Slitförin er fallegasta bókarkápan árið 2017 Magnús Guðmundsson skrifar 16. desember 2017 10:00 Bókarkápurnar eru órjúfanlegur hluti af heildarupplifun þeirra sem kaupa og lesa bækur. Jólin eru ekki bara hátíð barnanna því þetta er líka árstími bókaútgefanda, rithöfunda og skálda að ógleymdum kápuhönnuðum. Bókarkápurnar eru nefnilega órjúfanlegur hluti af heildarupplifun þeirra sem kaupa og lesa bækur, þó svo að maður ætti auðvitað aldrei að dæma bók eftir kápunni. Til gamans var því sett saman sveit sex smekkvísra álitsgjafa sem tók að sér að velja þrjár fallegstu og þrjár ljótustu bókarkápur jólafljóðsins í ár.Sjá einnig:Ljótasta bókakápan 2017Fallegasta bókarkápan 20171. sæti Slitförin Höfundur: Fríða Ísberg Kápuhönnun: Luke Allan Mynd á kápu: Dýrfinna Benita Útgefandi: Partus „Falleg mynd og fallegt letur sem tala vel saman. Það hefði verið hægt að skella nánast hvaða lit í bakgrunn og hún hefði gengið upp.“ „Ákaflega vel heppnuð kápa með fallegum litum og leturmeðferð. Teikningin minnir á kápu Kvennafræðarans á ómótstæðilegan hátt. Kraftmikil og örvandi kápa fyrir spennandi höfund.“ „Öflug samsetning þar sem mynd og letur tala vel saman. Þetta er ekki bara spurning um einhverja óræða fegurð heldur að vera bæði áberandi og smekkleg og það tekst hér.“2. sæti Elín, ýmislegt Höfundur: Kristín Eiríksdóttir Kápuhönnun: Halla Sigga Útgefandi: JPV „Úthugsuð, sensúal og hrollvekjandi kápa sem talast á við innihald og uppbyggingu í bókinni. Grænu litirnir brakandi og óvenjulegir. Svartur bakgrunnur myndar dýpt og leturgerðin á titlinum hressir mann.“ „Djörf, áferðarfalleg og eftirminnilegasta kápan þetta árið. Ég vil sökkva í þetta þétta, græn, blauta sóðafen Kristínar.“3. sæti Stofuhiti Höfundur: Bergur Ebbi Kápuhönnun: Bergur Ebbi og Halla Sigga Útgefandi: Mál og menning „Ég er sökker fyrir gult og svart og líka fyrir töff og svalt. Þetta er gult og svart og töff og svalt þannig að ég verð að fíla.“ „Þarna eignuðust minimalisminn og typpastælarnir fallegt afkvæmi. Þessi gula auðn heillar mig. Skilst hún sé, ásamt leturgerðinni, innblásin af Kraftwerk–umslagi. Þegar fólk vísar í þýskt tölvupopp er auðvelt að fá mig á vagninn. Svo gleður þessi æðislega ljósmynd af höfundi, sem gæti verið týndi Gallagher–bróðirinn sem er meiri fáviti en þeir Liam og Noel til samans.“ Álitsgjafar Fréttablaðsins: Berglind Pétursdóttir, Guðmundur Snær Guðmundsson, Haukur Viðar Alfreðsson, Kristín Gunnarsdóttir, Ólöf Skaftadóttir og Tyrfingur Tyrfingsson Fréttir ársins 2017 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Jólin eru ekki bara hátíð barnanna því þetta er líka árstími bókaútgefanda, rithöfunda og skálda að ógleymdum kápuhönnuðum. Bókarkápurnar eru nefnilega órjúfanlegur hluti af heildarupplifun þeirra sem kaupa og lesa bækur, þó svo að maður ætti auðvitað aldrei að dæma bók eftir kápunni. Til gamans var því sett saman sveit sex smekkvísra álitsgjafa sem tók að sér að velja þrjár fallegstu og þrjár ljótustu bókarkápur jólafljóðsins í ár.Sjá einnig:Ljótasta bókakápan 2017Fallegasta bókarkápan 20171. sæti Slitförin Höfundur: Fríða Ísberg Kápuhönnun: Luke Allan Mynd á kápu: Dýrfinna Benita Útgefandi: Partus „Falleg mynd og fallegt letur sem tala vel saman. Það hefði verið hægt að skella nánast hvaða lit í bakgrunn og hún hefði gengið upp.“ „Ákaflega vel heppnuð kápa með fallegum litum og leturmeðferð. Teikningin minnir á kápu Kvennafræðarans á ómótstæðilegan hátt. Kraftmikil og örvandi kápa fyrir spennandi höfund.“ „Öflug samsetning þar sem mynd og letur tala vel saman. Þetta er ekki bara spurning um einhverja óræða fegurð heldur að vera bæði áberandi og smekkleg og það tekst hér.“2. sæti Elín, ýmislegt Höfundur: Kristín Eiríksdóttir Kápuhönnun: Halla Sigga Útgefandi: JPV „Úthugsuð, sensúal og hrollvekjandi kápa sem talast á við innihald og uppbyggingu í bókinni. Grænu litirnir brakandi og óvenjulegir. Svartur bakgrunnur myndar dýpt og leturgerðin á titlinum hressir mann.“ „Djörf, áferðarfalleg og eftirminnilegasta kápan þetta árið. Ég vil sökkva í þetta þétta, græn, blauta sóðafen Kristínar.“3. sæti Stofuhiti Höfundur: Bergur Ebbi Kápuhönnun: Bergur Ebbi og Halla Sigga Útgefandi: Mál og menning „Ég er sökker fyrir gult og svart og líka fyrir töff og svalt. Þetta er gult og svart og töff og svalt þannig að ég verð að fíla.“ „Þarna eignuðust minimalisminn og typpastælarnir fallegt afkvæmi. Þessi gula auðn heillar mig. Skilst hún sé, ásamt leturgerðinni, innblásin af Kraftwerk–umslagi. Þegar fólk vísar í þýskt tölvupopp er auðvelt að fá mig á vagninn. Svo gleður þessi æðislega ljósmynd af höfundi, sem gæti verið týndi Gallagher–bróðirinn sem er meiri fáviti en þeir Liam og Noel til samans.“ Álitsgjafar Fréttablaðsins: Berglind Pétursdóttir, Guðmundur Snær Guðmundsson, Haukur Viðar Alfreðsson, Kristín Gunnarsdóttir, Ólöf Skaftadóttir og Tyrfingur Tyrfingsson
Fréttir ársins 2017 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira