Gengið á afgang fjárlaga næsta árs með viðbótarútgjöldum Heimir Már Pétursson skrifar 22. desember 2017 19:30 Heildarútgjöld ríkissjóðs aukast um sextíu og sex milljarða króna á næsta ári samkvæmt tillögum meirihluta fjárlaganefndar sem hækkaði útgjöldin um tvo milljarða miðað við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Stjórnarandstaðan telur ekki nóg að gert og leggur Samfylkingin til að útgjöldin verði aukin um átján milljarða. Í morgun voru greidd atkvæði um bandorminn svo kallaða, eða tekjufrumvörp í tengslum við fjárlög, og voru allar tillögur meirihlutans samþykktar. Allar breytingatillögur minnihlutans meðal annars varðandi hækkun vaxatabóta voru felldar. En Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar segir réttlætismál að hækka verðmæti eigna fyrir skerðingu bótanna enda hafi fasteignamat hækkað mikið. „Hér er breytingartillaga um að hækka eignaviðmið á vaxtabótum. Staðreyndin er sú að eignaviðmið þar sem vaxtabætur skerðast hafa lækkað verulega að nafnvirði frá 2008. Nú er svo komið að tekjulágir einstaklingar eru slegnir út úr vaxtabótakerfinu á eignaviðmiðun kerfisins,“ sagði Þorsteinn. Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata mælti fyrir tillögu um að dregið yrði úr óvissu öryrkja varðandi þeirra kjör. „Á hverju ári hafa öryrkjar áhyggjur af því að frítekjumark sem er ákveðið í bráðabirgðalögum verði framlengt. Hvort það verði framlengt eða ekki. Ég heyri þessar áhyggjur árlega. Þessi tillaga er um að færa það frítekjumark úr bráðabirgðaákvæði í lögin sjálf og fella niður bráðabirgðaákvæðið í 3. tölulið sömu breytingartillögu,“ sagði Helgi Hrafn Um hádegisbil hófst síðan önnur umræða fjárlaga, þar sem helstu breytingar á fjárlagafrumvarpi hverju sinni fara fram. Meirihluti fjárlaganefndar gerði nokkrar breytingar á frumvarpinu sem leiðir til hækkunar útgjalda upp á um tvo milljarða króna. Willum Þór Þórsson formaður nefndarinnar segir forgangsraðað til heilbrigðismála. „Þá vildum við bæta í þar og það erum við sannarlega að gera með 400 milljóna króna viðbót við það sem þó er í frumvarpinu. Svo sérstakri viðbót til sjúkrahússins á Akureyri. Við erum líka að setja meira í umhverfismál. Fyrst og fremst þjóðgarðsmiðstöð, 180 milljónir. Eilítið í samgöngur, við viljum að það verði farið í aðgerðir með Grindavíkurveg,“ segir Willum.Samfylkingin vill auka útgjöld um 18 milljarða Þingflokkur Samfylkingarinnar boðaði til fréttamannafundar í morgun þar sem kynntar voru tillögur um hækkun útgjalda á næsta ári um 18 milljarða, en flokkurinn segir það rúmast innan þeirrar lækkunar á tekjum ríkissjóðs upp á 21 milljarð í tillögum stjórnarflokkanna. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir flokkinn leggja til mikla útgjaldaaukningu til barna- og vaxtabóta, til heilbrigðismála, samgöngu- og menntamála sem og til málefna eldri borgara og öryrkja. „Sársaukinn er auðvitað mestur hjá fólki sem hefur það verst. Öldruðum, öryrkjum, ungu barnafólki og fólki á lágmarkslaunum. Það var í rauninni loforð sem flestir flokkar gáfu fyrir kosningar; að það ætti að bæta þessum hópi fyrst og fremst upp í rauninni slæma stöðu,“ segir Logi. Samfylkingin segist vera með tillögur um auknar tekjur á móti auknum útgjöldum og afgangur á fjárlögum yrði um tíu milljörðum meiri ef farið yrði að tillögum hennar. „En í fjárlögum er t.d. verið að gefa eftir í kolefnisgjöld tvo milljarða. Það er verið að gefa eftir fimmtán til átján milljarða í gjaldtöku á ferðaþjónustu,“ segir Logi Einarsson. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2018 Fjárlög Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Sjá meira
Heildarútgjöld ríkissjóðs aukast um sextíu og sex milljarða króna á næsta ári samkvæmt tillögum meirihluta fjárlaganefndar sem hækkaði útgjöldin um tvo milljarða miðað við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Stjórnarandstaðan telur ekki nóg að gert og leggur Samfylkingin til að útgjöldin verði aukin um átján milljarða. Í morgun voru greidd atkvæði um bandorminn svo kallaða, eða tekjufrumvörp í tengslum við fjárlög, og voru allar tillögur meirihlutans samþykktar. Allar breytingatillögur minnihlutans meðal annars varðandi hækkun vaxatabóta voru felldar. En Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar segir réttlætismál að hækka verðmæti eigna fyrir skerðingu bótanna enda hafi fasteignamat hækkað mikið. „Hér er breytingartillaga um að hækka eignaviðmið á vaxtabótum. Staðreyndin er sú að eignaviðmið þar sem vaxtabætur skerðast hafa lækkað verulega að nafnvirði frá 2008. Nú er svo komið að tekjulágir einstaklingar eru slegnir út úr vaxtabótakerfinu á eignaviðmiðun kerfisins,“ sagði Þorsteinn. Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata mælti fyrir tillögu um að dregið yrði úr óvissu öryrkja varðandi þeirra kjör. „Á hverju ári hafa öryrkjar áhyggjur af því að frítekjumark sem er ákveðið í bráðabirgðalögum verði framlengt. Hvort það verði framlengt eða ekki. Ég heyri þessar áhyggjur árlega. Þessi tillaga er um að færa það frítekjumark úr bráðabirgðaákvæði í lögin sjálf og fella niður bráðabirgðaákvæðið í 3. tölulið sömu breytingartillögu,“ sagði Helgi Hrafn Um hádegisbil hófst síðan önnur umræða fjárlaga, þar sem helstu breytingar á fjárlagafrumvarpi hverju sinni fara fram. Meirihluti fjárlaganefndar gerði nokkrar breytingar á frumvarpinu sem leiðir til hækkunar útgjalda upp á um tvo milljarða króna. Willum Þór Þórsson formaður nefndarinnar segir forgangsraðað til heilbrigðismála. „Þá vildum við bæta í þar og það erum við sannarlega að gera með 400 milljóna króna viðbót við það sem þó er í frumvarpinu. Svo sérstakri viðbót til sjúkrahússins á Akureyri. Við erum líka að setja meira í umhverfismál. Fyrst og fremst þjóðgarðsmiðstöð, 180 milljónir. Eilítið í samgöngur, við viljum að það verði farið í aðgerðir með Grindavíkurveg,“ segir Willum.Samfylkingin vill auka útgjöld um 18 milljarða Þingflokkur Samfylkingarinnar boðaði til fréttamannafundar í morgun þar sem kynntar voru tillögur um hækkun útgjalda á næsta ári um 18 milljarða, en flokkurinn segir það rúmast innan þeirrar lækkunar á tekjum ríkissjóðs upp á 21 milljarð í tillögum stjórnarflokkanna. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir flokkinn leggja til mikla útgjaldaaukningu til barna- og vaxtabóta, til heilbrigðismála, samgöngu- og menntamála sem og til málefna eldri borgara og öryrkja. „Sársaukinn er auðvitað mestur hjá fólki sem hefur það verst. Öldruðum, öryrkjum, ungu barnafólki og fólki á lágmarkslaunum. Það var í rauninni loforð sem flestir flokkar gáfu fyrir kosningar; að það ætti að bæta þessum hópi fyrst og fremst upp í rauninni slæma stöðu,“ segir Logi. Samfylkingin segist vera með tillögur um auknar tekjur á móti auknum útgjöldum og afgangur á fjárlögum yrði um tíu milljörðum meiri ef farið yrði að tillögum hennar. „En í fjárlögum er t.d. verið að gefa eftir í kolefnisgjöld tvo milljarða. Það er verið að gefa eftir fimmtán til átján milljarða í gjaldtöku á ferðaþjónustu,“ segir Logi Einarsson.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2018 Fjárlög Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Sjá meira