Jón Páll lætur af störfum hjá Leikfélagi Akureyrar Daníel Freyr Birkisson skrifar 20. desember 2017 11:55 Jón Páll Eyjólfsson lætur af störfum í byrjun næsta árs. vísir/ernir Jón Páll Eyjólfsson, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, gaf það út á Facebook-síðu sinni fyrir skömmu að hann hygðist láta af störfum. Hann segir í færslu sinni að ástæðan sé sú að Akureyrarbær sjái ekki fram á að geta staðið við samning við leikfélagið um stefnu þess. „Ég mun því segja starfi mínu lausu sem Leikhústjóri LA frá og með 1. janúar 2018,“ segir í færslunni. Hann segir reksturinn undanfarin ár hafa tekist vel til. „Mér var falið að breyta rekstri og umgjörð LA í takt við rekstur undir nýju sameiginlegu félagi, Menningarfélagi Akureyrar. Lögð var áhersla á að ná tökum á framleiðslu leikfélagsins þannig að sannarlega væri framleidd sviðslist eftir kröfum samnings MAk við Akureyrarbæ en að ekki væri farið fram úr fjárheimildum til framleiðslu og reksturs leiklistarsviðs. Á þessum þremur árum hefur tekist að standast þær væntingar með ráðdeild og frábæru starfsfólki og listamönnum.“Hafa ekki bolmagn til þess að fastráða leikaraFyrr í vor fór lauk svo stefnumótunarvinnu sem gerði ráð fyrir rekstri til ársins 2020. Fór svo að hún var samþykkt af Menningarfélagi Akureyrar og var hún kynnt opinberlega. „Nú þegar liggja fyrir drög að nýjum samningi er ljóst að ekkert af þessum markmiðum mun nást fyrir 2020. Ekki verður kleift né hagkvæmt að fastráða neina leikara. Leikfélagið mun einungis hafa bolmagn til þess að framleiða þrjú verkefni á næsta leikári svo fremi sem verkefnin séu smá í sniðum og fámenn, LA mun ekki hafa bolmagn til þess að skapa viðburð í sameiningu með SN og viðburðarsviðinu[...],“ segir í færslu Jóns Páls. Í ljósi þess muni hann láta af störfum. Hann segir að ekki hafi verið auðvelt að komast að þessari niðurstöðu en það sé þó nokkur léttir að tilkynna hana. Að lokum segir hann að ráðningu hans ljúki með frumsýningu leikritsins Sjeikspír eins og hann leggur sig í byrjun mars, en það verkefni er nú í fullum undirbúningi. „Stjórn MAk hefur fallist á það og ég er þess sannfærður að það verður glæsilegur endir á alveg frammúrskarandi leikári hjá LA hvað varðar listrænan, samfélagslegan og rekstarlegan árangur,“ segir Jón Páll að lokum.Hér fyrir neðan má lesa Facebook-færslu Jóns Páls í heild. Menning Vistaskipti Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Jón Páll Eyjólfsson, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, gaf það út á Facebook-síðu sinni fyrir skömmu að hann hygðist láta af störfum. Hann segir í færslu sinni að ástæðan sé sú að Akureyrarbær sjái ekki fram á að geta staðið við samning við leikfélagið um stefnu þess. „Ég mun því segja starfi mínu lausu sem Leikhústjóri LA frá og með 1. janúar 2018,“ segir í færslunni. Hann segir reksturinn undanfarin ár hafa tekist vel til. „Mér var falið að breyta rekstri og umgjörð LA í takt við rekstur undir nýju sameiginlegu félagi, Menningarfélagi Akureyrar. Lögð var áhersla á að ná tökum á framleiðslu leikfélagsins þannig að sannarlega væri framleidd sviðslist eftir kröfum samnings MAk við Akureyrarbæ en að ekki væri farið fram úr fjárheimildum til framleiðslu og reksturs leiklistarsviðs. Á þessum þremur árum hefur tekist að standast þær væntingar með ráðdeild og frábæru starfsfólki og listamönnum.“Hafa ekki bolmagn til þess að fastráða leikaraFyrr í vor fór lauk svo stefnumótunarvinnu sem gerði ráð fyrir rekstri til ársins 2020. Fór svo að hún var samþykkt af Menningarfélagi Akureyrar og var hún kynnt opinberlega. „Nú þegar liggja fyrir drög að nýjum samningi er ljóst að ekkert af þessum markmiðum mun nást fyrir 2020. Ekki verður kleift né hagkvæmt að fastráða neina leikara. Leikfélagið mun einungis hafa bolmagn til þess að framleiða þrjú verkefni á næsta leikári svo fremi sem verkefnin séu smá í sniðum og fámenn, LA mun ekki hafa bolmagn til þess að skapa viðburð í sameiningu með SN og viðburðarsviðinu[...],“ segir í færslu Jóns Páls. Í ljósi þess muni hann láta af störfum. Hann segir að ekki hafi verið auðvelt að komast að þessari niðurstöðu en það sé þó nokkur léttir að tilkynna hana. Að lokum segir hann að ráðningu hans ljúki með frumsýningu leikritsins Sjeikspír eins og hann leggur sig í byrjun mars, en það verkefni er nú í fullum undirbúningi. „Stjórn MAk hefur fallist á það og ég er þess sannfærður að það verður glæsilegur endir á alveg frammúrskarandi leikári hjá LA hvað varðar listrænan, samfélagslegan og rekstarlegan árangur,“ segir Jón Páll að lokum.Hér fyrir neðan má lesa Facebook-færslu Jóns Páls í heild.
Menning Vistaskipti Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira