Fótbolti

Higuaín skoraði ekki í endurkomunni til Napoli

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Marek Hamsik, fyrirliði Napoli, fagnar jöfnunarmarki sínu.
Marek Hamsik, fyrirliði Napoli, fagnar jöfnunarmarki sínu. vísir/getty
Napoli og Juventus gerðu 1-1 jafntefli í stórleik helgarinnar í ítölsku úrvalsdeildinni.

Þrátt fyrir jafnteflið er Juventus með sex stiga forskot á Roma á toppi deildarinnar. Napoli er í 3. sætinu með 64 stig, 10 stigum á eftir Juventus.

Gonzalo Higuaín sneri aftur á sinn gamla heimavöll í kvöld en stuðningsmenn Napoli voru afar ósáttir við Argentínumanninn þegar hann gekk í raðir Juventus í sumar. Higuaín tókst þó ekki að skora í kvöld.

Sami Khedira kom Juventus í 0-1 á 7. mínútu og þannig var staðan í hálfleik.

Napoli spilaði vel í leiknum og það var verðskuldað þegar Marek Hamsik jafnaði metin eftir klukkutima. Slóvakinn batt þá enda á frábæra sókn Napoli-liðsins.

Fleiri urðu mörkin ekki og liðin deildu því stigunum með sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×