Forsetinn vinnur sinn fyrsta stóra sigur á Bandaríkjaþingi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. desember 2017 07:15 Repúblikanar í öldungadeildinni glöddust yfir sigri sínum. Nordicphotos/AFP Öldungadeild bandaríska þingsins samþykkti í fyrrinótt umfangsmiklar breytingar á skattalöggjöf landsins. Um er að ræða mestu breytingar í þrjá áratugi, að því er BBC greinir frá. Á meðal helstu breytinga er lækkun skatta á fyrirtæki úr 35 prósentum í 21 prósent og tímabundin lækkun tekjuskatts. Þá er erfðafjárskattur lækkaður sem og skattur á eignir utan Bandaríkjanna. Deildar meiningar eru um ágæti breytinganna en 51 Repúblikani greiddi atkvæði með þeim og allir Demókratarnir 48 á móti. Einn þingmaður sat hjá. Leiðin í gegnum fulltrúadeildina var greiðari þar sem 227 greiddu atkvæði með, 203 á móti. Demókratar hafa haldið því fram að breytingarnar séu til þess fallnar að auka hag hinna ríkustu á kostnað ríkissjóðs. Halli ríkissjóðs muni aukast verulega. Chuck Schumer, þingflokksformaður Demókrata í öldungadeildinni, varaði Repúblikana við því að þeir myndu gjalda fyrir breytingarnar í þingkosningum næsta árs. „Þetta er svo rotið að í framtíðinni munu Repúblikanar forðast að minnast á að hafa greitt atkvæði með þessum breytingum,“ sagði Schumer. Repúblikanar eru ósammála mati andstæðinga sinna. Hafa þeir sagt að breytingarnar muni auka hagvöxt og bæta hag landsmanna allra. „Í dag fögnum við því að við séum að færa öllum landsmönnum peningana sína til baka. Þetta eru nú einu sinni þeirra peningar,“ sagði Paul Ryan, forseti öldungadeildarinnar, þegar frumvarpið var samþykkt. Samkvæmt greiningu BBC mun nýja skattalöggjöfin koma sér einna best fyrir fjölþjóðleg stórfyrirtæki. Vellauðugir einstaklingar munu líka hagnast mikið á breytingunum. Ýmsar aðrar breytingar, ótengdar sköttum, læddust inn í frumvarpið og hafa þær verið umdeildar. Til að mynda var heimilað að bora eftir olíu á áður friðlýstum svæðum í Alaska. Frumvarpið er þó ekki fullsamþykkt þar sem upp komst á síðustu stundu að þrjár vinnulagsreglur hefðu verið brotnar. Var orðalagi frumvarpsins því breytt lítillega. Af þeirri ástæðu mun fulltrúadeild þingsins þurfa að kjósa um frumvarpið á ný. Ekki þykir líklegt að fulltrúadeildin breyti afstöðu sinni. „Endurtekin atkvæðagreiðsla fulltrúadeildarinnar er til marks um hroðvirknisleg vinnubrögð Repúblikana,“ sagði Nancy Pelosi, þingflokksformaður Demókrata í fulltrúadeildinni, í gær. John Kennedy, öldungadeildarþingmaður Repúblikana, sagði hins vegar að um væri að ræða mannleg mistök. „Þetta eru ekki beint endalok vestræns samfélags,“ sagði hann, kíminn. Donald Trump forseti varðist gagnrýni á frumvarpið á Twitter í gær. „Skattalækkanirnar eru svo miklar og mikilvægar. Samt vinna falsfréttamenn yfirvinnu til þess að fylgja fordæmi sigraðra vina sinna, Demókrata, og reyna að gera lítið úr lækkununum. Niðurstöðurnar munu tala sínu máli og það fljótlega. Störf, störf, störf,“ tísti Trump. Um er að ræða fyrsta stóra sigur Bandaríkjaforseta á sviði löggjafar. Áður hafði honum til að mynda mistekist að afnema löggjöf Baracks Obama, fyrirrennara síns, um sjúkratryggingar. Þótti það mikill ósigur í ljósi þess að Repúblikanar hafa meirihluta í báðum deildum þingsins. Líkt og með Obamacare voru atkvæði nú greidd eftir flokkslínum. En rétt eins og eitt þing getur samþykkt ný lög getur annað fellt þau úr gildi. Því má búast við, að því er CNN telur, að afnám skattalöggjafarinnar sameini Demókrata á sama hátt og afnám Obamacare hefur sameinað Repúblikana. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Öldungadeild bandaríska þingsins samþykkti í fyrrinótt umfangsmiklar breytingar á skattalöggjöf landsins. Um er að ræða mestu breytingar í þrjá áratugi, að því er BBC greinir frá. Á meðal helstu breytinga er lækkun skatta á fyrirtæki úr 35 prósentum í 21 prósent og tímabundin lækkun tekjuskatts. Þá er erfðafjárskattur lækkaður sem og skattur á eignir utan Bandaríkjanna. Deildar meiningar eru um ágæti breytinganna en 51 Repúblikani greiddi atkvæði með þeim og allir Demókratarnir 48 á móti. Einn þingmaður sat hjá. Leiðin í gegnum fulltrúadeildina var greiðari þar sem 227 greiddu atkvæði með, 203 á móti. Demókratar hafa haldið því fram að breytingarnar séu til þess fallnar að auka hag hinna ríkustu á kostnað ríkissjóðs. Halli ríkissjóðs muni aukast verulega. Chuck Schumer, þingflokksformaður Demókrata í öldungadeildinni, varaði Repúblikana við því að þeir myndu gjalda fyrir breytingarnar í þingkosningum næsta árs. „Þetta er svo rotið að í framtíðinni munu Repúblikanar forðast að minnast á að hafa greitt atkvæði með þessum breytingum,“ sagði Schumer. Repúblikanar eru ósammála mati andstæðinga sinna. Hafa þeir sagt að breytingarnar muni auka hagvöxt og bæta hag landsmanna allra. „Í dag fögnum við því að við séum að færa öllum landsmönnum peningana sína til baka. Þetta eru nú einu sinni þeirra peningar,“ sagði Paul Ryan, forseti öldungadeildarinnar, þegar frumvarpið var samþykkt. Samkvæmt greiningu BBC mun nýja skattalöggjöfin koma sér einna best fyrir fjölþjóðleg stórfyrirtæki. Vellauðugir einstaklingar munu líka hagnast mikið á breytingunum. Ýmsar aðrar breytingar, ótengdar sköttum, læddust inn í frumvarpið og hafa þær verið umdeildar. Til að mynda var heimilað að bora eftir olíu á áður friðlýstum svæðum í Alaska. Frumvarpið er þó ekki fullsamþykkt þar sem upp komst á síðustu stundu að þrjár vinnulagsreglur hefðu verið brotnar. Var orðalagi frumvarpsins því breytt lítillega. Af þeirri ástæðu mun fulltrúadeild þingsins þurfa að kjósa um frumvarpið á ný. Ekki þykir líklegt að fulltrúadeildin breyti afstöðu sinni. „Endurtekin atkvæðagreiðsla fulltrúadeildarinnar er til marks um hroðvirknisleg vinnubrögð Repúblikana,“ sagði Nancy Pelosi, þingflokksformaður Demókrata í fulltrúadeildinni, í gær. John Kennedy, öldungadeildarþingmaður Repúblikana, sagði hins vegar að um væri að ræða mannleg mistök. „Þetta eru ekki beint endalok vestræns samfélags,“ sagði hann, kíminn. Donald Trump forseti varðist gagnrýni á frumvarpið á Twitter í gær. „Skattalækkanirnar eru svo miklar og mikilvægar. Samt vinna falsfréttamenn yfirvinnu til þess að fylgja fordæmi sigraðra vina sinna, Demókrata, og reyna að gera lítið úr lækkununum. Niðurstöðurnar munu tala sínu máli og það fljótlega. Störf, störf, störf,“ tísti Trump. Um er að ræða fyrsta stóra sigur Bandaríkjaforseta á sviði löggjafar. Áður hafði honum til að mynda mistekist að afnema löggjöf Baracks Obama, fyrirrennara síns, um sjúkratryggingar. Þótti það mikill ósigur í ljósi þess að Repúblikanar hafa meirihluta í báðum deildum þingsins. Líkt og með Obamacare voru atkvæði nú greidd eftir flokkslínum. En rétt eins og eitt þing getur samþykkt ný lög getur annað fellt þau úr gildi. Því má búast við, að því er CNN telur, að afnám skattalöggjafarinnar sameini Demókrata á sama hátt og afnám Obamacare hefur sameinað Repúblikana.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira