augsburg 3-3 Freiburg

Frankfurt 2-2 Schalke

Köln 1-0 Wolfsburg

Stuttgart 0-1 Bayern Munchen

Werder Bremen 2-2 Mainz


Tengdar fréttir

Alfreð: Má ekki gleyma hversu gott maður hefur það

Landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason segist vita af áhuga nokkurra stærri liða, en hann sé ekkert að hugsa sér til hreyfings frá Augsburg. Hann var í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í Akraborginni í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×