Erlent

Weiner játar að hafa sent táningi óviðeigandi myndir

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Anthony Weiner ásamt eiginkonu sinni Humu Abedin.
Anthony Weiner ásamt eiginkonu sinni Humu Abedin. Vísir/EPA
Anthony Weiner, fyrrverandi þingmaður demókrata og eiginmaður eins helsta ráðgjafa Hillary Clinton í forsetakosningunum í Bandaríkjunum, mun játa sök í enn einu kynlífshneykslismálinu sem tengist honum.

Var hann sakaður um að hafa hafa sent stúlku undir lögaldri kynferðislegar myndir af sjálfum sér en samskipti hans og stúlkunnar, sem er fimmtán ára, stóðu yfir í um fjóra mánuði á síðasta ári.

Weiner var mikið í fréttunum árið 2011 þegar hann neyddist til þess að segja af sér þingmennsku eftir að hafa, að eigin sögn, óvart sent djarfa myndir á aðrar konur en eiginkonu sína.

Þá reyndi hann að snúa aftur í stjórnálin árið 2013 en aftur vildi svo til að djarfar myndir sem hann sendi til annarra kvenna fóru í umferð.

Lögmaður Weiner staðfesti í dag að hann myndi játa sök í málinu en óvíst er hvort játningin sé hluti af samkomulagi við saksóknara.

Weiner er giftur Huma Abedin sem starfað hefur náið með Hillary Clinton undanfarin ár.


Tengdar fréttir

Klámhundurinn Weiner enn í veseni

Borgarstjóraefnið í New York, Anthony Weiner, virðist ekki geta stillt sig þegar netið er annars vegar; enn hefur hann verið gripinn við þá iðju að senda konum kámfengin skilaboð og myndir á netinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×