Fótbolti

Messi bestur í heimi samkvæmt sérfræðingum The Guardian

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lionel Messi hefur skorað eins og óður maður á Spáni í vetur.
Lionel Messi hefur skorað eins og óður maður á Spáni í vetur. vísir/getty
Lionel Messi er besti leikmaður heims að mati sérfræðinga The Guardian. Argentínumaðurinn tekur toppsætið af Cristiano Ronaldo sem var valinn bestur í fyrra.

Messi og Ronaldo hafa skipst á því að vera á toppi listans síðan byrjað var að gera hann 2012. Litlu munaði á þessum snillingum í ár en Messi fékk aðeins 42 stigum meira en Ronaldo.

Neymar, dýrasti fótboltamaður allra tíma, fer upp um tvö sæti og í 3. sætið. Kevin De Bruyne, leikmaður Manchester City, fer úr 13. sætinu í það fjórða.

Harry Kane, framherji Tottenham, hefur átt frábært ár og stekkur upp um heil 28 sæti; úr 33. sæti í það fimmta. Hann er eini Englendingurinn á meðal 30 efstu á listanum.

Luka Modric er í 6. sæti, Robert Lewandowski í því sjöunda og Kylian Mbappé kemur nýr inn á listann í 8. sæti.

Real Madrid á flesta leikmenn á listanum, eða 13 talsins. Barcelona á 10 fulltrúa og Bayern München, Manchester City og Paris Saint-Germain átta hver.

Spánn á flesta leikmenn á listanum, eða 17 talsins. Frakkland á 12 og Brasilía 10.

20 bestu leikmenn heims:

1. Lionel Messi +1 (upp um eitt sæti frá því í fyrra)

2. Cristiano Ronaldo -1

3. Neymar +2

4. Kevin De Bruyne +9

5. Harry Kane +28

6. Luka Modric +6

7. Robert Lewandowski

8. Kylian Mbappé nýr

9. Toni Kroos +12

10. Eden Hazard +25

11. Sergio Ramos +14

12. Isco kemur aftur inn á lista

13. Edinson Cavani +34

14. Paulo Dybala +23

15. Luis Suárez -12

16. Gianluigi Buffon +6

17. N'Golo Kanté -1

18. Antoine Griezmann -14

19. Marcelo +29

20. Sergio Agüero -9

Listann í heild sinni má sjá með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×