Annatími hjá sorphirðufólki: Fólk hvatt til að flokka gjafapappír, plastumbúðir og krullubönd Erla Björg Gunnarsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 26. desember 2017 15:30 Það er ýmislegt sem að íbúar geta gert til að auðvelda sorphirðu. Vísir/Anton Snemma í fyrramálið verður byrjað að losa sorptunnur borgarbúa eftir jólin. Í Reykjavík var tvöfalt meira plast flokkað í ár en í fyrra og er fólk hvatt áfram til góðra verka með því að flokka gjafapappír, plastumbúðir og krullubönd. Mikill annatími er hjá sorphirðufólki yfir hátíðirnar og verður hafist handa við að hirða jólasorpið eldsnemma í fyrramálið og verður unnið stíft út vikuna og fram til hádegis á Gamlársdag. Margir kannast við að hafa yfirfullar tunnur eftir jólin enda matarveislur dag eftir dag og svo að sjálfsögðu umbúðir og gjafapappír. „Það er ýmislegt sem að íbúar geta gert og við erum að bjóða upp á það að íbúar geta sótt poka, fimm stykki á rúllu, á N1 stöðvarnar. Hver poki kostar 850 krónur og er fyrir blandaðan úrgang. Þannig að það er hægt að setja úrgang í þennan poka og setja við hliðina á tunnunni og við munum taka hann um leið og við losum gráu tunnuna,“ sagði Eygerður Margrétardóttir, deildarstjóri umhverfis- og úrgangsstjórnunar hjá Reykjavíkurborg, í samtali við fréttastofu í dag. Hún hvetur íbúa til þess að taka pappírinn og plastið frá og setja í endurvinnslu.Biðja íbúa að hálkuverja Hægt er að fara með jólapappír, krullubönd og umbúðir í 57 grenndarstöðvar sem eru víðs vegar um borgina eða í endurvinnslustöðvar Sorpu. Borgarbúar hafa verið sérlega duglegir við að flokka plast og fá sér græna tunnu á þessu ári. Á árinu hafa safnast 236 tonn af plasti í grænu tunnuna en 126 tonn á sama tíma í fyrra. Þetta eru 109 tonn sem bætast við á milli ára eða 46 prósent aukning. Eygerður segir mikilvægt að borgarbúar hugi að aðgengi að sorpinu svo allt gangi vel á næstu dögum. „Okkur langar til þess að beina því til íbúa að hálkuverja hjá sér. Við þurfum oft að komast upp tröppur og annað og það skiptir alveg svakalega miklu máli að við komumst um og getum losað og sinnt og þjónustað íbúa vel um hátíðirnar.“ Umhverfismál Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Snemma í fyrramálið verður byrjað að losa sorptunnur borgarbúa eftir jólin. Í Reykjavík var tvöfalt meira plast flokkað í ár en í fyrra og er fólk hvatt áfram til góðra verka með því að flokka gjafapappír, plastumbúðir og krullubönd. Mikill annatími er hjá sorphirðufólki yfir hátíðirnar og verður hafist handa við að hirða jólasorpið eldsnemma í fyrramálið og verður unnið stíft út vikuna og fram til hádegis á Gamlársdag. Margir kannast við að hafa yfirfullar tunnur eftir jólin enda matarveislur dag eftir dag og svo að sjálfsögðu umbúðir og gjafapappír. „Það er ýmislegt sem að íbúar geta gert og við erum að bjóða upp á það að íbúar geta sótt poka, fimm stykki á rúllu, á N1 stöðvarnar. Hver poki kostar 850 krónur og er fyrir blandaðan úrgang. Þannig að það er hægt að setja úrgang í þennan poka og setja við hliðina á tunnunni og við munum taka hann um leið og við losum gráu tunnuna,“ sagði Eygerður Margrétardóttir, deildarstjóri umhverfis- og úrgangsstjórnunar hjá Reykjavíkurborg, í samtali við fréttastofu í dag. Hún hvetur íbúa til þess að taka pappírinn og plastið frá og setja í endurvinnslu.Biðja íbúa að hálkuverja Hægt er að fara með jólapappír, krullubönd og umbúðir í 57 grenndarstöðvar sem eru víðs vegar um borgina eða í endurvinnslustöðvar Sorpu. Borgarbúar hafa verið sérlega duglegir við að flokka plast og fá sér græna tunnu á þessu ári. Á árinu hafa safnast 236 tonn af plasti í grænu tunnuna en 126 tonn á sama tíma í fyrra. Þetta eru 109 tonn sem bætast við á milli ára eða 46 prósent aukning. Eygerður segir mikilvægt að borgarbúar hugi að aðgengi að sorpinu svo allt gangi vel á næstu dögum. „Okkur langar til þess að beina því til íbúa að hálkuverja hjá sér. Við þurfum oft að komast upp tröppur og annað og það skiptir alveg svakalega miklu máli að við komumst um og getum losað og sinnt og þjónustað íbúa vel um hátíðirnar.“
Umhverfismál Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira