Dagskrá setningar Alþingis á fimmtudaginn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. desember 2017 10:53 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mun setja sitt þriðja þing þrátt fyrir að hafa aðeins verið í embætti í eitt og hálft ár. Vísir/Ernir Alþingi verður sett í 148. skipti á fimmtudaginn og í þriðja skiptið á rúmu ári. Þingsetningarathöfnin hefst kl. 13.30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Forseti Íslands, biskup Íslands, starfandi forseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn ganga fylktu liði til kirkjunnar úr Alþingishúsinu að því er segir í tilkynningu á vef Alþingis. Séra Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur á Reynivöllum í Kjalarnessprófastsdæmi, prédikar og séra Sveinn Valgeirsson, sóknarprestur í Dómkirkjunni, þjónar fyrir altari ásamt biskupi Íslands, frú Agnesi M. Sigurðardóttur. Organisti Dómkirkjunnar, Kári Þormar, leikur á orgel og kammerkór Dómkirkjunnar syngur við athöfnina. Að guðsþjónustu lokinni er gengið til þinghússins. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, setur Alþingi, 148. löggjafarþing, og að því loknu tekur starfsaldursforseti, Steingrímur J. Sigfússon, við fundarstjórn, ávarpar þingið, flytur minningarorð og stjórnar kjöri kjörbréfanefndar. Félagar úr Schola cantorum syngja við athöfnina undir stjórn Harðar Áskelssonar. Þingsetningarfundi verður síðan frestað til kl. 16.00. Þegar þingsetningarfundi verður fram haldið verður kjörinn forseti Alþingis, kosið í nefndir, hlutað um sæti alþingismanna o.fl. Fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2018 verður þá útbýtt. Yfirlit helstu atriða þingsetningar: Kl. 13.25 Gengið til kirkju. Kl. 13.30 Guðsþjónusta í Dómkirkjunni. Kl. 14.05 Gengið úr kirkju í Alþingishúsið. Félagar úr Schola cantorum syngja „Gefðu að móðurmálið mitt“. Forseti Íslands setur þingið og flytur ávarp. Félagar úr Schola cantorum syngja „Stóðum tvö í túni“. Starfsaldurforseti Alþingis tekur við fundarstjórn. Starsfaldursforseti flytur minningarorð um látinn fyrrverandi alþingismann. Félagar úr Schola cantorum syngja „Nú sefur jörðin sumargræn“. Starfsaldursforseti stýrir kjöri 9 þingmanna í kjörbréfanefnd. Kl. 14.40 Hlé á þingsetningarfundi fram til kl. 16.00. Framhald þingsetningarfundar kl. 16.00 Kjörbréf afgreidd, undirritun drengskaparheita. Starfsaldursforseti stjórnar kjöri forseta Alþingis. Forseti Alþingis flytur ávarp. Kosning sex varaforseta. Nefndakjör (fastanefndir og alþjóðanefndir). Tilkynningar, útbýting fjárlagafrumvarps 2018 og hlutað um sæti þingmanna. Kl. 16. 30 Fundi slitið. Hljóðútsending verður frá messu og sjónvarpsútsending frá þingsetningarfundi á sjónvarpsrás og vef Alþingis. Sjónvarpsútsending verður frá þingsetningarfundi í Ríkisútvarpinu. Útvarpsútsending verður á Rás 1 frá messu og þingsetningu. Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana verða fimmtudagskvöldið 14. desember kl. 19.30. Fjármálaráðherra mælir fyrir frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2018 föstudaginn 15. desember kl. 10.30. Alþingi Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Sjá meira
Alþingi verður sett í 148. skipti á fimmtudaginn og í þriðja skiptið á rúmu ári. Þingsetningarathöfnin hefst kl. 13.30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Forseti Íslands, biskup Íslands, starfandi forseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn ganga fylktu liði til kirkjunnar úr Alþingishúsinu að því er segir í tilkynningu á vef Alþingis. Séra Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur á Reynivöllum í Kjalarnessprófastsdæmi, prédikar og séra Sveinn Valgeirsson, sóknarprestur í Dómkirkjunni, þjónar fyrir altari ásamt biskupi Íslands, frú Agnesi M. Sigurðardóttur. Organisti Dómkirkjunnar, Kári Þormar, leikur á orgel og kammerkór Dómkirkjunnar syngur við athöfnina. Að guðsþjónustu lokinni er gengið til þinghússins. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, setur Alþingi, 148. löggjafarþing, og að því loknu tekur starfsaldursforseti, Steingrímur J. Sigfússon, við fundarstjórn, ávarpar þingið, flytur minningarorð og stjórnar kjöri kjörbréfanefndar. Félagar úr Schola cantorum syngja við athöfnina undir stjórn Harðar Áskelssonar. Þingsetningarfundi verður síðan frestað til kl. 16.00. Þegar þingsetningarfundi verður fram haldið verður kjörinn forseti Alþingis, kosið í nefndir, hlutað um sæti alþingismanna o.fl. Fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2018 verður þá útbýtt. Yfirlit helstu atriða þingsetningar: Kl. 13.25 Gengið til kirkju. Kl. 13.30 Guðsþjónusta í Dómkirkjunni. Kl. 14.05 Gengið úr kirkju í Alþingishúsið. Félagar úr Schola cantorum syngja „Gefðu að móðurmálið mitt“. Forseti Íslands setur þingið og flytur ávarp. Félagar úr Schola cantorum syngja „Stóðum tvö í túni“. Starfsaldurforseti Alþingis tekur við fundarstjórn. Starsfaldursforseti flytur minningarorð um látinn fyrrverandi alþingismann. Félagar úr Schola cantorum syngja „Nú sefur jörðin sumargræn“. Starfsaldursforseti stýrir kjöri 9 þingmanna í kjörbréfanefnd. Kl. 14.40 Hlé á þingsetningarfundi fram til kl. 16.00. Framhald þingsetningarfundar kl. 16.00 Kjörbréf afgreidd, undirritun drengskaparheita. Starfsaldursforseti stjórnar kjöri forseta Alþingis. Forseti Alþingis flytur ávarp. Kosning sex varaforseta. Nefndakjör (fastanefndir og alþjóðanefndir). Tilkynningar, útbýting fjárlagafrumvarps 2018 og hlutað um sæti þingmanna. Kl. 16. 30 Fundi slitið. Hljóðútsending verður frá messu og sjónvarpsútsending frá þingsetningarfundi á sjónvarpsrás og vef Alþingis. Sjónvarpsútsending verður frá þingsetningarfundi í Ríkisútvarpinu. Útvarpsútsending verður á Rás 1 frá messu og þingsetningu. Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana verða fimmtudagskvöldið 14. desember kl. 19.30. Fjármálaráðherra mælir fyrir frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2018 föstudaginn 15. desember kl. 10.30.
Alþingi Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Sjá meira