Eiga nú 95 prósent hlut í Domino's á Íslandi Daníel Freyr Birkisson skrifar 14. desember 2017 12:18 Bretar eiga nú 95,3 prósent hlut í Domino's á Íslandi. Vísir/Eyþór Domino's í Bretlandi (Domino's Pizza Group), sem er stærsta pizzukeðja Bretlands, hefur keypt 44,3 prósent hlut íslenskra fjárfesta í rekstri Domino's á Íslandi og á nú 95,3 prósent í fyrirtækinu. Breska fyrirtækið, sem skráð er í bresku kauphöllina, sendi frá sér tilkynningu þess efnis nú í morgun. Segir í tilkynningunni að viðskiptin muni ekki hafa nein áhrif á íslenska neytendur og að reksturinn verði áfram í höndum núverandi stjórnenda. Domino's Pizza Group keypti upphaflega 51 prósent í Domino's á Íslandi haustið 2016 og fylgdi með í kaupunum réttur til að eignast fyrirtækið í heild sinni eftir annað hvort þrjú eða sex ár. Kaupin nú eru því nokkuð á undan áætlun og segir David Wild, forstjóri Domino's Pizza Group, í tilkynningu til bresku kauphallarinnar ástæðuna vera góðan árangur íslenska fyrirtækisins og tækifæri sem til staðar séu á íslenska markaðnum.Sjá einnig: Engar áherslubreytingar fylgja nýjum eigendum Domino'sTveir lykilstjórnendur á Íslandi, þeir Birgir Örn Birgisson og Steinar Sigurðsson, halda eftir hluta af sínum eignarhlut og eiga þeir saman um 4,7 prósent í fyrirtækinu eftir viðskiptin. Birgir Örn, framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi, segir þetta góðar fréttir. „[...]Það að Bretarnir skuli hafa flýtt því að nýta sér kaupréttinn er mikil viðurkenning á því starfi sem starfsfólk Domino's á Íslandi hefur unnið.“ Fyrsti Domino's pizzastaðurinn á Íslandi var opnaður árið 1993. Í dag rekur fyrirtækið 23 slíka staði á Íslandi. Um 800 starfsmenn starfa hjá Domino's hér á landi, ríflega helmingur þeirra í hlutastarfi. Tengdar fréttir Engar áherslubreytingar fylgja nýjum eigendum Domino's Domino’s í Bretlandi (Domino’s Pizza Group, DPG) hefur eignast ráðandi hlut í Domino’s á Íslandi, í Noregi og Svíþjóð. 27. júlí 2017 07:00 Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Domino's í Bretlandi (Domino's Pizza Group), sem er stærsta pizzukeðja Bretlands, hefur keypt 44,3 prósent hlut íslenskra fjárfesta í rekstri Domino's á Íslandi og á nú 95,3 prósent í fyrirtækinu. Breska fyrirtækið, sem skráð er í bresku kauphöllina, sendi frá sér tilkynningu þess efnis nú í morgun. Segir í tilkynningunni að viðskiptin muni ekki hafa nein áhrif á íslenska neytendur og að reksturinn verði áfram í höndum núverandi stjórnenda. Domino's Pizza Group keypti upphaflega 51 prósent í Domino's á Íslandi haustið 2016 og fylgdi með í kaupunum réttur til að eignast fyrirtækið í heild sinni eftir annað hvort þrjú eða sex ár. Kaupin nú eru því nokkuð á undan áætlun og segir David Wild, forstjóri Domino's Pizza Group, í tilkynningu til bresku kauphallarinnar ástæðuna vera góðan árangur íslenska fyrirtækisins og tækifæri sem til staðar séu á íslenska markaðnum.Sjá einnig: Engar áherslubreytingar fylgja nýjum eigendum Domino'sTveir lykilstjórnendur á Íslandi, þeir Birgir Örn Birgisson og Steinar Sigurðsson, halda eftir hluta af sínum eignarhlut og eiga þeir saman um 4,7 prósent í fyrirtækinu eftir viðskiptin. Birgir Örn, framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi, segir þetta góðar fréttir. „[...]Það að Bretarnir skuli hafa flýtt því að nýta sér kaupréttinn er mikil viðurkenning á því starfi sem starfsfólk Domino's á Íslandi hefur unnið.“ Fyrsti Domino's pizzastaðurinn á Íslandi var opnaður árið 1993. Í dag rekur fyrirtækið 23 slíka staði á Íslandi. Um 800 starfsmenn starfa hjá Domino's hér á landi, ríflega helmingur þeirra í hlutastarfi.
Tengdar fréttir Engar áherslubreytingar fylgja nýjum eigendum Domino's Domino’s í Bretlandi (Domino’s Pizza Group, DPG) hefur eignast ráðandi hlut í Domino’s á Íslandi, í Noregi og Svíþjóð. 27. júlí 2017 07:00 Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Engar áherslubreytingar fylgja nýjum eigendum Domino's Domino’s í Bretlandi (Domino’s Pizza Group, DPG) hefur eignast ráðandi hlut í Domino’s á Íslandi, í Noregi og Svíþjóð. 27. júlí 2017 07:00