Allt að fimmtán milljarða innspýting Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 11. desember 2017 06:00 Oddvitar stjórnarflokkana á góðri stundu í Ráðherrabústaðnum. vísir/eyþór Gert er ráð fyrir allt að fimmtán milljarða innspýtingu í rekstur bæði heilbrigðiskerfisins og menntakerfisins umfram það sem stefnt var að með fjárlagafrumvarpi síðustu ríkisstjórnar í nýju fjárlagafrumvarpi. Það verður lagt fram á fimmtudaginn. Töluverð útgjöld eru einnig ætluð í samgöngumál auk þess sem efla á löggæslu og bæta þjónustu víða um land fyrir þolendur kynferðisofbeldis. „Innspýtingin fer í hina opinberu heilbrigðisþjónustu; Landspítalann, heilsugæsluna og hinar almennu sjúkrastofnanir um landið,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og bætir við: „Þessi hluti af almannaþjónustunni hefur þurft að bíða allt of lengi og fólk hefur þurft að hlaupa hraðar og gera meira í allri heilbrigðisþjónustunni allt frá hruni og í rauninni lengur. Þannig að það er kominn tími til að þessir innviðir fari að finna fyrir því að okkur er að ganga betur.“ Svandís hyggst leita eftir samvinnu við menntamálaráðherra um málefni Landspítalans. „Það má ekki gleyma því að Landspítalinn er háskólasjúkrahús þannig að þetta er menntastofnun líka og við þurfum að búa vel að vísindastarfi og rannsóknum. Að þessum þætti þurfum við að vinna saman, við menntamálaráðherra,“ segir Svandís. Menntamálaráðherra tekur heils hugar undir þessi orð Svandísar og segir brýnt að taka upp þverfarlega samvinnu varðandi rannsóknir og þróun á þessum vettvangi. „Það verður stóraukin áhersla á menntamál í þessu fjárlagafrumvarpi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. „Áherslan verður á háskólastigið, framhaldsskólastigið, verk- og iðnnám. Þessi ríkisstjórn ætlar sér að skapa hagkerfi sem er drifið áfram af verk- og hugviti.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Gert er ráð fyrir allt að fimmtán milljarða innspýtingu í rekstur bæði heilbrigðiskerfisins og menntakerfisins umfram það sem stefnt var að með fjárlagafrumvarpi síðustu ríkisstjórnar í nýju fjárlagafrumvarpi. Það verður lagt fram á fimmtudaginn. Töluverð útgjöld eru einnig ætluð í samgöngumál auk þess sem efla á löggæslu og bæta þjónustu víða um land fyrir þolendur kynferðisofbeldis. „Innspýtingin fer í hina opinberu heilbrigðisþjónustu; Landspítalann, heilsugæsluna og hinar almennu sjúkrastofnanir um landið,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og bætir við: „Þessi hluti af almannaþjónustunni hefur þurft að bíða allt of lengi og fólk hefur þurft að hlaupa hraðar og gera meira í allri heilbrigðisþjónustunni allt frá hruni og í rauninni lengur. Þannig að það er kominn tími til að þessir innviðir fari að finna fyrir því að okkur er að ganga betur.“ Svandís hyggst leita eftir samvinnu við menntamálaráðherra um málefni Landspítalans. „Það má ekki gleyma því að Landspítalinn er háskólasjúkrahús þannig að þetta er menntastofnun líka og við þurfum að búa vel að vísindastarfi og rannsóknum. Að þessum þætti þurfum við að vinna saman, við menntamálaráðherra,“ segir Svandís. Menntamálaráðherra tekur heils hugar undir þessi orð Svandísar og segir brýnt að taka upp þverfarlega samvinnu varðandi rannsóknir og þróun á þessum vettvangi. „Það verður stóraukin áhersla á menntamál í þessu fjárlagafrumvarpi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. „Áherslan verður á háskólastigið, framhaldsskólastigið, verk- og iðnnám. Þessi ríkisstjórn ætlar sér að skapa hagkerfi sem er drifið áfram af verk- og hugviti.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira