Topp 10: Sif er viðhorfspistladrottning ársins Jakob Bjarnar skrifar 17. desember 2017 09:00 Þessir ágætu pennar skrifuðu öll viðhorfspistla sem flugu hátt á árinu. Sif fremst meðal jafningja. Hér neðar er topp tíu listi: Víðlesnustu viðhorfspistlar ársins 2017. Það kemur á daginn að viðhorfspistladrottning ársins er hinn snjalli penni Sif Sigmarsdóttir sem oft náði að ýfa fjaðrir og/eða hitta naglann á höfuðið á því ári sem er að líða. Með samfélagsmiðlum hefur skapast offramboð á skoðunum. Um það verður vart deilt. Hliðvarsla fjölmiðla er horfin og hver og einn er getur sagt það sem honum sýnist opinberlega. Allir eru komnir með gjallarhorn í hendur og nota það óspart. Hugsanlega mun almenningur átta sig á því með tíð og tíma að hver maður er ábyrgur orða sinna. Og jafnvel að greinarmunur er á skoðunum og staðreyndum. Íslendingar hafa alltaf verið skoðanaríkir og á umliðnum árum hefur verið tíð skoðana. Ætla mætti, sé litið til lögmála markaðarins hvað varðar framboð og eftirspurn, að þetta myndi leiða til þess að viðhorfspistlar fjölmiðlanna, myndu gefa eftir og jafnvel hverfa. En, það er ekki. Viðhorfspistlarnir njóta enn sem fyrr mikilla vinsælda. Afar athyglisvert er að rýna í lista yfir þá viðhorfspistla sem mest voru lesnir á árinu, samkvæmt vefmælingum sem Vísir hefur aðgang að. Þeir varpa ljósi á að viðburðaríkt ár er nú að hverfa í aldanna skaut sem og það þetta að það sem fólki er efst í huga er ekkert endilega það sem leggur undir sig fréttasíður fjölmiðlanna. En, vissulega er það svo að þeir atburðir sem hæst ber á árinu; alþingiskosningar, aðdragandi þeirra ekki síður auk skelfilegra fregna af lengstum óljósum atburðum sem leiddu til dauða ungrar konu, Birnu Brjánsdóttur, rötuðu í skrif greinahöfunda. Annað hvort væri það nú. Pistlarnir sem nutu mestrar athygli varpa glöggu ljósi á það sem helst var í deiglunni í íslensku samfélagi á árinu. Pistlahöfundar Fréttablaðsins, þau Sif Sigmarsdóttir og svo Logi Bergmann náðu að grípa athygli lesenda. Í þeim pistli sem naut mestrar athygli á árinu 2017, samkvæmt vefmælingum, er vaðið beint í vélarnar. Þar er mál málanna undir - það sem leiddi til þess að á Íslandi var gengið til kosninga.1. Hann Benedikt pabbi hans BjarnaSif Sigmarsdóttir, hinn snjalli pistlahöfundur Fréttablaðsins, greip athygli lesenda trausta taki með ögrandi fyrirsögn: Til varnar pabba Bjarna Ben. Og Sif hefur pistilinn bratt: „Hvað eiga dæmdi barnaníðingurinn Hjalti Sigurjón Hauksson og Sjálfstæðisflokkurinn sameiginlegt?“ Sif er mikið niðri fyrir og beinir spjótum sínum án nokkurrar miskunnar að Sjálfstæðisflokknum; segir fall ríkisstjórnarinnar ekki pabba Bjarna að kenna heldur vegna þess að einn ganginn til gerðu ráherrar flokksins sig seka um „leyndarhyggju og svívirðilegan valdhroka – ef ekki beinlínis valdníðslu. Enn á ný sýnir flokkurinn að hann starfar hvorki í þágu umbjóðenda sinna, fólksins í landinu, né að hag þeirra. Í stað þess að sýna þolendum kynferðisofbeldis stuðning og veita þeim svör er allt gert til að leggja stein í götu þeirra. Og hvers vegna? Jú, samtryggingin er hornsteinn Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn starfar fyrst og fremst í þágu sín sjálfs.“ Varla er Sif í hávegum höfð í Valhöll eftir þessi skrif: „Fýlan er af þeim rotna kúltúr sem ríkir innan þeirra eigin flokks.“ En, pistillinn var lesinn víða og af mikilli athygli.2. Þjóðin sameinast í kvíða, ótta og sorg Í öðru sæti er svo annar pistlahöfundur Fréttablaðsins, Logi Bergmann, sem fjallaði einmitt um morðmálið skelfilega áðurnefnt sem er því miður eitt þeirra mála sem er einkennandi fyrir árið 2017.Logi Bergmann kom út úr skápnum á árinu sem afbragðs penni og pistlahöfundur en viðhorfsgreinar hans í Fréttablaðinu voru vel heppnaðar.Pistill Loga er undir yfirskriftinni Sameinuð í sorg og voru fjölmargir sem gátu tekið heilshugar undir með Loga en pistill hans birtist þegar leit stóð yfir. Þjóðin fylgdist milli vonar og ótta með gangi mála og Logi náði vel að grípa utan um þjóðarsálina með penna sínum: „Mér finnst eins og ég hafi lært eitthvað um íslensku þjóðina síðustu daga. Þjóðin hefur í sameiningu upplifað kvíða, ótta, vantrú, reiði en fyrst og fremst sorg. Þannig hefur hún sameinast í viðbrögðum sínum við hvarfi Birnu Brjánsdóttur,“ skrifar Logi Bergmann. Hann mælti þar fyrir munn margra.3. Ungir karlmenn í sjálfsvígshugleiðingum Þriðji mest lesni pistillinn sem birtist á þessu ári er settur fram undir sláandi fyrirsögn: Ungir karlmenn sem vilja deyja en það er Ingólfur Sigurðsson sem skrifar. Þessi pistill birtist síðla í ágústmánuði. Fyrirsögnin gefur skýrt til kynna hvað er til umfjöllunar en um er að ræða ávarp til ungra karlmanna sem eru í sjálfsvígshugleiðingum. Stíllinn er áhrifaríkur:Ingólfur hitti beint í mark með áhrifaríkum pistli sínum sem fjallar um sjálfsvíg ungra karlmanna.„Ég veit það er freistandi að láta sig hverfa, að kveðja fyrir fullt og allt, loka dyrunum hljóðlega á eftir sér, með hag allra í kringum sig í forgrunni. Það er eins og allir séu komnir með nóg af manni, vanlíðaninni, af veseninu sem fylgir, þetta er svo fjandi erfitt.“ Tölfræðin sýnir að sjálfsvíg eru algengasta dánarorsök ungra karlmanna hér á landi en skrif Ingólfs koma í kjölfar þess að tveir ungir kalrmenn sviptu sig lífi á geðdeild Landspítalans. Ingólfur gagnrýnir heilbrigðiskerfið harðlega í pistli sínum og bendir til að mynda hvernig háttar með sálfræðiþjónustu: „Ég veit að meðferðarúrræðin sem eru í boði eru djók. Klukkutími hjá sálfræðingi upp á tólf þúsund kall? Ég skal koma ef ég má borga sálfræðitímana mína á raðgreiðslum næstu tólf árin. Geðsvið Landspítalans er djók. Ekki fólkið sem vinnur þar, alls ekki, en kerfið. Hvernig getur verið opnunartími á geðdeild? Að vera synjað um hjálp, bent á að fara niður á Landspítalann í Fossvogi. Þvílíka niðurlægingin.“ Pistill Ingólfs hitti marga í hjartastað.4. Brennivínið í búðirnar eða ekki Samkvæmt mælingum nær rithöfundurinn Stefán Máni fjórða sæti á lista yfir þá viðhorfspistla sem mesta athygli vöktu á árinu. Hann fjallar um mál sem bar hátt á árinu, 2017 var enn eitt árið þar sem tekist var á um það hvort leyfa eigi sölu áfengis í búðum. Teitur Björn Einarsson þingamaður Sjálfstæðisflokksins mælti fyrir áfengisfrumvarpinu svokallaða í upphafi árs og enn var hart tekist á um málið, innan þings sem utan. Reyndar er athyglisvert útaf fyrir sig hversu heitar skoðanir landsmenn hafa á þessu máli. En, það er reyndar allrar athygli vert.Pistill Stefáns Mána fjallaði um umdeilt mál sem var ofarlega á baugi í upphafi árs, nefnilega hvort leyfa eigi sölu áfengis í búðum öðrum en sérverslunum ríkisins.Stefán Máni vill ekki sjá brennivín í búðir. Hann byrjar pistil sinn á því að segja frelsi bara orð, hugmynd – „eitthvað til að skreyta orðræðu með. Eina frelsið sem er raunverulegt er kannski að losna úr fangelsi. Að öðru leyti er frelsi í besta falli málamiðlun.“ Fyrirsögn pistilsins, Frelsi til sölu, er tilvitnun í plötu eftir Bubba. Stefán Máni, sem teflir í pistli sínum saman hófdrykkjufólki og þeir sem ekki ráða við slíkt, og segir: „Einkavæðing á áfengissölu er frelsi, þá er alveg eins hægt að segja að við sem þjóð séum frjáls að því að takmarka áfengissölu við sérverslanir í eigu Ríkisins. Þetta hlýtur að gilda í báðar áttir.“5. Hin umdeilda Lánastofnun íslenskra námsmanna Ekki er ár með árum nema tekist sé á um LÍN. Birgitta Sigurðardóttir náði eyrum námsmanna og annarra þeirra sem láta sig þessa mikilvægu stofnun einhverju varða í pistli sem er með krassandi fyrirsögn: Aumingjavæðing LÍN.Pistill Birgittu fjallar um hina umdeildu lánastofnun, en þeir sem þurfa að leita á náðir LÍN velkjast hvergi í vafa um að þar þar megi eitt og annað betur fara.Birgitta heldur því fram í hörku pistli, sem fjallar um lánveitingar til þeirra sem stunda nám erlendis og tekjutengingu, að raunverulegt jafnrétti sé ekki til staðar. „Jafnrétti til náms er sérstaklega mikilvægt þar sem við erum einangruð þjóð í norðri. Af þeim sökum er nauðsynlegt að við sem þjóð hvetjum Íslendinga til að ferðast um heiminn og koma með nýja þekkingu til landsins sem ýtir undir þróun og styrkir bæði mannauð fyrirtækja og samfélagið í heild. Mikil samstaða er á meðal námsmanna um að það þurfi að breyta þessari mismunun sem LÍN ýtir undir með tekjuskerðingu. Framfærslan er einfaldlega of lág og frítekjumarkið á að vera hærra. Því tel ég að LÍN stuðli ekki að jöfnum tækifærum til náms óháð efnahag. Leyfum námsmönnum að öðlast reynslu og þekkingu á vinnumarkaði. Hættum að refsa þeim nemendum sem sýna dugnað og frumkvæði en hvetjum þá frekar til vinnusemi og starfsreynslu. Tryggjum að allir íslenskir nemendur óháð efnahag geti sótt sér menntun erlendis.“6. Fæðingarorlofið sjóðheita Enn eitt fyrirbærið sem lengi hefur verið umdeilt á Íslandi er fæðingarorlofið. Sæunn Kjartansdóttir gerir það að umfjöllunarefni sínu í pistli sem flaug hátt, undir yfirskriftinni, sem er í spurnarformi: Hver er tilgangur fæðingarorlofs?Sæunn telur mikilvægi þess að foreldrum sé gert kleift að sinna þeim þegar þeir þurftu mest á því að halda blasa við.Þó fyrirsögnin sé í spurnarformi velkist Sæunn hvergi í vafa þar um og það sem meira er, hún telur gríðarlega mikilvægt að þar sé almennilega að málum staðið. Niðurlag pistils hennar er svohljóðandi: „Við erum ekki lengur fátæk þjóð sem skortir aðgang að gagnreyndri þekkingu. Hvort sem við lítum til mannúðarsjónarmiða, almennrar skynsemi eða rannsókna í geðheilbrigðis- og hagfræði er niðurstaðan alltaf sú sama: Fjármunir sem fara í að styrkja fjölskyldur fyrstu ár barna þeirra skila samfélaginu mestum hagnaði og spara með tímanum gríðarleg útgjöld. Hversu öfluga starfskrafta vinnumarkaðurinn fær í framtíðinni veltur því að verulegu leyti á að foreldrum þeirra hafi verið gert kleift að sinna þeim þegar þeir þurftu mest á því að halda.“7. Gildi grípandi fyrirsagna Flestir pistlar sem ná flugi eiga það sameiginlegt að vera með grípandi fyrirsögn og það á sannarlega við um pistil Óskars Steins Ómarssonar: Klamydía í frímínútum.Pistill Óskars Steins er snjall og fyrirsögnin er ekki til að fæla fólk frá lestri.Pistillinn er snjall í uppbyggingu en þar greinir Óskar Steinn frá ýmsum hlunnindum og kostum sem hann naut í skóla, sem sæta tíðindum í kolli íslenskra lesenda en um miðbik pistils kemur á daginn að hann er ekki að lýsa íslenska skólakerfinu. „Svona er þjónustan við nemendur í Kongsberg videregående skole í Noregi, þar sem ég lærði til stúdentsprófs. Svona er þetta ekki á Íslandi. Í flestum íslenskum framhaldsskólum eru ekki hjúkrunarfræðingar. Enginn sálfræðingur til að tala við ef manni líður illa og hvorki hægt að nálgast getnaðarvarnir né athuga hvort maður hafi nælt sér í klamydíu. Á sama tíma er sjálfsmorðstíðni ungmenna óásættanlega há hér á landi, útbreiðsla kynsjúkdóma með því hæsta sem gerist í allri Evrópu og brottfall úr skólum mikið,“ skrifaði Óskar Steinn í þessum áhrifaríka pistli sem flaug hátt á árinu.8. Mál málanna Næsti pistill á lista yfir þá sem mest voru lesnir á Vísi samkvæmt vefmælingum snýr að máli málanna. Því sem setti helst mark sitt á árið 2017. Nefnilega sú atburðarás sem leiddu til þess að stjórnin sprakk. Þungi er í fyrirsögninni: Í hvers konar samfélagi viljum við búa? En, það eru leikararnir Bergur Þór Ingólfsson og Þröstur Leó Gunnarsson sem skrifa.Leikararnir Þröstur Leó og Bergur Þór voru í stórum hlutverkum í því sem hlýtur að teljast eitt helsta mál þess árs sem nú er að líða.Báðir eiga þeir dætur sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Þeir hefja pistil sinn á því að vitna til orða Arnars Þórs Jónssonar, lektors við lagadeild HR, „vegna þeirra viðbragða sem urðu hjá þjóðinni þegar Robert Downey (ensk beyging), fyrrum Róberti Árna Hreiðarssyni, var veitt uppreist æru og lögmannsréttindi í kjölfarið. Lektorinn var ekki að taka undir með réttlætiskennd þolenda kynferðisglæpamanns, heldur gegn henni. Undirritaðir eru ósammála skoðunum Arnars Þórs en ætla samt að gera orð hans hér að ofan að sínum.“ Grein þeirra félaga, sem birtist um miðjan júlímánuð, náði eyrum þjóðarinnar og þeir setja fram áskorun: „Hreyfum við hugsunarhætti okkar. Hættum að setja ábyrgðina á þolendur. Krefjumst ábyrgðar af ráðamönnum. Siðmenning er að hugsa fyrst um hag þeirra sem höllum fæti standa.“9. Opið bréf til þingmanna Þessi er fyrirsögn pistils sem komst inn á topp tíu lista: Opið bréf til þingmanna. Klassískari verður fyrirsögn viðhorfspistils vart: Opið bréf til þingmanna. Guðjón Jensson skrifar og hefur pistil sinn á því að segja af því að hann sjálfur hafi greinst með krabbamein: „Að greinast með krabbamein er mikið áfall. Eg undirritaður varð að sætta mig við þetta undir lok október 2015. Síðan hefi eg verið í ótal rannsóknum, meðferðum þar sem geislum og meðulum hefur verið beitt á meinsemdina, skurðaðgerð og eftirmeðferð. Alltaf hef eg hitt mjög vingjarnlegt og hjálpsamt starfsfólk sem unnið hefur sín störf af mikilli nærgætni og alúð, þekkingu og reynslu.“Pistill Guðjóns er eftirtektarverður, hann er klassískur í stíl og fyrirsögn og undir er heilbrigðiskerfið allt.Guðjón grípur til þess gamalkunna stílbragðs að bera saman áherslur þingmanna á búvörusamninginn sem var mikið hitamál saman við áhuga þeirra á að byggja Landspítalann upp. Meðan honum sýnist helst fálæti einkenna umræðuna og þá ekki síður aðgerðir eru þingmenn tilbúnir að ræða bændur og búalið í þaula og verja miklum fjármunum til þess geira.10. Og ekki má gleyma H&M Sif Sigmarsdóttir er hér með sæmd titlinum viðhorfspistladrottning ársins. Hún er hér með annan pistil sinn sem nær inn á topp tíu yfir þá pistla sem mest voru lesnir á árinu. Sif kann að búa til fyrirsagnir en hér fjallar hún um mál sem heldur betur var á döfinni á árinu: Opnun verslunar H&M á Íslandi: Viðskiptavinir grafnir lifandi í H&M. Sif kann að halda um penna og hún gerir neysluhyggjuna að umfjöllunarefni. Á heimspekilegum nótum. Niðurstaða hennar er nöturleg. Hún segir að homo sapiens sé eina dýrategundin sem getur tjáð sig um hluti sem ekki eru til. Api léti aldrei af hendi banana í skiptum fyrir loforð um hundrað banana í himnaríki að lífinu loknu. „Api léti aldrei banana af hendi fyrir pappírssnepil með mynd af Jóni Sigurðssyni,“ skrifar Sif og klikkir út með: „Í tilefni opnunar H&M í dag er rétt að velta fyrir sér visku fortíðar; annars vegar visku apans sem tæki aldrei fram veskið í H&M, hins vegar nægjusömu húsfrúarinnar á plakatinu sem gerði það ekki heldur. Því í hvert sinn sem við afhendum tíma okkar í skiptum fyrir óþarfa sem endar sem óbreytt rusl grafið í jörðu urðum við tíma okkar; við urðum líf okkar. Við erum jörðuð þegar við erum öll. Er ekki óþarfi að við séum grafin lifandi?“ ...Og þannig eru þeir pistlarnir sem nutu mestrar athygli en fjölmargir pistlar aðrir flugu hátt á árinu; vöktu athygli og höfðu áhrif. Vísir fagnar skoðanaskiptum og hvetur lesendur til að senda inn greinar og pistla, sé sá gállinn á þeim. Slíkt efni má senda á ritstjorn@visir.is Fréttir ársins 2017 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Hér neðar er topp tíu listi: Víðlesnustu viðhorfspistlar ársins 2017. Það kemur á daginn að viðhorfspistladrottning ársins er hinn snjalli penni Sif Sigmarsdóttir sem oft náði að ýfa fjaðrir og/eða hitta naglann á höfuðið á því ári sem er að líða. Með samfélagsmiðlum hefur skapast offramboð á skoðunum. Um það verður vart deilt. Hliðvarsla fjölmiðla er horfin og hver og einn er getur sagt það sem honum sýnist opinberlega. Allir eru komnir með gjallarhorn í hendur og nota það óspart. Hugsanlega mun almenningur átta sig á því með tíð og tíma að hver maður er ábyrgur orða sinna. Og jafnvel að greinarmunur er á skoðunum og staðreyndum. Íslendingar hafa alltaf verið skoðanaríkir og á umliðnum árum hefur verið tíð skoðana. Ætla mætti, sé litið til lögmála markaðarins hvað varðar framboð og eftirspurn, að þetta myndi leiða til þess að viðhorfspistlar fjölmiðlanna, myndu gefa eftir og jafnvel hverfa. En, það er ekki. Viðhorfspistlarnir njóta enn sem fyrr mikilla vinsælda. Afar athyglisvert er að rýna í lista yfir þá viðhorfspistla sem mest voru lesnir á árinu, samkvæmt vefmælingum sem Vísir hefur aðgang að. Þeir varpa ljósi á að viðburðaríkt ár er nú að hverfa í aldanna skaut sem og það þetta að það sem fólki er efst í huga er ekkert endilega það sem leggur undir sig fréttasíður fjölmiðlanna. En, vissulega er það svo að þeir atburðir sem hæst ber á árinu; alþingiskosningar, aðdragandi þeirra ekki síður auk skelfilegra fregna af lengstum óljósum atburðum sem leiddu til dauða ungrar konu, Birnu Brjánsdóttur, rötuðu í skrif greinahöfunda. Annað hvort væri það nú. Pistlarnir sem nutu mestrar athygli varpa glöggu ljósi á það sem helst var í deiglunni í íslensku samfélagi á árinu. Pistlahöfundar Fréttablaðsins, þau Sif Sigmarsdóttir og svo Logi Bergmann náðu að grípa athygli lesenda. Í þeim pistli sem naut mestrar athygli á árinu 2017, samkvæmt vefmælingum, er vaðið beint í vélarnar. Þar er mál málanna undir - það sem leiddi til þess að á Íslandi var gengið til kosninga.1. Hann Benedikt pabbi hans BjarnaSif Sigmarsdóttir, hinn snjalli pistlahöfundur Fréttablaðsins, greip athygli lesenda trausta taki með ögrandi fyrirsögn: Til varnar pabba Bjarna Ben. Og Sif hefur pistilinn bratt: „Hvað eiga dæmdi barnaníðingurinn Hjalti Sigurjón Hauksson og Sjálfstæðisflokkurinn sameiginlegt?“ Sif er mikið niðri fyrir og beinir spjótum sínum án nokkurrar miskunnar að Sjálfstæðisflokknum; segir fall ríkisstjórnarinnar ekki pabba Bjarna að kenna heldur vegna þess að einn ganginn til gerðu ráherrar flokksins sig seka um „leyndarhyggju og svívirðilegan valdhroka – ef ekki beinlínis valdníðslu. Enn á ný sýnir flokkurinn að hann starfar hvorki í þágu umbjóðenda sinna, fólksins í landinu, né að hag þeirra. Í stað þess að sýna þolendum kynferðisofbeldis stuðning og veita þeim svör er allt gert til að leggja stein í götu þeirra. Og hvers vegna? Jú, samtryggingin er hornsteinn Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn starfar fyrst og fremst í þágu sín sjálfs.“ Varla er Sif í hávegum höfð í Valhöll eftir þessi skrif: „Fýlan er af þeim rotna kúltúr sem ríkir innan þeirra eigin flokks.“ En, pistillinn var lesinn víða og af mikilli athygli.2. Þjóðin sameinast í kvíða, ótta og sorg Í öðru sæti er svo annar pistlahöfundur Fréttablaðsins, Logi Bergmann, sem fjallaði einmitt um morðmálið skelfilega áðurnefnt sem er því miður eitt þeirra mála sem er einkennandi fyrir árið 2017.Logi Bergmann kom út úr skápnum á árinu sem afbragðs penni og pistlahöfundur en viðhorfsgreinar hans í Fréttablaðinu voru vel heppnaðar.Pistill Loga er undir yfirskriftinni Sameinuð í sorg og voru fjölmargir sem gátu tekið heilshugar undir með Loga en pistill hans birtist þegar leit stóð yfir. Þjóðin fylgdist milli vonar og ótta með gangi mála og Logi náði vel að grípa utan um þjóðarsálina með penna sínum: „Mér finnst eins og ég hafi lært eitthvað um íslensku þjóðina síðustu daga. Þjóðin hefur í sameiningu upplifað kvíða, ótta, vantrú, reiði en fyrst og fremst sorg. Þannig hefur hún sameinast í viðbrögðum sínum við hvarfi Birnu Brjánsdóttur,“ skrifar Logi Bergmann. Hann mælti þar fyrir munn margra.3. Ungir karlmenn í sjálfsvígshugleiðingum Þriðji mest lesni pistillinn sem birtist á þessu ári er settur fram undir sláandi fyrirsögn: Ungir karlmenn sem vilja deyja en það er Ingólfur Sigurðsson sem skrifar. Þessi pistill birtist síðla í ágústmánuði. Fyrirsögnin gefur skýrt til kynna hvað er til umfjöllunar en um er að ræða ávarp til ungra karlmanna sem eru í sjálfsvígshugleiðingum. Stíllinn er áhrifaríkur:Ingólfur hitti beint í mark með áhrifaríkum pistli sínum sem fjallar um sjálfsvíg ungra karlmanna.„Ég veit það er freistandi að láta sig hverfa, að kveðja fyrir fullt og allt, loka dyrunum hljóðlega á eftir sér, með hag allra í kringum sig í forgrunni. Það er eins og allir séu komnir með nóg af manni, vanlíðaninni, af veseninu sem fylgir, þetta er svo fjandi erfitt.“ Tölfræðin sýnir að sjálfsvíg eru algengasta dánarorsök ungra karlmanna hér á landi en skrif Ingólfs koma í kjölfar þess að tveir ungir kalrmenn sviptu sig lífi á geðdeild Landspítalans. Ingólfur gagnrýnir heilbrigðiskerfið harðlega í pistli sínum og bendir til að mynda hvernig háttar með sálfræðiþjónustu: „Ég veit að meðferðarúrræðin sem eru í boði eru djók. Klukkutími hjá sálfræðingi upp á tólf þúsund kall? Ég skal koma ef ég má borga sálfræðitímana mína á raðgreiðslum næstu tólf árin. Geðsvið Landspítalans er djók. Ekki fólkið sem vinnur þar, alls ekki, en kerfið. Hvernig getur verið opnunartími á geðdeild? Að vera synjað um hjálp, bent á að fara niður á Landspítalann í Fossvogi. Þvílíka niðurlægingin.“ Pistill Ingólfs hitti marga í hjartastað.4. Brennivínið í búðirnar eða ekki Samkvæmt mælingum nær rithöfundurinn Stefán Máni fjórða sæti á lista yfir þá viðhorfspistla sem mesta athygli vöktu á árinu. Hann fjallar um mál sem bar hátt á árinu, 2017 var enn eitt árið þar sem tekist var á um það hvort leyfa eigi sölu áfengis í búðum. Teitur Björn Einarsson þingamaður Sjálfstæðisflokksins mælti fyrir áfengisfrumvarpinu svokallaða í upphafi árs og enn var hart tekist á um málið, innan þings sem utan. Reyndar er athyglisvert útaf fyrir sig hversu heitar skoðanir landsmenn hafa á þessu máli. En, það er reyndar allrar athygli vert.Pistill Stefáns Mána fjallaði um umdeilt mál sem var ofarlega á baugi í upphafi árs, nefnilega hvort leyfa eigi sölu áfengis í búðum öðrum en sérverslunum ríkisins.Stefán Máni vill ekki sjá brennivín í búðir. Hann byrjar pistil sinn á því að segja frelsi bara orð, hugmynd – „eitthvað til að skreyta orðræðu með. Eina frelsið sem er raunverulegt er kannski að losna úr fangelsi. Að öðru leyti er frelsi í besta falli málamiðlun.“ Fyrirsögn pistilsins, Frelsi til sölu, er tilvitnun í plötu eftir Bubba. Stefán Máni, sem teflir í pistli sínum saman hófdrykkjufólki og þeir sem ekki ráða við slíkt, og segir: „Einkavæðing á áfengissölu er frelsi, þá er alveg eins hægt að segja að við sem þjóð séum frjáls að því að takmarka áfengissölu við sérverslanir í eigu Ríkisins. Þetta hlýtur að gilda í báðar áttir.“5. Hin umdeilda Lánastofnun íslenskra námsmanna Ekki er ár með árum nema tekist sé á um LÍN. Birgitta Sigurðardóttir náði eyrum námsmanna og annarra þeirra sem láta sig þessa mikilvægu stofnun einhverju varða í pistli sem er með krassandi fyrirsögn: Aumingjavæðing LÍN.Pistill Birgittu fjallar um hina umdeildu lánastofnun, en þeir sem þurfa að leita á náðir LÍN velkjast hvergi í vafa um að þar þar megi eitt og annað betur fara.Birgitta heldur því fram í hörku pistli, sem fjallar um lánveitingar til þeirra sem stunda nám erlendis og tekjutengingu, að raunverulegt jafnrétti sé ekki til staðar. „Jafnrétti til náms er sérstaklega mikilvægt þar sem við erum einangruð þjóð í norðri. Af þeim sökum er nauðsynlegt að við sem þjóð hvetjum Íslendinga til að ferðast um heiminn og koma með nýja þekkingu til landsins sem ýtir undir þróun og styrkir bæði mannauð fyrirtækja og samfélagið í heild. Mikil samstaða er á meðal námsmanna um að það þurfi að breyta þessari mismunun sem LÍN ýtir undir með tekjuskerðingu. Framfærslan er einfaldlega of lág og frítekjumarkið á að vera hærra. Því tel ég að LÍN stuðli ekki að jöfnum tækifærum til náms óháð efnahag. Leyfum námsmönnum að öðlast reynslu og þekkingu á vinnumarkaði. Hættum að refsa þeim nemendum sem sýna dugnað og frumkvæði en hvetjum þá frekar til vinnusemi og starfsreynslu. Tryggjum að allir íslenskir nemendur óháð efnahag geti sótt sér menntun erlendis.“6. Fæðingarorlofið sjóðheita Enn eitt fyrirbærið sem lengi hefur verið umdeilt á Íslandi er fæðingarorlofið. Sæunn Kjartansdóttir gerir það að umfjöllunarefni sínu í pistli sem flaug hátt, undir yfirskriftinni, sem er í spurnarformi: Hver er tilgangur fæðingarorlofs?Sæunn telur mikilvægi þess að foreldrum sé gert kleift að sinna þeim þegar þeir þurftu mest á því að halda blasa við.Þó fyrirsögnin sé í spurnarformi velkist Sæunn hvergi í vafa þar um og það sem meira er, hún telur gríðarlega mikilvægt að þar sé almennilega að málum staðið. Niðurlag pistils hennar er svohljóðandi: „Við erum ekki lengur fátæk þjóð sem skortir aðgang að gagnreyndri þekkingu. Hvort sem við lítum til mannúðarsjónarmiða, almennrar skynsemi eða rannsókna í geðheilbrigðis- og hagfræði er niðurstaðan alltaf sú sama: Fjármunir sem fara í að styrkja fjölskyldur fyrstu ár barna þeirra skila samfélaginu mestum hagnaði og spara með tímanum gríðarleg útgjöld. Hversu öfluga starfskrafta vinnumarkaðurinn fær í framtíðinni veltur því að verulegu leyti á að foreldrum þeirra hafi verið gert kleift að sinna þeim þegar þeir þurftu mest á því að halda.“7. Gildi grípandi fyrirsagna Flestir pistlar sem ná flugi eiga það sameiginlegt að vera með grípandi fyrirsögn og það á sannarlega við um pistil Óskars Steins Ómarssonar: Klamydía í frímínútum.Pistill Óskars Steins er snjall og fyrirsögnin er ekki til að fæla fólk frá lestri.Pistillinn er snjall í uppbyggingu en þar greinir Óskar Steinn frá ýmsum hlunnindum og kostum sem hann naut í skóla, sem sæta tíðindum í kolli íslenskra lesenda en um miðbik pistils kemur á daginn að hann er ekki að lýsa íslenska skólakerfinu. „Svona er þjónustan við nemendur í Kongsberg videregående skole í Noregi, þar sem ég lærði til stúdentsprófs. Svona er þetta ekki á Íslandi. Í flestum íslenskum framhaldsskólum eru ekki hjúkrunarfræðingar. Enginn sálfræðingur til að tala við ef manni líður illa og hvorki hægt að nálgast getnaðarvarnir né athuga hvort maður hafi nælt sér í klamydíu. Á sama tíma er sjálfsmorðstíðni ungmenna óásættanlega há hér á landi, útbreiðsla kynsjúkdóma með því hæsta sem gerist í allri Evrópu og brottfall úr skólum mikið,“ skrifaði Óskar Steinn í þessum áhrifaríka pistli sem flaug hátt á árinu.8. Mál málanna Næsti pistill á lista yfir þá sem mest voru lesnir á Vísi samkvæmt vefmælingum snýr að máli málanna. Því sem setti helst mark sitt á árið 2017. Nefnilega sú atburðarás sem leiddu til þess að stjórnin sprakk. Þungi er í fyrirsögninni: Í hvers konar samfélagi viljum við búa? En, það eru leikararnir Bergur Þór Ingólfsson og Þröstur Leó Gunnarsson