Sófus pantaði óvart 85 pizzur: „Náðum einhvern veginn að raða þessu í bílinn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 13. desember 2017 12:45 Sófus starfar hjá Elko í Lindum. Sófus Árni Hafsteinsson, yfirmaður hjá ELKO í Lindum, pantaði óvart 85 pizzur fyrir starfsfólk sitt á dögunum en hann hafði reiknað út að hver starfsmaður fengi hálfa pizzur. Þeir voru aftur á móti aðeins fjörutíu talsins. Sófus greinir frá þessu á Twitter og deilir í leiðinni skemmtilegu myndbandi frá því þegar hann sótti pizzurnar.„Daginn sem ég reiknaði óvart með 2 pizzur fyrir hvern starfsmann í stað 2 starfsmann á hverja pizzu... Og pantaði 85 pizzur fyrir 40 starfsmenn,“ segir Sófus með myndbandinu á Twitter. Hann bætir síðan einnig við: „Mér til varnar var Megavika hjá Dominos! Og Svartur Fössari hjá okkur í ELKO“Allir í belti.„Svartur Fössari í hámarki hjá okkur í ELKO. Náði hámarki þennan föstudag og við höfum alltaf keypt hádegismat handa starfsfólkinu á Svörtum Fössara. Það vildi svo heppilega til að það var Megavika hjá Dominos. . Yfirleitt þegar ég panta pizzur fyrir starfsfólkið þá miða ég við sirka hálfa pizzu á hvern starfsmann,“ segir Sófus. „Svo þegar ég er búinn að telja hversu margir starfsmenn eru á vakt þá byrja ég að púsla saman pöntuninni - en í stað þess að deila fjölda starfsmanna með tveimur þá margfalda ég með tveimur. Þannig að fyrir rúmlega 40 starfsmenn hefði ég átt að rúmlega 20 pizzur en í staðinn pantaði ég rúmlega 85 pizzur - eða fjórfalt meira en við þurftum.“ Sófus segir að hvergi í ferlinu hafi það hvarflað að honum að þetta væri svona rífleg pöntun.Æsispennandi bílferð „Ekki einu sinni þegar starfsmaður Dominos þurfti að hringja í verslanirnar til að athuga hver gæti tekið þessa pöntun að sér. Við fórum á bíl að sækja pizzurnar frekar en að láta senda, enda Megavika og tilboð á sóttum pizzum, og náðum einhvern veginn að raða þessu í bílinn með því að leggja niður sætin og stafla þessu alveg upp í loft. Bílferðin var svo æsispennandi því þessir fjórir staflar hreyfðust vandræðalega mikið í hvert skipti sem við tókum af stað, bremsuðum, beygðum og keyrðum niður brekku. Það var svo ekki fyrr en við vorum búnir að trilla öllum pizzunum upp á kaffistofuna að ég fór að pæla... kannski er þetta aðeins of mikið.“ Sófus segir að staffið hafi tekið með sér pizzakassa heim eftir vaktina. „Þegar við vorum að keyra og sækja pizzurnar þá fékk ég símtal frá pizzastaðnum og var ég spurður hvort við værum ekki alveg örugglega á leiðinni - því þeir voru ekki með meira pláss fyrir pizzur á hitagrindinni. Ekki einu sinni þá fattaði ég að ég hefði pantað yfirdrifið.“Daginn sem ég reiknaði óvart með 2 pizzur fyrir hvern starfsmann í stað 2 starfsmann á hverja pizzu... Og pantaði 85 pizzur fyrir 40 starfsmenn @DPISL pic.twitter.com/NpZaQg1Xzk— Sófús Árni (@sofusarni) December 12, 2017 Mest lesið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Fleiri fréttir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Sjá meira
Sófus Árni Hafsteinsson, yfirmaður hjá ELKO í Lindum, pantaði óvart 85 pizzur fyrir starfsfólk sitt á dögunum en hann hafði reiknað út að hver starfsmaður fengi hálfa pizzur. Þeir voru aftur á móti aðeins fjörutíu talsins. Sófus greinir frá þessu á Twitter og deilir í leiðinni skemmtilegu myndbandi frá því þegar hann sótti pizzurnar.„Daginn sem ég reiknaði óvart með 2 pizzur fyrir hvern starfsmann í stað 2 starfsmann á hverja pizzu... Og pantaði 85 pizzur fyrir 40 starfsmenn,“ segir Sófus með myndbandinu á Twitter. Hann bætir síðan einnig við: „Mér til varnar var Megavika hjá Dominos! Og Svartur Fössari hjá okkur í ELKO“Allir í belti.„Svartur Fössari í hámarki hjá okkur í ELKO. Náði hámarki þennan föstudag og við höfum alltaf keypt hádegismat handa starfsfólkinu á Svörtum Fössara. Það vildi svo heppilega til að það var Megavika hjá Dominos. . Yfirleitt þegar ég panta pizzur fyrir starfsfólkið þá miða ég við sirka hálfa pizzu á hvern starfsmann,“ segir Sófus. „Svo þegar ég er búinn að telja hversu margir starfsmenn eru á vakt þá byrja ég að púsla saman pöntuninni - en í stað þess að deila fjölda starfsmanna með tveimur þá margfalda ég með tveimur. Þannig að fyrir rúmlega 40 starfsmenn hefði ég átt að rúmlega 20 pizzur en í staðinn pantaði ég rúmlega 85 pizzur - eða fjórfalt meira en við þurftum.“ Sófus segir að hvergi í ferlinu hafi það hvarflað að honum að þetta væri svona rífleg pöntun.Æsispennandi bílferð „Ekki einu sinni þegar starfsmaður Dominos þurfti að hringja í verslanirnar til að athuga hver gæti tekið þessa pöntun að sér. Við fórum á bíl að sækja pizzurnar frekar en að láta senda, enda Megavika og tilboð á sóttum pizzum, og náðum einhvern veginn að raða þessu í bílinn með því að leggja niður sætin og stafla þessu alveg upp í loft. Bílferðin var svo æsispennandi því þessir fjórir staflar hreyfðust vandræðalega mikið í hvert skipti sem við tókum af stað, bremsuðum, beygðum og keyrðum niður brekku. Það var svo ekki fyrr en við vorum búnir að trilla öllum pizzunum upp á kaffistofuna að ég fór að pæla... kannski er þetta aðeins of mikið.“ Sófus segir að staffið hafi tekið með sér pizzakassa heim eftir vaktina. „Þegar við vorum að keyra og sækja pizzurnar þá fékk ég símtal frá pizzastaðnum og var ég spurður hvort við værum ekki alveg örugglega á leiðinni - því þeir voru ekki með meira pláss fyrir pizzur á hitagrindinni. Ekki einu sinni þá fattaði ég að ég hefði pantað yfirdrifið.“Daginn sem ég reiknaði óvart með 2 pizzur fyrir hvern starfsmann í stað 2 starfsmann á hverja pizzu... Og pantaði 85 pizzur fyrir 40 starfsmenn @DPISL pic.twitter.com/NpZaQg1Xzk— Sófús Árni (@sofusarni) December 12, 2017
Mest lesið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Fleiri fréttir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Sjá meira