Kötlurnar með tónleika: „Flestir eiga eftir að núllstilla sig og komast í núvitundarástand“ Atli Ísleifsson skrifar 19. maí 2017 09:30 Lilja Dögg segir að kórinn muni flytja glænýjar útsetningar af þekktum og óþekktum lögum. Vala Smáradóttir „Þetta verður ein samfelld mantra þarna, mikið orkuflæði og flestir eiga eftir að núllstilla sig og komast í núvitundarástand,“ segir Lilja Dögg Gunnarsdóttir, önnur stýra kvennakórsins Kötlu, sem heldur tónleika í Langholtskirkju næstkomandi miðvikudag klukkan 20:30. Lilja Dögg segir að kórinn muni flytja glænýjar útsetningar af þekktum og óþekktum lögum sem stýrurnar Lilja Dögg og Hildigunnur Einarsdóttir hafi sjálfar gert. „Við erum líka að frumflytja nýtt verk eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson og erum að vinna með ákveðna orku sem hefur loðað við hópinn – frumorku. Við köllum tónleikana Kötlumöntrur sem er svolítið í stíl við hópinn í dag. Við kyrjum kosmísk verk og vinnum með opinn hljóm og áhrifaríka túlkun, sviðsetningu og fleira.“ Kórinn hefur verið starfræktur í fjögur ár og í honum eru um fimmtíu konur á aldrinum 25 til fertugs eða svo. „Þetta eru ungar, sterkar konur, allar með góðan karakter. Við höfum getið okkur gott orð fyrir að vera öðruvísi í framkomu og söng og við höfum lagt ríka áherslu að færa nýtt efni á borðið fyrir kvennakóra. Kötlurnar.Helgi Steinar Helgason Þetta er „sánd“ sem er svolítið nýtt hér á landi en við höfum líka verið hefðbundnar og gert það sem þarf að gera til að halda góðum kór gangandi. Þetta er mjög mikið náttúruafl, þessi kór. Mikil frumorka og framkvæmdagleði. Virkilega flottur hópur sem kemur saman í söng og er mjög heiðarlegur í því. Við gerum nákvæmlega það sem er í stíl við okkar sannfæringu og hjarta,“ segir Lilja Dögg. Hún segir að á tónleikunum á miðvikudag verði ýmislegt í boði, eitthvað fyrir alla. „Við erum til dæmis með lag eftir Björk sem við höfum útsett, lag með Portishead, Aliciu Keys. Við höfum reynt að vera „kvenmegin“ í efnisvalinu. Svo vinnum við með spuna og nýtum okkur þjóðlagaarfinn. Við göngum út frá aðgengileikanum, þannig að allir geti tengt, en höfum þetta samt krefjandi um leið.“ Kórar Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Sjá meira
„Þetta verður ein samfelld mantra þarna, mikið orkuflæði og flestir eiga eftir að núllstilla sig og komast í núvitundarástand,“ segir Lilja Dögg Gunnarsdóttir, önnur stýra kvennakórsins Kötlu, sem heldur tónleika í Langholtskirkju næstkomandi miðvikudag klukkan 20:30. Lilja Dögg segir að kórinn muni flytja glænýjar útsetningar af þekktum og óþekktum lögum sem stýrurnar Lilja Dögg og Hildigunnur Einarsdóttir hafi sjálfar gert. „Við erum líka að frumflytja nýtt verk eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson og erum að vinna með ákveðna orku sem hefur loðað við hópinn – frumorku. Við köllum tónleikana Kötlumöntrur sem er svolítið í stíl við hópinn í dag. Við kyrjum kosmísk verk og vinnum með opinn hljóm og áhrifaríka túlkun, sviðsetningu og fleira.“ Kórinn hefur verið starfræktur í fjögur ár og í honum eru um fimmtíu konur á aldrinum 25 til fertugs eða svo. „Þetta eru ungar, sterkar konur, allar með góðan karakter. Við höfum getið okkur gott orð fyrir að vera öðruvísi í framkomu og söng og við höfum lagt ríka áherslu að færa nýtt efni á borðið fyrir kvennakóra. Kötlurnar.Helgi Steinar Helgason Þetta er „sánd“ sem er svolítið nýtt hér á landi en við höfum líka verið hefðbundnar og gert það sem þarf að gera til að halda góðum kór gangandi. Þetta er mjög mikið náttúruafl, þessi kór. Mikil frumorka og framkvæmdagleði. Virkilega flottur hópur sem kemur saman í söng og er mjög heiðarlegur í því. Við gerum nákvæmlega það sem er í stíl við okkar sannfæringu og hjarta,“ segir Lilja Dögg. Hún segir að á tónleikunum á miðvikudag verði ýmislegt í boði, eitthvað fyrir alla. „Við erum til dæmis með lag eftir Björk sem við höfum útsett, lag með Portishead, Aliciu Keys. Við höfum reynt að vera „kvenmegin“ í efnisvalinu. Svo vinnum við með spuna og nýtum okkur þjóðlagaarfinn. Við göngum út frá aðgengileikanum, þannig að allir geti tengt, en höfum þetta samt krefjandi um leið.“
Kórar Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Sjá meira