Jón Páll lætur af störfum hjá Leikfélagi Akureyrar Daníel Freyr Birkisson skrifar 20. desember 2017 11:55 Jón Páll Eyjólfsson lætur af störfum í byrjun næsta árs. vísir/ernir Jón Páll Eyjólfsson, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, gaf það út á Facebook-síðu sinni fyrir skömmu að hann hygðist láta af störfum. Hann segir í færslu sinni að ástæðan sé sú að Akureyrarbær sjái ekki fram á að geta staðið við samning við leikfélagið um stefnu þess. „Ég mun því segja starfi mínu lausu sem Leikhústjóri LA frá og með 1. janúar 2018,“ segir í færslunni. Hann segir reksturinn undanfarin ár hafa tekist vel til. „Mér var falið að breyta rekstri og umgjörð LA í takt við rekstur undir nýju sameiginlegu félagi, Menningarfélagi Akureyrar. Lögð var áhersla á að ná tökum á framleiðslu leikfélagsins þannig að sannarlega væri framleidd sviðslist eftir kröfum samnings MAk við Akureyrarbæ en að ekki væri farið fram úr fjárheimildum til framleiðslu og reksturs leiklistarsviðs. Á þessum þremur árum hefur tekist að standast þær væntingar með ráðdeild og frábæru starfsfólki og listamönnum.“Hafa ekki bolmagn til þess að fastráða leikaraFyrr í vor fór lauk svo stefnumótunarvinnu sem gerði ráð fyrir rekstri til ársins 2020. Fór svo að hún var samþykkt af Menningarfélagi Akureyrar og var hún kynnt opinberlega. „Nú þegar liggja fyrir drög að nýjum samningi er ljóst að ekkert af þessum markmiðum mun nást fyrir 2020. Ekki verður kleift né hagkvæmt að fastráða neina leikara. Leikfélagið mun einungis hafa bolmagn til þess að framleiða þrjú verkefni á næsta leikári svo fremi sem verkefnin séu smá í sniðum og fámenn, LA mun ekki hafa bolmagn til þess að skapa viðburð í sameiningu með SN og viðburðarsviðinu[...],“ segir í færslu Jóns Páls. Í ljósi þess muni hann láta af störfum. Hann segir að ekki hafi verið auðvelt að komast að þessari niðurstöðu en það sé þó nokkur léttir að tilkynna hana. Að lokum segir hann að ráðningu hans ljúki með frumsýningu leikritsins Sjeikspír eins og hann leggur sig í byrjun mars, en það verkefni er nú í fullum undirbúningi. „Stjórn MAk hefur fallist á það og ég er þess sannfærður að það verður glæsilegur endir á alveg frammúrskarandi leikári hjá LA hvað varðar listrænan, samfélagslegan og rekstarlegan árangur,“ segir Jón Páll að lokum.Hér fyrir neðan má lesa Facebook-færslu Jóns Páls í heild. Menning Vistaskipti Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Jón Páll Eyjólfsson, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, gaf það út á Facebook-síðu sinni fyrir skömmu að hann hygðist láta af störfum. Hann segir í færslu sinni að ástæðan sé sú að Akureyrarbær sjái ekki fram á að geta staðið við samning við leikfélagið um stefnu þess. „Ég mun því segja starfi mínu lausu sem Leikhústjóri LA frá og með 1. janúar 2018,“ segir í færslunni. Hann segir reksturinn undanfarin ár hafa tekist vel til. „Mér var falið að breyta rekstri og umgjörð LA í takt við rekstur undir nýju sameiginlegu félagi, Menningarfélagi Akureyrar. Lögð var áhersla á að ná tökum á framleiðslu leikfélagsins þannig að sannarlega væri framleidd sviðslist eftir kröfum samnings MAk við Akureyrarbæ en að ekki væri farið fram úr fjárheimildum til framleiðslu og reksturs leiklistarsviðs. Á þessum þremur árum hefur tekist að standast þær væntingar með ráðdeild og frábæru starfsfólki og listamönnum.“Hafa ekki bolmagn til þess að fastráða leikaraFyrr í vor fór lauk svo stefnumótunarvinnu sem gerði ráð fyrir rekstri til ársins 2020. Fór svo að hún var samþykkt af Menningarfélagi Akureyrar og var hún kynnt opinberlega. „Nú þegar liggja fyrir drög að nýjum samningi er ljóst að ekkert af þessum markmiðum mun nást fyrir 2020. Ekki verður kleift né hagkvæmt að fastráða neina leikara. Leikfélagið mun einungis hafa bolmagn til þess að framleiða þrjú verkefni á næsta leikári svo fremi sem verkefnin séu smá í sniðum og fámenn, LA mun ekki hafa bolmagn til þess að skapa viðburð í sameiningu með SN og viðburðarsviðinu[...],“ segir í færslu Jóns Páls. Í ljósi þess muni hann láta af störfum. Hann segir að ekki hafi verið auðvelt að komast að þessari niðurstöðu en það sé þó nokkur léttir að tilkynna hana. Að lokum segir hann að ráðningu hans ljúki með frumsýningu leikritsins Sjeikspír eins og hann leggur sig í byrjun mars, en það verkefni er nú í fullum undirbúningi. „Stjórn MAk hefur fallist á það og ég er þess sannfærður að það verður glæsilegur endir á alveg frammúrskarandi leikári hjá LA hvað varðar listrænan, samfélagslegan og rekstarlegan árangur,“ segir Jón Páll að lokum.Hér fyrir neðan má lesa Facebook-færslu Jóns Páls í heild.
Menning Vistaskipti Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira