Ógn við lýðræðið að virkir geti tekið yfir dagskrá þingsins Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. desember 2017 07:00 Frá fundi á Austurvelli 15. september síðastliðinn en degi fyrr hafði ríkisstjórnin fallið. Vísir/eyþór „Út frá sjónarhóli lýðræðisins er óviðunandi að fámennir hópar þeirra sem eru virkir á samfélagsmiðlum geti orðið dagskrárstjórar löggjafarþingsins með því einu að hafa hátt,“ segir í grein sem Arnar Þór Jónsson, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, og dr. Renata Martins, Háskólanum í Köln, rita. Greinin, sem ber heitið Lýðskrum og réttarríki, birtist í nýjasta tölublaði tímarits Lögréttu og fjallar um hvernig lýðskrumi, eða popúlisma, hefur vaxið ásmegin að undanförnu. Þá er einnig fjallað um aðdraganda þess að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar fór frá og að ákvæði um uppreist æru voru felld úr lögum fyrir þinglok.Arnar Þór Jónsson, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík„Gera má ráð fyrir að síðar meir, þegar menn munu lesa um fréttaviðburði haustsins 2017, muni ýmsir undrast að það sem úr fjarlægð virðist vera lítil þúfa geti velt svo þungu hlassi sem heil ríkisstjórn er. […] Tilgangur greinarinnar er að minna á þá hættu sem óábyrg ástundun stjórnmála ber með sér,“ segir í greininni. Eftir að Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu, að lokinni netkosningu, og boðað var til nýrra kosninga náðist samkomulag á þinginu um að fella ákvæði um uppreist æru úr hegningarlögum. Þess í stað gátu brotamenn „endurheimt borgararéttindi“ sjálfkrafa að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Höfundar greinarinnar benda á að löggjafanum hafi verið „fulljóst að með þessari lagabreytingu virti hann að vettugi stjórnarskrárvarin réttindi“. Löggjöfin skildi vissan hóp dómþola eftir án möguleika á endurheimt réttinda sinna. „[Niðurstaðan er] til marks um að handhafar löggjafarvalds hafa misst kjarkinn gagnvart hamslausum pólitískum upphrópunum. Með slíkum vinnubrögðum er grafið undan lýðræðislegu stjórnarfyrirkomulagi,“ segir í greininni.Arnar Þór Jónsson, lektor við Háskólann í Reykjavík.vísir/anton brinkÍ greininni er enn fremur rakið að aðdragandi stjórnarslitanna gefi ríkt tilefni til hugrenninga um iðkun stjórnmála og að hann veki upp áleitnar spurningar um hvaða hagsmunum viðkomandi stjórnmálamenn telja sig vera að þjóna. Ekki verði betur séð en ákvörðun um slit á ríkisstjórnarsamstarfi hafi verið látin ráðast af „tilfinningum frekar en rökrænum ástæðum“. „Stjórn landsins var um leið sett í uppnám […] vegna uppþots og háreysti um mál sem var ekki einu sinni á borði ríkisstjórnarinnar,“ segja höfundar. Stjórnmálamönnum sé meðal annars ætlað það hlutverk að vera leiðtogar og í því felist að þeir „megi ekki missa máttinn í hvert skipti sem rekið er upp ramakvein á opinberum vettvangi“. „Sagan sýnir að þegar stjórnmálamenn falla í þá freistni að ráðast að óvinsælum einstaklingum og/eða hópum til að friðþægja reiði almennings, þá er iðulega hætta á ferðum.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
„Út frá sjónarhóli lýðræðisins er óviðunandi að fámennir hópar þeirra sem eru virkir á samfélagsmiðlum geti orðið dagskrárstjórar löggjafarþingsins með því einu að hafa hátt,“ segir í grein sem Arnar Þór Jónsson, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, og dr. Renata Martins, Háskólanum í Köln, rita. Greinin, sem ber heitið Lýðskrum og réttarríki, birtist í nýjasta tölublaði tímarits Lögréttu og fjallar um hvernig lýðskrumi, eða popúlisma, hefur vaxið ásmegin að undanförnu. Þá er einnig fjallað um aðdraganda þess að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar fór frá og að ákvæði um uppreist æru voru felld úr lögum fyrir þinglok.Arnar Þór Jónsson, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík„Gera má ráð fyrir að síðar meir, þegar menn munu lesa um fréttaviðburði haustsins 2017, muni ýmsir undrast að það sem úr fjarlægð virðist vera lítil þúfa geti velt svo þungu hlassi sem heil ríkisstjórn er. […] Tilgangur greinarinnar er að minna á þá hættu sem óábyrg ástundun stjórnmála ber með sér,“ segir í greininni. Eftir að Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu, að lokinni netkosningu, og boðað var til nýrra kosninga náðist samkomulag á þinginu um að fella ákvæði um uppreist æru úr hegningarlögum. Þess í stað gátu brotamenn „endurheimt borgararéttindi“ sjálfkrafa að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Höfundar greinarinnar benda á að löggjafanum hafi verið „fulljóst að með þessari lagabreytingu virti hann að vettugi stjórnarskrárvarin réttindi“. Löggjöfin skildi vissan hóp dómþola eftir án möguleika á endurheimt réttinda sinna. „[Niðurstaðan er] til marks um að handhafar löggjafarvalds hafa misst kjarkinn gagnvart hamslausum pólitískum upphrópunum. Með slíkum vinnubrögðum er grafið undan lýðræðislegu stjórnarfyrirkomulagi,“ segir í greininni.Arnar Þór Jónsson, lektor við Háskólann í Reykjavík.vísir/anton brinkÍ greininni er enn fremur rakið að aðdragandi stjórnarslitanna gefi ríkt tilefni til hugrenninga um iðkun stjórnmála og að hann veki upp áleitnar spurningar um hvaða hagsmunum viðkomandi stjórnmálamenn telja sig vera að þjóna. Ekki verði betur séð en ákvörðun um slit á ríkisstjórnarsamstarfi hafi verið látin ráðast af „tilfinningum frekar en rökrænum ástæðum“. „Stjórn landsins var um leið sett í uppnám […] vegna uppþots og háreysti um mál sem var ekki einu sinni á borði ríkisstjórnarinnar,“ segja höfundar. Stjórnmálamönnum sé meðal annars ætlað það hlutverk að vera leiðtogar og í því felist að þeir „megi ekki missa máttinn í hvert skipti sem rekið er upp ramakvein á opinberum vettvangi“. „Sagan sýnir að þegar stjórnmálamenn falla í þá freistni að ráðast að óvinsælum einstaklingum og/eða hópum til að friðþægja reiði almennings, þá er iðulega hætta á ferðum.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira