Græn og glæsileg í íslenskri hönnun á rauða dreglinum Benedikt Bóas skrifar 8. maí 2017 14:15 Svala var flott í Another Creation. Svala Björgvinsdóttir geislaði í Kænugarði í gær í grænum silkisamfestingi eftir Ýri Þrastardóttur. Svala hafði samband við Ýri eftir RFF. „Ég er í fötum eftir Ýri Þrastardóttur sem er íslenskur hönnuður og hún er með merki sem heitir Another Creation,“ sagði Svala, sem svo sannarlega geislaði á rauða dreglinum fyrir utan Mariyinsky-höllina í Kænugarði í gær. Svala gekk alls 250 metra eftir öllum rauða dreglinum og sjarmeraði blaðamenn upp úr skónum í fallegum grænum silkisamfestingi úr smiðju Ýrar. „Þetta er í raun samfestingur með pilsi sem er hægt að taka af ef ég vil aðeins tjútta. Ég er því fín, og í stuðfötum,“ segir hún. Aldrei áður hefur verið svo langur rauður dregill í sögu Eurovision og lögðu Úkraínumenn allt undir til að stjörnurnar myndu líta sem best út og fá það sviðsljós sem þær áttu skilið. Yfir þúsund blaðamenn, myndatökumenn og ljósmyndarar voru fyrir utan höllina og þurfti að fara í gegn um gríðarlega öryggisgæslu til að komast inn á svæðið. Svala keppir fyrir Íslands hönd í Eurovision á þriðjudagskvöldið og stígur hún á sviðið 13. í röðinni. Í kvöld fer fram svokallað dómararennsli og þá gefa dómararnir sín atkvæði en þeirra vægi er fimmtíu prósent á við almenning í Evrópu. Svala virkaði róleg og einbeitt á rauða dreglinum í gær og ætlar hún sér greinilega stóra hluti í keppninni. „Þetta er lengsti rauði dregill sem ég hef farið á, hann er rosalega langur,“ segir Svala sem er að reyna að spara og hvíla röddina fyrir kvöldið í kvöld. Svala passar fullkomlega inn í konseptið„Mér finnst náttúrulega bara frábært og rosalega gaman að sjá Svölu í fötum eftir mig,“ segir Ýr Þrastardóttir, en hún er konan á bakvið Another Creation. Svala hafði samband við Ýri eftir sýningu hennar á Reykjavik Fashion Festival. „Þetta var hannað fyrir RFF, og er úr nýjustu línunni frá Another Creation, en ég reyndar lagaði dressið að Svölu,“ segir Ýr. Svala hefur nokkrum sinnum komið fram í hönnun Ýrar. „Hún passar fullkomlega inn í konseptið hjá mér!“ Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Svala Björgvinsdóttir geislaði í Kænugarði í gær í grænum silkisamfestingi eftir Ýri Þrastardóttur. Svala hafði samband við Ýri eftir RFF. „Ég er í fötum eftir Ýri Þrastardóttur sem er íslenskur hönnuður og hún er með merki sem heitir Another Creation,“ sagði Svala, sem svo sannarlega geislaði á rauða dreglinum fyrir utan Mariyinsky-höllina í Kænugarði í gær. Svala gekk alls 250 metra eftir öllum rauða dreglinum og sjarmeraði blaðamenn upp úr skónum í fallegum grænum silkisamfestingi úr smiðju Ýrar. „Þetta er í raun samfestingur með pilsi sem er hægt að taka af ef ég vil aðeins tjútta. Ég er því fín, og í stuðfötum,“ segir hún. Aldrei áður hefur verið svo langur rauður dregill í sögu Eurovision og lögðu Úkraínumenn allt undir til að stjörnurnar myndu líta sem best út og fá það sviðsljós sem þær áttu skilið. Yfir þúsund blaðamenn, myndatökumenn og ljósmyndarar voru fyrir utan höllina og þurfti að fara í gegn um gríðarlega öryggisgæslu til að komast inn á svæðið. Svala keppir fyrir Íslands hönd í Eurovision á þriðjudagskvöldið og stígur hún á sviðið 13. í röðinni. Í kvöld fer fram svokallað dómararennsli og þá gefa dómararnir sín atkvæði en þeirra vægi er fimmtíu prósent á við almenning í Evrópu. Svala virkaði róleg og einbeitt á rauða dreglinum í gær og ætlar hún sér greinilega stóra hluti í keppninni. „Þetta er lengsti rauði dregill sem ég hef farið á, hann er rosalega langur,“ segir Svala sem er að reyna að spara og hvíla röddina fyrir kvöldið í kvöld. Svala passar fullkomlega inn í konseptið„Mér finnst náttúrulega bara frábært og rosalega gaman að sjá Svölu í fötum eftir mig,“ segir Ýr Þrastardóttir, en hún er konan á bakvið Another Creation. Svala hafði samband við Ýri eftir sýningu hennar á Reykjavik Fashion Festival. „Þetta var hannað fyrir RFF, og er úr nýjustu línunni frá Another Creation, en ég reyndar lagaði dressið að Svölu,“ segir Ýr. Svala hefur nokkrum sinnum komið fram í hönnun Ýrar. „Hún passar fullkomlega inn í konseptið hjá mér!“
Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira