Sakar Nunes um að reyna að dreifa athygli frá tengslum Trump við Rússa Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. apríl 2017 23:30 Devin Nunes, hlýtur æ meiri gagnrýni vegna framgöngu sinnar í rannsókn á tengslum Trump við Rússa. Vísir/EPA Demókratar saka Devin Nunes, Repúblikana og formann þingnefndar fulltrúadeildarinnar um njósnamál, sem nú fer með rannsókn á tengslum ríkisstjórnar Trump við Rússa, um að þvælast vísvitandi fyrir rannsókninni. Guardian greinir frá.Nunes er sakaður um að vinna að því að vernda hagsmuni forsetans í stað þess að vinna að sjálfstæðri rannsókn á háttalagi ríkisstjórnarinnar. Fremstur í að gagnrýna Nunes er demókratinn Adam Schiff, þingmaður Flórídaríkis í fulltrúadeildinni, en hann á sæti í nefndinni sem Nunes leiðir. Hann sakar Nunes um að reyna að „afvegaleiða almenning“ frá því sem raunverulega skiptir máli. Ásakanirnar má rekja til þess að Nunes gaf nýlega út tilkynningu, án samráðs við aðra nefndarmeðlimi, þar sem hann hélt því fram að hann hefði undir höndum gögn sem bentu til þess að meðlimir í kosningateymi Trump hefðu verið hleraðir af ríkisstjórn Barack Obama. Forsetinn greip fullyrðingar Nunes fegins hendi, enda höfðu engin gögn komið fram sem stutt hafa fullyrðingar hans um hleranir Obama. Nunes hefur neitað að sýna fjölmiðlum umrædd gögn og neitaði lengi vel að segja hvaðan þau komu en lét síðan hafa eftir sér að heimildarmenn hans hefðu verið tveir starfsmenn Hvíta hússins. Þá var hann jafnframt gagnrýndur fyrir að hlaupa til Trump með þær upplýsingar. Sjá einnig: Byggði fullyrðingar sínar á fulltrúum Hvíta hússins Síðastliðinn laugardag greip forsetinn aftur til Twitter, þar sem hann réðist á fjölmiðla fyrir að fjalla um tengsl hans við Rússa, í stað hlerana Obama, eins og má sjá hér að neðan. Vegna ásakanna Schiff er ljóst að rannsókn nefndarinnar hefur verið sett á ís, en nefnd öldungadeildar bandaríska þingsins um njósnamál, sem og bandaríska alríkislögreglan rannsaka enn tengsl ráðamanna innan ríkisstjórnar Trump við Rússa. Demókratar, sem og nokkrir aðilar innan Repúblikanaflokksins hafa kallað eftir því að Nunes segi af sér sem formaður nefndarinnar, en Nunes hefur neitað að verða við þeirri beiðni. Þá hefur einnig verið kallað eftir því að sett verði á fót sjálfstæð nefnd sem fari með rannsókn málsins, málið sé talið það alvarlegt. Hefur meðal annars fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikana, frá árinu 2008, John McCain kallað eftir því. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, segir að ekki sé þörf á „enn einni rannsókninni“ á málinu, einungis til þess að tryggja að „niðurstaðan muni örugglega verða sanngjörn.“When will Sleepy Eyes Chuck Todd and @NBCNews start talking about the Obama SURVEILLANCE SCANDAL and stop with the Fake Trump/Russia story?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 1, 2017 Donald Trump Tengdar fréttir Segir ekkert benda til samsæris milli Trump og Rússa Devin Nunes, formaður þingnefndar fulltrúadeildar bandaríska þingsins um njósnamál, segir að ekkert bendi til að starfslið Trump hafi unnið með Rússum í aðdraganda kosninganna. 19. mars 2017 17:24 Segir gögn benda til samsæris milli Trump og Rússa Meðlimur í þingnefnd njósnamála í fulltrúadeildinni, Adam Schiff, telur að til séu gögn sem sýni fram á ótvíræð tengsl Trump við Rússa. 19. mars 2017 22:40 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Demókratar saka Devin Nunes, Repúblikana og formann þingnefndar fulltrúadeildarinnar um njósnamál, sem nú fer með rannsókn á tengslum ríkisstjórnar Trump við Rússa, um að þvælast vísvitandi fyrir rannsókninni. Guardian greinir frá.Nunes er sakaður um að vinna að því að vernda hagsmuni forsetans í stað þess að vinna að sjálfstæðri rannsókn á háttalagi ríkisstjórnarinnar. Fremstur í að gagnrýna Nunes er demókratinn Adam Schiff, þingmaður Flórídaríkis í fulltrúadeildinni, en hann á sæti í nefndinni sem Nunes leiðir. Hann sakar Nunes um að reyna að „afvegaleiða almenning“ frá því sem raunverulega skiptir máli. Ásakanirnar má rekja til þess að Nunes gaf nýlega út tilkynningu, án samráðs við aðra nefndarmeðlimi, þar sem hann hélt því fram að hann hefði undir höndum gögn sem bentu til þess að meðlimir í kosningateymi Trump hefðu verið hleraðir af ríkisstjórn Barack Obama. Forsetinn greip fullyrðingar Nunes fegins hendi, enda höfðu engin gögn komið fram sem stutt hafa fullyrðingar hans um hleranir Obama. Nunes hefur neitað að sýna fjölmiðlum umrædd gögn og neitaði lengi vel að segja hvaðan þau komu en lét síðan hafa eftir sér að heimildarmenn hans hefðu verið tveir starfsmenn Hvíta hússins. Þá var hann jafnframt gagnrýndur fyrir að hlaupa til Trump með þær upplýsingar. Sjá einnig: Byggði fullyrðingar sínar á fulltrúum Hvíta hússins Síðastliðinn laugardag greip forsetinn aftur til Twitter, þar sem hann réðist á fjölmiðla fyrir að fjalla um tengsl hans við Rússa, í stað hlerana Obama, eins og má sjá hér að neðan. Vegna ásakanna Schiff er ljóst að rannsókn nefndarinnar hefur verið sett á ís, en nefnd öldungadeildar bandaríska þingsins um njósnamál, sem og bandaríska alríkislögreglan rannsaka enn tengsl ráðamanna innan ríkisstjórnar Trump við Rússa. Demókratar, sem og nokkrir aðilar innan Repúblikanaflokksins hafa kallað eftir því að Nunes segi af sér sem formaður nefndarinnar, en Nunes hefur neitað að verða við þeirri beiðni. Þá hefur einnig verið kallað eftir því að sett verði á fót sjálfstæð nefnd sem fari með rannsókn málsins, málið sé talið það alvarlegt. Hefur meðal annars fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikana, frá árinu 2008, John McCain kallað eftir því. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, segir að ekki sé þörf á „enn einni rannsókninni“ á málinu, einungis til þess að tryggja að „niðurstaðan muni örugglega verða sanngjörn.“When will Sleepy Eyes Chuck Todd and @NBCNews start talking about the Obama SURVEILLANCE SCANDAL and stop with the Fake Trump/Russia story?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 1, 2017
Donald Trump Tengdar fréttir Segir ekkert benda til samsæris milli Trump og Rússa Devin Nunes, formaður þingnefndar fulltrúadeildar bandaríska þingsins um njósnamál, segir að ekkert bendi til að starfslið Trump hafi unnið með Rússum í aðdraganda kosninganna. 19. mars 2017 17:24 Segir gögn benda til samsæris milli Trump og Rússa Meðlimur í þingnefnd njósnamála í fulltrúadeildinni, Adam Schiff, telur að til séu gögn sem sýni fram á ótvíræð tengsl Trump við Rússa. 19. mars 2017 22:40 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Segir ekkert benda til samsæris milli Trump og Rússa Devin Nunes, formaður þingnefndar fulltrúadeildar bandaríska þingsins um njósnamál, segir að ekkert bendi til að starfslið Trump hafi unnið með Rússum í aðdraganda kosninganna. 19. mars 2017 17:24
Segir gögn benda til samsæris milli Trump og Rússa Meðlimur í þingnefnd njósnamála í fulltrúadeildinni, Adam Schiff, telur að til séu gögn sem sýni fram á ótvíræð tengsl Trump við Rússa. 19. mars 2017 22:40