sem skrifa.Leikararnir Þröstur Leó og Bergur Þór voru í stórum hlutverkum í því sem hlýtur að teljast eitt helsta mál þess árs sem nú er að líða.Báðir eiga þeir dætur sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Þeir hefja pistil sinn á því að vitna til orða Arnars Þórs Jónssonar, lektors við lagadeild HR, „vegna þeirra viðbragða sem urðu hjá þjóðinni þegar Robert Downey (ensk beyging), fyrrum Róberti Árna Hreiðarssyni, var veitt uppreist æru og lögmannsréttindi í kjölfarið. Lektorinn var ekki að taka undir með réttlætiskennd þolenda kynferðisglæpamanns, heldur gegn henni. Undirritaðir eru ósammála skoðunum Arnars Þórs en ætla samt að gera orð hans hér að ofan að sínum.“ Grein þeirra félaga, sem birtist um miðjan júlímánuð, náði eyrum þjóðarinnar og þeir setja fram áskorun: „Hreyfum við hugsunarhætti okkar. Hættum að setja ábyrgðina á þolendur. Krefjumst ábyrgðar af ráðamönnum. Siðmenning er að hugsa fyrst um hag þeirra sem höllum fæti standa.“9. Opið bréf til þingmanna Þessi er fyrirsögn pistils sem komst inn á topp tíu lista: Opið bréf til þingmanna. Klassískari verður fyrirsögn viðhorfspistils vart: Opið bréf til þingmanna. Guðjón Jensson skrifar og hefur pistil sinn á því að segja af því að hann sjálfur hafi greinst með krabbamein: „Að greinast með krabbamein er mikið áfall. Eg undirritaður varð að sætta mig við þetta undir lok október 2015. Síðan hefi eg verið í ótal rannsóknum, meðferðum þar sem geislum og meðulum hefur verið beitt á meinsemdina, skurðaðgerð og eftirmeðferð. Alltaf hef eg hitt mjög vingjarnlegt og hjálpsamt starfsfólk sem unnið hefur sín störf af mikilli nærgætni og alúð, þekkingu og reynslu.“Pistill Guðjóns er eftirtektarverður, hann er klassískur í stíl og fyrirsögn og undir er heilbrigðiskerfið allt.Guðjón grípur til þess gamalkunna stílbragðs að bera saman áherslur þingmanna á búvörusamninginn sem var mikið hitamál saman við áhuga þeirra á að byggja Landspítalann upp. Meðan honum sýnist helst fálæti einkenna umræðuna og þá ekki síður aðgerðir eru þingmenn tilbúnir að ræða bændur og búalið í þaula og verja miklum fjármunum til þess geira.10. Og ekki má gleyma H&M Sif Sigmarsdóttir er hér með sæmd titlinum viðhorfspistladrottning ársins. Hún er hér með annan pistil sinn sem nær inn á topp tíu yfir þá pistla sem mest voru lesnir á árinu. Sif kann að búa til fyrirsagnir en hér fjallar hún um mál sem heldur betur var á döfinni á árinu: Opnun verslunar H&M á Íslandi: Viðskiptavinir grafnir lifandi í H&M. Sif kann að halda um penna og hún gerir neysluhyggjuna að umfjöllunarefni. Á heimspekilegum nótum. Niðurstaða hennar er nöturleg. Hún segir að homo sapiens sé eina dýrategundin sem getur tjáð sig um hluti sem ekki eru til. Api léti aldrei af hendi banana í skiptum fyrir loforð um hundrað banana í himnaríki að lífinu loknu. „Api léti aldrei banana af hendi fyrir pappírssnepil með mynd af Jóni Sigurðssyni,“ skrifar Sif og klikkir út með: „Í tilefni opnunar H&M í dag er rétt að velta fyrir sér visku fortíðar; annars vegar visku apans sem tæki aldrei fram veskið í H&M, hins vegar nægjusömu húsfrúarinnar á plakatinu sem gerði það ekki heldur. Því í hvert sinn sem við afhendum tíma okkar í skiptum fyrir óþarfa sem endar sem óbreytt rusl grafið í jörðu urðum við tíma okkar; við urðum líf okkar. Við erum jörðuð þegar við erum öll. Er ekki óþarfi að við séum grafin lifandi?“ ...Og þannig eru þeir pistlarnir sem nutu mestrar athygli en fjölmargir pistlar aðrir flugu hátt á árinu; vöktu athygli og höfðu áhrif. Vísir fagnar skoðanaskiptum og hvetur lesendur til að senda inn greinar og pistla, sé sá gállinn á þeim. Slíkt efni má senda á ritstjorn@visir.is
Fréttir ársins 2017 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira