Enski boltinn

Gylfi kominn með 200 leiki í ensku úrvalsdeildinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gylfi hefur leikið 18 leiki með Everton í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.
Gylfi hefur leikið 18 leiki með Everton í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. vísir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson lék sinn 200. leik í ensku úrvalsdeildinni þegar Everton gerði markalaust jafntefli við Chelsea í dag.

Gylfi hefur nú leikið 18 deildarleiki með Everton. Hann lék 58 leiki með Tottenham og 124 með Swansea.

Aðeins þrír Íslendingar hafa leikið fleiri leiki í ensku úrvalsdeildinni en Gylfi.

Hermann Hreiðarsson er leikjahæsti Íslendingurinn í ensku úrvalsdeildinni með 332 leiki. Eiður Smári Guðjohnsen lék 211 leiki og Guðni Bergsson 202. Gylfi ætti að fara fram úr bæði Eiði Smára og Guðna á næstu vikum.

Gylfi hefur skorað 45 mörk og gefið 35 stoðsendingar í leikjunum 200 í ensku úrvalsdeildinni.


Tengdar fréttir

Reynslumikill hópur á sterku ári

Árið 2017 var öflugt íþróttaár sem sést á lista tíu atkvæðumestu íþróttamannanna í kjörinu á Íþróttamanni ársins, sem kynntur er í dag. Skiptin eru jöfn á milli kynja sem og á milli hóp- og einstaklingsíþróttamanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×