Fótbolti

Totti: Fótboltaheimurinn var betri í gamla daga

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Totti nýtur lífsins í stúkunni.
Totti nýtur lífsins í stúkunni. vísir/getty
Roma-goðsögnin Francesco Totti nýtur lífsins eftir að hafa lagt skóna á hilluna. Hann íhugaði að fara út í þjálfun en hefur lagt þær áætlanir á hilluna í bili.

Totti átti að fara á þjálfaranámskeið í október en ákvað að sleppa námskeiðinu.

„Ég er ekki að hugsa um þjálfun núna en kannski kemur það síðar. Löngunin til þess að þjálfa hefur ekki enn komið. Nú er ég að auglýsa Roma um allan heim,“ sagði Totti sem er í starfi hjá Roma eftir að hafa leikið allan sinn feril þar. Hann er ekki hrifinn af því hvernig fótboltaheimurinn hefur breyst.

„Þetta hefur breyst mikið en fótboltaheimurinn var betri í gamla daga Nú snýst þetta miklu meira um peninga en áður snérist þetta meira um að búa til góða, uppalda fótboltamenn. Mesta rómantíkin í fótbolta er hollusta. Sú rómantík er nánast farin.“

Totti var spurður út í bestu fótboltamenn heims og hvort gamli Roma-maðurinn, Mo Salah, væri orðinn sá besti.

„Salah bestur? Nei. Messi er bestur en ekki segja Ronaldo og Messi það.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×