Ringlaðir áhorfendur hringdu í fréttastofur vegna eldflaugarskotsins og spurðust fyrir um það sem fyrir augu bar. Þá stigu ökumenn út úr bifreiðum sínum á hraðbrautum í Los Angeles til þess að virða fyrir sér herlegheitin. Slökkviliðið borgarinnar neyddist enn fremur til að senda út tilkynningu þess efnis að „dularfulla ljósið á himninum“ væri á ábyrgð SpaceX.
Umrætt skot SpaceX er það átjánda, og jafnframt það síðasta, á árinu. Um borð í eldflauginni voru tíu gervihnettir sem koma átti á sporbaug um jörðu.
Geimskot SpaceX þann 15. desember síðastliðinn var sögulegt en það var í fyrsta sinn sem fyrirtækið endurnýtti bæði eldflaugina sem og geimfarið, sem skotið var á loft.
What a show @SpaceX what a show! #spacex pic.twitter.com/ca8zgN7I3Z
— Danny Sullivan (@dannysullivan) December 23, 2017
It was definitely aliens
— Elon Musk (@elonmusk) December 23, 2017