Ari Eldjárn malar gull með góðu gríni Jakob Bjarnar skrifar 29. desember 2017 14:50 Miðasölutekjur af sýningum Ara Eldjárn nema um 50 milljónum króna. visir/andri marínó Svo gott sem uppselt er á grínsýningar Ara Eldjárn í Háskólabíói en aðeins hefur verið hægt að nálgast miða í stök sæti. Upphaflega voru sex sýningar settar á sölu, tveimur var bætt við og loks einni til viðbótar. Alls eru sýningarnar því níu en salurinn tekur 948 í sæti. Miðinn kostar 5,900 krónur sem þýðir einfaldlega það að andvirði miðasölunnar nemur rúmum 50 milljónum króna. „Þetta hefur gengið eins og í sögu,“ segir Ari í samtali við Vísi. „Framar björtustu vonum og ég er þakklátur og auðmjúkur.“ Ljóst er að Ara lætur ýmislegt betur en ræða um peninga. Honum finnst það ekkert sérstaklega fyndið og segist ekki geta gefið neitt upp um kostnaði og samkomulag sitt við húsið og miðasöluna. Trúnaður ríki um það. En, miðasalan rennur sem sagt ekki öll í hans vasa. „Kostnaðarsöm sýning. Ég geri þetta allt upp eftir á. Og á eftir að taka þetta saman. En, jájá, það verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr þessu. Þetta er það mesta sem ég hef nokkurn tíma selt. Það er nú innbyggt í mann að er á meðan er,“ segir Ari sem vill hafa vaðið fyrir neðan sig og spara yfirlýsingarnar. Ari á nú fjórar sýningar að baki og fimm standa fyrir dyrum. „Ég er hálfnaður. Viðtökurnar hafa verið svakalega góðar. Það hefur gengið hrikalega vel og þungu fari af manni létt þegar búið var að frumsýna. Ég hef verið að plana þetta í einhverja mánuði.“ Ari segir að Háskólabíó sé uppáhalds salurinn sinn. Stór og þegar brestur á með hlátrasköllum myndist mikill hávaði. Þegar sýningunum lýkur tekur við það að sýna með Mið-Íslandi, grínhópi sem Ari tilheyrir en Mið-Ísland stefnir að því að keyra sýningar stíft fram í mars. Menning Tengdar fréttir Uppistand Ara Eldjárn slær nú í gegn erlendis Ari Eldjárn sýnir uppistand sitt fyrir fullu húsi á stærstu listahátíð heims í Skotlandi og fær glimrandi dóma. Grínarinn heldur upp á fjögurra afmæli dóttur sinnar með fjölskyldunni í dag. 22. ágúst 2017 07:00 Fær frábæra dóma fyrir uppistandið í Skotlandi Grínistinn Ari Eldjárn fékk fjórar stjörnur af fimm í dómi skoska blaðsins Scotsman fyrir uppistandssýningu sína Pardon My Icelandic. 9. ágúst 2017 15:22 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Erlent Fleiri fréttir Bregðast af hörku við ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Sjá meira
Svo gott sem uppselt er á grínsýningar Ara Eldjárn í Háskólabíói en aðeins hefur verið hægt að nálgast miða í stök sæti. Upphaflega voru sex sýningar settar á sölu, tveimur var bætt við og loks einni til viðbótar. Alls eru sýningarnar því níu en salurinn tekur 948 í sæti. Miðinn kostar 5,900 krónur sem þýðir einfaldlega það að andvirði miðasölunnar nemur rúmum 50 milljónum króna. „Þetta hefur gengið eins og í sögu,“ segir Ari í samtali við Vísi. „Framar björtustu vonum og ég er þakklátur og auðmjúkur.“ Ljóst er að Ara lætur ýmislegt betur en ræða um peninga. Honum finnst það ekkert sérstaklega fyndið og segist ekki geta gefið neitt upp um kostnaði og samkomulag sitt við húsið og miðasöluna. Trúnaður ríki um það. En, miðasalan rennur sem sagt ekki öll í hans vasa. „Kostnaðarsöm sýning. Ég geri þetta allt upp eftir á. Og á eftir að taka þetta saman. En, jájá, það verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr þessu. Þetta er það mesta sem ég hef nokkurn tíma selt. Það er nú innbyggt í mann að er á meðan er,“ segir Ari sem vill hafa vaðið fyrir neðan sig og spara yfirlýsingarnar. Ari á nú fjórar sýningar að baki og fimm standa fyrir dyrum. „Ég er hálfnaður. Viðtökurnar hafa verið svakalega góðar. Það hefur gengið hrikalega vel og þungu fari af manni létt þegar búið var að frumsýna. Ég hef verið að plana þetta í einhverja mánuði.“ Ari segir að Háskólabíó sé uppáhalds salurinn sinn. Stór og þegar brestur á með hlátrasköllum myndist mikill hávaði. Þegar sýningunum lýkur tekur við það að sýna með Mið-Íslandi, grínhópi sem Ari tilheyrir en Mið-Ísland stefnir að því að keyra sýningar stíft fram í mars.
Menning Tengdar fréttir Uppistand Ara Eldjárn slær nú í gegn erlendis Ari Eldjárn sýnir uppistand sitt fyrir fullu húsi á stærstu listahátíð heims í Skotlandi og fær glimrandi dóma. Grínarinn heldur upp á fjögurra afmæli dóttur sinnar með fjölskyldunni í dag. 22. ágúst 2017 07:00 Fær frábæra dóma fyrir uppistandið í Skotlandi Grínistinn Ari Eldjárn fékk fjórar stjörnur af fimm í dómi skoska blaðsins Scotsman fyrir uppistandssýningu sína Pardon My Icelandic. 9. ágúst 2017 15:22 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Erlent Fleiri fréttir Bregðast af hörku við ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Sjá meira
Uppistand Ara Eldjárn slær nú í gegn erlendis Ari Eldjárn sýnir uppistand sitt fyrir fullu húsi á stærstu listahátíð heims í Skotlandi og fær glimrandi dóma. Grínarinn heldur upp á fjögurra afmæli dóttur sinnar með fjölskyldunni í dag. 22. ágúst 2017 07:00
Fær frábæra dóma fyrir uppistandið í Skotlandi Grínistinn Ari Eldjárn fékk fjórar stjörnur af fimm í dómi skoska blaðsins Scotsman fyrir uppistandssýningu sína Pardon My Icelandic. 9. ágúst 2017 15:22