Sænskur landsliðsmaður kemst ekki að fyrir Rúnari Alex: "Hann er mjög góður markvörður“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. maí 2017 15:45 Rúnar Alex er að spila frábærlega fyrir Nordsjælland. vísir/getty Sænski markvörðurinn Patrik Carlgren, leikmaður Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta, er opinn fyrir því að framlengja samning sinn við félagið þrátt fyrir að hafa lítið sem ekkert fengið að spila síðan hann kom til liðsins í janúar. Carlgren er 25 ára gamall og er fastamaður í landsliðshóp Svíþjóðar en hann var í leikmannahópnum á EM í Frakklandi síðasta sumar. Hann hefur varið mark AIK í sænsku úrvalsdeildinni undanfarin þrjú ár og var á leið til 1860 München í janúar áður en pappírsvinnan klikkaði. Nordsjælland nældi í Svíann og ætlaði að gera hann að aðalmarkverði liðsins en hann komst ekki að vegna frábærrar frammistöðu Rúnars Alex Rúnarssonar sem er búinn að eigna sér markvarðarstöðuna hjá danska liðinu. Vegna meiðsla Rúnars fékk Carlgren loks að spila fyrir Nordsjælland, þremur mánuðum eftir að ganga í raðir félagsins en hann stóð vaktina í markinu í 1-1 jafntefli á móti FCK um helgina. „Ég vil spila alla leiki þannig auðvitað er pirrandi að þurfa alltaf að vera á bekknum. Maður verður samt bara að sætta sig við þetta og leggja meira á sig,“ segir Carlgren í viðtali við bold.dk. „Alex er mjög góður markvörður sem hefur spilað vel. Það er góð og heilbrigð samkeppni á milli okkar á æfingum á hverjum degi þannig að ég reyni bara að halda honum á tánum en vera tilbúinn þegar tækifæri gefst eins og ég gerði á móti FCK. Það var frábær að fá loksins að spila.“ „Ég vil ekki útiloka að vera hérna áfram en við verðum að sjá til hvað gerist. Ég get ekki verið að hugsa of mikið um framtíðina því ég þarf að einbeita mér að því að fá fleiri leiki,“ segir Patrik Carlgren. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Sænski markvörðurinn Patrik Carlgren, leikmaður Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta, er opinn fyrir því að framlengja samning sinn við félagið þrátt fyrir að hafa lítið sem ekkert fengið að spila síðan hann kom til liðsins í janúar. Carlgren er 25 ára gamall og er fastamaður í landsliðshóp Svíþjóðar en hann var í leikmannahópnum á EM í Frakklandi síðasta sumar. Hann hefur varið mark AIK í sænsku úrvalsdeildinni undanfarin þrjú ár og var á leið til 1860 München í janúar áður en pappírsvinnan klikkaði. Nordsjælland nældi í Svíann og ætlaði að gera hann að aðalmarkverði liðsins en hann komst ekki að vegna frábærrar frammistöðu Rúnars Alex Rúnarssonar sem er búinn að eigna sér markvarðarstöðuna hjá danska liðinu. Vegna meiðsla Rúnars fékk Carlgren loks að spila fyrir Nordsjælland, þremur mánuðum eftir að ganga í raðir félagsins en hann stóð vaktina í markinu í 1-1 jafntefli á móti FCK um helgina. „Ég vil spila alla leiki þannig auðvitað er pirrandi að þurfa alltaf að vera á bekknum. Maður verður samt bara að sætta sig við þetta og leggja meira á sig,“ segir Carlgren í viðtali við bold.dk. „Alex er mjög góður markvörður sem hefur spilað vel. Það er góð og heilbrigð samkeppni á milli okkar á æfingum á hverjum degi þannig að ég reyni bara að halda honum á tánum en vera tilbúinn þegar tækifæri gefst eins og ég gerði á móti FCK. Það var frábær að fá loksins að spila.“ „Ég vil ekki útiloka að vera hérna áfram en við verðum að sjá til hvað gerist. Ég get ekki verið að hugsa of mikið um framtíðina því ég þarf að einbeita mér að því að fá fleiri leiki,“ segir Patrik Carlgren.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira