Telja að erfiðara verði að varðveita íslenskt efni Sveinn Arnarsson skrifar 11. desember 2017 07:30 Á Landsbókasafni situr margur háskólaneminn og lærir fyrir próf í desembermánuði. Margir þeirra vita kannski ekki að bókasafnið varðveitir og getur útvegað allt prentað efni frá árinu 1886. vísir/anton brink Aukin prentun íslenskra bóka á erlendri grund veldur Landsbókasafni nokkrum áhyggjum og gæti það haft í för með sér að erfiðara verði að varðveita menningararf þjóðarinnar. Skylt er að skila til Landsbókasafns prentuðum bókum og einnig rafbókum, hljóðbókum, kvikmyndum og tónlist.Hallfríður Baldursdóttir, fagstjóri skylduskila hjá Landsbókasafnivísir/anton brinkFréttablaðið sagði frá því fyrir skömmu að hin íslenska jólabók innbundin í kápu muni brátt heyra sögunni til. Oddi mun í upphafi nýs árs hætta prentun þessarar gerðar bóka og því mun öll harðspjalda bókaprentun flytjast úr landi. Í jólabókaflóðinu um þessi jól eru tvær af hverjum þremur bókum prentaðar erlendis, einungis þriðjungur er prentaður hér á landi. Hallfríður Baldursdóttir, fagstjóri skylduskila Landsbókasafns segir þetta nokkrum vandkvæðum bundið. „Hér áður fyrr þurftum við bara að hafa samband við prentsmiðjurnar sem eru tiltölulega fáar hér á landi. Nú hins vegar færist skyldan yfir á útgefendur en þeir eru margir og mjög misjafnt hversu stórtækir þeir eru í útgáfu,“ segir Hallfríður. „Því er það mun meira verkefni fyrir okkur að vakta bókamarkaðinn svo allar bækur skili sér til okkar.“ Hallfríður segir skilaskyldu bóka skipta miklu máli fyrir varðveisluna. „Við vinnum að því markmiði að varðveita menningararfinn með þessum hætti. Hingað kemur allt útgefið efni og því mikilvægt að allt berist til okkar til varðveislu komandi kynslóða,“ segir Hallfríður. Fyrstu lög um skylduskil bóka voru samþykkt árið 1886. Var það þá hluti af prentsmiðjulögum landsins og náðu eingöngu til prentaðs efnis. Árið 1949 voru lög um skilaskyldu gerð að sjálfstæðum lögum og umsjón færð til Landsbókasafns frá lögreglustjórum landsins. Núgildandi lög um skylduskil voru samþykkt á Alþingi í tíð Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra. Er tilgangur þeirra að varðveita til frambúðar þann íslenska menningararf sem skilaskyldan nær til. Landsbókasafni, Amtsbókasafni á Akureyri og Kvikmyndasafni Íslands er gert að varðveita skyldueintök. Birtist í Fréttablaðinu Menning Tengdar fréttir Íslenska bókin er innflutt og handverk gæti glatast úr landi Jólabókaflóðið mun um næstu jól bera nafn með rentu því líklegt er að næstum allar skáldsögur landsmanna komi til landsins með skipum. Glötun handverks er því raunhæfur möguleiki að sögn sérfróðra. 6. desember 2017 07:00 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Sjá meira
Aukin prentun íslenskra bóka á erlendri grund veldur Landsbókasafni nokkrum áhyggjum og gæti það haft í för með sér að erfiðara verði að varðveita menningararf þjóðarinnar. Skylt er að skila til Landsbókasafns prentuðum bókum og einnig rafbókum, hljóðbókum, kvikmyndum og tónlist.Hallfríður Baldursdóttir, fagstjóri skylduskila hjá Landsbókasafnivísir/anton brinkFréttablaðið sagði frá því fyrir skömmu að hin íslenska jólabók innbundin í kápu muni brátt heyra sögunni til. Oddi mun í upphafi nýs árs hætta prentun þessarar gerðar bóka og því mun öll harðspjalda bókaprentun flytjast úr landi. Í jólabókaflóðinu um þessi jól eru tvær af hverjum þremur bókum prentaðar erlendis, einungis þriðjungur er prentaður hér á landi. Hallfríður Baldursdóttir, fagstjóri skylduskila Landsbókasafns segir þetta nokkrum vandkvæðum bundið. „Hér áður fyrr þurftum við bara að hafa samband við prentsmiðjurnar sem eru tiltölulega fáar hér á landi. Nú hins vegar færist skyldan yfir á útgefendur en þeir eru margir og mjög misjafnt hversu stórtækir þeir eru í útgáfu,“ segir Hallfríður. „Því er það mun meira verkefni fyrir okkur að vakta bókamarkaðinn svo allar bækur skili sér til okkar.“ Hallfríður segir skilaskyldu bóka skipta miklu máli fyrir varðveisluna. „Við vinnum að því markmiði að varðveita menningararfinn með þessum hætti. Hingað kemur allt útgefið efni og því mikilvægt að allt berist til okkar til varðveislu komandi kynslóða,“ segir Hallfríður. Fyrstu lög um skylduskil bóka voru samþykkt árið 1886. Var það þá hluti af prentsmiðjulögum landsins og náðu eingöngu til prentaðs efnis. Árið 1949 voru lög um skilaskyldu gerð að sjálfstæðum lögum og umsjón færð til Landsbókasafns frá lögreglustjórum landsins. Núgildandi lög um skylduskil voru samþykkt á Alþingi í tíð Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra. Er tilgangur þeirra að varðveita til frambúðar þann íslenska menningararf sem skilaskyldan nær til. Landsbókasafni, Amtsbókasafni á Akureyri og Kvikmyndasafni Íslands er gert að varðveita skyldueintök.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Tengdar fréttir Íslenska bókin er innflutt og handverk gæti glatast úr landi Jólabókaflóðið mun um næstu jól bera nafn með rentu því líklegt er að næstum allar skáldsögur landsmanna komi til landsins með skipum. Glötun handverks er því raunhæfur möguleiki að sögn sérfróðra. 6. desember 2017 07:00 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Sjá meira
Íslenska bókin er innflutt og handverk gæti glatast úr landi Jólabókaflóðið mun um næstu jól bera nafn með rentu því líklegt er að næstum allar skáldsögur landsmanna komi til landsins með skipum. Glötun handverks er því raunhæfur möguleiki að sögn sérfróðra. 6. desember 2017 07:00