Ár hinna óvæntu atburða Agnar Tómas Möller skrifar 27. desember 2017 09:45 Óhætt er að segja að árið sem senn er á enda sé ár óvæntra atburða á fjármálamörkuðum. Sé horft til erlendra markaða héldu margir í upphafi árs að hið svokallaða „Trumpflation“ (þ.e. hratt vaxandi ríkisútgjöld og fjárlagahalli, samhliða miklum skattalækkunum) myndi setja verðbólgu af stað. Einnig var búist við því að árið 2017 yrði ár umróts og mikilla sveiflna (flökts) á fjármálamörkuðum, ekki síst fyrir tilstilli þess sem búist var við af hinum nýkjörna forseta. Annað hefur komið á daginn og hefur mikil hækkun bandarískra hlutabréfa á árinu (um 20-25% mælt í Bandaríkjadal) verið svo jöfn og stöðug að elstu menn muna vart annað eins. Þrátt fyrir að nú síðla árs 2017 stefni í efndir í skattamálum af hálfu Bandaríkjaforseta, hafa langtímavextir og verðbólguvæntingar í Bandaríkjunum haldist óbreyttar á árinu á sama tíma og evran hefur styrkst verulega á móti dollar, einkum vegna óvænts þróttar á hinu evrópska efnahagssvæði. Meira að segja japanska hagkerfið virðist vera að vakna úr áratuga dauðadái og mælist þar nú jákvæður hagvöxtur sjöunda ársfjórðunginn í röð samhliða því að atvinnuleysi hefur fallið í 24 ára lágmark. Ólíkt hinum erlendu mörkuðum, voru væntingar til hins innlenda markaðar nokkuð á bjartsýnum nótum í upphafi árs. Íslenska hagkerfið var á blússandi siglingu samhliða því sem nær öll ljós í mælaborðinu voru á skærgrænu; góður gangur í okkar helstu útflutningsgreinum hefur skilað hagvexti sem svipar til nýmarkaðsríkja, þjóðhagslegur sparnaður sjaldan verið meiri og kaupmáttur íslenskra heimila vaxið hraðar en nokkrum sinnum fyrr. Hefði það í ofanálag verið vitað að erlendir fjárfestar myndu hér fjárfesta í innlendum hlutabréfum fyrir um 40 milljarða króna og að ríkistryggðir langtíma raunvextir myndu lækka um 0,7%-1,0,%, hefði fáum dottið í hug annað en að ávöxtun hlutabréfa hefði hlaupið á tugum prósenta á árinu sem er að líða. Annað hefur komið á daginn. Hækkun hlutabréfa á árinu mælt með hlutabréfavísitölu GAMMA hefur einungis verið 3% (þar af 2% seinasta viðskiptadag fyrir jól) og mælt með hlutabréfavísitölu Kauphallarinnar hefur lækkunin verið 5%. Þau félög sem ættu að vera beintengdust við lækkun lengri tíma raunvaxta og hækkun kaupmáttar heimila, íslensku fasteignafélögin, hafa lækkað á bilinu 2-7%. En hvað veldur þessari óvæntu þróun á innlendum hlutabréfamarkaði? Í fyrsta lagi þá voru útflæðishöftin afnumin á árinu en eftir standa innflæðishöftin sem miðað við nýleg ummæli Seðlabankastjóra munu verða hér við lýði næstu árin. Í öðru lagi þá tók lífeyriskerfið við af bankakerfinu sem langstærsti lánveitandi húsnæðislána og hefur samhliða verið nettó seljandi innlendra skuldabréfa. Um er að ræða flókið samspil ýmissa krafta en birtingarmyndin kemur meðal annars fram í áframhaldandi háum raunvöxtum til íslenskra heimila og fyrirtækja sem á endanum hefur skilað sér í lakari ávöxtun á hlutabréfamarkaði. Á sama tíma og stýrivextir Seðlabankans hafa lækkað um 1,5% á einu og hálfu ári, samhliða um 1% lækkun lengri tíma raunvaxta, hafa fastir vextir til fyrirtækja og íbúðalána í bankakerfinu staðið í stað á sama tíma. Einnig virðist sem innlendir fjárfestar hafi í auknum mæli leitað út af skráða hlutabréfamarkaðnum í ýmsar óskráðar fjárfestingar, s.s. í fasteignir og annan fyrirtækjarekstur, á sama tíma og lífeyrissjóðir hafa dregið verulega úr fjárfestingum sínum í innlendum hlutabréfum. En íslenskir sparifjáreigendur þurfa þó ekki endilega að örvænta á nýju ári þrátt fyrir lækkandi raunvexti og vankaðan innlendan hlutabréfamarkað. Ekki aðeins eru um 2% raunvextir áfram mjög háir í alþjóðlegum samanburði (meðaltal langtímaraunvaxta 15 stærstu OECD ríkja er í dag um -0,4%), heldur valda stífar eiginfjárkröfur til innlendra lánastofnana því að sífellt erfiðara verður fyrir innlend fyrirtæki að sækja þangað fjármagn. Samhliða hafa því ný fyrirtæki og sjóðir haslað sér völl í beinum lánveitingum og á komandi ári munu því innlend fyrirtæki í auknum mæli leita sér að fjármagni hjá slíkum aðilum sem og beint gegnum skuldabréfamarkaðinn. Þótt fjárfestar muni ekki sem áður geta sótt sér himinháa raunvexti í innlánum og peningamarkaðsjóðum, munu þeir finna þá í auknum mæli í gegnum fjármögnun íslenska raunhagkerfisins. Höfundur er framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA Capital Management. Greinin birtist í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agnar Tómas Möller Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Óhætt er að segja að árið sem senn er á enda sé ár óvæntra atburða á fjármálamörkuðum. Sé horft til erlendra markaða héldu margir í upphafi árs að hið svokallaða „Trumpflation“ (þ.e. hratt vaxandi ríkisútgjöld og fjárlagahalli, samhliða miklum skattalækkunum) myndi setja verðbólgu af stað. Einnig var búist við því að árið 2017 yrði ár umróts og mikilla sveiflna (flökts) á fjármálamörkuðum, ekki síst fyrir tilstilli þess sem búist var við af hinum nýkjörna forseta. Annað hefur komið á daginn og hefur mikil hækkun bandarískra hlutabréfa á árinu (um 20-25% mælt í Bandaríkjadal) verið svo jöfn og stöðug að elstu menn muna vart annað eins. Þrátt fyrir að nú síðla árs 2017 stefni í efndir í skattamálum af hálfu Bandaríkjaforseta, hafa langtímavextir og verðbólguvæntingar í Bandaríkjunum haldist óbreyttar á árinu á sama tíma og evran hefur styrkst verulega á móti dollar, einkum vegna óvænts þróttar á hinu evrópska efnahagssvæði. Meira að segja japanska hagkerfið virðist vera að vakna úr áratuga dauðadái og mælist þar nú jákvæður hagvöxtur sjöunda ársfjórðunginn í röð samhliða því að atvinnuleysi hefur fallið í 24 ára lágmark. Ólíkt hinum erlendu mörkuðum, voru væntingar til hins innlenda markaðar nokkuð á bjartsýnum nótum í upphafi árs. Íslenska hagkerfið var á blússandi siglingu samhliða því sem nær öll ljós í mælaborðinu voru á skærgrænu; góður gangur í okkar helstu útflutningsgreinum hefur skilað hagvexti sem svipar til nýmarkaðsríkja, þjóðhagslegur sparnaður sjaldan verið meiri og kaupmáttur íslenskra heimila vaxið hraðar en nokkrum sinnum fyrr. Hefði það í ofanálag verið vitað að erlendir fjárfestar myndu hér fjárfesta í innlendum hlutabréfum fyrir um 40 milljarða króna og að ríkistryggðir langtíma raunvextir myndu lækka um 0,7%-1,0,%, hefði fáum dottið í hug annað en að ávöxtun hlutabréfa hefði hlaupið á tugum prósenta á árinu sem er að líða. Annað hefur komið á daginn. Hækkun hlutabréfa á árinu mælt með hlutabréfavísitölu GAMMA hefur einungis verið 3% (þar af 2% seinasta viðskiptadag fyrir jól) og mælt með hlutabréfavísitölu Kauphallarinnar hefur lækkunin verið 5%. Þau félög sem ættu að vera beintengdust við lækkun lengri tíma raunvaxta og hækkun kaupmáttar heimila, íslensku fasteignafélögin, hafa lækkað á bilinu 2-7%. En hvað veldur þessari óvæntu þróun á innlendum hlutabréfamarkaði? Í fyrsta lagi þá voru útflæðishöftin afnumin á árinu en eftir standa innflæðishöftin sem miðað við nýleg ummæli Seðlabankastjóra munu verða hér við lýði næstu árin. Í öðru lagi þá tók lífeyriskerfið við af bankakerfinu sem langstærsti lánveitandi húsnæðislána og hefur samhliða verið nettó seljandi innlendra skuldabréfa. Um er að ræða flókið samspil ýmissa krafta en birtingarmyndin kemur meðal annars fram í áframhaldandi háum raunvöxtum til íslenskra heimila og fyrirtækja sem á endanum hefur skilað sér í lakari ávöxtun á hlutabréfamarkaði. Á sama tíma og stýrivextir Seðlabankans hafa lækkað um 1,5% á einu og hálfu ári, samhliða um 1% lækkun lengri tíma raunvaxta, hafa fastir vextir til fyrirtækja og íbúðalána í bankakerfinu staðið í stað á sama tíma. Einnig virðist sem innlendir fjárfestar hafi í auknum mæli leitað út af skráða hlutabréfamarkaðnum í ýmsar óskráðar fjárfestingar, s.s. í fasteignir og annan fyrirtækjarekstur, á sama tíma og lífeyrissjóðir hafa dregið verulega úr fjárfestingum sínum í innlendum hlutabréfum. En íslenskir sparifjáreigendur þurfa þó ekki endilega að örvænta á nýju ári þrátt fyrir lækkandi raunvexti og vankaðan innlendan hlutabréfamarkað. Ekki aðeins eru um 2% raunvextir áfram mjög háir í alþjóðlegum samanburði (meðaltal langtímaraunvaxta 15 stærstu OECD ríkja er í dag um -0,4%), heldur valda stífar eiginfjárkröfur til innlendra lánastofnana því að sífellt erfiðara verður fyrir innlend fyrirtæki að sækja þangað fjármagn. Samhliða hafa því ný fyrirtæki og sjóðir haslað sér völl í beinum lánveitingum og á komandi ári munu því innlend fyrirtæki í auknum mæli leita sér að fjármagni hjá slíkum aðilum sem og beint gegnum skuldabréfamarkaðinn. Þótt fjárfestar muni ekki sem áður geta sótt sér himinháa raunvexti í innlánum og peningamarkaðsjóðum, munu þeir finna þá í auknum mæli í gegnum fjármögnun íslenska raunhagkerfisins. Höfundur er framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA Capital Management. Greinin birtist í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar