Mennirnir tveir voru leiddir fyrir dómara á fjórða tímanum. Þriðja manninum var sleppt á miðvikudaginn. Grímur Grímsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglu, segir manninn enn hafa réttarstöðu sakbornings í málinu.

Í aðgerðum lögreglu var lagt hald á fasteignir, bíla og reiðufé að andvirði um 200 milljóna króna. Sömuleiðis fíkniefni en söluvirði þeirra er talið nema um 400 milljónum króna.
Meðal þeirra sem voru handteknir eru eigendur Euro Market, pólskra smávöruverslana hér á landi.