Erlent

Ummæli Wilders um íslam til rannsóknar hjá lögreglu

Atli Ísleifsson skrifar
Geert Wilders.
Geert Wilders. Vísir/afp
Lögregla í Hollandi rannsakar nú ummæli sem popúlistinn Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins, á að hafa látið falla um íslam í ræðu á fundi liðsmenna hægri popúlistaflokksins, Frelsisflokksins, í Austurríki á dögunum. Saksóknarar í Hollandi hafa greint frá þessu.

Wilders sagði í ræðunni að íslam væri „hugmyndafræði stríðs og haturs“ og að „íslam hvetji fólk til að gerast hryðjuverkamenn“, að sögn blaðsins Algemeen Dagblad.

Samtök múslima tilkynntu Wilders til lögreglu, sökuðu hann um hatursáróður, en slíkt varðar við lög í Austurríki.

Wilders var í desember á síðasta ári dæmdur fyrir ummæli sem hann lét falla um marokkóska innflytjendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×