Eitt og hálft ár af lífi Flóna Stefán Þór Hjartarson skrifar 14. desember 2017 10:15 Yfir 70 manns létu helling af óútgefnum lögum með Flóna ganga sín á milli löngu áður en platan kom út. Vísir/Eyþór Friðrik Jóhann Róbertsson eða Flóni, eins og hann er kallaður, gaf í síðustu viku út samnefnda plötu en eftirvæntingin eftir plötunni var mikil og jafnvel áður en hann hafði nokkru sinni sent frá sér eitt einasta lag var nafni hans haldið á lofti í rappsenunni. Um er að ræða nokkuð persónulegan grip og yfir vötnum svífur töluverður tregi, þó að líka sé nokkuð um gleðskap í bland, svolítið í anda við rapptónlist frá Atlanta og þá sérstaklega rapparann Future. „Ég hlusta mikið á trapptónlist – sérstaklega miklir áhrifavaldar hjá mér eru Future og Travis Scott til dæmis. Mestu áhrifin koma frá Atlanta-senunni, ég elska þannig dót. Það er hægt að heyra það í minni tónlist – ég fíla að nota Autotune-ið sem hljóðfæri, eins og Future gerir oft, nýtir röddina með Autotune eins og hljóðfæri, eins og píanó. Ég er oft að fara með röddina upp og niður og gera tilraunir. Ég hlusta líka á house og RnB og alls konar. En auðvitað þegar ég er að gera þessi lög er ég að reyna að gera mitt og það sem ég vil gera og það sem ég sé fyrir mér að eigi að gera. Þá finnst mér koma það flottasta út og það sem fólk kann langbest að meta.“Þú ert sjálfur að pródúsera á plötunni, ekki satt? „Þetta er eiginlega smá ferli hjá mér. Ég bý til skissu af bíti og syng yfir það. Þá erum við komin með grunn að lagi – svo sendi ég það á besta vin minn, en hann heitir Jökull Breki. Hann hefur verið að gera tónlist í nokkur ár og ég fékk áhugann á tónlist svolítið í gegnum hann – við vorum saman í Verzló og féllum úr skólanum á sama tíma og svona. En hann tekur sem sagt skissuna, það kannski vantar eitthvað aðeins meira í hana, og hann fer í að krydda hana og gera hana að heilsteyptara lagi. En ég tek allt upp sjálfur og geri sjálfur „beats“.Hvernig fórstu út í það að gera eigin takta? „Það er skemmtilegt að segja frá því að Arnar Ingi, Young Nazareth, var líka í Verzló og ég vissi að hann var að dj-a og svona. Þannig að ég var bara „hey gaur, nennirðu að kenna mér að gera beats?“ og hann bara „jájá“. Við þekktumst ekkert þannig á þessum tíma. Svo fór ég bara á YouTube að kynna mér hlutina og fór að prófa mig áfram, var í svona hálft ár að því og syngja sjálfur í aðstöðu sem ég var með heima hjá mér, og líka lítið stúdíó heima hjá Jökli þar sem við vorum að búa til lög og prófa okkur áfram með alls konar. Það var síðan seinna meir sem þetta fór að verða aðeins alvarlegra og einhver lög sem ég var að gera voru komin í dreifingu – þá var ég alveg „oh shit, þetta sem ég er að gera gæti verið gott“. Þannig að ég lagði mig allan í þetta.“ Innan ákveðins hóps gengu einhver 20 lög, sem Flóni hafði tekið upp, á milli í tölvupóstkeðju og varð hann hálfgerð költhetja í rappinu. Nafnið Flóni sást fljóta um á Twitter og í hinum og þessum rapplögum – „hver er að passa upp á Flóna?“ spurði skáldið til að mynda. „Einhvern veginn fór þetta að dreifast til fólks. Þetta endaði með að það var komin óformleg plata sem fólk var að senda á milli sín. Það voru fullt af demóum, jafnvel bara fyrsta vers af einhverju ókláruðu lagi. Ég held að nafnið mitt hafi orðið smá til út af því – smá svona „underground hype“. Sem mér finnst kúl, ég er ekkert endilega fyrir það að vera mikið í sviðsljósinu – ég vil bara gera tónlist, gera það vel og hafa gaman af því. Ég er bara búinn að vera „in the shadows“ að bíða eftir rétta augnablikinu. Góðir hlutir gerast hægt.“ Dagbók Flóna „Þetta er búinn að vera svona eins og hálfs árs vinnuferill, það að velja bestu lögin og að þróa þetta litla sánd svo þú fáir ákveðinn fíling út frá plötunni sem þú ert að hlusta á. Þetta á ekki að vera allt útum allt, heldur er þarna ákveðið „storyline“.Má ekki segja að þetta sé mjög persónuleg plata? „Frekar – þetta er þannig séð saga af síðasta eina og hálfa ári. Þetta er búinn að vera tími af rugli og vitleysu en líka mjög mörgu skemmtilegu. Þetta er búin að vera smá ferð. Það er gott að koma frá sér hlutum sem ég hef verið að upplifa varðandi ástamál, og annað. Ég get hlustað á lögin og verið bara „intró, þá var ég að ganga í gegnum þetta og næsta lag var þetta“ … smá eins og dagbók. Það komu nokkrar nafnatillögur en mér fannst meika sens að nefna hana Flóna, af því að þetta er ég.“Kannski leiðinlegt orð – en það er svona „emo“ fílingur þarna. „Já, smá,“ svarar Flóni sem virðist ekki láta emo-orðið trufla sig, „þetta fer svona úr því persónulega og yfir í það þar sem ég er að hafa gaman. Það fer eftir því hvernig mér líður, hvort ég er „down“ og lítill í mér eða að hafa gaman og skemmta mér.“ Gott dæmi segir hann lagið Ísköld. „Ísköld er lag sem mér þykir ótrúlega vænt um. Alltof hratt er svo persónulegt á annan hátt, en þessi lög lýsa kannski vel þessum mismun.“ Flóni segist þó alls ekki vera „emo“ gaur heldur þvert á móti einstaklega lífsglaður. „En allir upplifa eitthvað og það að geta komið því út í gegnum tónlist er náttúrulega geðveikt. Mér finnst fólk oftar tengja við þetta persónulega.“Fjörið rétt að byrjaHvernig er svo tilfinningin að vera búinn að senda frá þér þessa plötu? „Það er eiginlega bara ótrúlega skrítið. Ég er alltaf búinn að vera að hugsa og reyna að sjá fyrir mér hvernig það verður þegar ég næ loksins að sýna fólki þetta, ég er eiginlega ekki búinn að ná að átta mig á þessu. En það er auðvitað geðveikt að vera búinn að gefa út. Núna byrjar þetta fyrir alvöru. Ég er bara ótrúlega spenntur að sjá hvert þetta leiðir mig.“Hvað er svo planið núna? „Ég er alltaf í stúdíóinu núna að taka upp eitthvað nýtt og hugsa um hvað mig langar til að gera. Oftast er langbest að hugsa ekkert um hvað maður ætlar að gera, þá kemur yfirleitt það besta út. Ef maður planar of mikið og hugsar of mikið þá er þetta ekki lengur í því „væbi“ að ég sé að hafa gaman, þá verður þetta kannski of alvarlegt. Við erum að búa til góða tónlist og það er nóg.“ Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Sjá meira
Friðrik Jóhann Róbertsson eða Flóni, eins og hann er kallaður, gaf í síðustu viku út samnefnda plötu en eftirvæntingin eftir plötunni var mikil og jafnvel áður en hann hafði nokkru sinni sent frá sér eitt einasta lag var nafni hans haldið á lofti í rappsenunni. Um er að ræða nokkuð persónulegan grip og yfir vötnum svífur töluverður tregi, þó að líka sé nokkuð um gleðskap í bland, svolítið í anda við rapptónlist frá Atlanta og þá sérstaklega rapparann Future. „Ég hlusta mikið á trapptónlist – sérstaklega miklir áhrifavaldar hjá mér eru Future og Travis Scott til dæmis. Mestu áhrifin koma frá Atlanta-senunni, ég elska þannig dót. Það er hægt að heyra það í minni tónlist – ég fíla að nota Autotune-ið sem hljóðfæri, eins og Future gerir oft, nýtir röddina með Autotune eins og hljóðfæri, eins og píanó. Ég er oft að fara með röddina upp og niður og gera tilraunir. Ég hlusta líka á house og RnB og alls konar. En auðvitað þegar ég er að gera þessi lög er ég að reyna að gera mitt og það sem ég vil gera og það sem ég sé fyrir mér að eigi að gera. Þá finnst mér koma það flottasta út og það sem fólk kann langbest að meta.“Þú ert sjálfur að pródúsera á plötunni, ekki satt? „Þetta er eiginlega smá ferli hjá mér. Ég bý til skissu af bíti og syng yfir það. Þá erum við komin með grunn að lagi – svo sendi ég það á besta vin minn, en hann heitir Jökull Breki. Hann hefur verið að gera tónlist í nokkur ár og ég fékk áhugann á tónlist svolítið í gegnum hann – við vorum saman í Verzló og féllum úr skólanum á sama tíma og svona. En hann tekur sem sagt skissuna, það kannski vantar eitthvað aðeins meira í hana, og hann fer í að krydda hana og gera hana að heilsteyptara lagi. En ég tek allt upp sjálfur og geri sjálfur „beats“.Hvernig fórstu út í það að gera eigin takta? „Það er skemmtilegt að segja frá því að Arnar Ingi, Young Nazareth, var líka í Verzló og ég vissi að hann var að dj-a og svona. Þannig að ég var bara „hey gaur, nennirðu að kenna mér að gera beats?“ og hann bara „jájá“. Við þekktumst ekkert þannig á þessum tíma. Svo fór ég bara á YouTube að kynna mér hlutina og fór að prófa mig áfram, var í svona hálft ár að því og syngja sjálfur í aðstöðu sem ég var með heima hjá mér, og líka lítið stúdíó heima hjá Jökli þar sem við vorum að búa til lög og prófa okkur áfram með alls konar. Það var síðan seinna meir sem þetta fór að verða aðeins alvarlegra og einhver lög sem ég var að gera voru komin í dreifingu – þá var ég alveg „oh shit, þetta sem ég er að gera gæti verið gott“. Þannig að ég lagði mig allan í þetta.“ Innan ákveðins hóps gengu einhver 20 lög, sem Flóni hafði tekið upp, á milli í tölvupóstkeðju og varð hann hálfgerð költhetja í rappinu. Nafnið Flóni sást fljóta um á Twitter og í hinum og þessum rapplögum – „hver er að passa upp á Flóna?“ spurði skáldið til að mynda. „Einhvern veginn fór þetta að dreifast til fólks. Þetta endaði með að það var komin óformleg plata sem fólk var að senda á milli sín. Það voru fullt af demóum, jafnvel bara fyrsta vers af einhverju ókláruðu lagi. Ég held að nafnið mitt hafi orðið smá til út af því – smá svona „underground hype“. Sem mér finnst kúl, ég er ekkert endilega fyrir það að vera mikið í sviðsljósinu – ég vil bara gera tónlist, gera það vel og hafa gaman af því. Ég er bara búinn að vera „in the shadows“ að bíða eftir rétta augnablikinu. Góðir hlutir gerast hægt.“ Dagbók Flóna „Þetta er búinn að vera svona eins og hálfs árs vinnuferill, það að velja bestu lögin og að þróa þetta litla sánd svo þú fáir ákveðinn fíling út frá plötunni sem þú ert að hlusta á. Þetta á ekki að vera allt útum allt, heldur er þarna ákveðið „storyline“.Má ekki segja að þetta sé mjög persónuleg plata? „Frekar – þetta er þannig séð saga af síðasta eina og hálfa ári. Þetta er búinn að vera tími af rugli og vitleysu en líka mjög mörgu skemmtilegu. Þetta er búin að vera smá ferð. Það er gott að koma frá sér hlutum sem ég hef verið að upplifa varðandi ástamál, og annað. Ég get hlustað á lögin og verið bara „intró, þá var ég að ganga í gegnum þetta og næsta lag var þetta“ … smá eins og dagbók. Það komu nokkrar nafnatillögur en mér fannst meika sens að nefna hana Flóna, af því að þetta er ég.“Kannski leiðinlegt orð – en það er svona „emo“ fílingur þarna. „Já, smá,“ svarar Flóni sem virðist ekki láta emo-orðið trufla sig, „þetta fer svona úr því persónulega og yfir í það þar sem ég er að hafa gaman. Það fer eftir því hvernig mér líður, hvort ég er „down“ og lítill í mér eða að hafa gaman og skemmta mér.“ Gott dæmi segir hann lagið Ísköld. „Ísköld er lag sem mér þykir ótrúlega vænt um. Alltof hratt er svo persónulegt á annan hátt, en þessi lög lýsa kannski vel þessum mismun.“ Flóni segist þó alls ekki vera „emo“ gaur heldur þvert á móti einstaklega lífsglaður. „En allir upplifa eitthvað og það að geta komið því út í gegnum tónlist er náttúrulega geðveikt. Mér finnst fólk oftar tengja við þetta persónulega.“Fjörið rétt að byrjaHvernig er svo tilfinningin að vera búinn að senda frá þér þessa plötu? „Það er eiginlega bara ótrúlega skrítið. Ég er alltaf búinn að vera að hugsa og reyna að sjá fyrir mér hvernig það verður þegar ég næ loksins að sýna fólki þetta, ég er eiginlega ekki búinn að ná að átta mig á þessu. En það er auðvitað geðveikt að vera búinn að gefa út. Núna byrjar þetta fyrir alvöru. Ég er bara ótrúlega spenntur að sjá hvert þetta leiðir mig.“Hvað er svo planið núna? „Ég er alltaf í stúdíóinu núna að taka upp eitthvað nýtt og hugsa um hvað mig langar til að gera. Oftast er langbest að hugsa ekkert um hvað maður ætlar að gera, þá kemur yfirleitt það besta út. Ef maður planar of mikið og hugsar of mikið þá er þetta ekki lengur í því „væbi“ að ég sé að hafa gaman, þá verður þetta kannski of alvarlegt. Við erum að búa til góða tónlist og það er nóg.“
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Sjá meira