Deilt um „dýrustu hraðasekt sögunnar“ Birgir Olgeirsson skrifar 15. desember 2017 09:00 Deilt var um ásakanir á hendur Magnúsi Garðarssyni um að hafa ekið á 180 kílómetra hraða á Reykjanesbraut. Þá er einnig deilt um upptöku á Teslu-bifreið hans. Vísir Ekkert varð af fyrirhugaðri skýrslutöku yfir starfsmanni Tesla í máli embættis héraðssaksóknara gegn Magnúsi Ólafi Garðarssyni, fyrrverandi forstjóra United Silicon, sem ákærður er fyrir endurtekinn stórfelldan hraðakstur á Suðurnesjum. Það skipti sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum var á Reykjanesbraut í desember á síðasta ári. Samkvæmt gögnum sem lögregla aflaði frá framleiðanda Teslu-bifreiðar Magnúsar var henni ekið á allt að 183 kílómetra hraða.Taldi að Tesla óttaðist mögulegan skaðaÓli Ingi Ólason, saksóknari hjá héraðssaksóknara, sagði fyrir dómi að betra hefði verið að fá þessar skýringar á ökurita Teslu-bifreiðarinnar frá þeim starfsmanni Tesla í Hollandi sem sendi upplýsingarnar til íslensku lögreglunnar. Hann sagði að svo virtist vera sem að Tesla vildi ekki lengur tjá sig um þessar upplýsingar því fyrirtækið óttaðist mögulega að bera einhvern skaða af því.Sjá einnig: Hnerri hafi mögulega orsakað 180 km hraða á Reykjanesbrautinni Ákæruvaldið ákvað þess í stað að fá íslenskan bifvélavirkjameistara til að gefa sitt álit á Teslu-ökuritanum og hversu nákvæmur hann sé. Haukur Örn Birgisson, skipaður verjandi Magnúsar, mótmælti því harðlega og sagði að gögnin væru þar með ekki staðfest milliliðalaust eins og ætlast væri til þegar kæmi að sönnunarfærslu. Sagði verjandinn ákæruvaldið fara bakdyraleið að því að ákæra Magnús með því að miða við upplýsingar úr ökuritanum. Þar með væri því ekkert til fyrirstöðu að lögreglan myndi afla upplýsinga úr ökuritum sem næðu langt aftur tímann og ákæra fyrir allt það tímabil.Raskað öryggi á alfaraleið Magnús er ákærður fyrir að hafa að morgni þriðjudagsins 20. desember í fyrra ekið Teslu-bifreið sinni, sem ber einkanúmerið NO CO2, of hratt miðað við aðstæður og langt yfir leyfilegum hámarkshraða vestur Reykjanesbraut í Hafnarfirði, á móts við álverið við Straumsvík tekið fram úr fjölda bifreiða án þess að sinna aðgæsluskyldu við framúrakstur þannig að minnstu munaði að árekstur yrði við bifreiðar sem komu úr gagnstæðri átt og þannig raskað umferðaröryggi á alfaraleið. Samkvæmt ákærunni á Magnús að hafa ekið áfram vestur Reykjanesbraut á allt að 182,74 kílómetra hraða, þar sem hámarkshraði var 90 kílómetrar á klukkustund, skömmu áður en hann ók hægra framhorni Teslu-bifreiðar sinnar af miklum krafti á vinstra afturhorn Toyota Yaris sem var ekið í sömu akstursstefnu á Reykjanesbraut við Hvassahraun, með þeim afleiðingum að síðarnefnda bifreiðin hafnaði utan vegar og varð fyrir skemmdum. Ökumaður Yaris-bílsins skall með höfuðið í stýri bifreiðarinnar og missti meðvitund um stund og hlaut 2,5 sentímetra langan skurð á efra augnloki hægra megin, bólgu á nefi og glerungssprungur á hægri framtönn og hægri hliðarframtönn efri góms. Var slæmt skyggni vegna veðurs og myrkurs þennan þriðjudagsmorgun á Reykjanesbrautinni sem var blaut og hál í þokkabót. Veruleiki þar sem ríkir mega keyra eins og „brjálæðingar“ Ákæruvaldið gerir þá kröfu að Magnús verði dæmdur til fjögurra til sex mánaða fangelsisvistar og að hann sæti sviptingu ökuleyfis í 12 til 15 mánuði. Auk þess er gerð krafa um að Tesla-bifreið hans, sem fyrir dómi var sögð kosta 25 milljónir króna á sínum tíma, verði gerð upptæk til að koma í veg fyrir að Magnús geti framið fleiri brot á bílnum. Haukur Örn, verjandi Magnúsar, sagði að um væri að ræða dýrustu hraðasekt sögunnar og að dómurinn yrði að taka tillit til verðmæti bílsins. Ákæruvaldið benti á að ef dómurinn tæki mið af verðmæti bílsins væri verið að mismuna fólki eftir efnahag og skapa þann veruleika þar sem ríkir geta ekið um eins og brjálæðingar.Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og Snorri Konráðsson.VísirMeistarinn sagði mælingu Tesla verða að vera nákvæmaMunnlegur málflutningur fór fram í málinu í Héraðsdómi Reykjaness síðastliðinn föstudag. Úr því að framleiðandi Tesla vildi ekki tjá sig um upplýsingarnar sem sendar voru lögreglu hér á landi brá ákæruvaldið á það ráð að kalla fyrir dóminn bifvélavirkjameistarann Snorra Konráðsson, sem hefur í lengri tíma rannsakað bíla sem lent hafa í slysum. Var þess óskað að hann gæfi álit á ökuritanum, útskýra hvernig hann virkaði og hversu nákvæmur hann væri. Snorri hafði meðal annars verið kvaddur til að meta ástand Teslu-bifreiðarinnar eftir atvikið á Reykjanesbraut í desember í fyrra. Það mat sneri þó aðeins að almennum öryggisatriðum tengdum Teslunni. Við bíltæknirannsókn sem Snorri gerði kom í ljós að stærð dekkjabúnaðar var ekki með nákvæmlega sama hætti og getið er um í skráningarskírteini bílsins. Munaði um 5,4 millímetrum á dekkjabúnaðinum sem var á bílnum þegar umrætt atvik átti sér stað og á dekkjabúnaðinum sem var gefinn upp á skráningarskírteini bílsins. Snorri sagði að skynjarar væru í hverju hjóli Teslunnar sem Magnús ók sem mæla snúningshraða á hjólunum. Um er að ræða fremur nákvæma mælingu því hver skynjari sendir um 42 boð í hverjum snúningi í stjórntölvu ABS-tölvu bílsins. Stærð dekkjabúnaðar gæti haft áhrif á þá mælingu, þannig að hraðinn mælist annað hvort meiri eða minni. Snorri sagði að ekki hefði verið mælanlegur munur þegar kom að dekkjabúnaðinum umrætt sinn. Hann sagði þessa skynjara á hjólum bílsins hjálpa til við að stýra stöðugleika bílsins. Ef einn skynjarinn nemur að hjólin snúist mishratt byrjar tölva bílsins að hemla á því hjóli sem snýst hraðar. Þannig geti þessi tölvubúnaður komið bílnum á beina braut. Ef hraðinn er mikill sé um að ræða kröftugt inngrip en ef hann er innan ákveðinna marka aðhefst búnaðurinn ekkert.Frá samsetningu Tesla-bifreiðar í verksmiðju framleiðandans í Tilburg í Hollandi.Vísir/GettyFramleiðandinn gæti verið að verja sig Óli Ingi saksóknari spurði Snorra af hverju svona upplýsingar væru ekki teknar til greina við bíltæknirannsóknir, þ.e.a.s. upplýsingar um snúningshraða dekkja á þeim tíma sem slys á sér stað. Snorri sagði þessar upplýsingar alla jafna ekki aðgengilegar því bílaframleiðandinn læsi þær af. Von sé á að það breytist með nýrri Evrópulöggjöf. Bílaframleiðandinn nálgast þessar upplýsingar í gegnum SIM-kort sem er í aksturstölvunni. Hringir bílaframleiðandinn í tölvu í bílnum og fær upplýsingarnar þannig. Erfitt sé að afla þessara gagna í dag að sögn Snorra og sagði hann að bílaframleiðendur séu þeirrar skoðunar að þetta séu þeirra gögn. Hugsanlega séu þeir einnig að verja sig fyrir einhverskonar skaða með því að opinbera þau ekki. Aðspurður sagði Snorri að tæknibúnaður Teslunnar, sá sem nemur snúningshraða hjólanna, yrði að vera 100 prósent, annars myndi kerfið sem á að stýra stöðugleikanum ekki virka. Hélt Snorri því fram að ef kerfið væri ekki 100 prósent yrði algjör upplausn í tölvukerfi bílsins sem myndi hrynja og bíllinn færi ekki af stað. Verjandi Magnúsar mótmælti því að lagðar væru spurningar fyrir Snorra um atriði sem hann hefði ekki lagt mat á á fyrri stigum málsins.Gerðu samanburð við radarmælingu lögreglu Ákæruvaldið fékk upplýsingarnar um snúningshraða hjóla á Teslu-bifreið Magnúsar frá Teslu í Hollandi. Sendi bílaframleiðandinn nákvæmt yfirlit yfir snúningshraða hjólanna fimm mínútum fyrir áreksturinn á Reykjanesbraut. Samkvæmt þessum upplýsingum á bílnum að hafa verið ekið á tæplega 183 kílómetra hraða fimmtán sekúndum áður en bifreiðin gaf frá sér merki um árekstur. Lögreglan ákvað að bera saman upplýsingarnar frá Tesla við hraðamælingar lögreglunnar. Var Teslu-bifreið ekið á 80 kílómetra hraða á klukkustund með aðstoð „cruise control“. Var niðurstaðan sú að radarmæling lögreglu sýndi bílinn á 79 kílómetra hraða, ökuritinn sýndi bílinn á 79,9 kílómetra hraða en hraðamælir bílsins sýndi hann á 81 kílómetra hraða. Taldi ákæruvaldið þessar upplýsingar frá Tesla mjög nákvæmar og vel samanburðarhæfar við hefðbundna radarmælingu hjá lögreglu.Lögregla við hraðamælingar.VísirTaldi ákæruvaldið teygja sig ansi langt Verjandinn Haukur Örn sagði við munnlegan málflutning að ákæruvaldið væri farið að teygja sig býsna langt í málinu. Sagði hann það algjörlega fordæmalaust ef Magnús yrði sakfelldur fyrir brot á grundvelli gagnanna frá Tesla. Hann sagði að ákæruvaldið hefði óskað eftir þessum gögnum frá Tesla í gegnum tölvupóst og að Tesla hafi ekki gert þá kröfu að dómsúrskurði yrði framvísað. Allt séu þetta gögn sem varði viðskiptavini og ættu að njóta persónuverndar.Af hverju ekki að ákæra heilt ár aftur í tímann? Haukur benti á að í fyrirspurn ákæruvaldsins til Teslu hefði einungis verið óskað eftir gögnum frá framleiðandanum og ekkert meira en það. Spurði Haukur hvers vegna ekki hefði verið óskað hreinlega eftir öllum ökuferli bifreiðar Magnúsar og hann ákærður heilt ár aftur í tímann. Það væri ekkert því til fyrirstöðu fyrst að málið væri komið í þennan farveg. Hann taldi að ekki væri hægt að leggja svona vinnubrögð til grundvallar sakfellingu.Bakdyraleið að milliliðalausri sönnunarfærslu Haukur benti á að enginn frá Tesla hefði mætti fyrir dóm og staðfest gögnin. Þau séu því óstaðfest í þessu máli en meginreglan kveði á um milliliðalausa sönnunarfærslu. Haukur sagði að fyrst að enginn frá Tesla hafi verið reiðubúinn að staðfesta gögnin fyrir dómi milliliðalaust hafi ákæruvaldið ákveðið að fara bakdyraleið til að veita þeim staðfestingu með því að kalla Snorra Konráðsson fyrir sem vitni til að ræða atriði sem hann hafi ekki komið nálægt við bíltæknirannsókn í þessu máli.Haukur Örn Birgisson, skipaður verjandi Magnúsar í málinu.Vísir/StefánÁætlaður hraði þar sem veggrip skipti máli Haukur sagði að hraðinn sem kæmi fram í gögnum Teslu væri áætlaður hraði sem taki mið af snúningi hjólanna. Þar skipti veggrip verulegu máli. Ekki sé um að ræða raunverulegan hraða heldur áætlaðan hraða og að slíkan hraða ætti ekki að leggja til grundvallar við refsingu í sakamáli. Benti Haukur á að við bíltæknirannsókn hafi komið fram að miðað við mynstur á hjólbarða bilsins mætti ráða að ökutækið hafi flotið á krapa á Reykjanesbrautinni. Sagði Haukur þetta þýða að ef bílnum er ekið í slabbi færi hann að spóla. Ef bíllinn spólar nemi ökuritinn þann hraða sem dekkin eru á en ekki þann hraða sem ökutækið er á.Telur samanburð lögreglu gallaðan Haukur sagði að samanburður lögreglu á radarmælingum hennar og hraðaupplýsingum frá Tesla vera gallaðan. Í fyrsta lagi hafi einungis verið ekið á áttatíu kílómetra hraða og ekki prófað að keyra bifreiðina á þeim hraða sem ákært væri fyrir, það er tæplega 183 kílómetra hraða á klukkustund. Það væri örlítið betri mælikvarði á hvort ökuritinn væri að segja satt og rétt frá að hans mati. Þá hafi bifreið Magnúsar ekki verið prófuð heldur einhver allt önnur Tesla-bifreið. Sagði Haukur að prófun á hraðamæli í bifreið B sanni ekki að hraðamælir í bifreið A sé réttur eða rangur.Gætu allt eins notað farsímaupplýsingar Þá benti Haukur á að Ríkislögreglustjóri hefði gefið út verklagsreglur um hraðamælingar með ratsjá. Þar er kveðið á um að lögreglan skuli einungis nota þau hraðamælingartæki sem Ríkislögreglustjórinn hefur viðurkennt og óheimilt sé að taka í notkun mælibúnað fyrr en slík viðurkenning liggi fyrir. Það sé Ríkislögreglustjórinn sem leggi embættunum til hraðamælingaratsjár og aðeins megi notast við hraðamælingar til sakfellingar. Því verði önnur tækni eða tæki ekki notuð almennt séð til hraðamælingar. Hann sagði að verði það ekki niðurstaða dómsins þá sé hægt að áætla hraða ökumanna út frá farsímum og gps-aksturstækjum. Lögreglan geti þá hringt í símfyrirtæki og ákært ökumenn fyrir hraðakstur aftur í tímann.Verjandi Magnúsar sagði að ef gögn úr ökurita Teslu yrðu notuð til sakfellingar væri allt eins hægt að hafa samband við símfyrirtæki landsins og afla þannig gagn um aksturshraða ökumanna og ákæra aftur í tímann.VísirEinnig ákærður fyrir brot árið 2016 Auk þeirrar ákæru sem fjallað hefur verið um hér að framan hefur Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákært Magnús fyrir hraðakstur, í tvígang sama dag, í ágúst í fyrra. Magnús var á fyrrnefndri Tesla-bifreið sinni og var mældur, samkvæmt ákæru, á 148 kílómetra hraða austur Reykjanesbraut við Vogastapa þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund 25. ágúst árið 2016. Einnig er hann ákærður fyrir að hafa skömmu síðar sama dag ekið bifreiðinni austur Reykjanesbraut, Vogum, á 140 kílómetra hraða á klukkustund þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Þessi mál voru sameinuð því máli sem við kemur 20. desember í fyrra og því flutt á sama tíma fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Ákæruvaldið sagði frá því í Héraðsdómi Reykjaness að þegar hraðinn hafi verið borinn undir Magnús á vettvangi í ágúst 2016 kannaðist hann ekki við að hafa ekið svo hratt og bar því við að hann væri mun vanari að aka í Danmörku þar sem hámarkshraði væri á 130 kílómetrar á klukkustund á sumum stöðum.Telur ekki sannað að um sömu bifreið væri að ræða Aðkoma lögregla að málinu var með þeim hætti að lögreglumenn komu auga á bifreið Magnúsar við Vogastapa þar sem sjáanlegur munur var á hraða hennar og annarra bíl. Var bíllinn því mældur á um 150 kílómetra hraða á klukkustund en lögreglumenn veittu bifreiðinni ekki eftirför sökum þess að vegrið skildi að akstursleiðir. Brugðu þeir því á það ráð að láta lögreglumenn vita sem voru á leið bílsins. Þeir komu auga á bíl Magnúsar og mældu hann á 140 kílómetra hraða. Verjandi Magnúsar sagði fyrir dómi að ekki væri sannað að þetta hefði verið bíll Magnúsar sem lögreglumenn komu auga á en gátu ekki veitt eftirför. Um hefði verið að ræða óslitna eftirför og því liggi ekki fyrir að að þetta hafi verið sama bifreiðin. Verjandinn benti á að gríðarlega strangar kröfur væru gerðar af dómstólum til hraðamælinga lögreglu. Vildi hann meina að ekki lægi fyrir sönnun þess að radartækið sem notað var til að mæla Magnús á þeim hraða sem um ræðir í ákæru hafi verið rétt prófað.Bíll Magnúsar sem hefur verið í vörslu yfirvalda í eitt ár.VísirBíllinn í vörslu yfirvalda í eitt ár Lögreglan lagði hald á Teslu Magnúsar 20. desember í fyrra vegna rannsóknar málsins og hefur embætti héraðssaksóknar gert kröfu um að bíllinn verði gerður upptækur því grunur sé um að Magnús hafi gerst sekur um stórfelldan og ítrekaðan hraðakstur. Öll skilyrði upptökunnar eigi við Magnús að mati embættisins, bæði varðandi ökuferil hans og þetta tiltekna tilvik sem átti sér stað 20. desember árið 2016. Sagði saksóknari embættisins fyrir dómi að upptakan ætti að koma í veg fyrir að Magnús hefði möguleika á að nota ökutækið við ný brot. Ökuferill hans frá því að hald var lagt á bílinn sýndi að hún hefði borið árangur. Hann hefði ekki gerst sekur um eitt umferðarlagabrot frá því það var gert, en fyrir haldlagninguna hafi hann gerst sjö sinnum sekur um umferðarlagabrot, sex á Íslandi og eitt í Danmörku. Virkni fyrirbyggjandi áhrifa væru þegar komin fram í þessu máli þó því sé ekki lokið. Taldi saksóknarinn að ef þetta heimildarákvæði ætti ekki við í máli Magnúsar þá væri um dauðan bókstaf að ræða því þá sé mjög erfitt að finna tilvik sem falla undir þetta ákvæði. Um er að ræða ákvæði sem má finna í 107. grein umferðarlaga. Þar kemur meðal annars fram að gera megi ökutæki upptækt ef eigandi þess hefur gerst sekur um ítrekaðan hraðakstur eða akstur sem telst sérlega vítaverður.Magnús Ólafur Garðarsson er stofnandi og fyrrverandi forstjóri United Silicon.Vísir/EyþórDýrasta hraðasekt sögunnar Verjandi Magnúsar benti á að þessi aðgerð yfirvalda væri verulega íþyngjandi fyrir Magnús og færi gegn jafnræðisreglu því ef þetta verður niðurstaðan, að bíll hans verði gerður upptækur, þá sé um að ræða dýrustu hraðasekt sögunnar því bílinn hafi verið metinn á 25 milljónir króna þegar hann var kominn hingað til lands. Sagði verjandinn það ekki líku saman að jafna, 500 þúsund króna mótorhjóli og 25 milljóna króna bíl. Sagði verjandinn að í ljósi verðmæti bifreiðarinnar verði að gera ríkari kröfu til sönnunar um brot Magnúsar.Fólki mismunað eftir efnahagSaksóknari sagði að ef þetta yrði raunin, að verðmæti bílsins yrði tekið til hliðsjónar við mat á upptöku hans, þá væri verið að mismuna fólki eftir efnahag þar sem ríkir megi aka eins og brjálæðingar. Ef fólk hins vegar er á nógu ómerkilegri bifreið þá gæti það átt hættu á að hún verði gerð upptæk. Verjandi Magnúsar sagði að Magnús hefði einu sinni áður verið sviptur ökuréttindum í einn mánuð og verið væri að líta til brota sem enn teldust ekki sönnuð. Ákvæðið ætti við ef ökumenn hefðu gerst sekir um stórfelldan eða ítrekaðan ölvunarakstur og stórfelldan eða ítrekaðan hraðakstur. Slysið á Reykjanesbraut hefði verið óhapp og ekki sannað að Magnús hefði ekið á ofsafengnum hraða. Í málinu er lögð fram einkaréttarkrafa af hálfu mannsins sem ók Toyota Yaris-bílnum sem Magnús ók á 20. desember síðastliðinn. Fer maðurinn fram á eina milljón króna í bætur. Dómarinn í málinu sagði að dráttur gæti orðið á uppkvaðningu dómsins vegna anna hjá dómara. Hefðbundið gefur Héraðsdómur sér fjórar viku til að komast að niðurstöðu en miðað við orð dómara er niðurstöðu væntanlega ekki að vænta fyrr en á nýju ári.Einnig grunaður um fjárdrátt Málið er ekki það eina þar sem Magnúsar kemur við sögu hjá ákæruvaldinu hér á landi. Í september síðastliðnum tilkynnt stjórn United Silicon að hún hefði sent kæru til Embættis héraðssaksóknara vegna gruns um refsiverða háttsemi Magnúsar í starfi forstjóra United Silicon. Er hann grunaður um að hafa gefið út reikninga í nafni fyrirtækis sem hét sama eða svipuðu nafni og það sem framleiddi búnað fyrir United Silicon. Hefur því verið haldið fram að Magnús hafi dregið sér rúman hálfan milljarð króna en Magnús hefur sjálfur þverneitað þessum ásökunum. Málið er enn til rannsóknar hjá embætti héraðssaksóknara. Dómsmál Tesla United Silicon Tengdar fréttir Magnús grunaður um að hafa dregið sér allt að hálfan milljarð frá United Silicon Stjórn United Silicon hefur kært Magnús Ólaf Garðarsson, fyrrverandi forstjóra og stofnanda fyrirtækisins, til Embættis héraðssaksóknara vegna gruns um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals frá árinu 2014. 11. september 2017 20:45 Magnús segir ásakanirnar rangar og tilhæfulausar Magnús Ólafur Garðarsson, stofnandi og fyrrverandi forstjóri United Silicon, mótmælir alfarið þeim ásökunum sem fram hafa komið á hendur honum í fjölmiðlum hér á landi í dag og í gær. 12. september 2017 17:07 Eignir Magnúsar kísilkóngs kyrrsettar Sýslumaður telur ósk stjórnar United Silicon réttmæta og hafa eignir Magnúsar Garðarssonar á Íslandi nú verið kyrrsettar. 26. september 2017 14:39 Erfitt að sanna hraðaksturinn á Teslu Magnúsar "Þetta er alveg nýtt af nálinni. Fólk hefur ekki verið sakfellt hér á landi á grundvelli gagna af þessu tagi heldur hafa þurft að koma til miklu staðfastari gögn eins og til dæmis radarmælingar lögreglu. Þær liggja ekki fyrir í þessu máli,“ segir verjandi Magnúsar. 8. desember 2017 06:00 United Silicon fær framlengingu á greiðslustöðvun Greiðslustöðvunin nær til 22. janúar 2018. Fyrirtækið hafði áður fengið greiðslustöðvun í ágúst á þessu ári sem rann út í dag. 4. desember 2017 16:06 Magnús talinn hafa svikið áfram eftir starfslok Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið kærður vegna meints skjalafals og fjárdráttar. Talinn hafa falsað reikninga frá fyrirtæki á Ítalíu. 12. september 2017 06:00 Magnús sendir frá sér aðra tilkynningu: „Ekkert annað en mjög skítugur slagur um eignarhald“ Magnús Ólafur Garðarsson, stofnandi og fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur sent frá sér aðra tilkynningu vegna kæru sem stjórn United Silicon lagði fram á hendur honum í gær vegna gruns um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals. 12. september 2017 17:58 Magnús kærði starfsmenn héraðssaksóknara fyrir upplýsingaleka til DV Ríkissaksóknari hefur málið til rannsóknar og aðstoðar lögreglan á Vesturlandi við hana. 13. september 2017 23:41 Kísilkóngurinn selur 450 fermetra einbýlishús á 150 milljónir Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri og stofnandi hins umdeilda fyrirtækis United Silicon, er grunaður um hafa dregið sér um hálfan milljarð með fölsuðum reikningum gefnum út á búnaðarframleiðandann Tenova Pyromet á Ítalíu. 14. september 2017 13:30 Svipmynd af Magnúsi Garðarssyni: Dýfingameistari, ökufantur og ævintýramaður Ævintýralegur ferill fyrrverandi forstjóra United Silicon. 13. september 2017 09:48 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Ekkert varð af fyrirhugaðri skýrslutöku yfir starfsmanni Tesla í máli embættis héraðssaksóknara gegn Magnúsi Ólafi Garðarssyni, fyrrverandi forstjóra United Silicon, sem ákærður er fyrir endurtekinn stórfelldan hraðakstur á Suðurnesjum. Það skipti sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum var á Reykjanesbraut í desember á síðasta ári. Samkvæmt gögnum sem lögregla aflaði frá framleiðanda Teslu-bifreiðar Magnúsar var henni ekið á allt að 183 kílómetra hraða.Taldi að Tesla óttaðist mögulegan skaðaÓli Ingi Ólason, saksóknari hjá héraðssaksóknara, sagði fyrir dómi að betra hefði verið að fá þessar skýringar á ökurita Teslu-bifreiðarinnar frá þeim starfsmanni Tesla í Hollandi sem sendi upplýsingarnar til íslensku lögreglunnar. Hann sagði að svo virtist vera sem að Tesla vildi ekki lengur tjá sig um þessar upplýsingar því fyrirtækið óttaðist mögulega að bera einhvern skaða af því.Sjá einnig: Hnerri hafi mögulega orsakað 180 km hraða á Reykjanesbrautinni Ákæruvaldið ákvað þess í stað að fá íslenskan bifvélavirkjameistara til að gefa sitt álit á Teslu-ökuritanum og hversu nákvæmur hann sé. Haukur Örn Birgisson, skipaður verjandi Magnúsar, mótmælti því harðlega og sagði að gögnin væru þar með ekki staðfest milliliðalaust eins og ætlast væri til þegar kæmi að sönnunarfærslu. Sagði verjandinn ákæruvaldið fara bakdyraleið að því að ákæra Magnús með því að miða við upplýsingar úr ökuritanum. Þar með væri því ekkert til fyrirstöðu að lögreglan myndi afla upplýsinga úr ökuritum sem næðu langt aftur tímann og ákæra fyrir allt það tímabil.Raskað öryggi á alfaraleið Magnús er ákærður fyrir að hafa að morgni þriðjudagsins 20. desember í fyrra ekið Teslu-bifreið sinni, sem ber einkanúmerið NO CO2, of hratt miðað við aðstæður og langt yfir leyfilegum hámarkshraða vestur Reykjanesbraut í Hafnarfirði, á móts við álverið við Straumsvík tekið fram úr fjölda bifreiða án þess að sinna aðgæsluskyldu við framúrakstur þannig að minnstu munaði að árekstur yrði við bifreiðar sem komu úr gagnstæðri átt og þannig raskað umferðaröryggi á alfaraleið. Samkvæmt ákærunni á Magnús að hafa ekið áfram vestur Reykjanesbraut á allt að 182,74 kílómetra hraða, þar sem hámarkshraði var 90 kílómetrar á klukkustund, skömmu áður en hann ók hægra framhorni Teslu-bifreiðar sinnar af miklum krafti á vinstra afturhorn Toyota Yaris sem var ekið í sömu akstursstefnu á Reykjanesbraut við Hvassahraun, með þeim afleiðingum að síðarnefnda bifreiðin hafnaði utan vegar og varð fyrir skemmdum. Ökumaður Yaris-bílsins skall með höfuðið í stýri bifreiðarinnar og missti meðvitund um stund og hlaut 2,5 sentímetra langan skurð á efra augnloki hægra megin, bólgu á nefi og glerungssprungur á hægri framtönn og hægri hliðarframtönn efri góms. Var slæmt skyggni vegna veðurs og myrkurs þennan þriðjudagsmorgun á Reykjanesbrautinni sem var blaut og hál í þokkabót. Veruleiki þar sem ríkir mega keyra eins og „brjálæðingar“ Ákæruvaldið gerir þá kröfu að Magnús verði dæmdur til fjögurra til sex mánaða fangelsisvistar og að hann sæti sviptingu ökuleyfis í 12 til 15 mánuði. Auk þess er gerð krafa um að Tesla-bifreið hans, sem fyrir dómi var sögð kosta 25 milljónir króna á sínum tíma, verði gerð upptæk til að koma í veg fyrir að Magnús geti framið fleiri brot á bílnum. Haukur Örn, verjandi Magnúsar, sagði að um væri að ræða dýrustu hraðasekt sögunnar og að dómurinn yrði að taka tillit til verðmæti bílsins. Ákæruvaldið benti á að ef dómurinn tæki mið af verðmæti bílsins væri verið að mismuna fólki eftir efnahag og skapa þann veruleika þar sem ríkir geta ekið um eins og brjálæðingar.Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og Snorri Konráðsson.VísirMeistarinn sagði mælingu Tesla verða að vera nákvæmaMunnlegur málflutningur fór fram í málinu í Héraðsdómi Reykjaness síðastliðinn föstudag. Úr því að framleiðandi Tesla vildi ekki tjá sig um upplýsingarnar sem sendar voru lögreglu hér á landi brá ákæruvaldið á það ráð að kalla fyrir dóminn bifvélavirkjameistarann Snorra Konráðsson, sem hefur í lengri tíma rannsakað bíla sem lent hafa í slysum. Var þess óskað að hann gæfi álit á ökuritanum, útskýra hvernig hann virkaði og hversu nákvæmur hann væri. Snorri hafði meðal annars verið kvaddur til að meta ástand Teslu-bifreiðarinnar eftir atvikið á Reykjanesbraut í desember í fyrra. Það mat sneri þó aðeins að almennum öryggisatriðum tengdum Teslunni. Við bíltæknirannsókn sem Snorri gerði kom í ljós að stærð dekkjabúnaðar var ekki með nákvæmlega sama hætti og getið er um í skráningarskírteini bílsins. Munaði um 5,4 millímetrum á dekkjabúnaðinum sem var á bílnum þegar umrætt atvik átti sér stað og á dekkjabúnaðinum sem var gefinn upp á skráningarskírteini bílsins. Snorri sagði að skynjarar væru í hverju hjóli Teslunnar sem Magnús ók sem mæla snúningshraða á hjólunum. Um er að ræða fremur nákvæma mælingu því hver skynjari sendir um 42 boð í hverjum snúningi í stjórntölvu ABS-tölvu bílsins. Stærð dekkjabúnaðar gæti haft áhrif á þá mælingu, þannig að hraðinn mælist annað hvort meiri eða minni. Snorri sagði að ekki hefði verið mælanlegur munur þegar kom að dekkjabúnaðinum umrætt sinn. Hann sagði þessa skynjara á hjólum bílsins hjálpa til við að stýra stöðugleika bílsins. Ef einn skynjarinn nemur að hjólin snúist mishratt byrjar tölva bílsins að hemla á því hjóli sem snýst hraðar. Þannig geti þessi tölvubúnaður komið bílnum á beina braut. Ef hraðinn er mikill sé um að ræða kröftugt inngrip en ef hann er innan ákveðinna marka aðhefst búnaðurinn ekkert.Frá samsetningu Tesla-bifreiðar í verksmiðju framleiðandans í Tilburg í Hollandi.Vísir/GettyFramleiðandinn gæti verið að verja sig Óli Ingi saksóknari spurði Snorra af hverju svona upplýsingar væru ekki teknar til greina við bíltæknirannsóknir, þ.e.a.s. upplýsingar um snúningshraða dekkja á þeim tíma sem slys á sér stað. Snorri sagði þessar upplýsingar alla jafna ekki aðgengilegar því bílaframleiðandinn læsi þær af. Von sé á að það breytist með nýrri Evrópulöggjöf. Bílaframleiðandinn nálgast þessar upplýsingar í gegnum SIM-kort sem er í aksturstölvunni. Hringir bílaframleiðandinn í tölvu í bílnum og fær upplýsingarnar þannig. Erfitt sé að afla þessara gagna í dag að sögn Snorra og sagði hann að bílaframleiðendur séu þeirrar skoðunar að þetta séu þeirra gögn. Hugsanlega séu þeir einnig að verja sig fyrir einhverskonar skaða með því að opinbera þau ekki. Aðspurður sagði Snorri að tæknibúnaður Teslunnar, sá sem nemur snúningshraða hjólanna, yrði að vera 100 prósent, annars myndi kerfið sem á að stýra stöðugleikanum ekki virka. Hélt Snorri því fram að ef kerfið væri ekki 100 prósent yrði algjör upplausn í tölvukerfi bílsins sem myndi hrynja og bíllinn færi ekki af stað. Verjandi Magnúsar mótmælti því að lagðar væru spurningar fyrir Snorra um atriði sem hann hefði ekki lagt mat á á fyrri stigum málsins.Gerðu samanburð við radarmælingu lögreglu Ákæruvaldið fékk upplýsingarnar um snúningshraða hjóla á Teslu-bifreið Magnúsar frá Teslu í Hollandi. Sendi bílaframleiðandinn nákvæmt yfirlit yfir snúningshraða hjólanna fimm mínútum fyrir áreksturinn á Reykjanesbraut. Samkvæmt þessum upplýsingum á bílnum að hafa verið ekið á tæplega 183 kílómetra hraða fimmtán sekúndum áður en bifreiðin gaf frá sér merki um árekstur. Lögreglan ákvað að bera saman upplýsingarnar frá Tesla við hraðamælingar lögreglunnar. Var Teslu-bifreið ekið á 80 kílómetra hraða á klukkustund með aðstoð „cruise control“. Var niðurstaðan sú að radarmæling lögreglu sýndi bílinn á 79 kílómetra hraða, ökuritinn sýndi bílinn á 79,9 kílómetra hraða en hraðamælir bílsins sýndi hann á 81 kílómetra hraða. Taldi ákæruvaldið þessar upplýsingar frá Tesla mjög nákvæmar og vel samanburðarhæfar við hefðbundna radarmælingu hjá lögreglu.Lögregla við hraðamælingar.VísirTaldi ákæruvaldið teygja sig ansi langt Verjandinn Haukur Örn sagði við munnlegan málflutning að ákæruvaldið væri farið að teygja sig býsna langt í málinu. Sagði hann það algjörlega fordæmalaust ef Magnús yrði sakfelldur fyrir brot á grundvelli gagnanna frá Tesla. Hann sagði að ákæruvaldið hefði óskað eftir þessum gögnum frá Tesla í gegnum tölvupóst og að Tesla hafi ekki gert þá kröfu að dómsúrskurði yrði framvísað. Allt séu þetta gögn sem varði viðskiptavini og ættu að njóta persónuverndar.Af hverju ekki að ákæra heilt ár aftur í tímann? Haukur benti á að í fyrirspurn ákæruvaldsins til Teslu hefði einungis verið óskað eftir gögnum frá framleiðandanum og ekkert meira en það. Spurði Haukur hvers vegna ekki hefði verið óskað hreinlega eftir öllum ökuferli bifreiðar Magnúsar og hann ákærður heilt ár aftur í tímann. Það væri ekkert því til fyrirstöðu fyrst að málið væri komið í þennan farveg. Hann taldi að ekki væri hægt að leggja svona vinnubrögð til grundvallar sakfellingu.Bakdyraleið að milliliðalausri sönnunarfærslu Haukur benti á að enginn frá Tesla hefði mætti fyrir dóm og staðfest gögnin. Þau séu því óstaðfest í þessu máli en meginreglan kveði á um milliliðalausa sönnunarfærslu. Haukur sagði að fyrst að enginn frá Tesla hafi verið reiðubúinn að staðfesta gögnin fyrir dómi milliliðalaust hafi ákæruvaldið ákveðið að fara bakdyraleið til að veita þeim staðfestingu með því að kalla Snorra Konráðsson fyrir sem vitni til að ræða atriði sem hann hafi ekki komið nálægt við bíltæknirannsókn í þessu máli.Haukur Örn Birgisson, skipaður verjandi Magnúsar í málinu.Vísir/StefánÁætlaður hraði þar sem veggrip skipti máli Haukur sagði að hraðinn sem kæmi fram í gögnum Teslu væri áætlaður hraði sem taki mið af snúningi hjólanna. Þar skipti veggrip verulegu máli. Ekki sé um að ræða raunverulegan hraða heldur áætlaðan hraða og að slíkan hraða ætti ekki að leggja til grundvallar við refsingu í sakamáli. Benti Haukur á að við bíltæknirannsókn hafi komið fram að miðað við mynstur á hjólbarða bilsins mætti ráða að ökutækið hafi flotið á krapa á Reykjanesbrautinni. Sagði Haukur þetta þýða að ef bílnum er ekið í slabbi færi hann að spóla. Ef bíllinn spólar nemi ökuritinn þann hraða sem dekkin eru á en ekki þann hraða sem ökutækið er á.Telur samanburð lögreglu gallaðan Haukur sagði að samanburður lögreglu á radarmælingum hennar og hraðaupplýsingum frá Tesla vera gallaðan. Í fyrsta lagi hafi einungis verið ekið á áttatíu kílómetra hraða og ekki prófað að keyra bifreiðina á þeim hraða sem ákært væri fyrir, það er tæplega 183 kílómetra hraða á klukkustund. Það væri örlítið betri mælikvarði á hvort ökuritinn væri að segja satt og rétt frá að hans mati. Þá hafi bifreið Magnúsar ekki verið prófuð heldur einhver allt önnur Tesla-bifreið. Sagði Haukur að prófun á hraðamæli í bifreið B sanni ekki að hraðamælir í bifreið A sé réttur eða rangur.Gætu allt eins notað farsímaupplýsingar Þá benti Haukur á að Ríkislögreglustjóri hefði gefið út verklagsreglur um hraðamælingar með ratsjá. Þar er kveðið á um að lögreglan skuli einungis nota þau hraðamælingartæki sem Ríkislögreglustjórinn hefur viðurkennt og óheimilt sé að taka í notkun mælibúnað fyrr en slík viðurkenning liggi fyrir. Það sé Ríkislögreglustjórinn sem leggi embættunum til hraðamælingaratsjár og aðeins megi notast við hraðamælingar til sakfellingar. Því verði önnur tækni eða tæki ekki notuð almennt séð til hraðamælingar. Hann sagði að verði það ekki niðurstaða dómsins þá sé hægt að áætla hraða ökumanna út frá farsímum og gps-aksturstækjum. Lögreglan geti þá hringt í símfyrirtæki og ákært ökumenn fyrir hraðakstur aftur í tímann.Verjandi Magnúsar sagði að ef gögn úr ökurita Teslu yrðu notuð til sakfellingar væri allt eins hægt að hafa samband við símfyrirtæki landsins og afla þannig gagn um aksturshraða ökumanna og ákæra aftur í tímann.VísirEinnig ákærður fyrir brot árið 2016 Auk þeirrar ákæru sem fjallað hefur verið um hér að framan hefur Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákært Magnús fyrir hraðakstur, í tvígang sama dag, í ágúst í fyrra. Magnús var á fyrrnefndri Tesla-bifreið sinni og var mældur, samkvæmt ákæru, á 148 kílómetra hraða austur Reykjanesbraut við Vogastapa þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund 25. ágúst árið 2016. Einnig er hann ákærður fyrir að hafa skömmu síðar sama dag ekið bifreiðinni austur Reykjanesbraut, Vogum, á 140 kílómetra hraða á klukkustund þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Þessi mál voru sameinuð því máli sem við kemur 20. desember í fyrra og því flutt á sama tíma fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Ákæruvaldið sagði frá því í Héraðsdómi Reykjaness að þegar hraðinn hafi verið borinn undir Magnús á vettvangi í ágúst 2016 kannaðist hann ekki við að hafa ekið svo hratt og bar því við að hann væri mun vanari að aka í Danmörku þar sem hámarkshraði væri á 130 kílómetrar á klukkustund á sumum stöðum.Telur ekki sannað að um sömu bifreið væri að ræða Aðkoma lögregla að málinu var með þeim hætti að lögreglumenn komu auga á bifreið Magnúsar við Vogastapa þar sem sjáanlegur munur var á hraða hennar og annarra bíl. Var bíllinn því mældur á um 150 kílómetra hraða á klukkustund en lögreglumenn veittu bifreiðinni ekki eftirför sökum þess að vegrið skildi að akstursleiðir. Brugðu þeir því á það ráð að láta lögreglumenn vita sem voru á leið bílsins. Þeir komu auga á bíl Magnúsar og mældu hann á 140 kílómetra hraða. Verjandi Magnúsar sagði fyrir dómi að ekki væri sannað að þetta hefði verið bíll Magnúsar sem lögreglumenn komu auga á en gátu ekki veitt eftirför. Um hefði verið að ræða óslitna eftirför og því liggi ekki fyrir að að þetta hafi verið sama bifreiðin. Verjandinn benti á að gríðarlega strangar kröfur væru gerðar af dómstólum til hraðamælinga lögreglu. Vildi hann meina að ekki lægi fyrir sönnun þess að radartækið sem notað var til að mæla Magnús á þeim hraða sem um ræðir í ákæru hafi verið rétt prófað.Bíll Magnúsar sem hefur verið í vörslu yfirvalda í eitt ár.VísirBíllinn í vörslu yfirvalda í eitt ár Lögreglan lagði hald á Teslu Magnúsar 20. desember í fyrra vegna rannsóknar málsins og hefur embætti héraðssaksóknar gert kröfu um að bíllinn verði gerður upptækur því grunur sé um að Magnús hafi gerst sekur um stórfelldan og ítrekaðan hraðakstur. Öll skilyrði upptökunnar eigi við Magnús að mati embættisins, bæði varðandi ökuferil hans og þetta tiltekna tilvik sem átti sér stað 20. desember árið 2016. Sagði saksóknari embættisins fyrir dómi að upptakan ætti að koma í veg fyrir að Magnús hefði möguleika á að nota ökutækið við ný brot. Ökuferill hans frá því að hald var lagt á bílinn sýndi að hún hefði borið árangur. Hann hefði ekki gerst sekur um eitt umferðarlagabrot frá því það var gert, en fyrir haldlagninguna hafi hann gerst sjö sinnum sekur um umferðarlagabrot, sex á Íslandi og eitt í Danmörku. Virkni fyrirbyggjandi áhrifa væru þegar komin fram í þessu máli þó því sé ekki lokið. Taldi saksóknarinn að ef þetta heimildarákvæði ætti ekki við í máli Magnúsar þá væri um dauðan bókstaf að ræða því þá sé mjög erfitt að finna tilvik sem falla undir þetta ákvæði. Um er að ræða ákvæði sem má finna í 107. grein umferðarlaga. Þar kemur meðal annars fram að gera megi ökutæki upptækt ef eigandi þess hefur gerst sekur um ítrekaðan hraðakstur eða akstur sem telst sérlega vítaverður.Magnús Ólafur Garðarsson er stofnandi og fyrrverandi forstjóri United Silicon.Vísir/EyþórDýrasta hraðasekt sögunnar Verjandi Magnúsar benti á að þessi aðgerð yfirvalda væri verulega íþyngjandi fyrir Magnús og færi gegn jafnræðisreglu því ef þetta verður niðurstaðan, að bíll hans verði gerður upptækur, þá sé um að ræða dýrustu hraðasekt sögunnar því bílinn hafi verið metinn á 25 milljónir króna þegar hann var kominn hingað til lands. Sagði verjandinn það ekki líku saman að jafna, 500 þúsund króna mótorhjóli og 25 milljóna króna bíl. Sagði verjandinn að í ljósi verðmæti bifreiðarinnar verði að gera ríkari kröfu til sönnunar um brot Magnúsar.Fólki mismunað eftir efnahagSaksóknari sagði að ef þetta yrði raunin, að verðmæti bílsins yrði tekið til hliðsjónar við mat á upptöku hans, þá væri verið að mismuna fólki eftir efnahag þar sem ríkir megi aka eins og brjálæðingar. Ef fólk hins vegar er á nógu ómerkilegri bifreið þá gæti það átt hættu á að hún verði gerð upptæk. Verjandi Magnúsar sagði að Magnús hefði einu sinni áður verið sviptur ökuréttindum í einn mánuð og verið væri að líta til brota sem enn teldust ekki sönnuð. Ákvæðið ætti við ef ökumenn hefðu gerst sekir um stórfelldan eða ítrekaðan ölvunarakstur og stórfelldan eða ítrekaðan hraðakstur. Slysið á Reykjanesbraut hefði verið óhapp og ekki sannað að Magnús hefði ekið á ofsafengnum hraða. Í málinu er lögð fram einkaréttarkrafa af hálfu mannsins sem ók Toyota Yaris-bílnum sem Magnús ók á 20. desember síðastliðinn. Fer maðurinn fram á eina milljón króna í bætur. Dómarinn í málinu sagði að dráttur gæti orðið á uppkvaðningu dómsins vegna anna hjá dómara. Hefðbundið gefur Héraðsdómur sér fjórar viku til að komast að niðurstöðu en miðað við orð dómara er niðurstöðu væntanlega ekki að vænta fyrr en á nýju ári.Einnig grunaður um fjárdrátt Málið er ekki það eina þar sem Magnúsar kemur við sögu hjá ákæruvaldinu hér á landi. Í september síðastliðnum tilkynnt stjórn United Silicon að hún hefði sent kæru til Embættis héraðssaksóknara vegna gruns um refsiverða háttsemi Magnúsar í starfi forstjóra United Silicon. Er hann grunaður um að hafa gefið út reikninga í nafni fyrirtækis sem hét sama eða svipuðu nafni og það sem framleiddi búnað fyrir United Silicon. Hefur því verið haldið fram að Magnús hafi dregið sér rúman hálfan milljarð króna en Magnús hefur sjálfur þverneitað þessum ásökunum. Málið er enn til rannsóknar hjá embætti héraðssaksóknara.
Dómsmál Tesla United Silicon Tengdar fréttir Magnús grunaður um að hafa dregið sér allt að hálfan milljarð frá United Silicon Stjórn United Silicon hefur kært Magnús Ólaf Garðarsson, fyrrverandi forstjóra og stofnanda fyrirtækisins, til Embættis héraðssaksóknara vegna gruns um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals frá árinu 2014. 11. september 2017 20:45 Magnús segir ásakanirnar rangar og tilhæfulausar Magnús Ólafur Garðarsson, stofnandi og fyrrverandi forstjóri United Silicon, mótmælir alfarið þeim ásökunum sem fram hafa komið á hendur honum í fjölmiðlum hér á landi í dag og í gær. 12. september 2017 17:07 Eignir Magnúsar kísilkóngs kyrrsettar Sýslumaður telur ósk stjórnar United Silicon réttmæta og hafa eignir Magnúsar Garðarssonar á Íslandi nú verið kyrrsettar. 26. september 2017 14:39 Erfitt að sanna hraðaksturinn á Teslu Magnúsar "Þetta er alveg nýtt af nálinni. Fólk hefur ekki verið sakfellt hér á landi á grundvelli gagna af þessu tagi heldur hafa þurft að koma til miklu staðfastari gögn eins og til dæmis radarmælingar lögreglu. Þær liggja ekki fyrir í þessu máli,“ segir verjandi Magnúsar. 8. desember 2017 06:00 United Silicon fær framlengingu á greiðslustöðvun Greiðslustöðvunin nær til 22. janúar 2018. Fyrirtækið hafði áður fengið greiðslustöðvun í ágúst á þessu ári sem rann út í dag. 4. desember 2017 16:06 Magnús talinn hafa svikið áfram eftir starfslok Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið kærður vegna meints skjalafals og fjárdráttar. Talinn hafa falsað reikninga frá fyrirtæki á Ítalíu. 12. september 2017 06:00 Magnús sendir frá sér aðra tilkynningu: „Ekkert annað en mjög skítugur slagur um eignarhald“ Magnús Ólafur Garðarsson, stofnandi og fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur sent frá sér aðra tilkynningu vegna kæru sem stjórn United Silicon lagði fram á hendur honum í gær vegna gruns um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals. 12. september 2017 17:58 Magnús kærði starfsmenn héraðssaksóknara fyrir upplýsingaleka til DV Ríkissaksóknari hefur málið til rannsóknar og aðstoðar lögreglan á Vesturlandi við hana. 13. september 2017 23:41 Kísilkóngurinn selur 450 fermetra einbýlishús á 150 milljónir Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri og stofnandi hins umdeilda fyrirtækis United Silicon, er grunaður um hafa dregið sér um hálfan milljarð með fölsuðum reikningum gefnum út á búnaðarframleiðandann Tenova Pyromet á Ítalíu. 14. september 2017 13:30 Svipmynd af Magnúsi Garðarssyni: Dýfingameistari, ökufantur og ævintýramaður Ævintýralegur ferill fyrrverandi forstjóra United Silicon. 13. september 2017 09:48 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Magnús grunaður um að hafa dregið sér allt að hálfan milljarð frá United Silicon Stjórn United Silicon hefur kært Magnús Ólaf Garðarsson, fyrrverandi forstjóra og stofnanda fyrirtækisins, til Embættis héraðssaksóknara vegna gruns um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals frá árinu 2014. 11. september 2017 20:45
Magnús segir ásakanirnar rangar og tilhæfulausar Magnús Ólafur Garðarsson, stofnandi og fyrrverandi forstjóri United Silicon, mótmælir alfarið þeim ásökunum sem fram hafa komið á hendur honum í fjölmiðlum hér á landi í dag og í gær. 12. september 2017 17:07
Eignir Magnúsar kísilkóngs kyrrsettar Sýslumaður telur ósk stjórnar United Silicon réttmæta og hafa eignir Magnúsar Garðarssonar á Íslandi nú verið kyrrsettar. 26. september 2017 14:39
Erfitt að sanna hraðaksturinn á Teslu Magnúsar "Þetta er alveg nýtt af nálinni. Fólk hefur ekki verið sakfellt hér á landi á grundvelli gagna af þessu tagi heldur hafa þurft að koma til miklu staðfastari gögn eins og til dæmis radarmælingar lögreglu. Þær liggja ekki fyrir í þessu máli,“ segir verjandi Magnúsar. 8. desember 2017 06:00
United Silicon fær framlengingu á greiðslustöðvun Greiðslustöðvunin nær til 22. janúar 2018. Fyrirtækið hafði áður fengið greiðslustöðvun í ágúst á þessu ári sem rann út í dag. 4. desember 2017 16:06
Magnús talinn hafa svikið áfram eftir starfslok Magnús Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið kærður vegna meints skjalafals og fjárdráttar. Talinn hafa falsað reikninga frá fyrirtæki á Ítalíu. 12. september 2017 06:00
Magnús sendir frá sér aðra tilkynningu: „Ekkert annað en mjög skítugur slagur um eignarhald“ Magnús Ólafur Garðarsson, stofnandi og fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur sent frá sér aðra tilkynningu vegna kæru sem stjórn United Silicon lagði fram á hendur honum í gær vegna gruns um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals. 12. september 2017 17:58
Magnús kærði starfsmenn héraðssaksóknara fyrir upplýsingaleka til DV Ríkissaksóknari hefur málið til rannsóknar og aðstoðar lögreglan á Vesturlandi við hana. 13. september 2017 23:41
Kísilkóngurinn selur 450 fermetra einbýlishús á 150 milljónir Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri og stofnandi hins umdeilda fyrirtækis United Silicon, er grunaður um hafa dregið sér um hálfan milljarð með fölsuðum reikningum gefnum út á búnaðarframleiðandann Tenova Pyromet á Ítalíu. 14. september 2017 13:30
Svipmynd af Magnúsi Garðarssyni: Dýfingameistari, ökufantur og ævintýramaður Ævintýralegur ferill fyrrverandi forstjóra United Silicon. 13. september 2017 09:48