Kjarnorkuvá, tíst og gervifréttir: Fyrsta ár Donalds Trump Bandaríkjaforseta Kjartan Kjartansson skrifar 19. desember 2017 21:00 Tæplega ár er nú liðið frá því að Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna. Árið hefur verið afar viðburðaríkt. Vísir Fyrsta ár Donalds Trump í valdamesta embætti heims hefur verið stormasamt svo ekki sé meira sagt. Bandaríkjaforseti hefur úthúðað „gervifréttum“ á meðan opinber rannsókn á framboði hans hefur mjakast æ nær innsta hring bandamanna hans. Margt af því sem hefur þjakað forsetatíð Trump hefur þó verið sjálfskaparvíti, oftar en ekki af völdum tísta hans. Eftir að Bandaríkjamenn kusu sér forseta sem hafði krafist þess að múslimum yrði bannað að koma til Bandaríkjanna, kallað Mexíkóa glæpamenn og nauðgara, hæðst að og uppnefnt mótherja sína í forvali og forsetakosningum, logið og ýkt reglulega og viðurkennt að áreita konur kynferðislega í krafti frægðar sinnar spurðu margir sig hvort að Trump yrði „forsetalegri“ þegar hann tæki formlega við embættinu. Svarsins var ekki lengi að bíða. Eftir að Trump sór embættiseið hóf Hvíta húsið stríð gegn fjölmiðlum fyrir að segja frá því að fleira fólk hafi mætt þegar Barack Obama var svarinn í embætti. Segja má að það hafi slegið tóninn fyrir árið hjá Trump sem eyddi miklum tíma og orku í að berjast við fjölmiðla og gagnrýnendur. Hvað sem verður annars sagt um Trump er óhætt að fullyrða að hann setti svip sinn á fréttir ársins. Hér á eftir fara nokkur af eftirminnilegustu augnablikum ársins hjá Trump.Mannfjöldinn á innsetningarathöfninni Sean Spicer, blaðafulltrúi Hvíta hússins, stal senunni eftir að Trump sór embættiseið 20. janúar. Á fyrsta blaðamannafundi sínum úthúðaði hann fjölmiðlum fyrir fréttir um að færri hefðu mætt á innsetningarathöfn Trump en Obama. „Þetta var stærsti hópur áhorfenda sem hefur nokkru sinni verið viðstaddur embættiseið, punktur!“ sagði Spicer eftirminnilega þrátt fyrir að loftmyndir segðu aðra sögu. Uppákoman var boðberi þess sem koma skyldi þar sem Trump og bandamenn hans lentu ítrekað í þversögn við staðreyndir og raunveruleikann.Ferðabanni komið á og fellt úr gildi Ákall Trump um bann við komu múslima til Bandaríkjanna var á meðal alræmdustu augnablika kosningabaráttu hans. Eitt hans fyrsta verk í Hvíta húsinu var að gefa út tilskipun um að takmarka ferðir fólks frá nokkrum löndum þar sem múslimar eru í meirihluta. „Múslimabannið“ olli glundroða og mótmælum á bandarískum flugvöllum en áfrýjunardómstólar stöðvuðu það fljótlega. Síðan þá hafa mismunandi útgáfur af ferðabanninu velkst um hjá dómstólum. Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði að bannið gæti tekið gildi nú í desember en endanleg niðurstaða um lögmæti þess liggur enn ekki fyrir.Vandræðalegu handböndin Sem forseti þurfti Trump að koma fram fyrir hönd Bandaríkjanna og hitta leiðtoga annarra þjóða sem hann hafði jafnvel hæðst að og gagnrýnt í kosningabaráttunni. Fundur hans með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, var helst minnst fyrir vandræðalegt augnablik þar sem Trump hunsaði óskir ljósmyndara um að hann tæki í höndina á Merkel. Hann sagðist síðar ekki hafa tekið eftir þeim. Það vakti ekki síður athygli þegar Trump tók í spaðann á þjóðarleiðtogum. Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, fékk einna fyrstur að kynnast sérstökum stíl Bandaríkjaforseta í handabandi sem stóð yfir í nítján sekúndur. Emmanuel Macron, nýkjörinn forseti Frakklands, var við öllu búinn þegar hann hitti Trump í París í júlí. Handaband þeirra varði í um það bil hálfa mínútu og virtust þeir á tímabili eiga í reipitogi með höndunum.Rússarannsóknin Stærsta málið í forsetatíð Trump er líklega rannsóknin sem stendur yfir á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í fyrra og mögulegu samráði þeirra við framboð Trump. Hún hófst eftir að bandaríska leyniþjónustan lýsti því yfir að Rússar hefðu staðið að baki innbroti í tölvupóstþjóna landsnefndar Demókrataflokksins í fyrra. Upphaflega var það alríkislögreglan FBI sem rannsakaði Rússatengslin en gjörðir Trump beindu rannsókninni í annan farveg í vor. Trump rak James Comey, forstjóra FBI, í maí og lýsti því sjálfur yfir að það hefði verið vegna Rússarannsóknarinnar. Comey bar síðar vitni fyrir þingnefnd þar sem hann lýsti samskiptum sínum við forsetann og hvernig Trump hefði viljað að hann „létti þokunni“ yfir ríkisstjórn sinni sem rannsóknin væri.James Comey bar vitni fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings eftir að Trump rak hann úr embætti forstjóra FBI.Vísir/AFPÍ kjölfarið skipaði dómsmálaráðuneytið hins vegar Robert Mueller, fyrrverandi forstjóra FBI, sem sérstakan rannsakanda á mögulegum Rússatengslum Trump. Inn í rannsókn hans blandaðist nú hvort að Trump hefði reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að reka Comey. Þegar þessi orð eru skrifuð hefur Mueller ákært fjóra bandamenn Trump, þar á meðal Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa hans, og Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra. Flynn játaði að hafa logið að FBI um samskipti sín við rússneskan sendiherra og er sagður vinna með rannsókn Mueller. Nú undir lok árs hafa teikn verið á lofti um að repúblikanar og bandamenn Trump væru að undirbúa jarðveginn fyrir að forsetinn reki Mueller. Trump hefur þó sagst ekki ætla að stíga það skref.Bandaríkin hætta þátttöku í Parísarsamkomulaginu Stefnumál Trump hafa reynst misvinsæl hjá bandarísku þjóðinni. Ákvörðun hans um að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu í loftslagsmálum gæti orðið sú sem hefur mest áhrif á heiminn til lengri tíma litið. Við hátíðlega athöfn í Rósagarði Hvíta hússins í byrjun júní tilkynnti Trump um ákvörðun sína og sagði samninginn „lélegan“ fyrir Bandaríkin. Formlega séð tekur úrsögn Bandaríkjanna þó ekki gildi fyrr en eftir forsetakosningarnar árið 2020.Trump með Scott Pruitt, forstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna, þegar þeir tilkynntu um að Bandaríkin ætluðu að draga sig úr Parísarsamkomulaginu. Báðir hafa þeir vefengt vísindalega þekkingu á loftslagsbreytingum.Vísir/AFP„Fínt fólk“ úr hópi nýnasista Eftir langa kosningabaráttu og hálft ár af forsetatíð Trump voru margir orðnir vanir því að forsetinn hegðaði sér og tjáði sér öðruvísi en heimurinn hefur átt að venjast. Viðbrögð Trump við mótmælum hóps hvítra þjóðernissinna, nýnasista og annarra hægriöfgamanna í Charlottesville í Virginíu í ágúst stuðuðu þó marga, jafnvel hans eigin flokksbræður sem snerust sumir gegn forsetanum. Kona á fertugsaldri lést þegar hvítur þjóðernissinni ók á hana og fleiri mótmælendur í Charlottesville þar sem óeirðir brutust út á milli öfgamannanna og mótmælenda þeirra. Atburðirnir vöktu óhug hjá stórum hluta þjóðarinnar enda var þetta stærsta samkoma hvítra þjóðernissinna í áratugi. Trump vakti hins vegar harða gagnrýni fyrir að kenna báðum fylkingum um ofbeldið í Charlottesville og að fordæma ekki haturshópa eins og Kú Klúx Klan og nýnasista sérstaklega. Fjöldi forkólfa viðskiptalífsins sögðu sig úr ráðgjafarhópum Hvíta hússins vegna viðbragða Trump. Í kjölfarið sendi Trump frá sér yfirlýsingu þar sem hann fordæmdi hvíta þjóðernissinna sérstaklega. Heimildir hermdu þó að það hefði verið forsetanum þvert um geð. Það kom berlega í ljós daginn eftir þegar hann talaði við fjölmiðla. Þar kenndi hann mótmælendum og hvítum þjóðernissinnum til jafns um ofbeldið í Charlottesville. „Það var líka mjög fínt fólk í báðum hópum,“ sagði Trump.Tístin endalausu og „Covfefe“ Þrátt fyrir að Trump hefði sagt að hann myndi varla nota Twitter eftir að hann yrði forseti hélt hann uppteknum hætti úr kosningabaráttunni. Tísti forsetinn um allt milli himins og jarðar en helst til að ausa skömmum og svívirðingum yfir andstæðinga sína. Á Twitter vó forsetinn sérstaklega hart að fjölmiðlum sem hann kallaði „gervifréttir“. Hann lét þó ekki þar við numið. Trump áframtísti áróðursmyndböndum gegn múslimum, gagnrýndi borgarstjóra London eftir hryðjuverkaárásir þar, ýjaði að því að sjónvarpsmaður hefði verið viðriðinn dauða aðstoðarkonu sinnar og herjaði á svarta ruðningsleikmenn sem mótmæltu lögregluofbeldi með því að krjúpa á kné undir þjóðsöngi Bandaríkjanna. Aðstoðarmenn forsetans voru svo líklega ekki kátir þegar Trump virtist viðurkenna í tísti að hann hefði vitað af lygum Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa síns, við FBI þegar hann þrýsti á Comey um að sýna Flynn mildi og rak hann síðan vegna Rússarannsóknarinnar. Einna mesta athygli vakti þó þegar Trump vafðist fingur um skjá og tísti orðinu „covfefe“. Tístið lifði heila nótt áður en því var eytt en á meðan skemmti heimsbyggðin sér við það að koma með tillögur að því hvað orðskrípið þýddi.Kynt undir kjarnorkustríð við Norður-Kóreu Í fyrsta skipti frá lokum kalda stríðsins byrjuðu jarðarbúar að óttast að kjarnorkustríð gæti mögulega verið í vændum. Ástæðan var sú að Norður-Kóreumenn héldu áfram kjarnorku- og eldflaugatilraunum og virtust komnir lengra í þeim efnum, jafnvel nógu langt til að þær gætu náð til meginlands Bandaríkjanna með kjarnorkusprengju. Það var þó ekki síst svívirðingarnar og herská orðræðan sem kom frá bæði Trump og stjórnvöldum í Pjongjang sem vakti ugg í brjósti fólks. Trump uppnefndi Kim Jong-un til dæmis ítrekað „Litla rakettumanninn“ og hótaði að gereyða Norður-Kóreu en Norður-Kóreumenn svöruðu með að kalla Bandaríkjaforseta elliæran. Trump virtist einnig hóta Norður-Kóreu kjarnorkustríði í ágúst í kjölfar tilrauna norðanmanna. „Norður-Kórea ætti ekki að hóta Bandaríkjunum meira. Þeim verður mætt með eldi og brennistein sem heimsbyggðin hefur ekki séð áður,“ sagði Trump. Bandaríkin Donald Trump Fréttir ársins 2017 Rússarannsóknin Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Fyrsta ár Donalds Trump í valdamesta embætti heims hefur verið stormasamt svo ekki sé meira sagt. Bandaríkjaforseti hefur úthúðað „gervifréttum“ á meðan opinber rannsókn á framboði hans hefur mjakast æ nær innsta hring bandamanna hans. Margt af því sem hefur þjakað forsetatíð Trump hefur þó verið sjálfskaparvíti, oftar en ekki af völdum tísta hans. Eftir að Bandaríkjamenn kusu sér forseta sem hafði krafist þess að múslimum yrði bannað að koma til Bandaríkjanna, kallað Mexíkóa glæpamenn og nauðgara, hæðst að og uppnefnt mótherja sína í forvali og forsetakosningum, logið og ýkt reglulega og viðurkennt að áreita konur kynferðislega í krafti frægðar sinnar spurðu margir sig hvort að Trump yrði „forsetalegri“ þegar hann tæki formlega við embættinu. Svarsins var ekki lengi að bíða. Eftir að Trump sór embættiseið hóf Hvíta húsið stríð gegn fjölmiðlum fyrir að segja frá því að fleira fólk hafi mætt þegar Barack Obama var svarinn í embætti. Segja má að það hafi slegið tóninn fyrir árið hjá Trump sem eyddi miklum tíma og orku í að berjast við fjölmiðla og gagnrýnendur. Hvað sem verður annars sagt um Trump er óhætt að fullyrða að hann setti svip sinn á fréttir ársins. Hér á eftir fara nokkur af eftirminnilegustu augnablikum ársins hjá Trump.Mannfjöldinn á innsetningarathöfninni Sean Spicer, blaðafulltrúi Hvíta hússins, stal senunni eftir að Trump sór embættiseið 20. janúar. Á fyrsta blaðamannafundi sínum úthúðaði hann fjölmiðlum fyrir fréttir um að færri hefðu mætt á innsetningarathöfn Trump en Obama. „Þetta var stærsti hópur áhorfenda sem hefur nokkru sinni verið viðstaddur embættiseið, punktur!“ sagði Spicer eftirminnilega þrátt fyrir að loftmyndir segðu aðra sögu. Uppákoman var boðberi þess sem koma skyldi þar sem Trump og bandamenn hans lentu ítrekað í þversögn við staðreyndir og raunveruleikann.Ferðabanni komið á og fellt úr gildi Ákall Trump um bann við komu múslima til Bandaríkjanna var á meðal alræmdustu augnablika kosningabaráttu hans. Eitt hans fyrsta verk í Hvíta húsinu var að gefa út tilskipun um að takmarka ferðir fólks frá nokkrum löndum þar sem múslimar eru í meirihluta. „Múslimabannið“ olli glundroða og mótmælum á bandarískum flugvöllum en áfrýjunardómstólar stöðvuðu það fljótlega. Síðan þá hafa mismunandi útgáfur af ferðabanninu velkst um hjá dómstólum. Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði að bannið gæti tekið gildi nú í desember en endanleg niðurstaða um lögmæti þess liggur enn ekki fyrir.Vandræðalegu handböndin Sem forseti þurfti Trump að koma fram fyrir hönd Bandaríkjanna og hitta leiðtoga annarra þjóða sem hann hafði jafnvel hæðst að og gagnrýnt í kosningabaráttunni. Fundur hans með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, var helst minnst fyrir vandræðalegt augnablik þar sem Trump hunsaði óskir ljósmyndara um að hann tæki í höndina á Merkel. Hann sagðist síðar ekki hafa tekið eftir þeim. Það vakti ekki síður athygli þegar Trump tók í spaðann á þjóðarleiðtogum. Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, fékk einna fyrstur að kynnast sérstökum stíl Bandaríkjaforseta í handabandi sem stóð yfir í nítján sekúndur. Emmanuel Macron, nýkjörinn forseti Frakklands, var við öllu búinn þegar hann hitti Trump í París í júlí. Handaband þeirra varði í um það bil hálfa mínútu og virtust þeir á tímabili eiga í reipitogi með höndunum.Rússarannsóknin Stærsta málið í forsetatíð Trump er líklega rannsóknin sem stendur yfir á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í fyrra og mögulegu samráði þeirra við framboð Trump. Hún hófst eftir að bandaríska leyniþjónustan lýsti því yfir að Rússar hefðu staðið að baki innbroti í tölvupóstþjóna landsnefndar Demókrataflokksins í fyrra. Upphaflega var það alríkislögreglan FBI sem rannsakaði Rússatengslin en gjörðir Trump beindu rannsókninni í annan farveg í vor. Trump rak James Comey, forstjóra FBI, í maí og lýsti því sjálfur yfir að það hefði verið vegna Rússarannsóknarinnar. Comey bar síðar vitni fyrir þingnefnd þar sem hann lýsti samskiptum sínum við forsetann og hvernig Trump hefði viljað að hann „létti þokunni“ yfir ríkisstjórn sinni sem rannsóknin væri.James Comey bar vitni fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings eftir að Trump rak hann úr embætti forstjóra FBI.Vísir/AFPÍ kjölfarið skipaði dómsmálaráðuneytið hins vegar Robert Mueller, fyrrverandi forstjóra FBI, sem sérstakan rannsakanda á mögulegum Rússatengslum Trump. Inn í rannsókn hans blandaðist nú hvort að Trump hefði reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að reka Comey. Þegar þessi orð eru skrifuð hefur Mueller ákært fjóra bandamenn Trump, þar á meðal Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa hans, og Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra. Flynn játaði að hafa logið að FBI um samskipti sín við rússneskan sendiherra og er sagður vinna með rannsókn Mueller. Nú undir lok árs hafa teikn verið á lofti um að repúblikanar og bandamenn Trump væru að undirbúa jarðveginn fyrir að forsetinn reki Mueller. Trump hefur þó sagst ekki ætla að stíga það skref.Bandaríkin hætta þátttöku í Parísarsamkomulaginu Stefnumál Trump hafa reynst misvinsæl hjá bandarísku þjóðinni. Ákvörðun hans um að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu í loftslagsmálum gæti orðið sú sem hefur mest áhrif á heiminn til lengri tíma litið. Við hátíðlega athöfn í Rósagarði Hvíta hússins í byrjun júní tilkynnti Trump um ákvörðun sína og sagði samninginn „lélegan“ fyrir Bandaríkin. Formlega séð tekur úrsögn Bandaríkjanna þó ekki gildi fyrr en eftir forsetakosningarnar árið 2020.Trump með Scott Pruitt, forstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna, þegar þeir tilkynntu um að Bandaríkin ætluðu að draga sig úr Parísarsamkomulaginu. Báðir hafa þeir vefengt vísindalega þekkingu á loftslagsbreytingum.Vísir/AFP„Fínt fólk“ úr hópi nýnasista Eftir langa kosningabaráttu og hálft ár af forsetatíð Trump voru margir orðnir vanir því að forsetinn hegðaði sér og tjáði sér öðruvísi en heimurinn hefur átt að venjast. Viðbrögð Trump við mótmælum hóps hvítra þjóðernissinna, nýnasista og annarra hægriöfgamanna í Charlottesville í Virginíu í ágúst stuðuðu þó marga, jafnvel hans eigin flokksbræður sem snerust sumir gegn forsetanum. Kona á fertugsaldri lést þegar hvítur þjóðernissinni ók á hana og fleiri mótmælendur í Charlottesville þar sem óeirðir brutust út á milli öfgamannanna og mótmælenda þeirra. Atburðirnir vöktu óhug hjá stórum hluta þjóðarinnar enda var þetta stærsta samkoma hvítra þjóðernissinna í áratugi. Trump vakti hins vegar harða gagnrýni fyrir að kenna báðum fylkingum um ofbeldið í Charlottesville og að fordæma ekki haturshópa eins og Kú Klúx Klan og nýnasista sérstaklega. Fjöldi forkólfa viðskiptalífsins sögðu sig úr ráðgjafarhópum Hvíta hússins vegna viðbragða Trump. Í kjölfarið sendi Trump frá sér yfirlýsingu þar sem hann fordæmdi hvíta þjóðernissinna sérstaklega. Heimildir hermdu þó að það hefði verið forsetanum þvert um geð. Það kom berlega í ljós daginn eftir þegar hann talaði við fjölmiðla. Þar kenndi hann mótmælendum og hvítum þjóðernissinnum til jafns um ofbeldið í Charlottesville. „Það var líka mjög fínt fólk í báðum hópum,“ sagði Trump.Tístin endalausu og „Covfefe“ Þrátt fyrir að Trump hefði sagt að hann myndi varla nota Twitter eftir að hann yrði forseti hélt hann uppteknum hætti úr kosningabaráttunni. Tísti forsetinn um allt milli himins og jarðar en helst til að ausa skömmum og svívirðingum yfir andstæðinga sína. Á Twitter vó forsetinn sérstaklega hart að fjölmiðlum sem hann kallaði „gervifréttir“. Hann lét þó ekki þar við numið. Trump áframtísti áróðursmyndböndum gegn múslimum, gagnrýndi borgarstjóra London eftir hryðjuverkaárásir þar, ýjaði að því að sjónvarpsmaður hefði verið viðriðinn dauða aðstoðarkonu sinnar og herjaði á svarta ruðningsleikmenn sem mótmæltu lögregluofbeldi með því að krjúpa á kné undir þjóðsöngi Bandaríkjanna. Aðstoðarmenn forsetans voru svo líklega ekki kátir þegar Trump virtist viðurkenna í tísti að hann hefði vitað af lygum Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa síns, við FBI þegar hann þrýsti á Comey um að sýna Flynn mildi og rak hann síðan vegna Rússarannsóknarinnar. Einna mesta athygli vakti þó þegar Trump vafðist fingur um skjá og tísti orðinu „covfefe“. Tístið lifði heila nótt áður en því var eytt en á meðan skemmti heimsbyggðin sér við það að koma með tillögur að því hvað orðskrípið þýddi.Kynt undir kjarnorkustríð við Norður-Kóreu Í fyrsta skipti frá lokum kalda stríðsins byrjuðu jarðarbúar að óttast að kjarnorkustríð gæti mögulega verið í vændum. Ástæðan var sú að Norður-Kóreumenn héldu áfram kjarnorku- og eldflaugatilraunum og virtust komnir lengra í þeim efnum, jafnvel nógu langt til að þær gætu náð til meginlands Bandaríkjanna með kjarnorkusprengju. Það var þó ekki síst svívirðingarnar og herská orðræðan sem kom frá bæði Trump og stjórnvöldum í Pjongjang sem vakti ugg í brjósti fólks. Trump uppnefndi Kim Jong-un til dæmis ítrekað „Litla rakettumanninn“ og hótaði að gereyða Norður-Kóreu en Norður-Kóreumenn svöruðu með að kalla Bandaríkjaforseta elliæran. Trump virtist einnig hóta Norður-Kóreu kjarnorkustríði í ágúst í kjölfar tilrauna norðanmanna. „Norður-Kórea ætti ekki að hóta Bandaríkjunum meira. Þeim verður mætt með eldi og brennistein sem heimsbyggðin hefur ekki séð áður,“ sagði Trump.
Bandaríkin Donald Trump Fréttir ársins 2017 Rússarannsóknin Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira