Ár hinna óvæntu atburða Agnar Tómas Möller skrifar 27. desember 2017 09:45 Óhætt er að segja að árið sem senn er á enda sé ár óvæntra atburða á fjármálamörkuðum. Sé horft til erlendra markaða héldu margir í upphafi árs að hið svokallaða „Trumpflation“ (þ.e. hratt vaxandi ríkisútgjöld og fjárlagahalli, samhliða miklum skattalækkunum) myndi setja verðbólgu af stað. Einnig var búist við því að árið 2017 yrði ár umróts og mikilla sveiflna (flökts) á fjármálamörkuðum, ekki síst fyrir tilstilli þess sem búist var við af hinum nýkjörna forseta. Annað hefur komið á daginn og hefur mikil hækkun bandarískra hlutabréfa á árinu (um 20-25% mælt í Bandaríkjadal) verið svo jöfn og stöðug að elstu menn muna vart annað eins. Þrátt fyrir að nú síðla árs 2017 stefni í efndir í skattamálum af hálfu Bandaríkjaforseta, hafa langtímavextir og verðbólguvæntingar í Bandaríkjunum haldist óbreyttar á árinu á sama tíma og evran hefur styrkst verulega á móti dollar, einkum vegna óvænts þróttar á hinu evrópska efnahagssvæði. Meira að segja japanska hagkerfið virðist vera að vakna úr áratuga dauðadái og mælist þar nú jákvæður hagvöxtur sjöunda ársfjórðunginn í röð samhliða því að atvinnuleysi hefur fallið í 24 ára lágmark. Ólíkt hinum erlendu mörkuðum, voru væntingar til hins innlenda markaðar nokkuð á bjartsýnum nótum í upphafi árs. Íslenska hagkerfið var á blússandi siglingu samhliða því sem nær öll ljós í mælaborðinu voru á skærgrænu; góður gangur í okkar helstu útflutningsgreinum hefur skilað hagvexti sem svipar til nýmarkaðsríkja, þjóðhagslegur sparnaður sjaldan verið meiri og kaupmáttur íslenskra heimila vaxið hraðar en nokkrum sinnum fyrr. Hefði það í ofanálag verið vitað að erlendir fjárfestar myndu hér fjárfesta í innlendum hlutabréfum fyrir um 40 milljarða króna og að ríkistryggðir langtíma raunvextir myndu lækka um 0,7%-1,0,%, hefði fáum dottið í hug annað en að ávöxtun hlutabréfa hefði hlaupið á tugum prósenta á árinu sem er að líða. Annað hefur komið á daginn. Hækkun hlutabréfa á árinu mælt með hlutabréfavísitölu GAMMA hefur einungis verið 3% (þar af 2% seinasta viðskiptadag fyrir jól) og mælt með hlutabréfavísitölu Kauphallarinnar hefur lækkunin verið 5%. Þau félög sem ættu að vera beintengdust við lækkun lengri tíma raunvaxta og hækkun kaupmáttar heimila, íslensku fasteignafélögin, hafa lækkað á bilinu 2-7%. En hvað veldur þessari óvæntu þróun á innlendum hlutabréfamarkaði? Í fyrsta lagi þá voru útflæðishöftin afnumin á árinu en eftir standa innflæðishöftin sem miðað við nýleg ummæli Seðlabankastjóra munu verða hér við lýði næstu árin. Í öðru lagi þá tók lífeyriskerfið við af bankakerfinu sem langstærsti lánveitandi húsnæðislána og hefur samhliða verið nettó seljandi innlendra skuldabréfa. Um er að ræða flókið samspil ýmissa krafta en birtingarmyndin kemur meðal annars fram í áframhaldandi háum raunvöxtum til íslenskra heimila og fyrirtækja sem á endanum hefur skilað sér í lakari ávöxtun á hlutabréfamarkaði. Á sama tíma og stýrivextir Seðlabankans hafa lækkað um 1,5% á einu og hálfu ári, samhliða um 1% lækkun lengri tíma raunvaxta, hafa fastir vextir til fyrirtækja og íbúðalána í bankakerfinu staðið í stað á sama tíma. Einnig virðist sem innlendir fjárfestar hafi í auknum mæli leitað út af skráða hlutabréfamarkaðnum í ýmsar óskráðar fjárfestingar, s.s. í fasteignir og annan fyrirtækjarekstur, á sama tíma og lífeyrissjóðir hafa dregið verulega úr fjárfestingum sínum í innlendum hlutabréfum. En íslenskir sparifjáreigendur þurfa þó ekki endilega að örvænta á nýju ári þrátt fyrir lækkandi raunvexti og vankaðan innlendan hlutabréfamarkað. Ekki aðeins eru um 2% raunvextir áfram mjög háir í alþjóðlegum samanburði (meðaltal langtímaraunvaxta 15 stærstu OECD ríkja er í dag um -0,4%), heldur valda stífar eiginfjárkröfur til innlendra lánastofnana því að sífellt erfiðara verður fyrir innlend fyrirtæki að sækja þangað fjármagn. Samhliða hafa því ný fyrirtæki og sjóðir haslað sér völl í beinum lánveitingum og á komandi ári munu því innlend fyrirtæki í auknum mæli leita sér að fjármagni hjá slíkum aðilum sem og beint gegnum skuldabréfamarkaðinn. Þótt fjárfestar muni ekki sem áður geta sótt sér himinháa raunvexti í innlánum og peningamarkaðsjóðum, munu þeir finna þá í auknum mæli í gegnum fjármögnun íslenska raunhagkerfisins. Höfundur er framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA Capital Management. Greinin birtist í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agnar Tómas Möller Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Óhætt er að segja að árið sem senn er á enda sé ár óvæntra atburða á fjármálamörkuðum. Sé horft til erlendra markaða héldu margir í upphafi árs að hið svokallaða „Trumpflation“ (þ.e. hratt vaxandi ríkisútgjöld og fjárlagahalli, samhliða miklum skattalækkunum) myndi setja verðbólgu af stað. Einnig var búist við því að árið 2017 yrði ár umróts og mikilla sveiflna (flökts) á fjármálamörkuðum, ekki síst fyrir tilstilli þess sem búist var við af hinum nýkjörna forseta. Annað hefur komið á daginn og hefur mikil hækkun bandarískra hlutabréfa á árinu (um 20-25% mælt í Bandaríkjadal) verið svo jöfn og stöðug að elstu menn muna vart annað eins. Þrátt fyrir að nú síðla árs 2017 stefni í efndir í skattamálum af hálfu Bandaríkjaforseta, hafa langtímavextir og verðbólguvæntingar í Bandaríkjunum haldist óbreyttar á árinu á sama tíma og evran hefur styrkst verulega á móti dollar, einkum vegna óvænts þróttar á hinu evrópska efnahagssvæði. Meira að segja japanska hagkerfið virðist vera að vakna úr áratuga dauðadái og mælist þar nú jákvæður hagvöxtur sjöunda ársfjórðunginn í röð samhliða því að atvinnuleysi hefur fallið í 24 ára lágmark. Ólíkt hinum erlendu mörkuðum, voru væntingar til hins innlenda markaðar nokkuð á bjartsýnum nótum í upphafi árs. Íslenska hagkerfið var á blússandi siglingu samhliða því sem nær öll ljós í mælaborðinu voru á skærgrænu; góður gangur í okkar helstu útflutningsgreinum hefur skilað hagvexti sem svipar til nýmarkaðsríkja, þjóðhagslegur sparnaður sjaldan verið meiri og kaupmáttur íslenskra heimila vaxið hraðar en nokkrum sinnum fyrr. Hefði það í ofanálag verið vitað að erlendir fjárfestar myndu hér fjárfesta í innlendum hlutabréfum fyrir um 40 milljarða króna og að ríkistryggðir langtíma raunvextir myndu lækka um 0,7%-1,0,%, hefði fáum dottið í hug annað en að ávöxtun hlutabréfa hefði hlaupið á tugum prósenta á árinu sem er að líða. Annað hefur komið á daginn. Hækkun hlutabréfa á árinu mælt með hlutabréfavísitölu GAMMA hefur einungis verið 3% (þar af 2% seinasta viðskiptadag fyrir jól) og mælt með hlutabréfavísitölu Kauphallarinnar hefur lækkunin verið 5%. Þau félög sem ættu að vera beintengdust við lækkun lengri tíma raunvaxta og hækkun kaupmáttar heimila, íslensku fasteignafélögin, hafa lækkað á bilinu 2-7%. En hvað veldur þessari óvæntu þróun á innlendum hlutabréfamarkaði? Í fyrsta lagi þá voru útflæðishöftin afnumin á árinu en eftir standa innflæðishöftin sem miðað við nýleg ummæli Seðlabankastjóra munu verða hér við lýði næstu árin. Í öðru lagi þá tók lífeyriskerfið við af bankakerfinu sem langstærsti lánveitandi húsnæðislána og hefur samhliða verið nettó seljandi innlendra skuldabréfa. Um er að ræða flókið samspil ýmissa krafta en birtingarmyndin kemur meðal annars fram í áframhaldandi háum raunvöxtum til íslenskra heimila og fyrirtækja sem á endanum hefur skilað sér í lakari ávöxtun á hlutabréfamarkaði. Á sama tíma og stýrivextir Seðlabankans hafa lækkað um 1,5% á einu og hálfu ári, samhliða um 1% lækkun lengri tíma raunvaxta, hafa fastir vextir til fyrirtækja og íbúðalána í bankakerfinu staðið í stað á sama tíma. Einnig virðist sem innlendir fjárfestar hafi í auknum mæli leitað út af skráða hlutabréfamarkaðnum í ýmsar óskráðar fjárfestingar, s.s. í fasteignir og annan fyrirtækjarekstur, á sama tíma og lífeyrissjóðir hafa dregið verulega úr fjárfestingum sínum í innlendum hlutabréfum. En íslenskir sparifjáreigendur þurfa þó ekki endilega að örvænta á nýju ári þrátt fyrir lækkandi raunvexti og vankaðan innlendan hlutabréfamarkað. Ekki aðeins eru um 2% raunvextir áfram mjög háir í alþjóðlegum samanburði (meðaltal langtímaraunvaxta 15 stærstu OECD ríkja er í dag um -0,4%), heldur valda stífar eiginfjárkröfur til innlendra lánastofnana því að sífellt erfiðara verður fyrir innlend fyrirtæki að sækja þangað fjármagn. Samhliða hafa því ný fyrirtæki og sjóðir haslað sér völl í beinum lánveitingum og á komandi ári munu því innlend fyrirtæki í auknum mæli leita sér að fjármagni hjá slíkum aðilum sem og beint gegnum skuldabréfamarkaðinn. Þótt fjárfestar muni ekki sem áður geta sótt sér himinháa raunvexti í innlánum og peningamarkaðsjóðum, munu þeir finna þá í auknum mæli í gegnum fjármögnun íslenska raunhagkerfisins. Höfundur er framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA Capital Management. Greinin birtist í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar