Moore játar ekki ósigur Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. desember 2017 07:00 Doug Jones, nýkjörinn öldungadeildarþingmaður fyrir hönd Alabama. Hann fékk 20.000 fleiri atkvæði en frambjóðandi Repúblikana. Nordicphotos/AFP Roy Moore, frambjóðandi Repúblikana í Alabama til öldungadeildar Bandaríkjaþings, laut í lægra haldi fyrir Demókratanum Doug Jones þegar talið var upp úr kjörkössunum í fyrrinótt. Moore tapaði með minnsta mun en einungis 20.000 atkvæði af 1,3 milljónum skildu frambjóðendurna að. Verður Jones því fyrsti Demókratinn til að sitja í öldungadeildinni fyrir Demókrata í aldarfjórðung. Moore játaði sig hins vegar ekki sigraðan í gær og hafði hann ekki gert það þegar Fréttablaðið fór í prentun. „Þegar svona mjótt er á munum er þetta ekki búið,“ sagði Repúblikaninn, sem sakaður hefur verið um kynferðisbrot gegn stúlkum undir lögaldri, við stuðningsmenn sína í fyrrinótt. John Merrill, innanríkisráðherra Alabama, sagði í viðtali við CNN í gær að Moore væri svo sannarlega ekki sigurvegari kosninganna. Jafnframt sagði hann að ekki yrði ráðist sjálfkrafa í endurtalningu atkvæða. „Ég er viss um að þetta skiptir framboð hans máli og ég er viss um að þetta skiptir ýmsa aðra máli. Ég er hins vegar ekki viss um að Doug Jones hafi miklar áhyggjur af þessu,“ sagði Merrill. Rík hefð er fyrir því í Bandaríkjunum að sá sem lýtur í lægra haldi hringi í sigurvegarann í kjölfar kosninga og færi honum hamingjuóskir. Þess er skemmst að minnast að í aðdraganda forsetakosninga síðasta árs neitaði Trump að heita því að virða niðurstöður kosninganna og hringja slíkt símtal án þess að gengið væri úr skugga um að ekki hefði verið svindlað á honum. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Trump lýsir yfir stuðningi við Moore Fjöldi kvenna hafa á síðustu vikum sakað frambjóðanda Repúblikana til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama um að hafa áreitt þær kynferðislega á áttunda áratugnum. 4. desember 2017 14:10 Mjótt á munum í kosningabaráttu í Alabama eftir ásakanir um barnaníð Þrátt fyrir fjölda ásakana um kynferðislega tilburði við ungar stúlku og konur á Roy Moore enn góða möguleika á að vera kjörinn öldungadeildarþingmaður Alabama. 2. desember 2017 14:20 Uppnám í Alabama Demókratinn Doug Jones fór með sigur af hólmi í kosningum sem fram fóru í gær um laust sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir Alabamaríki. 13. desember 2017 06:57 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Roy Moore, frambjóðandi Repúblikana í Alabama til öldungadeildar Bandaríkjaþings, laut í lægra haldi fyrir Demókratanum Doug Jones þegar talið var upp úr kjörkössunum í fyrrinótt. Moore tapaði með minnsta mun en einungis 20.000 atkvæði af 1,3 milljónum skildu frambjóðendurna að. Verður Jones því fyrsti Demókratinn til að sitja í öldungadeildinni fyrir Demókrata í aldarfjórðung. Moore játaði sig hins vegar ekki sigraðan í gær og hafði hann ekki gert það þegar Fréttablaðið fór í prentun. „Þegar svona mjótt er á munum er þetta ekki búið,“ sagði Repúblikaninn, sem sakaður hefur verið um kynferðisbrot gegn stúlkum undir lögaldri, við stuðningsmenn sína í fyrrinótt. John Merrill, innanríkisráðherra Alabama, sagði í viðtali við CNN í gær að Moore væri svo sannarlega ekki sigurvegari kosninganna. Jafnframt sagði hann að ekki yrði ráðist sjálfkrafa í endurtalningu atkvæða. „Ég er viss um að þetta skiptir framboð hans máli og ég er viss um að þetta skiptir ýmsa aðra máli. Ég er hins vegar ekki viss um að Doug Jones hafi miklar áhyggjur af þessu,“ sagði Merrill. Rík hefð er fyrir því í Bandaríkjunum að sá sem lýtur í lægra haldi hringi í sigurvegarann í kjölfar kosninga og færi honum hamingjuóskir. Þess er skemmst að minnast að í aðdraganda forsetakosninga síðasta árs neitaði Trump að heita því að virða niðurstöður kosninganna og hringja slíkt símtal án þess að gengið væri úr skugga um að ekki hefði verið svindlað á honum.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Trump lýsir yfir stuðningi við Moore Fjöldi kvenna hafa á síðustu vikum sakað frambjóðanda Repúblikana til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama um að hafa áreitt þær kynferðislega á áttunda áratugnum. 4. desember 2017 14:10 Mjótt á munum í kosningabaráttu í Alabama eftir ásakanir um barnaníð Þrátt fyrir fjölda ásakana um kynferðislega tilburði við ungar stúlku og konur á Roy Moore enn góða möguleika á að vera kjörinn öldungadeildarþingmaður Alabama. 2. desember 2017 14:20 Uppnám í Alabama Demókratinn Doug Jones fór með sigur af hólmi í kosningum sem fram fóru í gær um laust sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir Alabamaríki. 13. desember 2017 06:57 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Trump lýsir yfir stuðningi við Moore Fjöldi kvenna hafa á síðustu vikum sakað frambjóðanda Repúblikana til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama um að hafa áreitt þær kynferðislega á áttunda áratugnum. 4. desember 2017 14:10
Mjótt á munum í kosningabaráttu í Alabama eftir ásakanir um barnaníð Þrátt fyrir fjölda ásakana um kynferðislega tilburði við ungar stúlku og konur á Roy Moore enn góða möguleika á að vera kjörinn öldungadeildarþingmaður Alabama. 2. desember 2017 14:20
Uppnám í Alabama Demókratinn Doug Jones fór með sigur af hólmi í kosningum sem fram fóru í gær um laust sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir Alabamaríki. 13. desember 2017 06:57